Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Út er komin endurútgáfa af tímaritinu Iðunni, fyrsta árgangi, sem fyrst kom út árið 1860. Sigurður Gunnarsson prestur á Hallormsstað safnaði, íslenskaði og kostaði útgáfuna þá, en nú er það bókaútgáfan Dyngja sem gefur tímaritið Iðunni út, ásamt með ferskeytlusafni, litlu kveri, eftir Jakobínu Johnsen. Vísurnar urðu til í Islandsferð skáldkonunnar árið 1935. Frumkvöðull bókaútgáfunar Dyngju er Helgi Vigfússon sem mörgum er kunnur af ýmsum störfum í sambandi við bækur, Vestur-Islendinga og sem aðstoðarmaður Hafsteins Björnssonar miðils, svo eitthvað sé nefnt. Bókin hefur verid mér sá vinur sem veitt hefur vináttu á meistarastigi Bókaútgáfan Dyngjan er starfrækt í Aal í Hall- ingdal, þar sem Helgi hefur átt heimili und- anfarin þrjú ár, en hann dvelur um þessar mundir hér á landi. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hafði tal af Helga á heimili foreldra hans í Reykjavík. Ahuga á bókum kvaðst Helgi hafa fengið strax sem barn og minntist í því sambandi heim- sókna sinna á heimili séra Jóns Auðuns, en hann átti ákaflega fallegt og gott bókasafn að sögn Helga. Bókakostur hefur líka allt- af verið góður á heimili Helga og nú eru þar til um fjögur þúsund bindi bóka um hin fjölbreytileg- ustu efni. En hvað varð til þess að Helgi ákvað að endurútgefa tímaritið Iðunni? „Eg kynntist vestur í Ameríku skáldkonunni Jakobínu Johnsen og hún átti feikna mikið bókasafn, hún bjó í stóru húsi sem var fullt af bókum. Einn af dýrgripum hennar var Iðunn. Pabbi hennar, Sigurbjörn Jóhannsson skáld frá Fótaskinni, hafði átt bókina, fal- legt eintak. Hún hélt uppá þessa bók og bað mig fyrir hana heim, því þar vildi hún að bókin yrði varðveitt. Hún skrifaði á bókina „Góða ferð heim“. Sú áletrun er á titilblaði hinnar endurnýjuðu út- gáfu.“ Ferskeytlusafn Jakobínu sem Dyngja gefur einnig út er að sögn Helga komið til hans eftir sömu leiðum. Jakobína gaf honum leyfi til að gefa út safnið þegar 50 ár væru liðin frá Islandsferðinni. Samfylgdarkona Jakobínu í ferð- inni var frk. Jóhanna L. Friðriks- dóttir, yfirljósmóðir á Landspítal- anum. „Hún var reyndar frænka Jak- obínu,“ sagði Helgi. „Og hún var vinkona móður minnar og það ýtti undir Jakobínu að gefa mér fer- skeytlusafnið en frk. Jóhanna á Býsna margar ferskeytlur í bók- inni. Þar er ennfremur að finna tvö bréf frá Jakobínu til mín, sem lýsa henni sem göfugri konu og miklum Islandsvini." Vinátta á meistarastigi „Bókin sem slík hefur alla æfi mína verið sá vinur sem veitt hefur vináttu á meistarastigi. Þegar ég var ungur maður, árið 1955, vann ég hjá heiðursmanninum Sveini Sigurðssyni í „Bókabúð Eimreiðar- innar“ og sennilega er það honum að kenna eða þakka að bækur hafa tengst lífi mínu meira og minna. Hjá Sveini vann ég í rúmt ár. Arið 1960 réð Bragi heitinn Brynj- ólfsson mig í búð sína, Bragabúð, sem var í Smjörhúsinu við Lækj- artorg. Þá fékk ég fyrst áhuga fyrirgömlum bókum. Fyrsta bókin af slíku tagi sem heillaði mig var Flateyjarbók, út- gáfa Jóns Sigurðssonar forseta, frá 1860, útg. í Kristjaníu. Eftir það fór ég að safna gömlum bók- um. Það var draumur Braga heit- ins að koma upp reglulega fágaðri bókabúð fyrir gamlar bækur, líkt og Klausturhólar eru í dag, en því miður entist honum ekki líf til þess. Eg hef engan mann hitt sem hefur handfjallað bókina á jafn virðulegan og nærgætinn hátt og Bragi gerði. Annað aðaláhugamál mitt á Móðir Helga, Mildríður Falsdóttir frá Bolungarvík. þessum árum, og reyndar enn í dag, var dulhyggjan. Arið 1953 byrjaði ég, þá 15 ára gamall að sækja miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni. Eg hafði þá kynnst þessum málum hjá séra Jóni Auðuns. Hjá honum var ég fastur kirkjugestur í 27 ár og átti mitt fasta sæti á, að ég held, áttunda bekk í Dómkirkjunni. Eg hef ekki kynnst meiri lærdómslistarmanni en honum. Skyggnigáfan hefur fylgt mér frá blautu barnsbeini. Það var víst ætlun þeirra beggja, séra Jóns og Hafsteins að þjálfa mig sem miðil, en af því varð ekki. Eg varð sitjari á fundum hjá Hafsteini frá árinu 1954 til ársins 1977. Þetta var mér ómetanlegur skóli og dýrmæt reynsla. Návist látinna Fyrsta endurminning mín teng- ist dulrænum atburðum. Eg mun hafa verið í fangi móður minnar, tveggja ára og ég man atburðinn enn þann dag í dag. Við vorum við stofuglugga sem snéri mót vestri. Skyndilega sleppti ég takinu um háís mömmu og hrópaði „Mamma, mamma“. Móðir mín veitti þessu athygli og mundi á hvaða tíma dags það hafði verið. Þá mun skip hafa verið að sökkva úti fyrir Garðskaga. Eg man ég sá þegar skipið fór niður og mér varð svo kalt og fann mig rennvotann. Ég man ekki öðruvísi eftir mér á þessum æskuárum en í návist látinna ástvina. Eg þorði hins vegar varla að segja frá þessu, en lék mér við leiksystkini af öðrum heimi. Eg trúði þó mömmu fyrir sýnum mínum. Hún skildi mig og var kannski eina manneskjan sem sagði ekki við mig „Þetta er bara bull.“ Þetta var mjög erfitt gagnvart mínum jafnöldrum því ég átti í vandræðum með að greina á milli lifandi og látinna. Af þessum sök- um m.a. fékk ég áhuga á dulrænum málum. Það má geta þess að I nágrenni við okkur bjuggu frú Elínborg Lárusdóttir og séra Ingi- mar Jónsson og vil ég gjarnan geta þess að viðkynningin við þau hjón var mér mikils virði. Eg varð náttúrlega sjónarvottur á fundum Hafsteins Björnssonar að ýmsum merkilegum atburðum, ekki síst lækningum. Eg minnist sérstaklega vestur-íslenskra hjóna, en frúin var haldin illkynja sjúkdómi. Þessi sjúkdómur hvarf eftir að konan hafði setið þrjá Faðir Helga, Vigfús Jóhannesson. Helgi Vigfússon fyrír framan hluta af bókakosti á heimilinu. Hundurinn Tryggur sem fylgdi Helga í ferðinni með huldukonunni. Kristín Alexandersdóttir fyrrum hús- freyja að Kvíum í Jökulfjörðum. Helgl Vigfúseon, Bogahllö 13 Reykjavík, hefur verlö um langt árabll aöstoöaraaöur dlnn á nlölls- funduD ■ínum.Starf eltt hefur hann raekt af elnlægnl og mlkllli samvizkusemi, og áunniö sár veröekuldaö traust, alára ■lnna stjárnenda. Fundargestua hefur hann ávalt, sýnt raikla tillltsemi, meö sinni fáguöu og yflrboröslausu framkoou. Samstarf okkar hefur ávalt verlö hiö ánægjulegasta. Veitl ág honum þvl hin beztu meönæll min. Reykjavík, 2o.febr. 1965 Vottorð frá Hafsteini Björnssyni til handa Helga Vigfússyni. fundi hjá Hafsteini og framliðni læknirinn, Magnús Jóhannsson sem fæddur var 27. júlí 1874 en dó 23 des. 1923 og starfaði alla tíð í sambandi Hafsteins, gaf henni ráðleggingar sem hann bað konuna að fylgja með fyrrgreindum afleið- ingum. Eg kynntist óhemju mörgu fólki í sambandi við starf mitt hjá Hafsteini Bjömssyni. Þetta fólk varð sumt að góðvinum mínum og ég hef notið góðvildar þess allt til þessa dags. Hátíðlegustu fundir sem ég sat voru að jafnaði á föstu- daginn langa. Þessi störf mín fyrir Hafstein Björnsson hafa komið að ýmsu gagni, einnig á öðrum vett- vangi. Iluldufólk hefur fylgt mér meira og minna Eg hef alltaf haft yndi af ferða- lögum og notið í ríkulegum mæli náttúru landsins og kynnst huldu- fólkinu. Þegar ég var um tíma kennari við Seljalandsskóla undir Eyjafjöllum var það eitt sinn að ég vaknaði um nótt við að það kemur inn til mín kona í skartklæðum, gullfalleg, engilbjört vera. Hún biður mig um að koma með sér. Eg fer með henni í náttfötunum og hundurinn minn, hann Tryggur, slóst í förina. Ferðinni var heitið upp að klettaborg fyrir ofan skól- ann. Þegar við komum að berginu þá opnast dyr og þar er allt eins og í Krónborgarkastala í Dan- mörku, íburður geipilega mikill og margt fólk. Velgjörðarkona mín bað mig um að gera sér þann greiða að segja ekki nei við mjólk- urglasi, sem ég og bergði af. Lætur hún svo um mælt að ef ég sé nokkurn tíma í vanda staddur þá skuli ég hugsa til þeirra, ná- granna minna. Síðan göngum við út. Konan fylgir mér sömu leið til baka og hundurinn trítlar með. I morgundögginni sáust fótspor okkar. Skömmu síðar fæ ég þá lífs- reynslu að koma að dánarbeði skólastjóra míns. Var ekki huldu- konan að undirbúa mig undir at- burðinn? Langafi Helga, Vigfús Þórarinsson, sem verið hefur verndari fjölskyldu Helga Vigfússonar, og Helgi kveðst hafa að staðaldri samband við, þó Vigfús sé löngu látinn. Huldufólk hefur fylgt mér meira og minna alla tíð síðan og veitt mér ýmsar mikilvægar upplýsing- Söluhæstur í hciminum árið 1967 Arið 1965 kynntist ég Birni Sv. Björnssyni sem var umboðsmaður Encyclopædia Britannica hér á landi og býður hann mér starf við sölu á alfræðiritinu. Hér gerir Helgi hlé á frásögn sinni og sýnir blaðamanni skjöld þar sem vottast að hann varð sölu- hæstur sölumanna ritsins í öllum heiminum árið 1967. Þetta kemur blaðamanni ekki á óvart því fyrir mörgum árum var hann á ferð austur í Breiðdal og kom í hús sem var rétt hálfkarað, engar hurðir né innréttingar, en í horni stofunnar voru margir kass- ar fullir af bókum. Sagði húsfreyja að hún hefði ekki getað staðist að kaupa Encyclopædiu Britannicu sem Helgi var þá að selja þar um slóðir. Þó kunni enginn á heimilinu að lesa enska tungu. Mikilvægt fyrir horfna vini að þeirra sé minnst við leiðarlok Eitt er það sem Helgi hefur unnið við sem fáir hafa lagt fyrir sig á Islandi og þó víðar væri leit- að. Hann hefur fengist við að rita minningargreinar fyrir fólk um ættingja og vini, oft gegn þóknun. Þetta hefur hann gert líka eftir að hann fluttist til Noregs. .agOlBMCS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.