Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1986, Blaðsíða 1
56SÍÐUR B **$nnIilfiMfr STOFNAÐ1913 7.tbl.72.árg. FOSTUDAGUR10. JANUAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Ég verð að yfir- gefa samkyæmið" FARINN Michael Heseltine yfírgefur emb- ættisbústað forsætisráðherra Bretlands í Downing Street 10 eftir að hafa gengið út af ríkis- stjórnarfundi þar sem hann sagði af sér starfi. Afsögn Heseltine kom vegna deilna um framtíð brezks þyrlufyrirtækis og hefur vakið mikla athygli. Loudon, 9. janúar. AP. MICHAEL HESELTINE, sem sagði af sér starfi varnarmálaráðherra á ríki.sst jórnarf undi, var þungorður í garð Thatcher forsætísráðherra og sakaði hana um að reyna að kæfa í hel baráttu sína gegn því að bandariskt fyrirtæki kaupi brezka þyrlufyrirtækið Westland. Yfirlýsingar Heseltine um stjórnarhætti Thatcher voru þann veg að blaðamenn og embættismenn úr varaarmálaráðuneytínu göptu hvað eftir annað af undrun. Heseltine sagði að heiður sinn hefði verið að veði og hann hefði ekki átt annarra kosta völ en segja af sér. Hann var andvígur þeirri samþykkt stjórnarinnar í morgun að hún eða ráðherrar létu ekkert frá sér fara um mál Westland fram á þriðjudag, en þá taka hluthafar í fyrirtækinu afstöðu til kauptilboða, sem kennd eru annars vegar við bandaríska þyrlufyrirtækið Sikorsky og Fiat-verksmiðjurnar á Italíu, og hins vegar við brezk-evrópska fyrir- tækj asamsteypu. Þegar stjórnin hafði samþykkt þagnarskyldu á fundinum stóð Hes- Thatcher hefði haldið á málum og sögðu hanaþjást áf forsetaveiki, sem stríddi gegn brezkri hefð um að forsætisráðherrann væri aðeins fremstur meðal jafningja. Þeir kváðust mundu krefjast þess að stjórnin gerði þinginu grein fyrir stefnu sinni þar sem um augljósa varnar- og iðnaðarhagsmuni væri að ræða. Heseltine, sem er 52 ára, var varnarmálaráðherra í þrjú ár og hefur verið talinn líklegur eftirmaður Thatcher. Hann neitar því að póli- tískur metnaður hafi knúið sig til afsagnar. Með brotthvarfí hans situr aðeins Peter Waiker orkuráðherra eftir í stjórninni úr þeim hópi valda- manna í flokknum sem hafa verið Thatcher þungir í skauti. Sjá Erlendan vettvang, „Uppnám vegna afsagnar Heseltine", á bls. 21. AP/S(mamynd George Younger, eftirmaður Heseltine. eltine upp og sagði: „Ég er víst hræddur um að ég verði að yfirgefa samkvæmið." Samráðherrar hans kváðust undrandi á afsögninni og Margaret Thatcher sendi Heseltine bréf þar sem hún lýsti hryggð sinni. Hún beið þó ekki boðanna og út- nefndi George Younger Skotlands- málaráðherra sem eftirmann Heselt- ine. Hermt er að Thatcher hafi í engu reynt að telja Heseltine af afstöðu sinni. Heseltine sagði að Thatcher hefði gert vísvitandi tilraunir til að þagga niðri í sér og hún hefði vísvitandi forðast að fjallað yrði um framtíð Westland frá sjónarmiði brezkra landvarna og tæknikunnáttu. Þá hefði Thateher bruggað ráð með öðrum ráðherrum um að þegja yfir gögnum, sem voru brezk-evrópsku samsteypunni hagstæð. Einnig hefði verið reynt að hylma yfir ágreining innan stjórnarinnar með því að sleppa mótmœlum hans úr fundar- skýrslum. Loks hefði verið reynt að sverta nafn sitt með því að leka „völdum" og „ærumeiðand" upplýs- ingum í fjölmiðla. „Hér var illa á máli haldið og ég vil ekki bera ábyrgð á málatilbúnaði af þessu tagi," sagði Heseltine. Leiðtogar brezku stjórnarand- stöðunnar gagnrýndu hvernig Rússar bera í bæti- fláka fyrir Khadafy Washinffton. Moskvu. 9. ianúar. AP. ^^ ^*^ Washington, Moskvu, 9. janúar. AP. SOVÉZKA stiórnin lýsti yfir því í kvöld að hún „fordæmdi mjög ákveðið" það sem hún kallar fjandsamlega og óréttmæta árás Bandaríkjamanna og ísraela á Khadafy Líbýuleiðtoga f kjölfar ódæða, sem hryðjuverkamenn frömdu um jólin á flugvöllunum í Vinarborg og Rómaborg. Kveðst sovézka stjórnin ætlast til þess að Bandaríkjastjórn „geri sér grein fyrir hversu alvaríegar og hættulegar afleiðingar" gjörðir hennar gegn Líbýu kunni að hafa. Segir í yfirlýsingunni að víðsjár séu miklar á Miðjarðarhaf i vegna þessa og „áróðurs fjölmiðla í NATO-ríkjum". Richard Burt, sendiherra Banda- ríkjanna í Vestur-Þýzkalandi hvatti ríki Vestur-Evrópu til samstöðu með stjórn Reagans og grípa til refsiað- gerða gegn Líbýu. Hann sagði það ekki ganga að „vestrænar þjóðir Rússar hafa fjölgað SS-25 úr 27 í 45 Washington, 9. janúar. AP. CASPAR W. Weinberger, varnarmálarádherra Bandaríkjanna, hélt þvi fram í dag að stöðugt fjölgaði svoézkum kjarnaflaugum. Hann sagði að i desember hefðu Sovétmenn fjölgað SS-25 kjarnaflaugum síiiiiin, sem eru á færanlegum skotpöllum, úr 27 i 45. Weinberger sagði framleiðslu SS-25-flaugarinnar augljóst brot á SALT II-samkomulaginu og tilvist hennar sýndi fram á nauðsyn raun- hæfra samninga um takmörkun víg- búnaðar. Hann sagði stefnu stjórnar Reagans í varnarmálum hafa neytt Sovétmenn að samningaborðinu að nýju og aukið samstöðu banda- manna Bandaríkjamanna í Evrópu. Weinberger sagði hinn frjálsa heim því ekki hafa efni á „stefnu- leysi" þegar útgjöld til varnarmála væru annars vegar. Ávinningi varn- arstefnu Reagans væri stefnt í voða með nýjum fjárlögum og lögum um hallalausan ríkisrekstur, svo og af þingmönnum sem gerðu sér ekki grein fyrir sambandinu milli póli- tískra áhrifa og herstyrks. Fjárlögin sýndu mönnum fram á hvort Banda- ríkjamenn væru líklegir til að ná raunhæfum samningum við Sovét- ættu viðskipti við morðingja". Hann átti viðræður við Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra í dag í því skyni að fá Þjóðverja til þátttöku í refsiaðgerðum. Ekkert ríki Vestur- Evrópu hefur ákveðið að fara að fordæmi Bandaríkjamanna, en Frakkar hvöttu í dag til neyðarfund- ar Evrópubandalagsins um málið og verður af fundinum þar sem ítalir og Grikkir höfðu áður beðið um slík- an fund. Raddir eru uppi um það innan bandalagsins að annaðhvort standi EB-ríkin öll að efnahagsleg- um refsiaðgerðum og viðskiptabanni eða ekkert verði af slíkum aðgerð- um. í næstu viku fer John White- head, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Evrópu til að vinna stefnu stjórnar sinnar gagn- vart Líbýu fylgi. Bandarískur öldungadeildarmað- ur, Howard M. Metzenbaum, kvaðst efast um að efnahagsþvinganir dygðu og lagði hann til i dag að Khadafy yrði tekinn af iífi, ef í ljós kæmi að hann hefði staðið á bak við hryðjuverkin í Róm og Vín. Hann sagði að líklegast væri komið að því að taka yrði Khadafy af Iífí. ¦ George Shultz, utanríkisráðherra, sagði í kvöld að Bandaríkjamenn væru staðráðnir í að uppræta hryðju- verkastarfsemi sem Líbýumenn stæðu beint eða óbeint á bak við og Moammar Khadafy ræðir við fréttamenn á sunnudag. hann sagði að ein leiðin að því marki væri að beita hervaldi. . Khadafy Líbýuleiðtogi lýsti ódæð- isverkunum í Róm og Vín í upphafi sem hetjudáð, en síðan hefur hann söðlað smám saman um og á óvenju- legum fundi með vestrænum sendi- fulltrúum í Trípólí í dag sagði hann hryðjuverkamennina vera „bandvit- lausa." Sjá leiðara, „Atlajfa gegn hryðju- verkamðnnum", á bls 20, og fréttir, „Ekki ástœða til viðskiptabanns" á bls.7 og „Samrœma aðgerðir..." á bls.17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.