Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 „Töluð orð verða ekki aftur tekin“ Spjallað við Andrés Björnsson í tilefni af útkomu áramótahugleiðinga hans „Hugleiðingum þessum var að ýmsu leyti þröngur stakkur skorinn. Allar skyldur þær vera jafn langar í flutningi, allar fluttar á sama stað og tíma og tilefni jafnan hið sama. Þær bera þess nokkur merki. Samtyrðu þættir þessir hvorki fugl né fiskur með úrfellingum eða breytingum eftir á. Þeir eru tímans börn.“ Þannig kemst Andrés Björnsson, fyrr- um útvarpsstjóri, að orði í stuttum for- mála fyrir bók sinni, Töluð ord, sem hefur að geyma áramótahugleiðingar þær, sem Andrés flutti í sjónvarpi og útvarpi á árunum 1968 til 1985. Má segja að með þessum hugleiðingum sínum hafi Andrés ætíð haft síðasta orðið í ríkisfjölmiðlun- um á hverju ári. „Ég fann alltaf til ábyrgðar því mér fannst það nokkurt ábyrgðaratriði að koma fram fyrir sundurleitan hóp sem við íslendingar erum þrátt fyrir allt. Ég vildi nú ekki hneyksla náungann og ég vona að ég hafi ekki fellt mikla sleggju- dóma en reynt frekar að nota ábendingar. Mér fannst þetta erfitt og vandasamt og ég átti ekkert auðvelt með þetta stundum. Auk þess urðu þættirnir til kapphlaupi við tímann í jólaannríkinu á hverju ári,“ sagði Andrés Björnsson þegar blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti hann að máli I tilefni af útkomu bókarinnar. Ég spurði hann hver væri tilurð áramótahugleið- inga í sjónvarpinu. „Þetta er einn af elstu þáttum útvarps- ins. Vilhjálmur Þ. Gíslason hafði flutt svona pistla, sem voru meira fréttannáll, í tugi ára í útvarpinu og færði þá yfir í sjónvarpið þegar það tók til starfa. Hann kvaddi á gamlárskvöld 1967 og mér fannst rétt að halda áfram og ég held að fólk hafi ekki verið því andsnúið. En ég breytti um form að verulegu leyti svo hugleiðingar mínar urðu töluvert ólíkar því sem áður hafði verið. Áður hafði þetta verið tengt mjög fréttum af liðnu ári jafnvel byggt á tölulegum upplýsingum ýmsum. Ég reyndi að breyta til í þeim efnum, reyndi að impra á einu atriði eða svo og leggja út af því og hugleiða það eftir því sem best ég kunni. Þættirnir byggjast því hver um sig á einhverju þema án þess þó að innihalda beina tilvitnun í það sem gerst hafði á árinu heldur frekar sitthvað úr minni einkareynslu eða eitthvað sem varð mér umhugsunarefni úr því sem ég hafði lesið. Þannig er efniviðurinn víða að kominn. En flestir fjalla þættirnir um manninn sjálfan, stöðu og viðhorf og þann grundvöll sem tilvera hans stendur á.“ En hver er ástæðan fyrir útgáfu hug- leiðinganna? „Mér hafði upphaflega ekki dottið í hug að þetta yrði gefið út á prenti og þegar þættirnir voru allir samankomnir var ég enn efins um að það ætti að birta þá. Mér fannst eins og þetta gæti orðið ein- hæft því efnið er bundið stað og stund Andrés Björnsson. en fannst, eftir nánari athugun, það þó svo fjölbreytt og jafnvel ólíkt að útgáfan ætti rétt á sér. Þótt maður breytist með aldrinum breytist lífsskoðunin ekki. Mínar grundvallarskoðanir hafa ekki breyst að neinu leyti á þessu árum. Þessar tilraunir mínar með flutning áramótahugleiðinga tókust eiginlega betur en ég hafði ímyndað mér og ég hélt þess vegna áfram alla mína tíð og varð þess var að ýmsir hlustuðu og tóku eftir og þá var tilganginum náð: að fá fólk til að hugsa með mér um það sem var umhugsunar virði eftir því sem gerist og mætir okkur í lífinu.“ Hvað finnst þér hafa einkennt þetta tímabil sem áramótahugleiðingar þínar ná yfir? „Það er kannski ennþá of nálægt manni til að metnar verði þær breytingar, sem orðið hafa. Það var óróleikatímabil þegar ég tók við og kannski bera fyrstu hugleið- ingarnar óbein merki þess. Sextíuogátta stóðu stúdentabyltingar sem hæst og róstursamt var bæði hér og annarsstaðar og í kringum sjötíu fór að bera mikið á flugránum og meðal þess sem umræddast var á fyrstu árum mínum sem útvarps- stjóri var tungllending Bandaríkja- manna. Svona leið ár af ári og engin tvö eru í rauninni eins.“ Er einhver hugleiðing þér sjálfum kærari en önnur? „Það er ákveðinn kjarni í hugleiðingun- um öllum þótt þær séu ekki eins að byggingu. Ég vil ekki nefna neina sér- staka en vona að menn finni eitthvað áhugavert í þeim öllum.“ Má búast við öðrum verkum frá þér í framtíðinni? „Það getur vel verið ef mér endist aldur og heilsa en ég hef engar bjargfastar áætlanir. Það safnast að manni eitt og annað en ég hef engan tíma haft fyrr en núna að sinna þessum hlutum.“ í lokin skal vitnað aftur í formála Andrésar að bókinu Töluð orð, en þar segir hann: „Kannski hafði ræðusnillingurinn Stanley Baldwin á réttu að standa þegar hann sagði að ræðumennskan væri létt- úðardrósin meðal listagyðjanna. Það mun þó varla algilt lögmál enda þyrftu menn þá mikla dirfsku til að gefa út ræður sínar, sem hann raunar sjálfur gerði. Ýmsir hafa látið í ljós við höfund þessara hugleiðinga að þeim væri ekki á móti skapi að hafa þær tiltækar á prenti. Fyrir þá uppörvun er bókin til orðin, og töluð orð verða ekki aftur tekin.“ — ai. Utibu Sa ra o9 e^ b;6nustuna t»\ ’ þágU. ^or9° kautegt efla r' ^nusta í V>‘n oKkur mogu 9 ^ornna- °jösK\ptamenn SAMVINNUBANKINN útibúið í Austurveri, Háaleitisbraut 68. _
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.