Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 12.01.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 ------------------------------------»—- B 17 John Speig'ht Joseph Ognibene Sinf óníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á árinu voru haldn- ar sl. fimmtudag og þar flutt tón- verk eftir John Speight, Richard Strauss og Ottorino Respighi. Fyrsta verkið var frumflutningur á sinfóníu eftir John Speight. Verkið er í þremur þáttum sem bera yfirskriftina Andante con espressione, Largo og Andante. Svona hægferðug hraðaskipan er ef til vill vegna þess trúarlega bakgrunns, sem höfundurinn ger- ir grein fyrir í efnisskrá, að form „verksins á rætur í formi altaris- taflna í ýmsum kirkjum landsins". í heild er verkið nokkuð yfírhlaðið, sem mætti rekja til fullrar nýting- ar á myndfleti altaristaflna og þrátt fyrir sterkar og þykk skip- aða ómstreytur, er verkið á köfl- um mjög „tónalt". Vinnutæknin er mjög hefðbundin, þar sem víxl- ast á stef unnin eftir þrásteQa aðferðinni og í beinum endurtekn- ingum. Yfír verkinu er kyrrð, þar sem tónferliðið er stundum ofið um ákveðinn þungamiðjutón, sem gefur verkinu sterka myndræna kyrrstöðu. Trúlega þarf að hlýða verkinu oftar, þar sem það er mjög hlaðið og ekki neitt skemmtiverk, heldur alvarleg og trúarleg tónsmíð. Annað verkið á efnisskránni var fyrsti hornkon- sertinn eftir Richard Strauss. Verkið er elskulegt æskuverk og var það mjög vel leikið af Joseph Ognibene, 1. hornista hljómsveit- arinnar. Ognibene er góður hom- isti og lék hann konsertinn af öryggi, bæði hvað snertir tóngæði og tækni. Síðasta verkið var sin- fóníska ljóðið, Furur Rómaborgar, eftir Respighi. Það var margt vel gert í þessu skemmtilega verki, sem rís hæst í túlkun tónskáldsins á sögu Rómverska heimsveldisins í blóðþyrstri og þungstígri her- göngu eftir Via Appia. Hljóm- sveitin og stjómandinn Páll P. Pálsson, fluttu verkið af miklum myndarskap en vel hefði mátt halda ögn aftur af styrknum, þar til næstum allra síðast, er marsinn eins og æðir yfir í miskunnarlaus- um þunga sínum. Jón Ásg. Akranes: Bátaflotinn far- inn til veiða eftirjólafrí Akranesi, 9. janúar. FISKISKIP Akumesinga hafa nú öll hafið veiðar að nýju eftir jóla- fri nema Sigurborg og skuttog- arinn Höfðavík sem er í viðgerð í V-Þýskalandi. Minni dekkbátamir hófu fyrstir veiðar á nýja árinu og veiða þeir bæði á net og línu. Afli netabátanna hefúr verið tregur en línubátamir hafa aflað betur eða 2—3 lestir í róðri. Skímir hefur hafíð netaveiðar en afli hans hefur verið tregur. Loðnubátamir fjórir hafa allir hafið veiðar en afli þeirra fram að jóla- leyfí var þessi: Víkingur 16.400 tonn, Bjami Ólafsson 16.000 tonn, Höfrungur 15.300 tonn og Rauðsey 15.200 tonn. Alls komu á land á Akranesi á árinu 1985 55.643 lestir af físki sem er tæplega 5.000 lestum minni afli en árið áður. Aflinn skiptist þannig að bátafiskur var 3.876 tonn, tog- arafískur 16.564 tonn, síld 1.125 tonn og loðna 34.078 tonn. Árið 1984 komu á land alls 60.468 tonn. Munurinn milli áranna liggur mestur í loðnu- og sfldveiðum en bæði báta- og togarafískur er meiri árið 1985. Alfí togaranna er sem hér segir: Haraldur Böðvarsson 4.760 lestir, Höfðavík 3.406 lestir, Krossvík 3.057 lestir og Skipaskagi 1.741 lest. Enn hafa verið höggvin skörð í bátaflota Akumesinga því Rán AK sem er 60 tonna bátur í eign Ár- manns Stefánssonar hefur verið seldurtil Keflavíkur. Togskipið Jón Þórðarson BA sem Runólfur Hallfreðsson útgerðar- maður keypti hingað frá Patreks- firði sl. haust er enn í viðgerð og breytingum hjá Þorgeir & Ellert hf. hér á Akranesi en ráðgert er að því ljúki í lok febrúar og mun hann þá halda til rækjuveiða. Skipið hefur verið lengt um 10 metra og frystiútbúnaður settur í það, m.a. lausfrystiútbúnaður. JG. Erlend leigu- skip verði mönnuð Is- lendingum Á fundi ríkisstjórnarinnar 20. desember sl. var að tillögu fé- lagsmálaráðherra gerð svofelld samþykkt: „Ríkisstjóm samþykkir að beina þeim tilmælum til ísienskra skipafé- iaga að þegar þau gera samninga um leigu á erlendum skipum til flutninga á sínum vegum, þá sé það meginregla að í slíkum samningum sé heimilt að manna skipið með ís- lenskum sjómönnum bæði hvað varðar undirmenn og yfírmenn." VIÐ AUGLÝSUM KJÖRBÓKINA, GÓBA BÓK FYRIR BJARTA FRAMTÍÐ. Og nú er ekkert En! Kjörbók Landsbankans er góöur kostur til þess að ávaxta sparifé: Hún ber háa vexti, hún er tryggð gagnvart verðbólgu með reglulegum samanburði við vísitölutryggða reikninga og innstæðan er algjörlega óbundin. Kjörbókin er engin smáræðis bók. Þú getur bæði lagt traust þitt og sparifé á Kjörbókina, - góða bók fyrir bjarta framtíð. Landshanki íslands Banki allra landsmanna -*-crv 3 'uJt* \ < < * . S

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.