Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Hver hafnaði hverju?
eftirHeimi
Pálsson
í frétt Morgunblaðsins bls. 4 í
dag (föstudag) segir undir fyrir-
sögninni: HÍK hafnaði tilboði fjár-
málaráðherra: „Þorsteinn Pálsson
sagði að af hálfu fjármálaráðuneyt-
isins hafí (sic!) Bandalagi kennara-
félaga verið boðið að fara með
samningsrétt fyrir félaga í KÍ og
HÍK í ljósi þess að kjör kennara
yrðu ekki samræmd til frambúðar
nema fyrir þá gilti einn og sami
samningurinn ... Og síðar í frétt-
inni: „Nú í morgun fengum við það
svar, að HÍK treysti sér ekki, að
svo stöddu, að taka þessu til-
boði. . .“ Þar sem mér þykir heldur
óviðkunnanlegt að ráðherra skuli
ekki fara með öldungis rétt mál í
viðkvæmri deilu leyfí ég mér að
gera svofelldar athugasemdir:
1. Ráðherrabréf og
önnur bréf
í bréfi ráðherra (og Indriða H.
Þorlákssonar) sem Geir Haarde,
aðstoðarmaður ráðherra, las á §öl-
mennum fundi á Hótel Sögu 29.
janúar er ekki verið að tala um
samningsrétt fyrir Hið íslenska
kennarafélag. Bréfíð er stflað til
Kennarasambands íslands og sam-
rit sent HÍK og BK (Bandalagi
kennarafélaga). Þegar að fundi
loknum spurði ég Geir Haarde hvort
samningstilboð þetta væri bundið
því skilyrði að HÍK gengi til samn-
inga einnig undir merki BK, því
sannast að segja kviknuðu ákveðn-
ar grunsemdir. Aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra kvað svo ekki vera.
Þegar daginn eftir var hins vegar
annað farið að kvisast og óskaði ég
þegar eftir fundi með Geir. Sá
fundur var haldinn að morgni föstu-
dags 31. janúar. Þá var komið
annað hljóð í embættismannastrokk
ráðuneytisins og talið nauðsynlegt
að fyrir lægi að HÍK myndi a.m.k.
innan skamms ganga undir samn-
inginn. Fulltrúum ráðuneytisins
(Geir Haarde og Indriða Þorláks-
syni) var þegar í stað á þeim fundi
bent á að þarna væru margir ann-
markar á svo sem fram kemur hér
Heimir Pálsson
„Á kennarastéttinni
brenna svikin loforö,
fögnr orð og engar
efndir.“
á eftir. Strax á þessum fundi mátti
því embættinu vera ljóst að málið
yrði tæplega leyst með þessari
barbabrellu. Klukkan fjögur síð-
degis sama dag var fjármálaráð-
herra boðsent svohljóðandi bréf frá
stjóm BK: „í framhaldi af bréfí
yðar dags. 29. janúar 1986, þar sem
lagt er til að Bandalagi kennarafé-
laga verði falin samningagerð og
fenginn samningsréttur fyrir aðild-
arfélögin, óskar stjóm Bandalags
kennarafélaga eftir viðræðum við
yður hið fyrsta og hefur tilnefnt
viðræðuneftid í því skyni.“
Það er þvi ljóst að fyrsta svar
BK — og þar með beggja aðildarfé-
laganna — gat legið fyrir föstudag-
inn 31. janúar. Hlutum við að vænta
þess að fundur yrði haldinn þegar
í stað. Þegar ekki hafði heyrst hljóð
né stuna frá ráðuneytinu að morgni
þriðjudagsins 4. febrúar hafði ég
símasamband við Geir Haarde og
síðdegis þann dag var mér tilkynnt
að ráðuneytismenn hefðu ekki tíma
til að tala við okkur fyrr en að
morgni fimmtudags. Það leið með
öðrum orðum næstum full vika frá
því við báðum um fund og þar til
ástæða þótti til að tala við okkur.
Svar HIK lá fyrir, en ráðuneytið
kærði sig ekki um að vita hvert það
væri fyrr en mál væru komin í óefni.
2. SvarHÍK
Fjármálaráðherra hlýtur að hafa
verið ljóst (eða a.m.k. ráðgjöfum
hans) þegar títtnefnt bréf hans var
ritað að HÍK væri alls ekki í stakk
búið til þess að hlaupa til samninga
undir merkjum BK. Samningar HIK
eru lausir og samningaviðræður
hafnar með öðrum félögum í BHMR
(Bandalagi háskóamanna). Sam-
þykktir sem gerðar voru á aðalfundi
HÍK og ráðuneytum tilkynnt um
gerðu ótvírætt ráð fyrir að HÍK
myndi lagt niður og kennarafélögin
sameinuð í BK árið 1987. Ifyrr
getur slík sameining ekki orðið. Það
er bamaskapur að halda að stærsta
aðildarfélag BHMR sé til þess búið
að stökkva fyrirvaralítið út úr
samtökunum, bijóta þar með gefín
loforð og ganga á bak yfírlýsingum
— og skilja við BHMR í rústum
eins og óhjákvæmilega yrði ef við-
skilnaður gerðist ekki með skyn-
samlegum hraða.
Undanfamar vikur hefur verið
unnið mikið starf til að undirbúa
stofnun nýs kennarafélags sem
best. Kennarar láta hvorki Þorstein
Pálsson né embættismenn hans
segja sér fyrir verkum um vinnu-
hraða að félagsstofnuninni. Túlkun
ráðherramanna á bréfí Þorsteins
verður hins vegar ekki skilin öðru-
vísi nú en sem skipun um að ijúfa
samstöðu BHMR, sundra því félagi
í miðjum samningum og stökkva
til að leysa einkavanda fjármála-
ráðuneytisins. Því miður er það
ekki á færi kennara.
3. Hver ber ábyrgðina?
Á kennarastéttini brenna svikin
loforð, fögur orð en engar efndir.
Ársgömul endurmatsskýrsla er eitt.
Leiðréttingarheitin til KÍ á sumri
1985 eru annað. Næstum ársgömul
„úrskurðamefnd", sem átti að ljúka
störfum á sumri 1985 en hefur
ekki gert það enn, er hið þriðja.
Ráðherrayfírlýsingar um kennara-
starfíð hið fjórða. Nú er kyntur
eldur og reynt að ala á tortryggni
milli kennarafélaganna. Tilræðið
mun misheppnast, en það er full
ástæða til að lýsa á hendur ráða-
mönnum fjármálaráðuneytisins allri
ábyrgð á því sem nú er að gerast
í skólum landsins. Skollaleikur í
bréfum hefur enga þýðingu þegar
hann er jafnaugljós og í þessu efni.
Höfundur er kennarí, varafor-
maður HÍK og formaður Banda-
lags kennarafélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn;
Prófkjör á þremur stöðum
UM HELGINA verða haldin próf-
kjör á vegum fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Mosfellssveit, á
Akranesi og á ísafirði, vegna
sveitarstjórnakosninganna i vor.
í Mosfellssveit er kosið í Hlégarði,
8. febrúar frá kl. 9:00 til 18:00. A
Akranesi fer kosningin fram í Sjálf-
stæðishúsinu, Heiðargerði 20, laug-
ardaginn 8. febrúar frá kl. 14:00 til
19:00 og sunnudaginn 9; febrúar
frá kl. 14:00 til 21:00. Á ísafírði er
kosið í Sjálfstæðishúsinu, laugar-
daginn 8. febrúar frá kl. 10:00 til
19:00 og frá kl. 13:00 til 19:00
sunnudaginn 9. febrúar.
Rétt til þátttöku í prófkjörunum
hafa allir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins, sem eru búsettir í bæjar-
félögunum og hafa náð 18 ára aldri
auk þeirra sem eru félagar í ein-
hveiju sjálfstæðisfélagi í viðkomandi
sveitarfélagi og náð hafa 16 ára
aldri.
Málað á pappa og dúk
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Myndlistarmaðurinn Grétar
Reynisson er víst þekktari sem
Ieikmyndasmiður en myndhöggvari
og málari. Hann lagði þó upphaf-
lega á listabrautina sem iðkandi
nýlista og er það vafalítið ennþá
þótt hann hafí sótt starfsvið sitt í
leikhúsið.
Ýmislegt hefur sést til hans áður
á myndlistarvettvangi og þá aðal-
lega skúlptúrar og þeir af róttækara
taginu enda er maðurinn m.a. skól-
aður í Hollandi.
Grétar opnaði óvænt málverka-
sýningu á dögunum og að sjálf-
sögðu í húsakynnum Nýlistasafns-
ins, sem eiga hug hans allan.
Á neðri hæð safnsins sýnir hann
myndir í olíu og akrýl af stærri
gerðinni en á þeirri efri er mikill
§öldi smámynda, sem sem allar eru
gerðar í akrýl.
Þetta er óvenju viðamikil sýning
í þessum húsakynnum og einkum
þegar þess er gætt að hér á aðeins
einn listamaður í hlut, oftar eru
sýningamar það rýrar í roðinu að
umfangi og innihaldi að maður
verður hvumsa við. Ekki er hægt
að réttlæta allt í skjóli framúrstefnu
og nýlista.
Máski boðar sýning Grétars
stefnubreytingu þvf að hún ber
athafna- og eljusemi vitni, sem
einmitt á að vera aðal metnaðar-
gjama myndlistarmanna af yngri
kynslóð.
Sýningin sjálf kom mér skemmti-
lega á óvart og hefði ég verið alveg
sáttur við að fjalla einungis um
myndimar á neðri hæðinni. Mynd-
imar em þar flestar dökkar og
dularfullar — gæddar vissum krafti
og hér nýtur sín reynsla gerandans
frá leiksviðinu. Þær bera sterkan
keim af þýskum samtímamálurum
á nýbylgjusviði en yfír þeim er þó
viss myndræn skynjun, sem kemur
frá gerandanum sjálfum. Hann
virðist leikinn með pensilinn og vera
vel á veg kominn með að ná tökum
á innri lífæðum hins tvívíða flatar.
Kemur það greinilega fram í mynd-
um eins og „Ljós“, sem er nokkuð
sér á báti á þessari sýningu svo og
hinum blökku mjmdum er mjmda
þrenningu á vesturvegg: „Ást kjöt-
kaupmannsins", „Fjallmaður“ og
„Þögn, eða einn taktur rokkarans".
Þá er og mjmdin „í túbunni“ flest-
um öðrum formsterkari og áleitnari.
En það er þó uppi á annarri hæð
sem mest er að gerast á mjmdfletin-
um og um leið á sýningunni í heild.
Grétar sýnir þar mikinn Qölda
mjmda í staðlaðri stærð og nær
fram aðdáanlegri Qölbreytni á
þröngu sviði. Mjmdimar geta virkað
eintóna í fyrstu enda hanga þær
þannig að þær renna saman f eina
sterka heild. En þegar betur er að
gáð þá eru engar tvær myndir eins
Jean-Pierre Jaquillat stjórnandi og Nancy Weems einleikari.
SINFÓNÍU-
TÓNLEIKAR
________Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Atli Heimir Sveinsson .. Hjakk
Mozart .... Píanókonsertnr. 21
Kodaly ......... HáryJanos
Einleikari: Nancy Weems
Stjómandi: Jean-Pierre Jaquill-
iat.
Tónleikamir hófust á sérkenni-
legu verki eftir Atla Heimi Sveins-
son, sem hann nefnir Hjakk. Hvað
sem líður fagurfræðilegum
vangaveltum um mikilvægi lag-
línu og hljómskipunar, verður ekki
annað sagt en að Hjakk sé ögrandi
verk og það sem gerir þessa ögrun
áhrifamikla, hvort sem hlustend-
um lfkar hún eða ekki, er að hún
er ódulbúin og beinlínis dregin
fram í nafni verksins. Þessi ögrun
var ekki út allt verkið, því í seinni
hluta þess leitar höfundurinn
sátta, bæði með blíðlegri hljóman
og leik með sfyrkleika breytingar,
en verkinu lýkur á sérkennilegan,
fínlegan máta. Þannig má segja
að verkið sé bæði ögmn og sátt
en umfram allt krefur það hlust-
andann svars um afstöðu hans.
Píanókonsertinn, sá tuttugasti og
fyrsti, eftir Mozart, er hins vegar
ekki hólmgönguáskorun, heldur
vildi Mozart geðjast fólki með ljúf-
um tónvefnaði sínum, án þess þó
að leggja til hliðar kröfur um
fagmennsku og kunnáttu. Nancy
Weems lék konsertinn frábærlega
vel, svo að hvergi féll á blettur
eða hrukka. leikur hennar var
fyrst og fremst fallegur og vel
hæfandi verkinu, sem er glaðlegt
og elskulegt verk, þó stórbrotnar
andstæður, er koma víða fram í
fyrsta kaflanum, hefðu að smekk
undirritaðs mátt vera sterkari.
Nancy Weems er frábær píanó-
leikari og það verður hátíð á laug-
ardaginn, er hún kemur fram á
vegum Tónlistarfélagsins í Aust-
urbæjarbíó. Hljómsveitin lék kon-
sertinn mjög vel. Síðasta verkið
var Háry Janos svítan, eftir Kod-
aly. Svítan er samin upp úr óperu
en efni hennar er um lygalaupinn
Háry Janos. Hann spinnur upp
þeirri sögu, að Maria Lovisa dóttir
keisarans, kona Napóleons, hittir
hann í Vínarborg og verður þetta
litla hrifín af Janosi og vill fá
hann með sér til Parísar.
Janos samþykkir það en með
því skilyrði að Orze, unnusta hans
komi með. Napóleon verður miður
sín af afbrýðisemi og í reiðikasti
segir hann Austurríki stríð á
hendur. Janos verður auðvitað
hetja stríðsins og beinlínis vinnur
stríðið aleinn og óstuddur, tortímir
óvinahemum, svo að Napóleon
verður að auðmýkja sig og biðja
Janos um miskunn. Maria Lovisa
fyrirlítur Napóleon fyrir hugleysi,
er enn ástfangnari í Janosi, sem
samþykkir að koma til hennar í
Vínarborg. Þar skilur hann, að
hann í raun elskar Orze og fer
því aftur heim og óperan endar,
þar sem Janos er að segja söguna
og Orze kemur í ljós og kallar
heldur óþyrmilega til Janosar
„maturinn er til, komdu strax að
borða, ef þú vilt fá eitthvað að
éta“. Margt var fallega gert í svít-
unni og nokkrir hljóðfæraleikara
áttu fallegar smá strófur, eins og
t.d. Helga Þórarinsdóttir í þriðja
þætti svítunnar, sem nefnist
Sönglag.
Grétar Reynisson
og allar virka þær vel unnar og
yfirvegaðar þannig að gerandanum
er sómi að.
Máski erum við hér að eignast
sterkan málara á hinu innsæa sviði,
málara, sem hefur í senn tilfínningu
fyrir eftiiviðnum og vilja til athafna.
Ur því sker framtíðin en óneitan-
lega er þetta sterk frumraun hjá
Grétari Reynissyni.