Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 félk í fréttum Hér eru nokkrar af stúlkunum, er tóku þátt í keppninni, að óska Monicu til hamingju með sigurinn. Monica Schnarre frá Kanada „Face of the eighties ’86“ Sú sem fór með sigur úr býtum í keppninni um „Face of the eigh- ties“ að þessu sinni er Monica Schnarre, fjórtán ára gömul hnáta frá Kanada. Hún var valin úr hópi tuttugu og tveggja stúlkna. Eins og lesendur vita eflaust fer þessi keppni fram árlega á vegum Eileen Ford og við íslendingar höfum sent stúlkur héðan nokkrum sinnum. Monica hlaut þriggja ára samning hjá Eileen Ford sem hljóðar upp á 250.000 dollara tekjur auk demanta og loðfelds og fleira. Stúlkan sem kemur frá Tor- onto og er í gagnfræðaskóla vonast til að fá tækifæri til að koma fram í kvikmyndum seinna meir en gerir sig ánægða með fyrirsætustörfin til að byija með. Hún hefur nú verið að æfa sig í þeirri grein síðastliðna átta mánuði og segir „þetta var alveg þess virði, að minnsta kosti leið mér þannig þegar ég sá myndir af mér eftir þessa æfíngu. KARITAS OG VILHJÁLMUR Estée Lauder að gefa út bók Estée Lauder Það má án efa finna á mörgum heimilum krukku uppi í skáp merkta Estée Lauder, dagkrem, rakakrem... Snyrtivörur hennar hafa farið um heim allan og í dag eru bæði framleiddar vörur fyrir karlmenn og konur. Estée hefur nú nýlega sent frá sér bók, „Estée, a success Story". Hún lítur vel út, miðaldra kona, sem heldur sér vel til og hugsar um útlitið. „Ef ég lít ekki vel út með allar þessar snyrtivör- ur, hver ætti þá að gera það,“ segir frúin. „Egbjó ekki undir Eyja- fjðllum, maður segir bara svona“ Þau Vilhjálmur og Karitas gleðja yngstu sjónvarpsáhorfenduma með léttu spjalli í Stundinni okkar þessa dagana. Það eru þau Eggert Þorleifsson og Sigrún Edda Bjömsdóttir sem bregða sér í hlutverk tveggja bama og settar em á svið sögur úr raunveruleikanum, þó að sjálfsögðu aðeins litaðar. „Krakkar em spennandi mannvemr, en jafn- framt kröfuharðir áhorfendur og þau láta ekki auðveldlega plata sig sagði Sigrún Edda sem fer með hlutverk Karitasar. „Mér fínnst virkilega gaman að leika fyrir böm og ég hef gert þó nokkuð af því að leika þau, í augum bamanna em allir hlutir jafn merkilegir og hver minnsta athöfn vekur athygli þeirra. Það er svo undarlegt að þau virðast hafa lag á því að láta alla hluti og atvik verða að ævintýmm. Þannig reyni ég svo að ganga út frá hlutunum, þegar ég leik fyrir þau. Okkur fullorðna fólkinu hættir nefnilega oft til að missa þennan hæfíleika. Þegar ég leik Karitas hættir mér kannski ósjálfrátt til þess að hafa dóttur mína sjö ára í huga og hennar viðbrögð. Ég stend mig stundum að því að bregðast við á hennar hátt. Hverjir sömdu textana að þessum þáttum? „Þeir Sveinbjöm Baldvinsson og Sigurður Valgeirsson sömdu þá í sameiningu og em að minnsta kosti búnir með fjóra þætti. — Ertu að fást við eitthvað fleira núna? „Já, ég er að leika í Land míns föður og einnig að æfa hlutverk í Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson, sem Bríet Héðins- dóttir leikstýrir og gerir leikgerð við. „Hvermg er að búa undir fjöllum. Mamma sagði mér nefnilega að þú hefðir búið undir Eyjafjöllunum." (VÚmundur). „Asninn þinn, ég bjó ekkert undir fjöllun- um, maður segir bara svona.“ (Karitas). Þaraa eru þau að ræðast við Karitas og Vilhjálmur. Hann er borgarbara, klæðir sig samkvæmt tískunni. Karitas aftur á móti kemur úr sveitinni og er hagsýnni í fatamál- unum og Iífsmynstrinu yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.