Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 33 Páll Guðmundsson bóndi, Fit - Minning Fæddur 22. júlí 1893 Dáinn 30. janúar 1986 Nú lýkur degi. Sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, og blærinn hvíslan Góða nótt Gúðs ffiður sigri foldarrann. Guðs friður blessi sérhvern mann. Kom, engill svefnsins, undurfljótt og öllum bjóð þú góða nótt Hvíl hjarta rótt. Hvfl höndin þreytt. Þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður, sof nú rótt. (Vald. V. Snævarr. í dag verður til moldar borinn elskulegur afí minn, Páll Guðmunds- son, Fit undir Vestur-EyjaQöllum. Afí fæddist að Fit þann 22. júlí 1893 og var því á 93. aldursár þegar kallið kom. Þetta er hár aldur og margt hægt að gera á svo langri ævi, enda er óhætt að segja að afí hafí ekki setið auðum höndum um ævina frekar en aðrir sem byggðu og ræktuðu upp landið fyrir okkur unga fólkið. Afí var einkasonur hjónanna Guðmundar Einarssonar bónda að Fit undir Vestur-Eyjaíjöllum og konu hans, Vigdísar Pálsdóttur. Afí ólst upp í foreldrahúsum en við svip- legt fráfall föður síns tók hann við búinu að Fit á unga aldri eða aðeins 18 ára gamall. Arið 1915 giftist hann Steinunni Einarsdóttur og átti með henni þrjú böm, Eggert, Ásdísi og Olaf. Einar Sigur- jónsson heimilismaður að Fit kom með móður sinni, Steinunni. Stein- unn lést ung að árum árið 1922 og giftist afí því aftur árið 1924 Jó- hönnu Ólafsdóttur frá Núpi í sömu sveit. Afí og amma eignuðust átta böm, Vigdísi og Markús, bæði látin, Guðmund, Ólafíu, Guðstein, Sigríði, Viggó og Þórdór. Amma lést í mars 1982 og höfðu þau lifað saman í hjónabandi í fímm- tíu og átta ár og öll árin að Fit í Eyjafjallasveit. Engum getum þarf að því að leiða, að oft hefur verið eífitt að ala upp svo stóran bamahóp á fyrstu bú- skaparárum afa og ömmu, því að ekki var nú mikið um hin veraldlegu gæði í þá daga, ekki dráttarvélar, rafmagn hvað þá meira. Ég hef oft velt því fyrir mér hvemig hægt var að ala upp flölda bama og framkvæma allt það sem þurfti að gera varðandi búið eins og allar athafnir fólks nú á dögum virðast háðar ýmiss konar aðkeyptri þjónustu, nefndum og ráðum þegar framkvæma þarf. Fólkið undir Eyjafjöllum hefur alla tíð verið samhuga um að byggja sveitina sem best og ekki lét afí sitt eftir liggja. Mér er tjáð af mér eldri mönnum að hann hafí verið fyrstur bænda að plægja á vorin og stundað jarðrækt á sumrin samhliða megin- starfinu, búskapnum. Afí var talinn góður bóndi og hirti bú sitt vel og fór svo vel með skepn- ur að orð fór af. Ætla má að hægt sé að rekja þetta til þess að hann hóf búskap mjög ungur og einnig það að hann er af svokallaðri alda- mótakynslóð. Þarfasti þjónninn var mikilvægur á þessum tíma. Meðan afí stundaði búskap átti hann fjöldann allan af hestum og oftast fimm til átta góða reiðhesta. Hann átti jarpan hest, mikinn gæðing, sem hann unni mikið. Á baki slíks hests og í góðra vina hópi hlýtur að hafa verið glatt á hjalla og ekki síst ef vasapeli var í hnakktöskunni. Afí var talínn góð- ur og skemmtilegur félagi, glettinn og spaugsamur þegar því var að skipta. Við bamabömin og bamabama- bömin eigum góðar minningar um afa og ömmu frá æsku og unglings- árunum. Við flest áttum því láni að fagna að fá að vera í sveit að Fit á sumrin. Það var oft líflegt í sveitinni að Fit, mikið um gestagang, en ég man betur eftir rólegu stundunum, þegar við afí sátum einir og ræddum um heima og geima. Hann virtist alltaf líta á þennan strákpatta sem jafningja sinn og svaraði öllum spumingum hans um lífið og tilver- una af alúð. Sérstaklega hafði ég gaman af að heyra afa segja frá því hvemig hans líf var þegar hann var ungur. Og alltaf var byggðin undir Eyjafjöllum efst í huga hans, það var það svæði sem hann unni. Það var einkennandi í fari afa hve vel hann fylgdist með hinu daglega lífi þjóðarinnar og myndaði sér skoð- anir um ýmis málefni. Hann afí var mikill sjálfstæðismaður og var ein- dreginn stuðningsmaður Ingólfs heitins Jónssonar á Hellu. Árið 1934 fór amma að kenna sjúkdóms, sem lagði hana í rúmið 1953. í um þrjá áratugi var hún rúmföst vegna lömunar. Um svipað leyti og amma lamast flytjast Sig- ríður, dóttir afa og ömmu, og eigin- maður hennar, Baldur Ólafsson, að Fit og he§a búskap með afa. Aðdáun vekur hve afí og annað heimilisfólk að Fit hjálpaðist við að annast ömmu jafnframt daglegum störfum við búskapinn. Þegar afi hætti búskap um 1960 hefur hann tvímælalaust verið búinn að skila sínum hluta í framförum þjóðarinnar, sem hafa orðið á þess- um árum. I stuttu máli varð afí að beijast áfram í gegnum lífíð við misjafnar aðstæður, fátækt æskuár- anna, kreppu millistríðsáranna og uppsveiflu í þjóðlífínu eftir stríð. Æviár sín var afí ósnortinn af lífs- gæðakapphlaupi og pijáli nútímans enda einn af þeim, sem vildi ekki skulda neinum neitt heldur hafa sitt á þurru og velferð íjölskyldunnar og annarra í sveitinni setti hann ofar eigin hag. Afí var aldrei spar á að láta eitt- hvað af hendi rakna til þeirra sem með þurftu og var hann frekar veit- andi en þiggjandi um ævina. Ævisaga afa verður ekki rakin lengra hér, en síðustu árin naut hann félagsskapar heimilisfólksins á Fit öðrum fremur, það er Sigríðar Baldurs og Einars, ásamt ungu ábú- endunum á Fit, Ölafi Baldurssyni, frú og bömum. Afi vildi hvergi vera annars staðar en á Fit og sem betur fer fékk hann að vera þar til að hann veiktist og var fluttur á fjórð- ungssjúkrahúsið á Selfossi. Afí fékk góða aðhlynningu þar, við þökkum fyrir. Ævi afa er nú á enda og eftir geymast minningar í hugum okkar allra um ókomna tíð. Páll afí er farinn á vit æðri tilverustiga þar sem viðeigum öll eftir að hittast. Ég kveð afa og ömmu með trega og megi Guð blessa þau að eilífu. Langri ævi er lokið. Eftir lifir minningin ein. Guðmundur Pálmi Kristinsson ÚrsfítinráÓin; wnaur ^9 _ crsigunregarmn Urskurður reiknimeistara bank- anna liggurnú fyrir: Bónusreikningur Iðnaðarbankans gaf hæstu ávöxtun árið 1985aföllum sérboðum banka og sparisjóða sem bundin voru 6 mánuði eða skemur. Eigendur Bónusreikninga: Tilhamingju: 0 jðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.