Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 3
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 3 Reinhard Meiners, forsljóri fiskihafnarinnar í Bremerhafen: „Viljum beinar siglingar með gáma til Bremerhaven“ Morgunblaðið/Júlíus Reinhard Meiners, forstjóri fiski hafnarinnar í Bremerhaven. lendingar vildu leggja aukna áherslu á útflutning á ferskum fiski og gámafiski, því auðvitað þyrfti að tryggja eins mikla atvinnu í landinu og unnt væri. Ágúst Guðmundsson afgreiðir viðskiptavin f sjónvarpsmyndinni „Ást í kjörbúð". Ágúst Guðmundsson leikstjóri: Ein íslensk og önn- ur erlend væntanleg ÁSTIN getur blómstrað á ólíklegustu stöðum, eins sjást mun um páska- leytið, þegar íslenska sjónvarpsmyndin „Ást i kjörbúð" verður væntan- lega sýnd, að sögn leikstjórans Ágústar Guðmundssonar. Hann skrifaði handrit myndarinnar, auk þess að leika eitt aðalhlutverkanna. Myndin er framleidd af íslenska í samtali við Morgunblaðið kvaðst sjónvarpinu. Ágúst er væntanlegur Ágúst vonast til að geta hafist handa hingað til lands á næstu vikum til að ljúka eftirvinnslu myndarinnar, en hann hefur undanfarið dvalið í Lundúnum við frágang á kvik- myndahandriti sem hann skrifaði að mestu á sl. sumri. Er þar um að ræða kvikmynd sem hann leikstýrir, en hún verður framleidd af erlendum aðilum og alfarið kvikmynduð er- lendis. við kvikmyndatökur á komandi sumri, þó enn ætti eftir að ganga frá fjármálahlið málsins og ekki væri hægt að segja hvenær ná- kvæmlega yrði farið af stað eða myndin fullgerð. En þó að langt um líði þar til næsta breiðtjaldsmynd Ágústar birtist, mun leikstjórinn gera það öllu fyrr, sem starfsmaður kjötdeildar kjörbúðarinnar. Laun þingmanna og verkalýðsforingja: Skil ekkert í manneskjunni að láta þetta út úr sér — segir Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, for- maður Sóknar, um Guðrúnu Helgadóttur „ÉG SKIL ekkert í manneskjunni að láta þetta út úr sér,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sókn- ar, er hún var spurð álits á ummælum Guðrúnar Helgadóttur, al- þingismanns, um að laun þingmanna væru mun lægri en laun ýmissa annarra, þar á meðal verkalýðsforingja. Aðalheiður kvaðst hafa i föst mánaðarlaun 32.815 krónur, en laun þingmanna eru nú 68.128 krónur á mánuði. Aðalheiður sagði að Guðrún Helgadóttir hlyti að hafa átt við einhveija einstaka menn, sem störfuðu í ýmsum opinberum nefndum og ráðum fyrir utan störf sín hjá verkalýðshreyfing- unni. „Það má auðvitað finna slíka menn innan verkalýðshreyfingar- innar, en að alhæfa svona um laun forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni er gjörsamlega út í hött," sagði Aðalheiður. Hjördís Antonsdóttir, gjaldkeri Sóknar og starfsmaður á skrif- stofunni, sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði hleypt illu blóði í Sóknarkonur að lesa ummæli þingmannsins í Morgun- blaðinu um hin háu laun verka- lýðsforingja, þar sem ummælin voru þess eðlis að þau hefðu því eins getað átt við formann Sókn- ar. „Það er því rétt að upplýsa okkar félagskonur um að laun formannsins eru ekkert í líkingu við það sem Guðrún Helgadóttir fullyrðir í þessari ræðu sinni," sagði Hjördís. FORRÁÐAMENN fiskihafnarínn- ar í Bremerhaven í Vestur-Þýska- landi óska eftir því að beinum siglingum togara og gámaskipa á milli Reykjavíkur og Bremer- haven verði komið á. Þetta kom fram í samtali blaðamanns Morg- unblaðsins við Reinhard Meiners, forstjóra fiskihafnarínnar í Bremerhaven í gær. Reinhard Meiners sagðist hafa átt viðræður um þessar óskir við Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra, Matthías Bjamason viðskipta- ráðherra og Kristján Ragnarsson formann LIÚ um þessi mál, og hefðu þeir tekið málaleitan hans vinsam- lega, án þess þó að nokkuð hefði verið afráðið í þessum efnum. „Vissulega höfum við átt mikil viðskipti við íslendinga í gegnum árin, og verið ánægðir með þau, en við teljum að gera megi enn betur, og að gæði fisksins aukist til muna ef flutningatími sparast, með því að komið verði á beinum ferðum, og fisknum, hvort sem hann kemur ferskur úr togurunum eða úr gámum verði landað beint í Bremerhaven," sagði Meiners. Hann sagði að mikið tapaðist í gæðum og kostnaður ykist til muna þegar fisknum væri landað í Cuxhaven og hann síðan fluttur landleiðina til Bremerhaven. Meiners sagði að fiskurinn frá íslandi skiptist nokkuð jafnt á milli fiskihafnarinnar í Bremerhaven og Cuxhaven, en að þeir í Bremerhaven vildu gjaman auka hlutdeild sína í löndunum, því að yfir 60% fisksins væri seldur í gegnum fiskihöfnina í Bremerhaven. Þannig væri ákveðinn hluti alltaf fluttur landleiðina frá Cuxhaven til Bremerhaven, og við það tapaðist bæði tími og íjármunir. „Það liggur í hlutarins eðli að þýskir togarar, sem eru mjög fáir, anna ekki fiskmarkaðnum í Þýska- landi, og því geta erlend fiskiskip og gámaskip selt fisk í Þýskalandi," sagði Meiners, „en til þess að halda markaðnum og jafnvel auka við hann verða íslensk fiskiskip og gámaskip að taka upp reglulegar ferðir, að okkar mati beint frá Reylq'avík til Bremerhaven og togar- amir beint frá veiðistaðnum til Bremerhaven." Meiners sagðist ánægður með þær undirtektir sem hann hefði fengið hér, en auðvitað væri það endanlega í höndum einstakra útgerðarfyrir- tækja og Eimskips hvort af beinum ferðum á milli borganna yrði. Hann sagðist hafa fullan skilning á þvi að að væri pólitískt spursmál hvort ís- i......— 1 DAIHATSU sýning Frá kl. 1-5 Allir gæðabílarnir frá Daihatsu. Daihatsuumboðið í'SSS/o3' 8 733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.