Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985
Jólaiögin æfð {Skóla ísaks Jónssonar.
Jólaundirbúningur
— í Skóla ísaks Jónssonar og Tjarnarborg.
m gangana hljómuöu
skærar barnaraddir
er sungu jólasálma
viö orgelundirleik ,er
viö litum inn í SKÓLA
ÍSAKS JÓNSSONAR
einn bjartan desem-
berdag fyrir skömmu. Kertaljós
loguðu og viö orgeliö sat Herdís
Egilsdóttir kennari og spilaöi hvert
lagiö á fætur ööru. Veriö var aö
rifja upp og kenna jóiasálma og
vísur. Mikið var klappaö og stapp-
aö þegar viö átti og endaö á „is-
landinu góöa“. Aö því búnu gengu
börnin prúö og stillt í rööum hvert
í sína stofu.
I stofu 7 voru börnin í 5 ára M
þegar tekin til viö jólaföndriö þegar
viö komum þangaö. Kennarinn,
Bjarney Ingólfsdóttir, sagöi okkur
aö venja væri aö bekkjardeildirnar
syngju saman einu sinni í viku, en
i desember væri það gert oftar.
Hver bekkjardeild syngi siðan á
hverjum degi í sinni stofu. Farið
væri í kirkju um miöjan desember
og þá þyrftu börnin aö vera búin
aö læra jólasálmana. Bjarney sagöi
starfiö í desember snúast mikiö
um jólin, skólinn væri skreyttur og
börnin byggju til megniö af skraut-
inu. Lesnar væru jólasögur, föndr-
aö á hverjum degi, búnar til jóla-
gjafir sem síöan væri pakkaö inn,
þær skreyttar og fariö meö heim.
Vitaskuld væri algjört leyndarmál
hvaö væri í pökkunum og tóku
börnin undir þaö, sögöu aö þaö
mætti enginn vita fyrr en tekiö yröi
utan af gjöfunum. Þau voru mjög
stolt af sínu verki og sýndu merki-
miöa er þau höföu búiö til þar sem
teiknaöar voru myndir af þeim er
fá skyldu gjafirnar og einnig af
gefandanum.
Þennan dag voru börnin aö búa
til jólaskraut, voru þaö kúlur sem
skreyttar voru meö niðurklipptum
glanspappír. Voru þau skiljanlega
önnum kafin og Irtiö fyrir þaö aö
láta tefja sig frá verki. Einhvern
næstu daga mun kökuilmur fylla
ganga því þá á aö baka kökur,
fylgjast þau þá meö því þegar
deigiö er búiö til, fá sjálf aö forma
deigiö og hjálpa til viö baksturinn.
Bjarney sagöi aö talaö væri um
jólin viö börnin. Mörg þeirra vissu
hvers vegna hátíöin væri haldin,
en skemmtileg skýring heföi þó
sloppiö út úr einum sem sagöi þaö
vera til þess aö blessaöir jólasvein-
arnir fengju aö fara í bæinn meö
jólagjafir handa þægum börnum.
Síöasta skóladag fyrir jól yröi jóla-
skemmtun, þá fengju börnin sæl-
gætispoka, gengiö yröi í kring um
jólatré, sungiö og leikiö sér og jóla-
sveinar kæmu í heimsókn. Nyti
skólinn oft liösinnis fyrrverandi
nemenda viö útvegun þessara
heiðurskarla.
Næst lá leiö okkar í TJARNAR-
BORG. Þar hittum viö Steinunni
Auöunsdóttur forstööukonu. Hún
sagöi aö i desember væri mikiö
um aö vera í leikskólanum. Föndr-
Þessar stjörnur verða að jólakúlum.
Yngstu börmn i Tjarnarborg syngja af innlifun
Jólatren skreytt i Tjarnarborg.
- I
u