Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 59

Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 59 Stóra hundabók Fjölva komin út STÓRA hundabókin er heiti á nýrri bók frá Fjölva. Aðalhöfundur er Joan Palmer kunnur höfundur hundabóka í Englandi og íslenzkur höfundur er Þorsteinn Thorarensen og er langur kafli eftir hann í bók- inni um hunda á íslandi, sögu þeirra og deilur um þá. Fyrri hluti bókarinnar er lýsing á um 200 hundakynum, þ.e. viður- kenndum ræktunarkynum. Lýs- ingunum fylgja litmyndir af hverju kyni. Sagt er frá eðliseigin- leikum, greind og gagnsemi hvers kyns, þörf þess, snyrtingu og fóðr- un. Þá er rakinn uppruni og saga hvers þeirra og er öllum hunda- kynum gefin íslensk heiti. Stóri hundurinn Doberman heitir til dæmis Dofri og Labrador-retriver Labrador-sækir. Þorsteinn sagði á blaðamannafundi, þar sem bókin var kynnt, að hann hefði fljótlega uppgötvað að engin íslensk orð hefðu verið til um flest hundakyn- in og því hefði hann ekki viljað una. Það yrði síðan að koma í ljós, hvernig fólki litist á nöfnin ís- lensku. Seinni hluti bókarinnar eru sjö myndskreyttir kaflar um meðferð á hundum, um val á hundi, um fóðrun og hreyfingu, heilsugæslu, sjúkdóma og hundarækt, þar sem 'lýst er tímgun og hvolpauppeldi. Loks koma greinar um félagsskap og sýningar, um samfélagið og lögin, þar sem rakin er saga hunds- ins á Islandi. Sagt er frá starfsemi Hundaræktarfélags Islands og deilda þess og raktar allar hunda- sýningar sem haldnar hafa verið hérlendis. Á blaðamannafundinum voru ennfremur stödd þau Guðrún Guðjohnsen formaður Hunda- ræktarfélagsins og Marinó Þor- steinsson gjaldkeri. Þeim bar saman um að bókin væri mikið og gott framlag til þeirra sem áhuga Flugleiðir taka í notkun nýtt símkerfi FLUGLEIÐIR taka í notkun nýtt símkerfi mánudaginn 16. desember og um leiö breytist aðalsímanúmer félagsins úr 27800 í 690100. Nýja símkerfið er keypt frá Bandaríkjunum og er fullkomn- asta fyrirtækjasímkerfi landsins. Stöðin er algjörlega stafræn og verður afgreiðsla símtala til fyrir- tækisins og frá því mun hraðari en áður. Auk þess er kerfið búið sjálf- virku innvali sem gerir kleift að hringja beint í aðila innan Flug- leiða án þess að símtalið fari um skiptiborð. Þá gerir búnaður stöðv- arinnar Flugleiðum kleift að fylgj- ast náið með álagi á símkerfið hverju sinni og tryggja að síma- þjónustan verði jafnan sem best. Tölvubúnaður sér um að símtöl til félagsins verði afgreidd í réttri röð og sýnir um leið hve margir eru að hringja til félagsins hverju sinni. Viðskiptavinir Flugleiða eru beðnir að sýna biðlund ef truflanir verða á símaþjónustu fyrstu dag- ana meðan starfsfólk er að venjast nýjakerfinu. FrétUtilkynning Vísnakvöld VÍSNAVINIR halda vísnakvöld á Hótel Borg nk. mánudagskvöld. Meðal gesta verða Kristín Ólafs- dóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, Sniglabandið, MK-kvartettinn, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Ingólfsson. Færri komust að en vildu á nóv- emberkvöldi Vísnavina svo fólki er bent á að mæta tímanlega. Þetta er síðasta vísnakvöldið á þessu ári og það hefst klukkan 20.30. hefðu á hundum og hundarækt, reyndar væri þetta fyrsta stóra bókin um þetta efni sem út kæmi á íslensku. „Þetta er stórt skref í átt að ábyrgu hundahaldi," sagði Guðrún Guðjohnsen. Frá blaðamannafundinum þar sem bókin var kynnt, talið frá vinstri: Marinó Þorsteinsson gjaldkeri Hundaræktarfélagsins, Guðrún Guðjohnsen formaður, Sturla Eiríksson frá Fjölva og Þorsteinn Thorarensen íslenzkur höfundur bókarinnar. Með þeim á myndinni er fulltrúi þeirra, sem bókin fjallar um, en hann er fjögurra mánaða hvolpur af Cocker Spaniel-kyni — eða Lubba-kyni, eins og Þorsteinn kailar þá tegund hunda. Morgunblaöið/Júlíus á Kástle skíðum, Marker bindingum og Dynafit skíðaskóm. Við bjóðum upp á skíðapakka með skíðum og bindingum á ótrúlega lágu verði. Fullorðinspakki Kástle skíði, lengd 160-195 cm Marker bindingar Verð kr. ;Hr3t6.- Jólatilboð kr. 699CK- Barna- og unglingapakki Kástle skíði, lengd 120-140 cm Marker bindingar Verð kr. Jólatilboð kr. 4.990,- Gönguskíði Kástle gönguskíði, lengd 180-215 cm Marker bindingar Verð kr.-a^re.- Jólatilboð kr. 299Œ- Dynafit skíðaskór Super Shadow Stærðir 5-12 Verð kr. 39t6.- Jólatilboð kr. 2960^- Dynafit skíðaskór Hot Racer Stærðir 5-12 Verð kr. 4:960.- Jólatilboð kr. 3.720.- Dvnaf SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.