Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 61

Morgunblaðið - 15.12.1985, Page 61
MORGUNBtAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER 1985 61 stjóri, og Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri. 1 greinargerð segir að tilgangur endurskoðunar á umferðarlögum hafi einkum verið tvíþættur. í fyrsta lagi hafi verið ljóst að gild- andi umferðarlög eru á ýmsum sviðum ófullkomin og um sumt beinlínis úrelt. í annan stað hafi verið nauðsynlegt vegna aukinna samskipta þjóða í milli, að sam- ræma umferðarlög hér á landi umferðarlöggjöf annarra þjóða og alþjóðasamningum um umferð. “Gerir frumvarpið, ef samþykkt verður, það kleift að fsland gerist aðili að alþjóðasamningi um um- ferð sem gerður var í Vínarborg 8. desember 1%8,“ segir í greinar- gerðinni. Efnisatriði Frumvarpskaflar fjalla um eft- irfarandi efni: gildissvið umferð- arlaga og skilgreiningu á hugtök- um, reglur fyrir umferð almennt, umferðarreglur fyrir gangandi vegfarendur, umferðarreglur fyrir ökumenn, ökuhraða, sérreglur fyrir reiðhjól og bifhjól, sérreglur um umferð reiðmanna, bann við akstri undir áfengisáhrifum, öku- próf og ökuskírteini, ökutæki (gerð og búnað), notkun öryggisbúnaðar, flutninga, hleðslu, þyngd og stærð ökutækja, hindranir á vegum, umferðarstjórn og umferðar- merki, fébætur og vátryggingu, viðurlög gegn umferðarlagabrot- um og loks um umferðarráð og umferðarfræðslu. Nýjungar Meðal nýjunga og efnisatriða í frumvarpinu má nefna: • Ný skilgreining er á hugtökun- um bifreið, dráttarvél og vinnuvél. Vélknúin ökutæki, sem aka hægar en 30 km. á klukkustund, eru talin til vinnuvéla. • Aukin áherzla er lögð á tillits- semi gagnvart börnum, öldruðum, sjón- og heyrnarskertum o.s.frv. • Ákvæði eru um vistgötur. • Ákvæði eru um akstur á vegi með þremur og fjórum akreinum. • Ákvæði eru um skyldur öku- manna gagnvart skólabifreiðum. • Ný ákvæði eru um framúrakst- ur. • ítarlegri ákvæði eru um ljósa- notkun. • Hámarkshraði á bundnum veg- um utan þéttbýlis hækkar í 80 km. Að uppfylltum vissum skilyrðum má heimila allt að 90 km hámarks- hraða. Ökuhraði stórra vöru- bifreiða og dráttarbifreiða má ekki vera meiri en 70 km. • Ákvæði eru sem tryggja aðstöðu hjólreiðamanna, svo sem við fram- úrakstur og akstur í beygjum. • Skylda er lögð á benzínaf- greiðslumenn og veitingamenn að reyna að hindra ölvunarakstur. • Aukin réttindi þarf til aksturs bifreiða til fólksflutninga. Fjórtán ára aldursmark er sett til aksturs dráttarvéla við landbúnaðarstörf. Sextán ár til aksturs bifhjóls eða vélsleða. • Skráning ökutækja verður í höndum Bifreiðaeftirlits ríkisins og við það miðað að umdæma- skráning falli niður. Heimildar- ákvæði standa til að fela verkstæð- um almenna skoðun ökutækja eða tiltekna þætti skoðunar undir eft- irliti Bifreiðaeftirlitsins. • Ákvæði um notkun öryggisbelta og hlífðarhjálma er í meginatrið- um óbreytt. • Gert er ráð fyrir setningu reglu- gerðar um flutning hættulegra efnaogtækja. • Viðurlög við fyrsta broti vegna aksturs undir áhrifum áfengis verður a.m.k. tveggja ára ökuleyf- issvipting (vínandamagn yfir 2 promill). ítrekuð brot valda ýmist tvcggja til þriggja ára viðbótar- sviptingu eða ævilangri sviptingu. í síðara tilfellinu má endurveita réttindi eftir fimm ár. Framangreind upptalning er hvergi nærri tæmandi. Breytingartillögur boðaðar Salome Þorkelsdóttir (S) , sem mjög hefur látið umferðarmál til sín taka á þingi, vakti athygli á því að umferðarslys kostuðu mörg mannslíf ár hvert, varanleg ör- kuml enn fleiri og ómælt eigna- tjón. Upplýst er, sagði hún, “að umferðarslysin kosti þjóðfélagið árlega a.m.k. 1,2 milljarða króna. Ef okkur tækist að lækka þessa tölu um 10% á ári, með fyrir- byggjandi aðgerðum, kæmum við ekki einungis í veg fyrir örkuml og/eða ótímabæran dauða nokk- urra samborgara okkar, sem auð- vitað skiptir mestu máli, heldur spöruðum við jafnframt 120 m.kr. fyrsta árið, 228 m.kr. það næsta o.s.frv. Salome boðaði nokkrar breyt- ingar við frumvarpið. í fyrsta lagi að ljósatími bifreiða, sem væri ráðgerður í frumvarpinu allan sól- arhringinn frá 1. október ár hvert til 1. apríl, yrði miðaður við 1. september til 1. maí. Við verðum að hafa í huga, sagði hún, að 40 þúsund börn hefja skólagöngu 1. september. Athuga mætti að setja í reglugerð að hver bifreið væri svo útbúin að það kviknaði á ljósum hennar um leið og ræst væri. Þá vildi Salome koma á fót sérstakri slysarannsóknarnefnd, sem rann- sakaði orsakir alvarlegra slysa í umferð, á sama hátt og rannsókn- arnefndir flug- og sjóslysa. Fyrir- byggjandi aðgerðir verður að byggja á rannsóknum, ef að fullu gagni eiga að koma. Gagnrýni á frumvarpiö Eiður Guðnason (A) gagnrýndi sitthvað í meðferð frumvarpsins. Hann taldi það klén vinnubrögð að flytja frumvarpið óbreytt nú, eins og það var lagt fram á síðasta þingi, þrátt fyrir fjölda réttmætra ábendinga frá umsagnaraðilum, sem ráðuneytið hefði átt að vinna úr og fella inn í frumvarpið. “Mér finnst það slæleg vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins að fara ekki gegn um þessar umsagnir," sagði þingmaðurinn. Þau flýta ekki ferð þessa umfangsmikla máls gegn um þingið. Spáði hann því að það dveldist Iungann úr vetrinum í allsherjarnefnd þingdeildarinnar. Eiður gagnrýndi og harðlega orðfæri frumvarpsins. “Mér finnst orðalag í þessu frumvarpi klúðurs- legt og sérvizkulegt á mörgum stöðum og sums staðar kannski torskiljanlegt." Hann gat ýmissa dæma. Meðal annars ákvæðis í 39. grein: “Hjólreiðamenn skulu aka“ o.s.frv. Á venjulegri íslenzku heitir það að hjóla, sagði þingmaðurinn. Hann taldi og hraðatakmörk “íhaldssöm", 70 km á klukkustund utan þéttbýlis. „Þetta er ekki að vera í takt við veruleikann á ís- lenzkum þjóðvegum í dag,“ sagði hann. Þá taldi þingmaðurinn út í hött að taka benzínafgreiðslumenn og veitingamenn sérstaklega út úr í 47. grein frumvarpsins, varðandi skyldu til að fyrirbyggja umferð- arlagabrot (ölvunarakstur). „Hvað um ölvaðan ökumann sem kemur inn í söluturn," spurði hann, „hafa ekki allir þegnar þjóðfélagsins sömu skyldur í þessu efni? Umferðarslysin eru eitt mesta þjóðfélagsvandamál, sem við eig- um við að stríða,“ sagði Eiður. „Þau spanna marga harmsöguna. Það er skylda okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina í barátt- unni við þennan vágest. Þess vegna verðum við að vinna að framgangi þessa frumvarps af fullum krafti, þó það hefði mátt koma betur úr garði gert, endurflutt, í þingsins hendur.“ Gódca og vandadar bœkm Árni Óla Reykjavík íyrri tíma II Tvœi ctí Reykjavíkurbókuin Áma Óla Skuggsjá Seykjavflnu og Hoift á Reykjavík endurútgeínar í einu bindi Saga og sögustaðir verða ríkir af lííi og trá síðum bókanna geíui sýn til íoitídar og íramtíðai - nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á hötuðborg landsins og lorveiunum er hana byggðu. Eíni bók- anna er tróðlegt íjölbreytt og skemmti- legt. Fjöldi mynda írá Reykjavík fyrri tíma og aí persónum, sem mótuöu og settu svip á bœinn prýða þessa vönd- uðu útgáfu Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt II Þetta er annað bindið í endurútgálu á hinu mikla œttírœðiriti Péturs, niðjatali hjónanna Guðríðai Eyjólísdóttui og Bjama HaUdórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi em niðjar Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns eldia Bjamasona. Fyrsta bindið kom út 1983, en œtlunin ei að bindin veiði alls íimm. í þessu bindl eins og því fyrsta, em íjölmaigai myndir al þeim sem í bókinni em neíndir. PÉTUR ZOPHONÍASSON IÆKjARÆITII NHXIATAL OUÐRlDAR EYJÓIF9DÓTTUR OQ BJARNAHALI D('>ftSSONAB HRE PPSTJORA A VIKINOSLÆK Birtan aö handan Saga Guðrúnar Sigurðardóttur írá Toríuíelli Sverrír Pálsson skrádi Guðrún Siguiðardóttir var landsþekkt- ui miðill og héi er saga hennai sógð og lýst skoðunum hennai og líísvið- horfum Hún helgaði sig þjónustu við aðra til hjálpai og huggunar og not- aði til þess þá hœfileika sem henni vom geínir í svo ríkum mœli skyggni- gáíuna og miðilshœfileikana Þetta er bók, sem á erindi til allia Ásgeir Jakobsson Einars saga Guðíinnssonar Þetta er endunitgáfa á œvisögu Einars Guðfinnssonar, sem verið hefur óíáanleg í nokkur ái, en hlaut óspait lot er hún kom fyrst út 1978. Þetta er baráttusaga Einars Guðfinnssonar frá Bolungarvík og lýsii einstðkum dugnaðarmannt sem barðist við ýmsa eríiðleika og þuilti að yíiistíga margai hindranir, en gafst aldiei upp; var gœddur ódiepandi þrautseigju, kjarki og áiœði. Einnig er í bókinni mikill íróðleikur um Bolungarvík og íslenzka sjávaiútvegssögu. Íf SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF. ——

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.