Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 51

Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 51 Sænska skáldknnan Maria Gripe. Danmörk: Hert inn- flytjenda- löggjöf Kaupmannahöfn, 12. desember. AP. DANSKA þingið hefur gert breyt- ingar á innflytjendalöggjöf landsins þannig að nú geta yfirvöld vísað flóttamönnum frá við landamærin. í hinni nýju löggjöf, sem samþykkt var af meirihluta þingsins á þriðju- dag, er dönskum yflrvöldum heimil- að að yflrheyra flóttamenn við komu til landsins og vísa öllum frá sem ekki geta rökstutt að þeir séu landflótta. Fyrir tveimur árum breytti danska þjóðþingið innflytjenda- löggjöfinni í frjálsræðisátt og veitti hún í raun öllum innflytj- endum rétt til landvistar meðan mál þeirra voru í rannsókn. í kjöl- far þessarar lagabreytingar kom mikil bylgja flóttamanna inn í landið og komu flestir þeirra frá Mið—Austurlöndum. Aðrar breyt- ingar sem nú hafa verið gerðar eru að nú skal afgreiða mál flótta- manna á þrem mánuðum, en áður gátu slík mál tekið meira en ár. Um 8 þúsund flóttamenn hafa leit- að hælis í Danmörku á þessu ári en 4.312 leituðu þar hælis 1984. Yfirvöld í Danmörku áætla að hin nýja löggjöf muni útiloka um 10 prósent af flóttamönnum sem leita hælis í landinu. esió reelulega af öllum fjöidanum! Maria Gripe hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin 1985 SÆNSKA skáldkonan Maria Gripe hefur hlotið norrænu barnabóka- verðlaunin 1985 fyrir síðustu bækur sínar. Fjórtán norrænir höfundar voru tilnefndir til verðlaunanna. Frá íslandi voru tvær bækur útnefndar, Sitji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur og Húsdýrin okkar eft- ir Stefán Aðalsteinsson og Kristján Inga Einarsson. Það er Félag norrænna skóla- safnvarða sem veitir þessi verð- laun og í álitsgerð þess segir m.a.: „í sögum sínum hefur skáldkon- unni Mariu Gripe tekist á næman og skilningsríkan hátt að lýsa mannlegum samskiptum. í þeim skapar hún heim sem byggður er á mörkum draums og veruleika, veröld þar sem draumsjónin er notuð til að kasta ljósi á lífið sjálft". Fréttatilkynning Verkfærasett, margar gerðir og mikiö úrval vmissaverkíæra. ' Síðumúla 7—9, sími 82722

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.