Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Adolf Hitler. Líkneskí úr brenndum leir merkt bókstafnum „S“ meö rúnaletri. Þetta var auðkenni leirgerðar SS-liösins, sem haföi höfuðstöðvar í þræla- og æfingabúðum svartliða í Dachau. í bókinni Stríði fyrir ströndum segir frá því, að Heinrich Himmler hafi ráðgert aö hefja leirvinnslu á íslandi í samtarfi við hérlenda menn. Skjaldarmerki þýsku ræðis- mannsskrifstofunnar í Reykjavík. Skjöldurinn hefur verið laskaður nokkuð, líklega meö einhverju málmáhaldi. Þaö kunna Bretar að hafa gert hernámsmorguninn 10. maí 1940, því að sagt er, að þeir hafi þá árangurslaust reynt aö spenna skjöldinn frá vegg ræðis- mannsbústaðarins, þar til þeir uppgötvuðu fyrir tilviljun, aö hann hékk á krókil Þessi hauskúpa, tákn SS-liösins, var saumuö í viöhaf narjakka Gerlachs. Við hana eru fest ein- kunnarorö svartliða: „Sæmd mín er tryggðin." Eigur Gerlachs SS-foringja og rœðismanns dregnar fram í dagsljósið Þjóðminjasa fni Gerlach var „SturmbannfUhrer" (sbr. majór) í SS, þegar hann kom hingaö til lands, og myndin sýnir einkennisklæöi hans. SS-menn voru miklir sundurgeröamenn í klæðaburöi og búningar þeirra j>óttu bera af öllum hinum margvíslegu einkennisfötum, sem Þjóðverjar klæddust á valdaárum Hitlers. Klæði Gerlachs bera það glöggt með sér, hvílíkur risi hann var aö vexti, tæpir tveir metrar á hæö. Skórnir, sem eru nokkuö slitnir, eru í samræmi við stærö fatanna. Við hælana eru festir langir sporar, sem falla að reiðbuxnasniðinu á einkennisbrókunum. Sniðið minnir á það, aö Himmler leit á SS-liðið sem riddarareglu Þriðja ríkisins. Ein sérkennilegasta flíkin, sem upp úr kistunni kom, var kolsvört regnslá meö silfurlituöu merki SS, svo mikil um sig, aö hún líktist tjaldi fremur en fati. í stríðslok var Gerlach orðinn „BrigadefUhrer“ í SS, en þaö svaraöi til þess, að hann bæri hershöfðingjatign í þýska hernum. „Það mætti ætla að Þriðja ríkið hefði verið endurreist!" sagði Oláfur K. Magnússon, ljósmyndari Mbl., þegar hann gekk inn í hliðarherbergi í Þjóðminjasafni fyrir skömmu. Þar blöstu við svartir einkennisbúningar SS-foringja, sverð, rýtingar og skjald- armerki Þriðja ríkisins með erninum og hakakrossmerkinu, hakakrossfánar stórir sem smáir, innrammaðar ljósmyndir af helstu forkólfum nasista, sumar hverjar áletraðar til Gerlachs ræðismanns, vígorð gegn gyðingum, máiverk og líkneski af Hitler og margt fleira af þessu tagi. Þetta var hluti af eigum Gerlach- fjölskyldunnar, sem hún varð að skilja eftir hér, þegar Bretar handtóku hana hernámsdaginn 10. maí 1940. Ýmislegt af eigum ræðismannsins var selt hér á uppboði skömmu eftir stríð, en hluta þeirra fékk hann sendan til Þýskalands, er hann losnaði úr fangelsi Bandaríkjamanna. Nokkrum sögulegum minjum héldu íslensk stjórnvöld þó eftir og komu þeim í gæslu Þjóðminja- safns. í tilefni af útgáfu bókarinnar Stríð fyrir ströndum. ísland í síðari heimsstyrjöld gaf Þór Magnússon þjóðminjavörður höfundi verksins, Þór Whitehead sagnfræðingi, heimild til að láta Ólaf K. Magnússon ljósmynda þessar minjar, sem legið höfðu óhreyfð- ar í safninu síðan í styrjaldarlok. Einnig var þetta tækifæri notað til að skrá þær og flokka og sá Kristín Huld Sigurðardótt- ir fornleifafræðingur um það verk. ' Hinar leynilegu sendistöðvar Gerlachs, sem lýst er í Stríði fyrir ströndum, voru því miður ekki meðal þeirra muna, sem Þjóðminja- safn fékk til varðveislu á sínum tíma. Er ekki vitað, hvar þær eru nú niðurkomnar. Hátíöarfáni ræöismannsskrifstofunnar, olíumálverk af „foringjan- um“ og Ijósmyndir af minni spámönnum nasista. Minjar um nasista á Sinfóníuhljómsveit íslands fimmtudaginn 16. janúar 1986 kl. 20.30 í Háskólabíói VINARTONLEIKAR (Stjörnutónleikar) Tónlist eftir: Johann Strauss og Robert Stolz. Stjórnandi: Gerhard Deckert. Einsöngvari: Katja Drewing. Heiðurgéstur: Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur. Miöasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og í ístóni. Eftir tónleikana í Átthagasal Hótel Sögu — austurrískt miönætursnarl — Vínartónlist. Katja Drewing syngur viö undirleik Gerhards Deckert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.