Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Ljósm./Árni Sæber*
Kristinn Einarsson vatnafræðingur:
íslendingar nota rúml. 1.100
lítra af vatni hver á dag“
Kristinn Einarsson
vatnafræðingur.
Vatnafræði er ekki fag sem hægt er
að segja að sé á allra vörum alla
daga, þvert á móti, þó er þetta fag
sem maður gæti hugsað sér um, „það
hlaut að vera til“. Sem sérgrein er
vatnafræði fremur ung, algengara var
hér áður að landafræðingar, jarð-
fræðingar og fleiri fræðingar hugðu
að vatnafræði sem hliðargrein frá
sínum sérfögum. Margar af þessum
greinum eru hliðargreinar vatnafræð-
innar og öfugt. Morgunblaðið ræddi
fyrir skömmu við Kristin Einarsson,
ungan vatnafræðing, sem starfar hjá
Orkustofnun, en Kristinn hélt fyrir
skömmu fyrirlestur á vegum Nátt-
úrufræðifélags íslands, þar sem hann
fjallaði vítt og breitt um fag sitt og
nýtingu vatns. Það lá ansi beint við
að biðja Kristin í fyrstu að skilgreina
í stuttu máli eins og hægt er hvað
felst í orðinu „vatnafræði“.
etta eru fræði sem ná
til vatnshjúps jarðar-
innar, en í skilgreiningunni eru
höfin oftast undanskilin. Vatna-
fræðin er býsna víðfeðm og hefur
auk þess hliðargreinar sem tengj-
ast henni bæði beint og óbeint allt
eftir því hvar á henni er tekið. Þá
á vatnafræðin sér ótal undir-
flokka, eða eftir því hvort fjallað
er um yfirborðsvatn, grunnvatn,
regnvatn o.s.frv. Vatnafræði getur
fjallað um hringrás vatns í heild,
eða einstök ferli hluta eða svæða.
Þetta er hundavaðsleg lýsing, en
fræðin ná yfir svo stórt svið, að
spurningunni verður vart svarað í
stuttu máli.
Starfa mareir vatnafræóingar á
íslandi?
Erlendis sérhæfa menn sig
gjarnan meira en hér á landi og
algengt er hér að menn stundi
vatnafræðina sem hliðargrein.
Þeir sem kalla sig vatnafræðinga
eru innan við 10 talsins, en margir
þeirra eru menntaðir verkfræðing-
ar, jarðfræðingar og þvíumlíkt
sem lagt hafa vatnafræðina fyrir
sig. Ég gæti kallað mig landafræð-
ing, því ég er menntaður sem slík-
ur, en ég er einn af fáum hér á
landi sem hef sérmenntað mig í
faginu, lærði vatnafræði í háskóla
í Kaupmannahöfn. Starf mitt hér
heima er aðallega fólgið í því að
reikna út rennsli á ákveðnum
svæðum með hliðsjón af virkjunar-
framkvæmdum, en það líða jafnan
a.m.k. 20 ár frá því að rannsóknir
hefjast uns hefja má framkvæmd-
ir við viðkomandi virkjun. Þau
gögn sem ég styðst þá einkum við
eru bæði frá Vatnamælin^um og
Veðurstofunni komin, því vatns-
rennsli er svo misjafnlega mikið
frá ári til árs, að meðaltalstölur
byggðar á fáum árum aftur í tím-
ann eru þá ekki nægileg gögn.
Nú hélt þú umtalaðan fyrirlestur
um fræðigrein þína, getur þú sagt
okkur eitthvað um inntakið í honum?
Ég kom nú víða við í umræddum
fyrirlestri eins og nærri má geta,
reyndi að láta sem minnst verða
útundan í sambandi við vatnafar
landsins. Ég birti til dæmis meðal-
talstölur um rennsli yfirborðs-
vatns frá landinu miðað við eina
sekúndu.
Og hver er sú tala?
5.200 rúmmetrar á sekúndu. Það
er rúmlega 1.000 sinnum Elliða-
árnar og rúmlega 50 sinnum vatns-
magn Sognsins, sem er vatnsmesta
lindá landsins. Meginhluti alls
þessa vatns á rætur að rekja til
úrkomu. Frárennsli þetta er
misjafnlega mikið eftir landshlut-
um og er það auk þess I beinum
tengslum við jarðlög. Þannig renn-
ur mest af grunnvatni til hafs við
norður- og suðurenda gosbeltisins,
þar eru jarðlögin lekust, fyrir
miklum hluta Suðurlands og svo
aftur fyrir norðan, í Kelduhverfi
og Axarfirði.
Svo er annað, rennsli er mikið i
jöðrum gossvæðanna og kemur það
út sem mikil lindasvæði. Rennsli
ofanjarðar er að sama skapi lítið
inni á svæðunum sjálfum. Nægir
að nefna Reykjanesið, en mikil
lindasvæði eru I austurjöðrum
þess, einnig inn af Rangánum og
umhverfis Heklu. Þá má nefna
svæði eins og stóran hluta Ódáða-
hrauns, svæðið inn af Þórisvatni
milli Köldukvíslar og Tungnár,
svæði vestan Langjökuls í grennd
við upptök Norðlingafljóts og vest-
asti oddi Snæfellsness. Þann lær-
Mikið vatn rennur um lindir í jöðrum
gosbeltanna.
dóm má draga, að óvarlegt er að
fara vatnslaus í langan göngutúr
um Ódáðahraun! Einnig, að önd-
vegissúlur Ingólfs forðum hafi
vitað lengra nefi sínu og valið rétt!
Þær hafa verið góðir vatnafræð-
ingar, því það er ekki einungis góð
höfn í Reykjavík og nóg af grunn-
vatni og lindum, heldur einnig
mikill jarðhiti, en slikt fylgir ekki
alltaf lindasvæðum, þvert á móti.
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Ja, hvaða lærdóm? Það má hafa
þessa vitneskju til hliðsjónar þeg-
ar hugað er að ýmsum þáttum
vatnafræðinnar hér á landi, til
dæmis með tilliti til vatnsneyslu
landsmanna. Mælingar hafa t.d.
leitt í ljós, að meðalvatnsnotkun
íslendinga er helmingi meiri á
hvern mann en gengur og gerist í
Vestur-Evrópu. Neyslan var meiri
í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum
árum, en þar hafa menn lent í
vandræðum vegna mengunar og
fleira. Víðast þar þarf að hreinsa
vatnið og það er talið svo dýrmætt,
að það er oft margnotað, hreinsað
í sérstökum hreinsistöðvum, og svo
notað aftur.
En hvers vegna er vatnsnotkunin
hér svona mikil umfram notkun í
Vestur-Evrópu?
Fyrst og fremst má nefna, að
íslendingar hafa aldrei vanist því
að það þurfi að spara vatn eða
fara vel með.það. Hreint og gott
vatn er talið sjálfsagður hlutur.
Þá má nefna í öðru lagi, að alltaf
er eitthvað um að leiðslukerfin
leki. Það er ekkert séríslenskt þó.
í þriðja lagi má nefna, að inni í
þessum meðaltalstölum er tekin
vatnsnotkun til fiskiðnaðarins.
Er þá alls staðar til nóg vatn á
íslandi?
Nei, nei, það er af og frá. A
sumum stöðum er erfitt um vik.
Tökum til dæmis Akranes, bæjar-
búar verða að notast við yfirborðs-
vatn og það er kostnaðarsamt fyrir
bæinn að leggja leiðslur í lindir,
því það er langt að sækja slíkt
vatn. Seyðisfjörð mætti einnig
nefna, jafnvel ísafjörð. Ýmis
vandamál fylgja síðan neyslu yfir-
borðsvatnsins, ekki síst hreinlæt-
isþátturinn, því lítið má út af
bregða til þess að neysluvatn
mengist. Skagamenn hafa t.d. átt
í vandræðum með mávana sem
sækja I vatnsból þeirra og gera þar
fleira en að lauga sig. Þeir hafa
því þurft að gerilsneyða vantið
með útfjólubláu ljósi. Þá má segja,
að eftir óvenjulegt þurrkasumar
eins og var sunnanlands og vestan
síðasta sumar, urðu vandræði með
neysluvatn víða í þeim landshlut-
um og voru það þá einkum
sveitabæir sem lentu illa í því er
hreimabrunnar þomuðu. Hið sér-
kennilega veðurfar hafði hins
vegar ekki áhrif á vatnageymslu