Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
15
spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI
Hér fara á eftir spumingar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa
beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við
þeim.
Fyrirframgreiðsla
skatta
Hulda Jónsdóttir spyr:
Tekjur mínar hafa lækkað tölu-
vert milli ára og eru þær fyrir-
framgreiðslur sem ég greiði nú
til Gjaldheimtunnar áreiðanlega
ekki í samræmi við væntanlega
álagningu. Er hægt að fá þessa
upphæð lækkaða? Og ef fyrir-
framgreiðslur reynast hafa verið
of háar ber Gjaldheimtunni þá
ekki að greiða vexti af því fé sem
innheimt hefur verið fram yfir
eðlilegar fyrirframgreiðslur?
Svar:
Gjaldendur geta sótt um lækk-
un á fyrirframgreiðslu þinggjalda
til skattstjóra ef þeir telja að
rauntekjur hafi rýmað milli ára.
Skattstjóri tekur að jafnaði
ekki til greina umsókn gjaldenda
nema rauntekjur hans hafi lækk-
að svo mjög milli áranna 1984
og 1985 að tekjuskattsstofn á
tekjuárinu 1985 sé meira en 25%
lægri en teiquskattsstofn hans var
á tekjuárinu 1984, eftir að síðar-
nefnd flárhæð hefur verið hækkuð
um 36%. Frá þessari reglu má
skattsljóri víkja ef sérstaklega
stendur á að mati hans, enda
hafi fjölskylduástæður gjaldanda
breyst eða aðrar aðstæður skert
gjaldþol hans verulega.
Komi í ljós er álagningu lýkur,
að gjaldandi hafi greitt meira en
endanlega álögðum sköttum
nemur, skal endurgreiða það sem
ofgreitt var ásamt vöxtum fyrir
það tímabil, sem féð var í vörslu
innheimtumanns.
Helmíngsafsláttur
Gunnar Jónsson spyn
Mér skilst að þeir sem ljúka
störfum fyrir aldurs sakir eigi rétt
á helmingsafslætti fyrir tekjur
siðasta árs sem þeir stunduðu
vinnu. Hvemig á að gera grein
fyrir þessu á skattaskýrslunni?
Þarf að fylla út sérstakt eyðublað?
Svar:
Þeir, sem láta af störfum vegna
aldurs, eiga rétt á sérstökum frá-
drætti frá tekjum sínum er þeir
hafa aflað sér sfðustu 12 mánuði
fyrir starfslok. Þeir skulu fylla út
sérstakt eyðublað „Yfirlýsing og
greinargerð R3.08" vegna þessa
frádráttar. Á því eyðublaði, sem
og í leiðbeiningum rfkisskattstjóra
á bls. 12, em nánari skýringar
og leiðbeiningar við útfyllingu
fjarlægð frá vinnustað.
þessa eyðublaðs. Hjá framteljanda
sem hyggst láta af störfum á ár-
inu 1986 skiptist framangreindur
frádráttur á framtöl 1986 og
1987. Frádráttarfjárhæð færist í
reit 36.
Kostnaður vegna
aksturs
Jóhann Guðjónsson spyr.
Er hægt að færa kostnað vegna
aksturs til og frá vinnu sem skatt-
frádrátt að einhveijum hluta? Ég
bý töluvert langt frá mínum
vinnustað og fer á milli á eigin
bíl, en þannig hagar til að ég get
varla notað mér almennings-
vagna. Ef þessi kostnaður er frá-
dráttarbær, hvemig á þá að gera
grein fyrir honum á skatta-
skýrslu?
Svar:
Launþegar, sem stunda atvinnu
sfna f a.m.k. 25 kílómetra fjarlægð
frá heimili sínu og þurfa dag
hvem að fara milli heimilis og
vinnustaðar, mega draga frá tekj-
um sínum greidd fargjöld með
áætlunarbifreiðum eða samsvar-
andi §árhæð sé notað annað flutn-
ingstæki. Fjárhæð þessi færist í
reit 33.
Ónýttur per-
sónuafsláttur
Haraldur Böðvarsson spyn
1. Hvemig er hagkvæmast fyrir
námsmenn að nýta sér ónýttan
persónuafslátt meðan á námi
stendur? Segjum að námsmað-
ur hafi t.d. mínus 60 þúsund
í tekjuskattstofn en maki hans
venjulegar meðaltekjur. Er þá
hægt að flytja frádráttinn milli.
framtala þeirra?
2. í öðm lagi langar mig til að
spyrja hvort ekki sé hægt að
nýta ónýttan persónuafslátt
meðan á námi stendur þegar
því er lokið? Einhvers staðar
las ég að maður gæti nýtt
ónýttan persónuafslátt 5 ár
aftur f tímann en eftir hvaða
reglum er farið með nýtingu
hans?
Svar:
1 Nemi heildarfrádráttur hjá
öðm hjóna hærri fjárhæð en
heildartekjur þess dregst það
sem umfram er frá tekjum hins
hjóna við álagningu. Framtelj-
andi skal ganga frá útfyllingu
tekna- og frádráttarliða á
framtali sfnu án tillits til þess
þótt skattstofn verði neikvæð-
ur.
2. Sjá svar til Þorbjargar Jóns-
dóttur.
Hvert stefnum við?
eftirBirnu
Friðriksdóttur
„Hvar enda þetta? Ég er svo
hrædd, ég veit það gerist eitthvað
voðalegt." Þetta sagði við mig
gömul kona sem ég átti tal við fyrir
skömmu. Umræðuefnið var ástand-
ið i þjóðfélaginu. Hún er ekki ein
um það að vera áhyggjufull. Það
er eitthvað á seyði sem menn ótt-
ast. En hvað er það? Jú, það er
einfaldlega það, að þær fréttir sem
í sfauknum mæli berast af fjármála-
spillingu á ýmsum sviðum þjóðlífs-
ins, séu merki um hnignandi sið-
ferðiskennd þjóðarinnar. Flest höf-
um við alist upp við það að heiðar-
leiki, samviskusemi og trúmennska
gagnvart sjálfum okkur og öðrum
séu dyggðir sem í hávegum skulu
hafðar. Erum við hætt að trúa
þessu? Ef svo er, hvernig verður
þá ástandið þegar bömin okkar sem
ekki alast upp við þetta taka við?
Þessir eiginleikar em ekkert nátt-
úmlögmál! Þá verður að rækta! En
án þeirra lifum við ekki í sátt og
samlyndi í þessu landi. Við augum
blasir sú staðreynd að meginþorri
„Dæmið gengnr ekki
upp. Hvað getum við
gert til þess að bæta
ástandið? Við getum
snúið bökum saman,
hætt að væla, horfst í
augu við þær stað-
reyndir að við höfum
tamið okkur lífsvenjur
sem við ekki höfum efni
á.“
íslendinga berst hatrammri baráttu
til þess að lifa við þau lífskjör sem
þeir telja eðlileg og sjálfsögð. Það
er líka staðreynd að við höfum ekki
efni á því og þegar við ekki getum
borgað þær skuldir sem við sjálf
höfum stofnað til, þá er það ævin-
lega einhveijum öðmm að kenna.
Ef tilgangurinn helgar meðalið —
ég er númer eitt og skítt með ykkur
hin þá er stutt f það að við tökum
ófrjálsri hendi það sem við ekki
eigum. Sumir em auðsjáanlega
þegar búnir að því.
Árið 1971 fluttist ég og fjöl-
skylda mín heim eftir 7 ára búsetu
erlendis. Við vildum vera íslending-
ar. En það leið ekki á löngu áður
en mér varð ljóst að það var orðið
vandamál að vera íslendingur. Hvað
var að? Jú, það var sitthvað. Við
lifum um efni fram, verðbólgan óx
hröðum skrefum, fiskistofnar vom
ofveiddir, veðrið var ekki eins og
það átti að vera og allir nöldmðu.
Eitthvað varð að gera, um það vom
allir sammála. Lagt var til atlögu
við verðbólguna, m.a. með verð-
tryggingu lána, krónan var gerð
að eyri, vísitölubinding launa af-
numin. Verðbólgan minnkaði. Fisk-
veiðilögsagan var færð út. Veðrátt-
an hefir verið skikkanleg um all-
langt skeið. En nú er nöldrið orðið
að reiðiöskri! Hvað er að? Jú, við
viljum búa við sömu lífskjör og við
höfðum á verðbólgutímunum, því
þrátt fyrir allt sem um verðbólguna
hefir verið sagt, þá græddum við á
henni. Nú þurfum við að borga þau
lán sem við tökum en eigum ekki
fyrir því. Dæmið gengur ekki upp.
Hvað getum við gert til þess að
bæta ástandið? Við getum snúið
bökum saman, hætt að væla, horfst
Bima Friðriksdóttir
í augu við þær staðreyndir að við
höfum tamið okkur lífsvenjur sem
við ekki höfum efni á. Að sumir eru
betur settir en aðrir og hjá því
verður ekki komist. Okkur finnst
það óréttlátt en enn hefír ekki
fundist lausn á þvi vandamáli. Það
er vissulega erfítt að herða sultar-
ólina ef maður sér engin þess merki
að aðrir geri það. En við getum
það! Menn mæna á Þorstein Pálsson
og ætlast til þess að hann geri
einhver kraftaverk. Hann gerir
engin kraftaverk. Hins vegar gæti
hann stuðlað að því — ásamt félög-
um sínum á Alþingi — að dregið
verði úr umsvifum ríkisins og væri
það spor í rétta átt. Hið opinbera
er orðið slíkt krabbamein í þjóð-
félaginu að vafasamt er hvort við
lifum það af. Félagshyggja er nauð-
synleg. En þegar hún kæfir framtak
og sjálfsbjargarviðleitni þá er hún
hættuleg. Umsvif og samtrygging
á vegum ríkis og sveitarfélaga
kosta sitt og þess vegna borgum
við skatta. En það hlýtur að vera
lágmarkskrafa að þeir sem ráðstafa
því fé geri það af ráðdeild og
samviskusemi. Annars eru þeir ekki
starfí sínu vaxnir. Ég hefi aldrei
skilið þann hugsunarhátt að það sé
allt í lagi að bruðla með almannafé
á þeirri einu forsendu að ríkið borgi
eða bærinn borgi. Það erum VIÐ
sem borgum. Þetta er því alvarlegra
þegar á það er litið að við eigum
naumast það fé sem verið er að
bruðla með. Erlendar skuldir nema
sem svarar Qórðungi af þjóðartekj-
um. Erum við alveg gengin af
göflunum? Þegar við getum ekki
borgað þessar skuldir þá förum við
á hausinn og þá verður þetta í
alvöru spuming um það að hafa í
sig og á. Verðum við kannski næsta
hjálparverkefni Sameinuðu þjóð-
anna?
Höfuadur er leiðsögumaður og
búsett í Kópa vogi.
Útsala
Bækur
Útsala á yfir tvö hundruð bókatitlum á verðbilinu
frá kr. 50 .» kr.200
Afgreiðslustaðir:
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18
ogað Skemmuvegi 36, Kópavogi.
-r—-.
cá
Almenna bókafélagið