Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 35

Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 35
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Samstaða lýðræðisríkjanna Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, vakti máls á því í setningarræðu vetrarfundar utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsins, að íslendingar líta á samstarf ríkjanna beggja vegna Atlantshafs sem hinn besta kost í utanríkis- og öryggismálum. Hann lýsti ótrú og óbeit á því, ef Atlants- hafið yrði hyldýpi milli þjóða, sem stefna að sameiginlegu markmiði, að tryggja lýðræði, mannréttindi og frið með frelsi. Jafnframt ítrek- aði hann þá staðreynd, að meiri samstaða er um meginstefnuna í þessum málum hér á landi nú en nokkru sinni síðan 1949. íslendingar hafa þá sérstöðu innan Atlantshafsbandalagsins, að þeir eru vopnlausir. Þetta breytir þó ekki því, að aðrar þjóðir bandalagsins eiga jafn mikið undir því og við að samstaða lýðræðis- þjóðanna í öryggismálum haldist. Meginefni ræðu Geirs Hallgríms- sonar snerist um það, hvernig samvinnu ríkjanna yrði best hátt- að með hliðsjón af nýju tímabili í samskiptum austurs og vesturs eftir fund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev. Utanríkis- ráðherra vísaði til ákvörðunar leiðtoganna um að hittast aftur 1986 og 1987. Þess yrði vænst, að samningar tækjust um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun I tengsl- um við þá fundi. Síðan vék hann aö þeim grundvallarmun, sem er á aðstöðu stjórnmálamanna á Vest- urlöndum og Kremlverja og sagði: „Við skulum gera okkur grein fyrir að óþreyjan hér á Vestur- löndum verður mikil, en hún á ekki eftir að setja neinn svip á umræður í Sovétríkjunum þar sem stjórnarherrarnir ráða því, sem sagt er og skrifað. Og jafnvíst er að sovésk yfirvöld hafa hins vegar ekki gefið upp vonina að hafa þau áhrif á almenningsálitið á Vestur- löndum sér í vil, að þau þurfi ekki að ganga til samninga um af- vopnun eða nái samningum er tryggi þeim yfirburði án viðunandi eftirlits... Frelsi okkar opnu þjóðfélaga verður notað eða réttara sagt misnotað til að þrýsta á stjórnend- ur þeirra til að sætta sig við óraun- hæfa samninga. Reynt verður að nýta þá staðreynd, að menn á Vesturlöndum vilja að vonirnar um friðsamlegan heim rætist og það fljótt...“ í þessum orðum felst raunsæi. Ogeinnig hinu, að það tímabil, sem nú er að hefjast, verði prófraun lýðræðis andspænis einræði. Hið ákafa áróðursstríð, sem háð var vegna ákvörðunar Atlantshafs- bandalagsins fyrir réttum sex árum um Evrópueldflaugarnar, sýnir, að Kremlverjar lifa í þeirri von að geta haft áhrif á kjósendur í lýðræðisríkjunum; fengið þá til að styðja stjórnmálamenn, sem telja einhliða afvopnun Vestur- landa einu friðarleiðina. Sovét- I menn urðu undir í þessu stríði. Þeim tókst ekki að rjúfa samstöðu lýðræðisríkjanna. Hættan er þó síður en svo úr sögunni. Geir Hallgrímsson benti á þá staðreynd í ræðu sinni, að í mörg- um landa Atlantshafsbandalags- ins hafi stjórnmálaflokkar gert utanríkismál og sjálfstæðismál þjóða sinna að bitbeini í flokks- pólitískum tilgangi; stefnan ræðst fremur af aðild að ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu en efni málsins. í þessum orðum felst gagnrýni á vingulshátt margra jafnaðar- mannaflokka I Vestur-Evrópu. Gagnrýnin var ítrekuð með þess- um orðum: „Menn sakna þess tíma, þegar áhersla var lögð á samstöðu lýðræðisflokka í utanríkismálum, hvað sem liði ágreiningi að öðru leyti.“ Þegar Atlantshafsbanda- lagið var stofnað fóru jafnaðar- menn með forystu í flestum lönd- um Vestur-Evrópu. Það voru þeir, sem lögðu grunninn að samstöðu lýðræðisþjóðanna í öryggismálum með dyggum stuðningi borgara- flokkanna. Utanríkisráðherra benti á, að það tæki á taugarnar að lifa í skugga ógnarjafnvægisins, þótt tekist hefði að tryggja frið við þær aðstæður í okkar heimshluta i nær fjóra áratugi. Hann taldi það tímaspursmál, hve lengi þetta ástand gæti haldist, kanna ætti nýjar leiðir. Deilurnar um gildi kenningarinnar um fælingarmátt kjarnorkuvopna eru flóknar. Eng- inn þjóðarleiðtogi hefur kveðið fastar að orði um nauðsyn þess að hverfa frá ógnarjafnvæginu en Ronald Reagan. Hann lítur á geim- varnafrumkvæði sitt sem skref á þeirri braut. Ekki er síður deilt um það mál. Hvort tveggja verður í brennipunkti umræðna um ör- yggismál næstu árin. Geimvarnaáætlunin er ekki á dagskrá hjá Atlantshafsbandalag- inu með sama hættj og áætlunin um Evrópueldflaugarnar. Hún byggist á bandarísku frumkvæði, það er undir einstökum ríkjum komið, hvort þau vilja gerast aðil- ar að áætluninni. Þetta mál ætti ekki að spilla samstöðu lýðræðis- þjóðanna. Allar hljóta þær að vona, að unnt verði að draga úr ógn kjarnorkuvopnanna - hvað svo sem Sovétmenn segja um tækni- framfarir og rannsóknir á því sviði. Ræða Geirs Hallgrímssonar hlaut miklar undirtektir á ráð- herrafundinum. „Það er sagan, sem kennir okkur öllum, að þá er hættan mest þegar andvaraleysið og óskhyggjan nær yfirhöndinni,“ sagði utanríkisráðherra. Það var blóðug saga heimsstríðsins, sem kenndi lýræðisríkjunum, að þau ættu að standa saman gegn ein- ræðisöflunum til að tryggja frið með frelsi. Þess vegna sameinar Norður-Atlantshafið þau og gerir vonandi enn um langa framtíð. Hafskipsmálið og Alþingi Auðvitað er það mikið álitamál, hvort rann- saka á Hafskipsmálið með þeim hætti, sem ríkisstjórnin og þing- flokkar hennar hafa ákveðið eða á þann veg, með mismunandi tilbrigðum, sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt til. Hér er ekki verið að ræða um rann- sókn á þeim viðskiptalegu ráðstöfunum, sem fyrirtækið hefur gert, þar sem hún er augljóslega á vegum skiptaráðanda. Þvert á móti er um að tefla rannsókn á þeim þætti málsins, sem snýr að við- skiptum ríkisbanka við fyrirtækið og margvíslegum ráðstöfunum, sem trún- aðarmenn Alþingis og ríkisstjórnar hafa gripið til eða ekki. M.ö.o. Alþingi er að fjalla um rannsókn, sem í eðli sínu er pólitísk eða fjallar um pólitískar hliðar þessa umfangsmikla máls. Þess vegna er hægt að færa rök að því að þingið sjálft sé eðlilegur aðili slíkrar rannsókn- ar. Eitt skiptir mestu í þessu sambandi en það er að rannsóknin fari fram með þeim hætti, að almenningur treysti henni og trúi niðurstöðum hennar. Miklar lánveitingar Utvegsbankans til Hafskips og tryggingar, sem bankinn hefur veitt fyrirtækinu, svo og aðild stjórnmálamanna að bankaráðinu og þátttaka forráðamanna Hafskips í störf- um Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp svo miklar grunsemdir hjá almenningi í garð þeirra, sem í þessum trúnaðar- stöðum sitja, að meginmáli skiptir fyrir lýðræðislega stjórnarhætti í landinu, að fólkið trúi og treysti þeirri rannsókn, sem fram fer. Ýmis rök má færa fyrir því, að einungis rannsókn Alþingis sjálfs, með tilvísun til 39. greinar stjórn- arskrárinnar, geti skapað þetta traust hjá þjóðinni. Þar mundu allir flokkar eiga hlut að máli og með ólíkindum að einhver “samtrygging" gæti átt sér stað á þeim vettvangi. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að þær umræður, sem fram hafa farið í þinginu alla síðustu viku um Hafskipsmálið vekja upp spurningar hjá þeim, sem utan við standa um hæfni þingsins til þess að takast á hendur rannsókn af þessu tagi. Því miður hafa þessar umræður ekki farið fram á þeim málefnalega grundvelli, sem gerð er krafa um, þegar Alþingi á í hlut, heldur hafa umræðurnar leiðst út í ómerkilegt pólitískt þref, þar sem stjórnarand- stöðuflokkarnir hafa með fáeinum und- antekningum reynt að gera málið í upphafi og áður en nokkur rannsókn hefur farið fram, að pólitísku ádeilumáli á hendur Sjálfstæðisflokknum almennt og Albert Guðmundssyni sérstaklega. Sá þingmaður, sem ötulast hefur gengið fram í því að færa málið í þennan farveg er Olafur Ragnar Grímsson. Eftir að hafa fylgzt með málflutningi hans á Alþingi undanfarna daga getur varla nokkrum manni dottið í hug, að fulltrúar Alþýðubandalagsins í rannsóknarnefnd þingsins mundu gera annað en að búa til eins konar „alþýðudómstól" úr slíkri rannsóknarnefnd. Og þótt segja megi að það sé ósanngjarnt að dæma tillögu Alþýðuflokksins á sömu forsendum er auðvitað ljóst, að Alþýðubandalagið mundi eiga fulltrúa í nefnd af því tagi, sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt til að verði skipuð. Þótt þeirri nefnd sé ætlað að starfa fyrir lokuðum dyrum má ganga út frá því sem vísu, að upplýsingalekar úr nefndinni yrðu daglegt brauð með fulltrúa Alþýðubandalagsins innan- borðs. Þess vegna er líka vafasamt að rannsóknarnefnd skv. tillögu Alþýðu- flokksins mundi starfa á þeim grund- velli, sem henni væri ætlað. Það er auðvitað þungur dómur yfir Alþingi Is- lendinga, að segja, að það sé orðin samkoma af því tagi, að ekki sé hægt að treysta henni fyrir rannsóknarnefnd skv. 39. grein stjórnarskrárinnar. En Alþingi er ekkert annað, en fólkið, sem skipar það hverju sinni og umræðurnar undanfarna daga hafa því miður ekki gefið tilefni til að ætla, að hægt væri að treysta störfum slíkrar rannsóknar- nefndar. Það breytir hins vegar ekki því, að sú leið, sem ríkisstjórnin hefur valið er ákaflega þröng og hvernig til tekst byggist mikið á þeim einstaklingum, sem veljast til starfa í nefndina. Vel skipuð nefnd af því tagi, sem ríkisstjórnin stefnir að á að tryggja málefnalega rannsókn og þar verður engin hætta á að pólitískir trúðar eyðileggi starf nefndarinnar. A hinn bóginn verður það ákaflega vandasamt verk fyrir slíka nefnd að skapa tiltrú í sinn garð hjá almenningi, sem öllu máli skiptir að takist. Hér er því ekkert einfalt mál á ferðinni og ekki borðleggjandi að sá kostur, sem ríkisstjórnin hefur valið sé sjálfsagður. En nokkrir alþingismenn hafa séð til þess síðustu daga, að hann er sennilega skárri en rannsóknarnefnd þingmanna. Stada rádherra Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, hefur legið undir ámæli í fram- haldi af gjaldþroti Hafskips vegna þess, að hann var stjórnarformaður félagsins á sama tíma og hann var formaður bankaráðs Utvegsbankans. Þessi ná- staða er auðvitað mjög óþægileg fyrir ráðherrann eins og nú er komið málum. Sjálfsagt má finna allmörg dæmi þess úr síðari tíma sögu okkar, að stjórn- málamenn, sem átt hafa hagsmuna að gæta í atvinnufyrirtækjum hafa jafn- framt setið í bankaráðum viðskipta- banka þessara fyrirtækja. En tímarnir hafa breytzt. Fyrir nokkrum áratugum þótti t.d. ekkert tiltökumál, þótt banka- stjóri væri jafnframt þingmaður. Nú þykir það ekki koma til greina, vegna þess að sami maður er ekki talinn geta gegnt tveimur slíkum störfum svo vel fari samtímis. Með sama hætti leggja menn annað siðferðilegt mat á það í dag, að einstaklingur sitji í bankaráði viðskiptabanka, þar sem fyrirtæki hon- um tengt hefur viðskipti sín. Það má t.d. fullyrða, að eftir að Hafskipsmálið er komið upp muni engum stjórnmála- flokki detta í huga, að kjósa þannig í bankaráð, að um hagsmunaárekstur geti orðið að ræða. I þessu sambandi má þó ekki gleyma því, hverjir það voru, sem stóðu að því að Albert Guðmundsson tók sæti í bankaráði Utvegsbankans. Það voru m.a. þeir þingmenn, sem síðustu daga hafa veitzt hvað harðast að honum fyrir það að hafa setið í þessum tveimur stól- um á sama tíma. Albert Guðmundsson var kosinn í bankaráð Utvegsbankans af lista Sjálfstæðisflokksins og með fulltingi þingmanna hans á tíma ríkis- stjórnar Gunnars heitins Thoroddsen. Hann átti lykilþátt í myndun þeirrar ríkisstjórnar og gerði hana mögulega. Það verður ekki lengur um það deilt að kjör hans í bankaráð og skipun hans í formennsku þar var þáttur í viðleitni ráðherra í þeirri ríkisstjórn til þess að tryggja sér áframhaldandi stuðning hans á Alþingi. Astæðan fyrir því, að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma greiddi Albert atkvæði var ein- faldlega sú, að flokkurinn var í sárum eftir myndun ríkisstjórnarinnar og menn vildu allt til vinna að koma í veg fyrir frekari klofning. Sem formaður bankaráðs Utvegsbankans fékk Albert Guðmundsson fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, til þess að leggja bankanum til verulega fjármuni. Engin spurning er um, að fjár- málaráðherra Alþýðubandalagsins féllst á þessa kröfu vegna þess, að hann og flokksbræður hans töldu, að með því væri hægt að tryggja ríkisstjórn, sem klofið hafði Sjálfstæðisflokkinn, enn betur í sessi. Það er því alveg ljóst, að MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 35 REYKJAVÍKURBRÉF 4_ laugardagur 14. desember seta Alberts Guðmundssonar í banka- ráði Utvegsbankans á þessum árum var þáttur í því pólitíska valdatafli, sem þá fór fram og Álþýðubandaiagsmenn bera fulla ábyrgð á. Þetta eru hins vegar þættir málsins, sem heyra fortíðinni til. En það er fullt tilefni til að íhuga stöðu ráðherra, sem sér sig knúinn til að óska eftir því við saksóknara að fram fari opinber rann- sókn á störfum sínum. A hann að sitja sem fastast meðan á rannsókn stendur eða á hann að óska eftir lausn frá störf- um meðan rannsókn fer fram? Hér á Islandi þykir það sjálfsagt við allar aðstæður að ráðherra sitji sem fastast. I umræðum undanfarna daga hefur bað heyrzt, að ráðherra sem óski eftir lausn um stundarsakir meðan rannsókn fari fram sé með lausnarbeiöninni að sak- fella sjálfan sig. Það er alveg útilokað í lýðræðisþjóðfélagi og réttarríki að líta þannig á mál. Þvert á móti er ástæða til þess að íhuga, hvort það mundi ekki einmitt styrkja þann stjórnmálamann mjög, sem af einhverjum ástæðum yrði að biðja um opinbera rannsókn á störf- um sínum, ef hann óskaði eftir lausn frá ráðherradómi meðan rannsókn stæði yfir. Sá maður hefði dregið alveg skýrar línur í kringum sig. Hann hefði hreint borð og mundi segja sem svo, að það eitt að liggja undir ámæli gæti torveldað störf hans sem ráðherra og þess vegna biðjist hann lausnar. Um leið og rann- sókn hefði leitt í ljós sakleysi þess manns, mundi hann taka við ráðherra- starfi á ný og verða margfalt sterkari stjórnmálamaður á eftir. En kannski lifum við ekki í slíku þjóðfélagi. Stjórn- málabarátta okkar er vanþroskuð og við eigum margt ólært í þeim efnum sem hér eru til umræðu. En er ekki kominn tími til fyrir íslenzka stjórnmálamenn og raunar marga aðra, sem trúnaðar- störfum gegna, að íhuga það, hvort bezta leiðin sé alltaf sú að sitja sem fastast? Albert Guðmundsson virðist telja að afsögn hans nú væri viðurkenning á ávirðingum og ástæðulaust að afhenda pólitískum andstæðingum slík vopn í hendur. Þetta á ekki bara við í tilfelli af þessu tagi. Það er orðið fáránlegt að fylgjast með því, að það skiptir orðið engu máli, hvað ráðherra segir eða gerir eða hvers kortar málefnaágreiningur kemur upp á milli manna t.d. í ríkisstjórn. Það virðist óhugsandi með öllu, að stjórnmálamenn eða embættismenn sem komast í þá aðstöðu, að eðlilegt er að þeir standi upp úr stólum sínum geri slíkt, sem þó þykir sjálfsagt í lýðræðisríkjum Vesturlanda. Hér sitja menn hvað sem tautar og raular. Þess vegna eru nánast engar siðferðilegar grundvallarreglur til í opinberu lífi á Islandi. Hvað sem þessum vangaveltum líður er svo alveg ljóst, að Albert Guðmunds- son hefur skapað sér aukið pólitíski svigrúm með ræðu þeirri, sem hann hélt á dögunum vegna Hafskipsmálsins. Hún aflaði honum samúðar og sýndi að hann hefur burði til að berja frá sér í erfiðri stöðu. Sjálfur óskar hann eftir rannsókn þessa máls, og eru það rétt viðbrögð eins og að honum hefur verið vegið. Bankamálin Gera má ráð fyrir því, að miklar umræður fari fram á næstu vikum um stöðu Utvegsbankans ‘og breytingar á bankakerfinu. Þar verður fyrst og fremst rætt um tvær leiðir. Önnur er sú, að Utvegsbankinn sameinist Búnað- arbankanum en hin að stofnaður verði öflugur einkabanki með samruna Verzl- unarbanka, Iðnaðarbanka og Útvegs- banka. Rökin fyrir því að endurskipu- leggja bankakerfið eru augljós. Flestir bankanna eru veikar lánastofnanir, sem eru ófærar um að veita atvinnulífinu þá þjónustu, sem það þarf á að halda. Fyrirtækin hafa vaxið meðan bankarnir hafa staðið í stað eða lítil breyting á orðið hjá þeim. Þess vegna er nú svo komið, að til eru fjölmörg fyrirtæki í landinu, sem eru orðin svo stór, að Landsbankinn einn getur veitt þeim viðunandi þjónustu og Búnaðarbankinn kannski að hluta til. Þetta er auðvitað alvarlegt mál og staðfesting á því, að peningakerfið er vanþróað eins og Þor- steinn Pálsson, fjármálaráðherra, sagði í haust. Fyrsta spurningin ef rætt er um einkabankana er sú, hvort þeir hafi burði til að taka yfir rekstur Utvegs- bankans með einum eða öðrum hætti. Líklegt má telja, að ef Verzlunarbanki og Iðnaðarbanki sameinuðust mundi verða til banki, sem hefði bæði fjármagn og hæfa starfsmenn til þess að takast á við þetta verkefni. A hinn bóginn hljóta stjórnendur, starfsfólk og hluthafar þessara banka svo og viðskiptavinir þeirra að íhuga, hvort þeir væru betur settir með því að ganga til samstarfs um yfirtöku á rekstri Útvegsbankans og taka þar með við margvíslegum vandamálum í rekstri sjávarútvegs og fiskvinnslu, sem Útvegsbankinn hefur þurft að glíma við. Sjálfsagt er erfitt að veita svör við slíkum spurningum, nema nánari upplýsingar um efnahags- stöðu Útvegsbankans liggi fyrir. En hvernig, sem á það er litið hlýtur smæðin ein að vera orðin vandamál fyrir þessa tvo einkabanka og viðskiptavini þeirra suma hverja. Ekki verður séð af opinberum yfirlýs- ingum forsvarsmanna Búnaðarbankans að þeir fagni beinlínis þeirri hugmynd, að rekstur Útvegsbankans verði samein- aður Búnaðarbankanum en sennilega er mun meiri stuðningur við þá hugmynd á Alþingi. Það er fyrst og fremst í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, sem gera má ráð fyrir stuðningi við það, að einka- bankarnir taki yfir rekstur Útvegs- bankans. Þó er athyglisvert að heyra þær hugmyndir, sem hafa skotið upp kollinum í röðum Alþýðuflokksmanna þess efnis, að ríkisbankarnir verði gerðir að hlutafélagabönkum. Ef niðurstaða þessa máls á að verða sú, að einkabank- arnir taki við rekstri Útvegsbankans eða kaupi hann og eignir hans og sameini rekstur hans sínum verður sterkt frum- kvæði að koma mjög fljótlega frá þeim, þar sem telja verður að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna vilji ríkisbanka- leiðina. Vandi Eimskips Það verður ekkert sældarbrauð fyrir Eimskipafélag íslands að taka við rekstri þeirra eigna, sem félagið hyggst kaupa úr þrotabúi Hafskips. Annars vegar hefur verið lögð áherzla á að félag- ið kaupi skip og aðrar eignir á eins háu verði og framast eru talin rök fyrir. Hins vegar er nú þegar farið að skamma félagið fyrir einokunarstarfsemi, jafnvel áður en samningar hafa verið undirrit- aðir. Þetta er erfitt mál viðureignar. Örlög Hafskips eftir 27 ára sögu sýna, að það er ákaflega erfitt að finna rekstr- argrundvöll fyrir þriðja aðila í skipa- flutningum hér. A hinn bóginn hefur reynsla undanfarinna áratuga sannfært fjölmarga kaupsýslumenn um, að að- staða þeirra verði óþolandi, ef Eimskipa- félagið verði allsráðandi á markaðnum. Þess vegna er Eimskipafélaginu nú mikill vandi á höndum. Félagið þarf að sýna í verki, að menn hafi ekkert að óttast en sporin hræða óneitanlega, því að þeir tímar hafa aftur og aftur komið í sögu Eimskipafélagsins, að það hefur ekki gætt að sér í þessum efnum. Það er t.d. augljóst, að það fer mjög í taugarnar á einhverjum hópi kaup- sýslumanna, að Eimskipafélagið taki á ný við allri aðstöðu í Austurhöfninni. Af hverju er þetta nauðsynlegt fyrir Eimskipafélagið? Fyrirtækið hefur byggt upp myndarlega aðstöðu í Sunda- höfn. Varla verður því trúað að þær framkvæmdir hafi verið skornar svo mjög við nögl, að félagið hafi ekki gert ráð fyrir nokkurri aukningu í starfsemi sinni á næstu árum. Ef við göngum út frá því, að slík íramsýni hafi verið til staðar í forystu Eimskipafélagsins, er þá alveg öruggt, að félagið þurfi engu að síður á Austurhöfninni að halda? Þeir Eimskipafélagsmenn þurfa að huga vel að þessu máli, því að úrslit þess munu ráða miklu um það, hvort ákveð- inn hópur viðskiptavina Hafskips og eigenda, sem nú eru í sárum verða til- búnir til að taka upp samstarf við Eimskipafélagið um flutninga. Ef Eimskipafélagið hefði hins vegar alveg neitað að tala um nokkur kaup á eignum Hafskips má telja fullvíst, að það hefði verið lagt út á hinn versta veg. Stundum er erfitt að vera stóri aðilinn og það á við um Eimskipafélagið nú. Á næstu mánuðum mun reyna mjög á þroska og víðsýni starfsmanna þess og forsvarsmanna og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála, því að það eru vissulega engir aukvisar, sem stjórna Eimskipafélaginu í dag fremur en endranær. Hvað má læra af Hafskipsmálinu? Líklegt er að Hafskip verði ekki síð- asta fyrirtækið, sem verði gjaldþrota hér á þessum vetri. Veður eru öll válynd í atvinnulífi okkar um þessar mundir. Ein ástæðan er sú, að fyrirtækin búa við gjörbreytt skilyrði á peningamark- aðnum frá því, sem áður var. Einn af verkalýðsforingjum landsins hafði orð á því við höfund þessa Reykjavikurbréfs á dögunum, að íslenzk atvinnufyrirtæki væru illa undir það búin að starfa við raunvaxtaskilyrði vegna þess, að eigið fé þeirra væri lítið sem ekkert. Það væri einfaldlega ekki hægt að reka fyrir- tæki í dag, sem eingöngu byggðu rekstur sinn á lánsfé. Það er sennilega mikið til í þessu. Rökin fyrir raunvaxtastefnunni eru rétt en skilyrðin fyrir atvinnulífið til þess að standa undir henni eru ekki til staðar. Viðbrögð fyrirtækjanna hljóta að vera þau að bæta eiginfjár- stöðu sína með hlutafjárútboði en til þess að það beri árangur þarf að gera það enn meira aðlaðandi fyrir fólk að leggja fé sitt í hlutabréf. Ein af lexíum Hafskipsmálsins er tvímælalaust sú, að það er að verða vonlaust að reka fyrir- tæki, sem byggir á litlu, sem engu eigin fé. Þader auðvitað þungur dómuryfir Alþingi íslendinga, að segja, að það sé oröin samkoma af þvitagi, aö ekkiséhægtað •** treysta henni fyrir rannsóknar- nefhd skv. 39. grein stjómar- skrárinnar. En Alþingier ekkert annað en fólkið, sem skipar það hverju sinni og umræðumar undanfama daga hafa þvi miður ekki gefið tilefni tilaðætla að hægt væri að treysta störfum slíkrar rannsóknar- nefndar. i -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.