Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986
15
Ónákvæmni í far-
gjaldaútreikningi
eftirlngólf
Guðbrandsson
Við Helgi Jóhannsson, forstjóri
Samvinnuferða-Landsýnar, störf-
um ágætlega saman í stjóm Félags
íslenzkra ferðaskrifstofa og ættum
ekki að þurfa að skrifast á í dag-
blöðum. I gegnum það samstarf
held ég að báðir meti og virði starf
hvors annars að því að gera ferðir
almennings á íslandi sem hag-
kvæmastar, þótt með ólíku móti sé
að unnið.
Dagblöðunum hefur upp á síð-
kastið orðið tíðrætt um sérfargjöld
innan Bandaríkja N-Ameríku í kjöl-
far auglýsingar frá S-L 5. jan. sl.
Það er vel, að fjölmiðlar vekji at-
hygli almennings á hinum fjöl-
breyttu fargjöldum og ódýrum
ferðatilboðum fyrir tilstilli ferða-
skrifstofanna. Blaðamaður Mbl.
leitaði álits míns á þessu umrædda
tilboði, og mun ég hafa látið orð
um það falla, að það væri ekki gilt.
Þessu mótmælti starfsmaður S-L í
viðtali, og hafði ég ekki í hyggju
að fara í blaðaskrif af því tiiefni.
En Helgi Jóhannsson endurtekur
villuna í viðtali við Mbl. hinn 1.
þ.m. og segir eftirfarandi: „Mér
finnst það reyndar furðulegt af
formanni í Félagi ísl. ferðaskrif-
stofa að láta þetta (þ.e. tilboðið) líta
eitthvað tortryggilega út, eins og
fram kom í viðtali við hann í Morg-
unblaðinu."
Nauðsynlegt er, að farþeginn, lítt
fróður um leiðir í fargjaldafrum-
skóginum, geti reitt sig á upplýsing-
ar sölufólks á ferðaskrifstofum.
Rangar upplýsingar má ekki láta
frá sér, hvað þá að auglýsa þær
með stærsta letri á síðum blaðanna,
enda varðar slíkt við lög um við-
skiptahætti. Sem formaður Félags
ísl. ferðaskrifstofa finn ég mig því
knúinn til að leiðrétta þennan aug-
lýsta útreikning.
Lægsta fargjald milli íslands og
New York var kr. 14.670 í haust.
Fargjald á $88,00 innan Bandaríkj-
anna hefur aðeins verið til sölu í
Bretlandi og Frakklandi í tengslum
við eigið flug flugfélagsins Delta
inn í Bandaríkin.
Samvinnuferðir-Landsýn aug-
lýstu það hér á landi, án þess að
það hefði hlotið samþykki í höfuð-
stöðvum Delta í Atlanta. Ferða-
skrifstofan Útsýn hefur haft far-
seðla Delta til sölu hér á landi
nokkur undanfarin ár. Fyrir tilmæli
Útsýnar hefur Delta nú failist á
sérlega hagstætt fargjald innan
USA á $149.00 eða kr. 6.300, sem
leyfír 4 viðkomustaði en er háð
ákveðnum skilyrðum, eins og öll
afsláttarfargjöld. Þetta fargjald má
nú selja á öllum Norðurlöndunum,
en framboð sæta á þessu fargjaldi
er mjög lítið og biðlistar í flestar
flugferðir langt fram í tímann. í
reynd er þetta því fremur auglýs-
ingabrella hjá Delta, en raunhæf
spamaðarleið fyrir farþega, sem er
tímabundinn.
Fargjald frá íslandi til New York
á kr. 14.670 rann út 13. nóv. 1985
og hækkaði í kr. 17.020. Dæmið
lítur því svona út:
Fargjald Keflavík
— NewYork 17.020
Sérfargjald innan USA $149
6.300
Samtals kr. 23.320
Auglýst fargjald Samvinnu-
ferða-Landsýnar 5/1/86 19.950
Mismunur
Hér er um að ræða eitthvert
einfaldasta dæmi sem um getur í
farseðlaútreikningi, samlagning
tveggja talna eins og hvert manns-
bam getur séð, og fráleitt að kalla
það fargjaldafrumskóg. Hvað þá
með flóknari fargjöldin? Svona vill-
ur geta varla flokkast undir frábær-
an árangur farseðlasérfræðinga.
Mistökin bitna alltaf á einhveijum,
þegar til uppgjörs kemur. Hvergi á
það betur við en í viðskiptum að
sannleikurinn er sagna beztur.
Höfundur er formaður Félaga ísl.
ferðaskrifstofa.
Ingólfur Guöbrandsson
„Fyrir tilmæli Útsýnar
hefur Delta nú fallist á
sérlega hagstætt far-
gjald innan USA á
$149.00 eðakr. 6.300,
sem leyf ir 4 viðkomu-
staði en er háð ákveðn-
um skilyrðum, eins og-
öll afsláttarfargjöld.
Þetta fargjald má nú
selja á öllum Norður-
löndunum, en framboð
sæta á þessu fargjaldi
er mjög lítið og biðlist-
ar í flestar flugferðir
langt fram i tímann.“
3.370
Þótt miðað væri við lægra far-
gjaldið innan USA, þ.e. &88.00,
væri dæmið svona:
Fargjald Keflavík
— NewYorkkr. 17.020
$88.00 innan USA (gengi (3/1)
5.360
TEPPIi
- og ;
_DUKAR>
Síðasti dagur
Dúkar frá
.279
Stórafsláttur á fyrsta flokks gólfteppum og gólfdúkum
pr. m
í Dúkalandi
bjóðum viðm.a.
slitsterka heimilis-
gólfdúka sem ekki
þarf að bóna með
allt að 25% af-
slætti. Einnig
færðu keramikflís-
ar, marmara og
grástein á algeru
botnverði.
Opið til kl. 18.30
daglega.
Laugardaga til kl.
16.00
Krosslímt eikarparket aðeins kr. 1.295.- m 2
Eitt fallegasta eikarparketið á markaðinum.
Allskonar gólfræstiefni — þvottalögur og bón á
góðu verði.
„ÞIÐ GETIÐ SPARAÐ ÞÚSUNDIR - JAFNVEL
TUGÞÚSUNDIR KRÓNA Á RÝMINGARSÖLUNNI."
Staðgreiðsluafsláttur —
greiðsluskilmálar.
Teppi frá
.249
pr. m 2
í Teppalandi
stórlækkum við
líka allar mottur og
dregla. Þið fáið
stóra og litla búta
og teppaafganga
með 20-50% af-
slætti.
Vörukynning
Emmessís
og
Hi-C.
Teppaland-Dúkaland
GRENSÁSVEGI 13 SÍMAR: 91-83577 - 83420
Mismunur
2.430