Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Við \ höfum fengið breytt simanúmer 68-17-22 Skeljungur hf. % smávörudelld, JljH Síðumúla Það fer ekki margt framhjá honum Svo eitrar hann reglulega Við gerum eins og við getum til að forðast óþrif á plöntunum okkar. afsláttur á burknum og eleganspálmum. Gróðrarstöðin við Hagkaup Skeifunni sími 82895 Umhverfisréttur — um vemdun náttóru Islands __________Baekur Hákon Bjarnason Á undanfömum árum hefur mikið verið skrifað og skrafað um mengun og náttúruvemd, hollustu- hætti og skipulag á hinu og þessu. Stundum hefur virst svo, að allir hefðu vit á öllu. Enda kannske ekki að undra, þar sem þessir þættir eru tiltölulega nýir í okkar litla þjóð- félagi. Mörg þessara mála eru vandmeðfarin og langt frá því að vera einföld í sniðum. Bók prófess- ors Gunnars G. Schram er hinn þarfasti leiðarvísir handa öllum, sem áhuga hafa fyrir umhverfis- málum. Bókin er alls 250 blaðsíður í handhægu broti (Dina 5) og sterkri kápu. Frágangur allur er til fyrir- myndar. Hún er í tveim meginköfl- um, sá fyrri fjallar um umhverfis- rétt manna, sem til hefur orðið fyrir þær umbyltingar er mannkynið hefur valdið á upphaflegu og nátt- úmlegu umhverfi sínu. Síðari kaflinn ræðir þau lög og reglur, sem í gildi em til að umhverfið spillist ekki, skemmist eða eyðist. Enn- fremur hvaða úrræði menn hafa til að halda rétti sínum, ef þeim finnst á honum traðkað við friðunarað- gerðir, eða sakir óþæginda, sem leiða kunna af ýmsum ákvörðunum. Nú em flestir á eihu máli um, að mönnum á ekki lengur að leyfast að níðast á náttúrunni, að hrifsa til sín gæði hennar átölulaust án þess að nokkuð komi í staðinn. „Umhverfísréttur fjallar um þær réttarreglur, sem lúta að vemd umhverfísins í víðasta skilningi. Þar er um réttarreglur að ræða, sem miða að því að vemda og bæta umhverfi mannsins." Svo hljóðar skilgreining höfundar á markmiði umhverfisréttar. í flestum lögum er og skilgreining á markmiði þeirra, t.d. um náttúmvemd, skóg- rækt, landgræðslu, skipulagslag o.fl. Hinsvegar er ekki til heildar- löggjöf um einhliða umhverfisvemd enn sem komið er. Að lítt athuguðu máli mætti ætla að umhverfismál væru einföld í meðfömm og auðleyst í okkar stijálbýla og fámenna landi. En raunin virðist þó allt önnur. Sumar þær lagagreinar, sem eiga að vemda náttúmgæðin, einkum gróð- ur landsins, em ýmist dauður bók- stafur eða að ómögulegt er að fram- fylgja þeim. Hér við bætist að umhverfismálum er stjómað af 8, eða jafnvel 9 ráðuneytum. Þannig fer iðnaðarráðuneyti með allt sem viðvíkur mengun frá iðnaði og verk- smiðjum, nema síldar- og físki- mjölsverksmiðjum. Menntamála- ráðuneytið fer með flest þau mál er lúta að náttúmvemd, fuglafriðun og dýravemd. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur með höndum friðun fiskstofna nema vatnafiska. Þeir eru á snæmm landbúnaðarráðu- neytisins, sem auk þess hefur með höndum landvemd og skógrækt, en f hlut þess koma auðvitað gróður- vemd, sem náttúruvemdarráði ber einnig skylda til að sinna. Heil- brigðisráðuneytið fer með flest, sem mengun veldur að undanskildu Gunnar G. Schram ýmsu, sem fylgir verksmiðjum, eins og áður segir. Bókarhöfundur bendir réttilega á, að það torveldar mjög yfirsýn yfir umhverfismálin fyrir það hve þeim er víða dreift í lagasetningu og stjómun þeirra komið fyrir í mörgum ráðuneytum. Hann getur þess, að fyrir átta ámm hafi Gunnar Thoroddsen flutt á Alþingi fmm- varp til laga um umhverfismál, en það hafði ekki framgang. Síðar hefur það verið flutt tvívegis með smábreytingum á Alþingi án af- greiðslu. Nú er til frumvarp um þetta efni, unnið af nefnd sérfróðra manna, sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi áður en langt um líður. En það þarf að ganga enn betur frá málum með því að taka um- hverfismálin inn í stjómarskrá landsins með fáum en skýmm ákvæðum. Þetta hafa Spánveijar gert 1978 og væntanlega munu Norðmenn gera þetta áður en langir tímar líða. Sovétmenn orðuðu þetta á stuttan og skýran hátt í stjómar- skrá frá 1977: „Á borgurum Sovét- ríkjanna hvílir skylda til að vemaa náttúruna og varðveita auðæfi hennar.“ Yrðu slík atriði eða lík þessu sett í stjómarskrá lýðveldisins Islands mundu menn ef til vill hugsa sig um tvisvar áður en þeir rækju stóðhross á hálfuppblásin heiðalönd í trássi við lög og reglur, eins og dæmi em til um. í síðari kafla bókarinnar era hin ýmsu lög og lagagreinar, sem em í gildi til að umhverfíð spillist ekki eða eyðileggist, rakin nánar. í fram- haldi af því er greint frá hvemig menn geta bmgðist við, ef þeir verða fyrir óþægindum, usla eða ógn, sem leiða af breytingum á umhverfinu af mannavöldum. Nokkmm sinnum er bmgðið upp dæmum af meðferð einstakra mála til skýringa eins og þegar hávaðinn áf kirkjuklukkum hér í borg var talinn spilla ró og friði heilsuveikrar konu í nágrenni kirkjunnar. Þótt hávaðinn reyndist mjög hár sam- kvæmt mælingum fór maður veiku konunnar samt bónleiður til búðar. Þá er fyrst rætt um mengun, sem orðið getur á lofti, láði og í legi. Menningarmálin eru ærið umfangs- mikil og snerta mest hollustuhætti í þjóðfélaginu allt frá geislavirkni og eiturefnum ofan í holræsagerð og sorphreinsun svo að nokkuð sé nefnt. Þá er mengun hafsins rædd ítarlega og bent á að við erum bundnir öðmm þjóðum um margt í þessu efni með alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki. Næst koma skipulagsmálin, sem em ekki nærri eins umfangsmikil. Þar er heimild til að banna töku jarðefna, ef ástæður þykja til, svo og reglur um fyrirkomulag sumar- bústaðahverfa. En kaflinn ijallar aðallega um skipulags- og bygg- ingalögin. Þriðji þátturinn fjallar um nátt- úmvemd, og þar er fyrst rætt um náttúruvemdarlögin og síðan um einstök friðunarlög svo sem fugla- friðun, friðun ýmissa dýrategunda. Ennfremur er þama fjallað um landgræðslulögin og lög um skóg- rækt. Höfundi verður tíðrætt um nátt- úruvemdarlögin, enda era þau með ýmsum vanköntum og hlýtur því framkvæmd þeirra að vera erfið. Um svonefnd „friðarlönd", sem Náttúravemdarráði er heimilt að stofna til segir höfundur m.a.: „Þau landsvæði era mörg hér á landi, stór og smá, þar sem náttúran er með svo sérstæðum hætti, að mikil- vægt getur verið að friða þau í heild sinni. Víða er samleikur líf- rænnar og ólífrænnar náttúra í svo flóknu, en viðkvæmu jafnvægi, að veraleg röskun eins þáttar getur gereytt dýralífi eða grandað gróðri. Nærtækasta dæmið er saga gróður- eyðingar á íslandi, sem hófst með þeirri jafnvægisröskun, sem land- námið hafði í för með sér. Náttúra- vemdarframkvæmdir, sem miða að vemdun eða friðun náttúrukerfa, verða því að byggjast á vísindalegri fyrirhyggju." En það sem kallað er „friðlönd" í lögum um náttúm- vemd, er allt annað en það, sem almenningur leggur í merkingu þess orðs. í sambandi við friðun dýra er dálítið spaugilegt að hér em til lög frá 1914 um friðun héra á vissum tímum árs, en refir og minkar em hundeltir á öllum tímum árs og fé lagt til höfuðs þeim. Þá er kafli um friðun vatnafíska, veiðileyfi og fleira er að þeim málum lýtur. Síðasti þáttur bókarinnar er um vemdun menningarverðmæta, húsa og annarra mannvirkja, fomminja og byggðasafna. Aftan lesmáls er nákvæm skrá yfir þau lög, reglugerðir og dóma, sem nefnd em í hinum ýmsu köflum bókarinnar. Allra aftast er atriðis- orðaskrá. Bókin Umhverfísréttur er hin fyrsta, sem skrifuð hefur verið um þessi mál öll saman. Hér er í einni bók allt sem sett hefur verið í lög og reglugerðir varðandi umhverfi okkar. Hefur það efalaust verið mikið verk að safna því og skýra hina einstöku þætti. Þessi bók á erindi til allra, sem láta sig umhverfismál nokkm varða, og ég fæ ekki betur séð en að allar sveitastjómir landsins hljóti að nota hana sem handbók. Höfundurerfyrrverandiakóg- ræktarstjóri rikisina. Gefa út almanak til styrktar eigin söngfélagi Selfossi, 8. febrúar. KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands hyggur á utanferð strax og prófum lýkur í vor. Áformað er að fara í söngferðalag til Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta er mikið verkefni og dýrt, en kórfélagar eru bjartsýnir og brydda upp á ýmsu til að brúa kostnaðargjána. Eitt þeirra verkefna sem tekist er á við er útgáfu almanaks sem prýtt er mynd af kórnum óg hlaðið auglýsingum. Þetta gefur vel í aðra hönd. Ein auglýsinganna hefur vakið athygli en hún er frá kennuram skólans. Þar segir: „Valinn maður í hveiju rúmi, kunnum hand- og hugtökin." Almanakið bára kórfélagar í hús og var meðfylgjandi mynd tekin af tveimur stúlkum við það verk. Sig. J6n*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.