Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 68
inunirí tnilomnarhrmi’a
litmvndalistann
(g>ull Sc é'tlfttr
.augavegi 35
pitirgiiiinltlitltili
SIAÐFEST lANSTRftUST
SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Ráðist á blað-
burðarstúlku
ÁRS GAMALL maður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. febrú-
ar vegna síbrota. Maðurinn var handtekinn á fostudag en þá um morguninn
réðist hann á 15 ára gamla blaðburðarstúlku, dró hana inn f íbúð sína og
hueðist ræna hana.
Stúlkan var að bera út blöð
þegar maðurinn sá hana út um
glugga íbúðar sinnar á 2. hæð f
fjölbýlishúsi í Seljahverfi. Honum
var fjár vant og ákvað að ræna
hana. Fór hann niður í forstofuna,
9DAGAR
TILJÓLA
Húsakaup í
sólarlöndum:
kallaði á stúlkuna og fór að finna
að útburðinum hjá henni. Hann
fékk hana til að koma inn f forstof-
una þar sem hann stökk á hana,
tók hana hálstaki aftan frá og tók
fyrir munn hennar. í vinstri ermi
var falinn hnffur sem stúlkan sá
þegar hann tók fyrir munn hennar.
Þannig dró hann hana upp á 2.
hæð, inn f fbúð sina og læsti. Þar
sleppti hann henni en varnaði út-
göngu. í sömu andrá kom kona út
úr herbergi í íbúðinni og sleppti
maðurinn þá stúlkunni út. Lóg-
reglan var látin vita um atburðinn
og viðurkenndi maðurinn við yfir-
heyrslur að hafa ætlað að ræna
stúlkuna.
Rétt undir lok talningarinnar. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, fylgist spenntur með yfir öxl Ólafs Guðmunds-
sonar, einns þriggja manna í kjörstjórn. Fyrir miðju situr Hörður Zophaníasson, formaður kjörstjórnar, við hlið
hans er Valgerður Eirfksdóttir, fulltrúi kennara, og yst til hægri er Sigurveig Sigurðardóttir f kjörstjórn. Teljararnir
fremst á myndinni eru Arnkeli Guðmundsson (Lv.) og Eysteinn Einarsson.
Endurtekin atkvæðagreiðsla KÍ um aðild að BSRB:
Kennarar samþykktu úr-
sögn með miklum mun
Takmörkuð
leyfi til
athugunar
INNAN Seðlabanka fslands hef-
ur verið til athugunar að gefa út
reglugerð, sem veiti „takmark-
aðar“ heimildir til kaupa á fbúð-
arhúsum á Spáni. Yfirmönnum
bankans hefur verið falið af
stjórnvöldum að vinna slíka
reglugerð en ekki er Ijóst hvern-
ig og f hverju slík takmörkun á
að vera fólgin. Korustumenn Sól-
arscturs, sem er félag áhuga-
manna um íbúðabyggð aldraðra
f sólarlöndum, ganga á fundi
yfirmanna gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans til frekari við-
ræðna um mál þetta í vikunni.
Sveinn Sveinsson, lögfræð-
ingur Seðlabankans, sagði í
viðtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að mál þetta væri í
athugun. Það væri rétt, að verið
væri að reyna að útbúa reglu-
gerð sem veitti „takmarkaðar"
heimildir, en menn væru ekki
búnir að átta sig á þvf, hvernig
sú takmörkum ætti að vera.
Morgunblaðinu er kunnugt
um, að meðal annars hafi verið
rætt um takmörkun í þvf formi,
að félagasamtök geti ein verið
skráð eigendur slíkra húsa,
þannig að félög hefðu forkaups-
rétt í svipuðu formi og er til
dæmis hjá Verkamannabústöð-
: rum. Félögin hefðu þá til dæmis
forkaupsrétt í ákveðinn tfma á
húseign félagsmanns. Enn-
fremur hafa verið uppi hug-
myndir um takmörkun gjald-
eyrisyfirfærslna, t.d. ákveðnar
upphæðir í ákveðinn árafjölda
til hvers ibúðarkaupanda.
Sjá: Nema íslendingar sumarbú-
Istaðalönd á Spáni? á bls. 22 og
23.
Morgunblaðið/Árni Sæborg
Sigrún Ágústsdóttir kennari og Svanhildur Halldórsdóttir félagsmálafulltrúi
BSRB innsigla úrslitin á tilheyrandi hátt. Til vinstri eru Valgeir Gestsson
og Svanhilur Kaaber.
KENNARAR í Kennarasambandi
íslands sögðu sig úr Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja í endur-
tekinni allsherjaratkvæðagreislu um
úrsögnina, sem fram fór í sfðustu
viku. Atkvæði voru talin í gærmorg-
un. Alls voru 1.919 (72,4%) með-
mæltir úrsögn úr BSRB, en 675
(25,5%) vildu áframhaldandi aðild.
Auðir seðlar voru 52, en 3 ógildir. Á
kjörskrá eru 3.207, en alls kusu
2.648, sem er 82,6% kjörsókn. Í
kosningunni í maí sl. var kosninga-
þátttaka 75%; 1.572 greiddu at-
kvæði með úrsögn, en 719 voru á
móti. Auðir seðlar voru þá 151, en
einn ógildur.
Sem kunnugt er voru áhöld um
hvernig túlka skyldi niðurstöð-
ur maí-kosninganna. % greiddra
atkvæða þurfti til að úrsögnin
tæki gildi og skipti sköpum hvort
auðir seðlar teldust til greiddra
atkvæða eða ekki. KÍ leit svo á að
þeir skyldu ekki taldir með og þvf
hefði félagið sagt sig úr heildar-
samtökunum. BSRB leit öðruvfsi á
málið, og á þingi bandalagsins i
haust var úrskurðað formlega að
auðir seðlar teldust greidd atkvæði
og þvf væri Kí enn í BSRB. Lðgun-
um var jafnframt breytt á þinginu.
Tekið var skýrt fram að félagi
teldist hafa tekið þátt f atkvæða-
greiðslu ef hann skilaði kjörseðli.
Jafnframt var bætt við uppsagn-
arákvæðið þeirri setningu að úr-
sögn teldist samþykkt ef a.m.k.
helmingur félagsmanna væri
henni samþykkur. Aukafulltrúa-
þing KÍ ákvað sfðan á fundi sínum
9. nóvember að endurtaka at-
kvæðagreiðsluna og féllst BSRB á
það.
Valgeir Gestsson, formaður Kí,
fagnaði útslitum atvæðagreiðsl-
unnar, en sagði þó að þau hefðu
ekki komið sér á óvart. „Það er
auðvitað engin leið að spá ná-
kvæmlega fyrir um úrslit í at-
kvæðagreiðslu af þessu tagi, en ég
átti þó frekar von á þessari niður-
ísafjörður:
Refurinn er eini sólar-
geislinn í skammdeginu
ffufirdi, 13. desember.
TIL ísafjarðar eru komnir 50 refir
af ýmsum tegundum, og eru sumar
þeirra alveg nýjar hér á landi. Einn
refurinn er af tegund sem nefnd er
sólargeisli og er hann sjálfsagt kær-
kominn hjá Isfirðingum, því hér sést
ekki til sólar fyrr en seint í janúar.
Sólargeislinn kostar eigendur búsins
um 60 þúsund krónur, hingað kom-
inn.
Eigendur refanna eru Ágúst
Gíslason og FIosi Kristjánsson.
Ágúst sagði að auk sólargeislans
hefðu þeir fengið 4 gullrefi, 2 heim-
skautamarmara (Arctic-marble), 2
hvítrefi (pólar-refi), 37 silfurrefi, 2
skuggarefi og 3 blárefi. Fjórar
fyrsttöldu tegundirnar hafa ekki
áður verið fluttar til landsins.
Ágúst sagði að tilgangurinn væri
að framleiða ýmis litaafbrigði
skinna sem seldust á hærra verði
en hin hefðbundnu blárefaskinn.
- Úlfar.
Sólargeislinn berst á móti þegar
Ágúst Gíslason ætlar að stilla honum
upp.
stöðu," sagði Valgeir. Hann sagðist
ánægður með hversu afgerandi
úrslitin voru, og aukin kjörsókn
ym 5% sýndi að kennurum væri
þetta mikið hagsmunamál. En
hvað er framundan hjá KÍ ?
„Það eru kjaramalin fyrst og
fremst. Við höfum staðið i harðri
baráttu um þau undanfarið og
munum halda því starfi áfram.
Síðan er stórmál að fá samnings-
rétt viðurkenndan og það verður
eitt af okkar fyrstu verkefnum.
Við stóðum í nokkrum viðræðum
við fjármálaráðherra um það mál
í sumar, en eðlilega var ekki hægt
að halda því áfram fyrr en úrslit
þessarar atkvæðagreiðslu lágu
fyrir," sagði Valgeir Gestsson.
Kristján Thorlacius formaður
BSRB sagðist hafa átt von á því
að úrslit atkvæðagreiðslunnar
hefðu orðið naumari. „Ég tel að
það hafi verið sjálfsagður hlutur
að láta atkvæðagreiðsluna fara
fram aftur til að fá fram lögleg
úrslit, en þvi er ekki að neita að ég
harma þessa ákvörðun kennara.
Ég tel að úrsögn KÍ veiki bæði
kennarasamtökin og BSRB og
raunar launþegasamtökin í heild,"
sagði Kristján Thorlacius.
Moiyunblaðid/Úlfar Ásúataaon