Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 33

Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 33 „Eg heyrði oftsinnis um það rætt á fundum hjá Hafsteini Björnssyni hversu mikilvægt það væri fyrir nýhorfna vini að þeirra væri minnst við leiðarlok. Þúsund- ir manna lesa slíkar greinar og er það hinum framliðna til góðs og þroska á nýjum leiðum að fá svo marga til að hugsa um sig. En fyrst og síðast fór ég út í að vinna þetta verk, svo og að rita jólakveðj- ur fyrir fólk, til þess að geta sinnt foreldrum mínum á heimili þeirra. Þegar ég var drengur lofaði ég foreldrum mínum að þau skyldu aldrei þurfa að fara á stofnun þegar þau yrðu gömul. Faðir minn, Vigfús Jóhannesson er nú orðinn heilsuveill og móðir mín Mildiríður Falsdóttir frá Bolungarvík, hefur misst verulega bæði sjón og heyrn og þarfnast umönnunar sem eng- um er skyldara að veita en einmitt mér, sem einkabarni. Milli okkar mömmu er alveg óstjórnlega sterk- ur strengur væntumþykju. Slíkan bikar sem þennan fékk Helgi í hverjum mánuði allt árið 1967 sem söluhæsti sölumaður Encyclopædia Britannica. Það er mjög mikið til mín leitað eftir greinum og mér þykir vænt um að geta fundið að fólk fer oft glaðara frá mér út en það kom. Það er í mörgum tilvikum að þegar einhver pantar grein hjá mér um látinn vin að þá er komið með hann að handann hér í stofuna til mín og einstaka sinnum segi ég fólki frá þessum gestum að hand- an. Um ættfræðigrúsk Stór þáttur í störfum mínum er ættfræðigrúsk. Ættfræðiáhugi minn byrjaði þegar ég var lítill drengur. Eg var í sveit norður í Kvíum í Jökulfjörðum. A heimil- inu var gamla húsmóðirin, Kristín Alexandersdóttir, og hafði hún gaman af að segja mér frá at- burðum og fólki í sveitinni frá löngu liðnum tíma. Hún kveikti þann neista sem hefur fylgt mér, að hafa áhuga á að vita hver er maðurinn. Sennilega hefur þó haft hvað mest áhrif á mig hvað þetta snertir að móðurbróðir föður míns, Þor- bergur H. Vigfússon fór ungur til Ameríku og týndist þar. Langafi minn leitaði hans langa æfi og systir Þorbergs syrgði einnig hvárf bróður síns alla æfi sína. Eg hafði samúð með henni og vildi gera mitt besta til þess að hafa uppá frænda í Ameríku. Sennilega er hvarf Þorbergs aðalorsök þess að ég hef mikinn áhuga á Vestur-Islendingum og ættfræði þeirra. Eg hef oftsinnis farið til Kanada og Bandaríkjanna og á þar nána ættingja m.a. hálf- systur. Eg endurútgaf „Sögu Islendinga í Norður Dakota" fyrir þremur árum en þá var ég um það bil að flytja til Noregs. Eg s.ettist að í Aal í Hallingdal ásamt sambýlis- konu minni, Berit Dynge. Við stofnuðum bókaútgáfuna Dyngju og endurútgáfum í sameiningu bókina „Islendingar í Danmörku" eftir dr. Jón Helgason og auk bók- anna sem eru að koma út núna erum við að ráðgera að gefa út listaverkabók Alberts Thorvald- sens í átta bindum." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. jcippkz Canon Jólagjöfin handa fyrirtækinu frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Canon. Canon A-200 PC-samhæfða tölvan hefur alls staðar hlotið hæstu einkunn fyrir frá- bæra hönnun, vinnsluhraða og gæði. Þetta er PC-tölvan sem hæfir þeim er gera mikl- ar kröfur. Jólatilboð útborgun lA eftir- stöðvar á 6—10 mán. Jólagjöfin handa nútímafólki — Macintosh frá Apple • tölvan sem var aðlöguð vinnubrögðum mannsins • tölvan sem þú lærir á á ör- skömmum tírtia, vegna þess að Macintosh er hönnuð til þess að gera þér lífið létt • tölvan sem þú getur byrjað að nota strax, í stað þess að eyða löngum tíma á nám- skeiði. Jólatilboð 99.980.- stgr. útborgun 20.000.- eftirstöðvar á 6—8 mán. Jólagjöfin handa heimilinu — Apple IIc lítil að utan en stór að innan • ein fjölhæfasta tölvan á mark- aðnum í dag. • Apple IIc er samhæfð hinni heimsfrægu Apple Ile, sem er notuð í fleiri skólum um allan heim en nokkur önnur tölva. • Apple IIc státar af stærra og fjölbreyttara úrvali forrita en nokkur önnur tölva af sambærilegri stærð. • yfir 20.000 forrit til kennslu, til leikja og til vinnu. Jólatilboð 49.980.- stgr. útborgun 10.000.- eftirstöðvar á 6—8 mán. VIÐ TÖKUM VEL SKIPHOLTI 19 SIMI 29800 A M0TI ÞER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.