Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 28 B rnimm „þú mátfc ekkí leika \>trab siólnum hans afa.." > I * Aster... TM Rag. U.S. Pat. Oft — all rights raserved 01983 Los Angetes Tlmes Synrticate Við köllum hann kött eins og ég hef sagft hundrað sinnum og ekkert kjaft- æði. Með morgunkaölnu Fyrst drakk hann því að hann stakk af en nú vegna þess að hann er kominn aftur heim í heiðardal- inn____ Nokkrar spurning'ar varð- andi Lánasjóð námsmanna Til Velvakanda. Mikið er nú rætt og ritað um starfsemi Lánasjóðs náms- manna, og ekki eru allir sam- mála og kemur reyndar fram í umræðum almennings, að svo virðist vera að enginn viti raun- verulega hvemig þessi viðskipti fara fram. Þar eð hér er um vaxandi fúlgu fjár að ræða, sem ríkissjóð- ur leggur árlega fram til fram- færslu námsfólks, sem að fjölda til er orðinn meiri en íbúar fimmta stærsta bæjar landsins, er orðin nauðsyn á því, að skatt- borgarar, sem inna féð að hendi fái nokkra vitneskju um gang mála. Er óskað eftir því með þessum línum að ráðamenn Lánasjóðsins svari eftirfarandi spumingum, og birti niðurstöður á síðum Velvakanda Morgun- blaðsins. 1. Hvaða ár var Lánasjóður íslenskra námsmanna stofnaður, og hvað hefur ríkissjóður lagt mikið fé í sjóðinn frá upphafi til og með árinu 1986, samkvæmt fjárlögum? 2. Fá námsmenn í Stýri- mannaskólanum, Vélskólanum og Fiskvinnsluskólanum lán úr sjóðnum, ef þeir óska þess? 3. Þarf ábyrgðarmenn til tryggingar skaðlausri greiðslu lánsupphæðar, vaxta og verð- tryggingar? 4. Hér em vaxtakjör og verð- trygging, hvenær byijar greiðsla afborgana að námi loknu, og hvað em lánin til langs tíma? 5. Ef lánþegi fellur frá fyrr eða síðar á lánstímanum, hver er þá krafinn um greiðslu skuld- arinnar? 6. Ef lánþegi þarf aldrei að greiða nema 5 prósent á ári af árstekjum sínum, hver borgar þá það sem eftir kann að verða af skúldinni þegar lánstíma lýk- ur? 7. Er það kannski rétt, sem sagt er, að eftirstöðvar lána fymist að loknum 40 ára láns- tíma, hversu miklar sem þær kunna að vera og þrátt fyrir það, að skuldari eigi margfaldar eignir fyrir skuldinni? 8. Er það rétt, sem sagt var í Morgunblaðinu 5. jan. 1986, að heildarlán til einstaklings geti numið allt að 4 milljónum króna? 9. Fara lánaréttindi úr sjóðn- um eftir ijárhagsstöðu og náms- efni umsækjanda — geta allir umsækjendur fengið hámarks lán? 10. Að lokum er þess óskað að skrifstofa sjóðsins með sínum afkastamiklu tölvum reikni eftir- farandi dæmi, sem undirritaður hefur samið. Námsmaður hefur fengið 4 milljónir að láni úr Lánasjóði námsmanna í árslok 1985 og hefur lokið námi. Hann hefur þá þegar fengið starf sem hæfír menntun hans og fær greitt eina milljón í árslaun. Afborgunar- tími lánsins er 40 ár. Hann greiðir uppí skuld sína 5 prósent af árslaunum sínum. A þessum 40 ára lánstíma er verðbólgul- ánskjaravísitalan 20 prósent á ári, jöfn allan lánstímann. Fyrr- verandi námsmaður fær sömu dýrtíðaruppbót á laun sín, 20 prósent á ári allan tímann. Nú er spurt: Hvað skuldar maðurinn eftir 40 ár í þágildandi krónum, sem hann þarf ekki að borga vegna fymingarákvæða sjóðsins? Ólafur Á. Kristjánsson. Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVÍSI Aldraður maður hafði orð á því fyrir nokkrum dögum, að engu væri líkara en veðurfarsbreyting væri orðin í landinu svo mikið góð- viðri hefði ríkt hér um langan tíma í haust og vetur. Annar viðmælandi Víkveija sagði að í raun og veru hefði ekki verið hægt að kvarta undan veðri hér samfleytt í 16 mánuði eða frá hausti 1984. Sjálf- sagt er nokkuð til í þessu og víst er að veturinn 1985 og það, sem af er þessum hefur verið með ein- dæmum a.m.k. hér á suðvesturhomi landsins. Raunar hefur veðrið verið með þeim hætti að heyra má á sumu fólki að það sakni þeirra tíðu breyt- inga á veðri, sem einkenna veðurfar hér á landi. Og ekki eru allir sáttir við snjóleysið, þótt víst megi telja, að eldra fólk fagni því mjög vegna þess að það á auðveldara með að komast leiðar sinnar. En þessu einstæða veðurfari fylgja margvís- legir ókostir og ekki bara þeir að snjólítið sé á skíðasvæðum. Þannig hefur víða borið á því á vinnustöð- um, að starfsfólk kvartar undan þungu lofti og þurru. Það virðist að vísu vera landlægt hér að loft- ræstingakerfi virki ekki eins og þau æ£tu að gera en sérfróðir menn segja, að nokkur skýring sé sú að þurrt veður og frost í langan tíma valdi því að loft verður þurrt á vinnustöðum, og jafnvel í hýbýlum fólks. Veðurguðimir geta því ekki fremur en fyrri daginn gert svo öllum líki. XXX Er ekki Dallas að verða dálítið leiðinlegt? Víkverji hefur fylgzt nokkuð reglulega með þessum nauðaómerkilegu sjónvarpsþáttum. Þegar á leið var svo komið, að eina persónan, sem þessi sjónvarpsá- horfandi þoldi í þáttunum var J.R. en nú er hann líka að verða óþol- andi. Hafíð þið hlustað vel eftir þeim setningum, sem koma út úr þessu fólki? Það segir aldrei neitt. Er ekki ráð fyrir sjónvarpið að fara að breyta til? Nú er svo komið að Þjóðveijar em famir að framleiða sjónvarpsþætti, sem taka mið af Dallas. Hvemig væri að prófa þá? XXX Við íslendingar emm að komast á blað með öðmm þjóðum. Sú var tíðin að það heyrði tfl algerra undantekninga, að íslendingar næðu árangri eða hlytu viðurkenn- ingu á erlendri gmnd. Nú eigum við bæði listamenn og íþróttamenn sem í vaxandi mæli hljóta viður- kenningu á alþjóðlegum vettvangi. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs til Hafliða Hallgrímssonar em ánægjulegur viðburður. Nú hafa samtals fjórir íslendingar fengið menningarverðlaun Norðurlandar- áðs, tveir bókmenntaverðlaun og tveir tónlistarverðlaun. Eitt af því, sem leiðir af veitingu tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs er umtals- verður áhugi á flutningi verka verð- launahafans á Norðurlöndunum. Þá telst það ekki lengur til tíðinda, að við eigum íþróttamenn, sem geta sér orð á alþjóðavettvangi. Einar Vilhjálmsson er einn af fímm beztu spjótköstumm heims. Eðvarð Eð- varðsson er einn af tuttugu til þijá- tíu beztu baksundmönnum heims. Pjölmargir íslenzkir knattspyrnu- menn gera nú garðinn frægan í öðmm löndum og feta þar í fótspor Alberts Guðmundssonar. Slíkur árangur í listum og íþróttum er eitt af því, sem eykur á sjálfstraust þjóðarinnar í samskiptum við aðra - og veitir ekki af. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.