Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 26
+ 26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Allistamaðurinn okkar Myndlist Bragi Ásgeirsson Senn líður að því, að allar þær sýningar, sem settar voru upp í tilefni 100 ára ártíðar Jóhannesar Sveinssonar Kjarval loki dyrum sínum. Minn hlutur sem listrýnis hefur enginn verið í sambandi við þessar sýningar né afmælið yfirleitt, og það er af ýmsum ástæðum og þeirri mest, að sýningarnar bar allar að í frímánuði mínum frá skrifum. Sýningarnar hafa verið veglegar og einstæðar, jafnframt því sem gefnar hafa verið út glæsilegar sýningarskrár, sem hafa ómetan- legt heimildagildi og léttir þeim róðurinn, er skrá munu myndir listamannsins og rannsaka lífs- feril hans. Þó að mikið úrval hafi verið til sýnis af myndum Kjarvals, er enn til fjöldi mynda, sem aldrei hefur komið fyrir sjónir almennings og eru margar þeirra þó í háum gæðaflokki. Skrifi þessu fylgir ein slík mynd í lit, sem ég fyrst leit augum fyrir rúmu ári á heimili Halldórs Karls- sonar, trésmiðs, en hann á mikið safn málverka. Ég varð strax mjög hrifinn að myndinni, sökum þess hve fínlega hún var máluð, áhrifa- máttur hennar mikill, þótt spar- lega væri farið með lit, og sjálf áferðin einstök. Þetta liggur í mikilli tilfinningu fyrir blæbrigða- auðgi og töfrandi ferskleika, sem ber miklum „artista" vitni. Halldór sagði mér eftir að ég hafði lýst hrifningu minni á mynd- inni, að Sverrir Haraldsson hafi orðið ámóta við er hann sá mynd- ina, segir svo eftir drykklanga stund: „Þú mátt ekki láta þessa mynd fyrir minna en andvirði eins einbýlishúss." Það sem gleymdist í sambandi við Kjarvalsveizlu, var að gera úttekt á þessari hlið listamanns- ins, nefnilega „artisWnum" og var hún þó mest áberandi í fari hans út og í gegn. í sambandi við síðustu sýningu Málverk Kjarvals: „Tinda- fjallajökull“ séður frá Þórs- mörk. Olfa á léreft 111x98 sm máluð 1925. Kjarvals í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti í júní árið 1968 skrifaði ég heilsíðugrein um þann mikla listviðburð og lagði áherslu á þessa hlið listar hans. (Jtskýrði ég þar, hvað ég ætti við með hugtakinu „artisti", og langar mig til að taka sitthvað upp úr þeirri grein minni um atriði sem yfirsást að gera nokkur skil í sambandi við Kjarvalssýningarn- ar þrátt fyrir langan og strangan undirbúning. Margfalt meiri en gerst hefur í annan tíma um sýn- ingu einstaklings hérlendis. II Það skeði í samræðum mínum við Jón Stefánsson, listmálara fyrir rúmum tveim áratugum, að hann kom inn á það að minnast á „artistíska" kennd í málverki, og var það í fyrsta skipti, sem ég nam slíka skilgreiningu á atriði í mál- verki. Jón sá, að ég var ekki alveg inni í því, hvað hann meinti og fór létt með að útskýra það fyrir mér, sá mikli gáfumaður og rökfræðing- ur. Til áherslu sagði hann mér, að t.d. væru Kjarval ogannar íslenzk- ur málari, er hann nafngreindi mestir artistar í íslenzkri mynd- list. Er ég skoðaði svo sýningu Kjarvals í Listamannaskálanum 1968, tók ég að hugleiða þessa skilgreiningu Jóns Stefánssonar og vildi gjarnan koma henni á framfæri. Þótti mér það og mikið ævintýri, hvernig þessi skútusjó- maður frá fyrstu árum aldarinnar varð seinna að mesta „artista" íslenzkra málara. Artisti er sú hlið málara, er höfðar til tilfinninganna og ósjálfráðrar, frjálslegrar með- höndlunar myndefnisins frekar en t.d. strangrar, yfirvegaðrar mynd- byggingar. Oftast fer hann ham- förum í stað þess að smáþokast hægt og bítandi að markinu, og þó getur hann einnig unnið óra- lengi að sömu mynd, án þess að hún missi nokkuð af léttum og leikandi ferskleika sínum — það er eins og slíkar myndir verði bara til, óháðar tíma og rúmi og í tign- arlegri samsemd við sjálft sköpun- arverkið. Slíkir menn hafa jafnframt ríka tilfinningu fyrir litnum, eru „kol- oristar" á þann veg, að þeir blómstra jafnt í viðkvæmustu sem sterkustu litaandstæðum — þeir hafa þannig vítt og næsta ótak- markað tæknisvið, sem þó er jafn- an í bland við upprunaleikann og ~Remington_ MICRO SCREEN SUPER RAKVÉLAR MICRO SCREEN SUPER XLR-1100 220 V. M/HLEÐSLU KR. 5.290.- • 14 DAGA SKILAFRESTUR • ÁRSÁBYRGÐ • MICRO SCREEN SUPER XLR-800 220 V. KR. 3.460.- • ÞREFÖLD VIRKNI OG BARTSKERI • FERÐATASKA FYLGIR ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.