Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
23
Þessi hús eru einkennandi fyrir byggingarstfl á svædinu. Innréttingar eru vandaðar að sögn þeirra sem til þekkja.
Hér má sjá tvo úr hópnum í eldhúsi eins húsanna á
svæðinu.
Fyrir þá sem áhuga hafa á
siglingum er bátshöfn í
næsta bæ við hverfíð. Þetta
er hluti
smábátabryggjunnar.
Boðið var til hádegisverðar
í veitingahúsi í nágrannabæ
og hér er hluti hópsins til
borðs.
Að sögn þeirra sem til þekkja
eru húsin vönduð smíði, miðað
við það sem gerist á Spáni. Stærð
húsanna er allt frá um 40 fer-
metrum upp í um 150 fermetra.
Benda má fólki, sem áhuga hefur
á að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á
Spáni, að kynna sér reglur gjald-
eyrisyfirvalda þar um, en
greiðsluskilmálar húsanna mið-
ast við að 50% séu greidd við
undirritun kaupsamnings, 25%
þegar húsið er risið og 25%
þegar flutt er inn í það, en
samtímis á sér stað þinglestur
hjá spænskum yfirvöldum. Unnt
er að búa sem „ferðamaður" á
Spáni án sérstakra formsatriða
í allt að þrjá mánuði á ári, ef
viðkomandi á húsnæði í landinu.
Eftir það er sótt um „bráða-
birgðaaðsetur" til spænskra lög-
regluyfirvalda. Greiða verður
þinglestur, stimpilgjöld og
tengigjöld fyrir vatn, frárennsli
og rafmagn. í allt nema þessi
gjöld rúmlega 30 þús. ísl. kr. Á
Spáni kostar raforkan u.þ.b. 10
peseta kWh., eða um 2 kr. ísl.
Þriðja hvern mánuð er greitt
fast gjald sem nemur 474 peset-
um. Á umræddu svæði er greitt
svonefnt byggðagjald, sem er um
20 þúsund pesetar á ári. Gas-
samningur kostar 3.500 peseta,
gashylki 745 pesta hver 13,9 kg.
Tryggingariðgjöld fyrir hús-
næði og innbú eru u.þ.b. jafnhá
og á íslandi. Fólki sem hugleiðir
að fjárfesta íbúðarhúsnæði er
ráðlagt að kaupa húsgögn á
Spáni. Þá er fólki og bent á að
á þessum slóðum er engan veg-
inn þörf fyrir jafnstórt húsnæði
og hér heima, þar sem fólk held-
ur til utandyra stærstan hluta
sólarhringsins.
Texti: Fríða Proppé
Ljósm.: Matthías G. Pétursson
Eyrarbakki:
Vakning fyrir varðyeislu gamalla húsa
— Búið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir þorpið
Selfoœi, 13. desember.
BÚIÐ ER að vinna upp nýtt aðal-
skipulag fyrir Eyrarbakka. Gildandi
skipulag er frá 1936. Nýja skipulagið
verður sýnt almenningi þegar unnin
hefur verið greinargerð sem í að
fylgja því.
Nýja skipulagið felur í sér
stefnumörkun fyrir framtíðina. Á
því eru ákveðnir reitir þar sem
gert er ráð fyrir íbúðabyggð, reitir
fyrir verslun og þjónustu og fyrir
iðnað.
Hreppsnefndin hefur fengið
deiliskipulag af svæði í vestur-
kanti þorpsins þar sem ný íbúða-
byggð er tengd við gamalt hverfi,
Einarshafnarhverfið.
Þegar aðalskipulagið verður
sýnt er einnig áformað að sýpa,
húsakönnun sem gerð hefur verið
á gömlum húsum á Eyrarbakka á
vegum Þjóðminjasafnsins og húsa-
friðunarsjóðs. Þar kemur fram
hvaða hús talið er að eigi að varð-
veita. Þessi húsakönnun er i
vinnslu, en tekin eru fyrir hús sem
byggð voru fyrir 1930. Þau eru
vegin og metin og eigendasaga
þeirra rakin.
Magnús Karl Hannesson sveit-
arstjóri og oddviti á Eyrarbakka
sagðist eiga von á því að lagt yrði
til að götumynd aðalgötunnar og
vesturþorpið yrðu varðveitt. „Það
er álit manna að þetta sé sérstök
götumynd sem varðveist hefur
hérna. Það hefur lítið verið rifið
af húsum og hægt að halda þessu
við,“ sagði Magnús Karel.
Mörgu gömlu húsanna eru í eigu
utanbæjarfólks sem heldur þeim
vel við. „Mér finnst vera vakning
hérna að varðveita gömul hús.
Þetta þorp hefur sín einkenni af
þessum gömlu húsum," sagði
Magnús sem sjálfur á heima í
gömlu húsi.
Hann sagðist verða var við
aukinn straum fólks til Eyrar-
bakka yfir helgar. „Þetta fólk
kemur hér til að skoða gömlu húsin
og margir líta inn í verslunina
hjá Guðlaugi Pálssyni sem alltaf
er með opið og hefur verið siðan
1919 á sama gólfinu," sagði Magn-
ús Karel sveitarstjóri.
Sig. Jón.
Morgunbladið/Sv. P.
Draumurinn um útflutning í íslensku vatni er að verða að veruleika. Þórar
inn E. Sveinsson framkvæmdastjóri AKVA sf. með vatnsfernu.
Vatnsútflutn-
ingur að hefjast
frá Akureyri
— AKVA með 5 ára samning
við danskt dreifingarfyrirtæki
Akureyri, 11. desember.
FYRIRTÆKIÐ AKVA sf. er í þann
veginn að hefja framleiðslu, pökkun
og sölu á drykkjarvatni til útflutn-
ings og hefír þegar gert rammasamn-
ing við danskt fyrirtæki til 5 ára um
sölu á vatninu undir vörumerkinu
Natural Icelandic Aqua Minerale.
AKVA sf. er eign fimm kaup-
félaga á Norðurlandi, Kaupfélags
Þingeyinga, Húsavík, Kaupfélags
Eyfirðinga, Akureyri, Kaupfélags
Skagfirðinga, Sauðárkróki, Kaup-
félags Húnvetninga, Blönduósi, og
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga,
Hvammstanga. Fyrirtækið er í
leiguhúsnæði hjá Mjólkursamlagi
KEA og þar eru áfyllingartækin,
sem síðar verða einnig notuð til
framleiðslu ýmiss konar svala-
drykkja, ef henta þykir. Fram-
kvæmdastjóri er Þórarinn E.
Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri.
Nýlega var gerður rammasamn-
ingur við danskt fyrirtæki, Ice-
landic Supply, sem er sérstaklega
stofnað vegna þessara viðskipta,
um sölu á Akureyrarvatni næstu
5 ár. Á næsta ári er tryggð sala á
4 millj. ferna og á að fara upp í
12 millj. fernu eftir 5 ár, og er hér
um lágmarkstölur að ræða. Fern-
urnar verða af tveimur stærðum,
Vi lítraog0,21ítra.
Pöntun hefir þegar borist um
5,4 millj. ferna af báðum stærðum
til sölu í Danmörku og Bandaríkj-
unum, en einnig verður leitað
markaða í fleiri heimshlutum.
Brúttótekjur AKVA sf. af sölu
þessara 5,4 millj. ferna eru 20—25
millj. kr., en stofnkostnaður fram-
leiðslunnar er áætlaður svipaður.
Miðað við fyrirliggjandi pöntur
fá þrír starfsmenn fulla dagvinnu
við áfyllingu og pökkun, en vanda-
laust er að auka afköstin til muna
með lengri vinnutíma, ef eftir-
spurn eykst. Þess má geta, að
neysla hreins vatns fer mjög vax-
andi í heiminum og þar með eftir-
spurn vegna vaxandi mengunar
víða og yiðleitni fólks til að bæta
heilsu sína, m.a. með heilnæmu
viðurværi. Hins vegar er sam-
keppni afar hörð á þessum mark-
aði.
Vatnið er tekið úr Hesjuvalla-
lindum í Hlíðarfjalli og er afar
hreint og gerlaiaust. Heilbrigðis-
eftirlit Eyjafjarðar, Heilbrigðis-
eftirlit ríkisins, rannsóknarstofa
Mjólkursamlags KEA og Dansk
Handels- og Landbrugslaborator-
ium í Óðinsvéum munu fylgjast
mjög grannt með ástandi vatnsins,
einkum með tilliti til gerla og
snefilefna. Vatnið er selt FOB á
Akureyri og er flutt héðan hálfs-
mánaðarlega með skipum. Ef svo
ólíklega vildi til, að eitthvað fynd-
ist athugavert við sýni úr einhverri
sendingu, væri hægt að stöðva
hana, áður en hún kemst á markað.
Salan er algerlega háð því, að
aldrei finnist ferna með vatni, sem
stenst ekki ströngustu heilnæm-
iskröfur.
Verið er að prenta umbúðirnar
þessa dagana, en áfylling ætti að
geta hafist öðru hvorum megin við
áramótin.
Sv.P.