Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
17
Heiðmerkur, hún er það mikill
vatnstankur, en það er flókið
reikningsdæmi að reikna hvort tvö
slík sumur í röð myndu hafa þau
áhrif að vatnsskorts myndi gæta.“
Engin mengunarmál í neysluvatni
á fslandi?
Engin alvarleg, en við megum
alls ekki sofna á verðinum í þeim
efnum. Það þarf að fylgjast vel
með slíku á Heiðmerkursvæðinu
og á vissum stöðum á Reykjanes-
inu, grunnvatn á þessum slóðum
gæti megnast ef einhver aðskota-
efni færu þar í jörðina. Þá höfum
við sloppið við skelfinn mikla í
Vestur- og Norður-Evropu, súra
regnið, og stafar það af því að
lægðirnar sem sjá okkur fyrir
rigningunni koma vestan og sunn-
an úr höfum, en súra regnið á
uppruna sinn í verksmiðjureyk-
háfum í Vestur-Evrópu. í viðvar-
andi austanátt kemur stundum
mengað ioft hingað til lands frá
Vestur-Evrópu — hver kannast
ekki orðið við mistrið. Þau efni sem
valda súra regninu eru fyrir hendi
í þessu mistri, en þetta gerist ekki
nógu oft, né er mengunin nógu
mikil hverju sinni til þess að ís-
lenskt vatn eitrist af þvi.
Ef við vendum kvædinu í kross,
þú greindir áðan frá mikilli vatns-
neyslu íslendinga í samanburði við
aðrar þjóðir. Eru til einhverjar tölur
þar um?
Með þeim gögnum sem ég hef úr
að moða, hef ég áætlað vatns-
neyslu íslendinga. Tökum fyrst
vatnsveiturnar. Á Reykjavíkur-
svæðinu eru notaðir u.þ.b. 1.100
lítrar á sekúndu eða tæplega 900
lítrar að meðaltali á dag pr. mann.
Sé miðað við landsbyggðina, eru
notaðir 1.800 lítrar á sekúndu eða
tæplega 1.200 lítrar hver maður
dag hvern. Sé þetta dregið saman
fyrir allt landið eru þetta u.þ.b.
2.900 lítrar á sekúndu, eða að jafn-
aði rúmlega 1.000 lítrar á mann
dag hvern.
Ef við tökum svo vatnsnotkun um
hitaveitur, þá eru tölurnar hærri,
á Reykjavíkursvæðinu er útkoman
Vatnsnotkun íslendinga er að því
er virðist miklum mun meiri en
annarra íbúa Vestur-Evrópu ...
1.500 lítrar pr. sekúndu, eða að
jafnaði 1.000 lítrar pr. mann pr.
dag. Á landsbyggðinni er útkoman
1.500 lítrar pr. sekúndu og 1.200
lítrar fyrir hvern mann hvern dag.
Ef þetta er dregið saman fyrir allt
landið er útkoman þessi: 3.000 lítr-
ar pr. sekúndu, og 1.100 lítrar pr.
mann dag hvern. Þar af er heitt
neysluvatn um 1.00 lítrar pr. mann
dag hvern.
Sameiginleg útkoma fyrir vatn-
sveiturnar og hitaveiturnar er sú,
að neysluvatnsnotkun hvers
manns á dag hvern er rúmlega
1.100 lítrar. Það er rúmlega tvöföld
neysla á við það sem gengur og
gerist í Vestur-Evrópu. Rétt er þó
að minna á, að inni i þessum tölum
er vatnsnotkun í hluta fiskiðnað-
arins.
Svona í lokin, inn á hvaða brautir
er vatnafræðin likleg til að sveigja á
næstu árum?
Það má búast við því að hún
verði á svipuðum brautum og verið
hefur, hér á landi að minnsta
kosti. Fagið snýst mest í kring um
virkjunarmál og neysluvatnsmál,
einnig get ég ímyndað mér að farið
verði æ meira út í mengunarvarnir
og eins að vatnafræðin láti sig æ
meira skipta vatnsþörf fiskeldis
og stóriðju hér á landi. Mengunar-
varnir heyra eð vísu ekki undir
Orkustofnun, en þær eiga samleið
með vatnafræðinni.
í þessu sambandi má geta þess,
að starfshættir Orkustofnunar
hafa breyst mikið síðustu árin.
Sjálfur vinn ég mikið með gögn
frá Veðurstofunni eins og ég gat
um áðan og einnig með niðurstöður
frá vatnshæðarmælum sem eru
dreifðir hér og þar um land allt,
en starfsemin er öll að tölvuvæðast
og verða nákvæmari og vísinda-
legri, ef hægt er að orða það þann-
ig. Mitt starf er og verður trúlega
áfram að áætla rennsli til hugsan-
legra virkjana og þess ber að geta,
að rannsóknir þessar, grunnrann-
sóknir, eru þær ódýrustu og nema
yfirleitt innan við einu prósenti
af heildarkostnaði hverrar virkj-
unar. Samt sem áður segjum við
alltaf: „Aldrei eru gögnin nægilega
góð og þar af leiðandi ekki niður-
stöðurnar heldur.
— gg-
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
Laugave
V6
veðsku
^nsjón: B
V:
621310
651633
OpiÖ frá kl. 9.00—18.00 virka daga.
Um helgarfrá kl. 12.00—19.00.
■
Hp ■ ■. WBm
■■ . . • . V -■
mm
IBETEL
Rödd Einars hefui' náð eyrum fólksins vegna
opinskárrar og væmnislausrar boðunar. Hann segir hressi-
lega frá með tungutaki sjómannsins og Eyjapeyjans.
Þessi bók geymir endurminningar Einars frá
Vestmannaeyjum. Einar segir frá bernskuheimili sínu,
uppvexti á kreppuárunum, atvinnu og mannlífi í Eyjum,
bátasmíði, útgerð og sjósókn. Hann greinir frá merkilegum
trúarreynslum, persónulegri sorg og dapurri lífsreynslu.
Lesandinn fær áð skyggnast inn í huga sálusorgarans, sem
verður að veita huggun og ráð á erfiðum stundum.
Frásögnin er lífleg Og krydduð skemmtifegum sögum eins
og Einars er vandi.
rflADELTÍA
rORLAG
Hátúni 2, 105 Reykjavík, símar 91-20735/25155
Askriftcirsíminn er 83033