Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 37 í húsnæði málmsmíðadeildar. Frá vinstri: Gunnlaugnr Björnsson, deildarstjóri, Magnús Garðarsson, byggingafulltrúi, Bernharð Haraldsson, skólameistari, Sverrir og Baldvin Bjarnason, aðstoðarskóiameist- ari. Menntamálaráðherra heimsækir Verkmenntaskólann á Akureyri Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, heimsótti skóla á Akureyri eigi alls fyrir löngu. Skoðaði hann aðstöðu og ræddi við forráðamenn skólanna — auk þess sem hann mætti „á Sal“ í verk- menntaskólanum. Salur sá var reyndar íþróttahöllin — en þetta var í fyrsta skipti sem hringt er „á Sal" í VMA síðan hann tók til starfa. Sverrir átti að mæta í Verk- menntaskólann skömmu upp úr hádegi en „villtist" í Glerárþorpi, eins og hann sagði sjálfur og kom því of seint. Nemendur Verk- menntaskólans sýndu þó biðlund og fögnuðu ráðherra er hann birtist í Höllinni. Hélt Sverrir skörulega ræðu fyrir nemendum — og endaði á því að gefa öllum frí það sem eftir var dagsins. Sagðist ekki geta annað þar sem hann hafði látið bíða svo lengi eftir sér. Sverrir skoðaði síðan húsakynni VMA ásamt Bemharð Haraldssyni, skíðameistara, Magnúsi Garðars- syni, byggingafulltrúa og Baldvin Bjamasjmi, aðstoðarskólameistara. Skapti Hallgrímsson, blaðamaður Morgunblaðsins á Akureyri, fylgdi á eftir og tók meðfylgjandi myndir. Ráðherrann með VMA-peysu, sem formaður skólafélagsins Guðbjartur Jónsson (t.h.) færði honum að gjöf. ÓKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bréf askólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þér á þeim hraða sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám í gegnum ICS-bréfaskólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPIS BÆKLING sendan í flugpósti. (Setjiö kross í aöeins einn reit). Námskeiöin eru öll áensku. □ Tölvuforritun □ Rafvirkjun □ Ritstörf □ Bókhald □ Vélvirkjun □ Almenntnám □ Bifvélavirkjun □ Nytjalist □ Stjórnun fyrirtækja □ Garóyrkja □ Kjólasaumur □ Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennska □ Kælitækni og loftræsting Nafn: Heímilisfang:................................................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. BORÐIÐ KVÖLDMAXINK SNEMMA yy early bird special.7.. FEBRIJARTILBOÐ HAMBORGARI-FRANSKAR &COKE á 99,00-50% afsl. (milli kl. 17,30-18,30) alla daga síódegis í Fefcrúar VEITINGAHUSIÐ SPRENGISANDUR Bústaóavegi 153 © 6 88 0 88 Feargal Sharkey FEARGALSHARKEY Nýtur sín best heima í faðmi fj ölskyldunnar Feargal Sharkey hefur undan- farið átt vinsældum að fagna meðal erlendra sem íslenskra popp- unnenda og eflaust margir sem hafa raulað lagið hans „A Good Heart" fyrir munni sér undanfamar vikur. Feargal Sharkey er írskur en býr nú í London ásamt eiginkonu sinni Ellen og saman eiga þau soninn Sean sem nú er fjögurra ára. Þegar Feargal flutti til London árið 1983 átti hann lítið sem ekkert af pening- um en ákvað að reyna að framfleyta fjölskyldunni á tónlistinni. Konan hans hvatti hann í hvívetna, en sagði jafnframt að ef vel myndi til takast myndi hún ekki vilja koma nálægt því sem fylgdi frægðinni. Þetta hefur Feárgal virt hingað til, því konan og sonurinn koma sjaldan fram í viðtölum eða öðru slíku. Og þegar hann er ekki á tónleikaferð- um einhversstaðar og getur slappað af í faðmi fjölskyldunnar er eitt umræðuefni sem aldrei ber á góma og það er tónlist. Feargal segir að fæðing sonarins sé einstök reynsla. „Ég tók krakka alltaf sem sjálfsagðan hlut og pældi lítið í þeim. En þegar ég eignaðist son minn breyttist þessi afstaða mín. í fyrstu var ég hálf hræddur við þessa litlu brothættu veru. Mér finnst það núna meiriháttar að ég skuli hafa átt þátt í að koma þess- ari litlu fullkomnu manneskju í heiminn. Mitt takmark er að hjálpa syni mínum að verða að góðum manni og spoma við því að spilla honum með gjöfum og eftirlæti. Af ást og umhyggju skal hann hinsvegar fá nóg.“ PÓLÝFÓNKÓRINN Kórskóli Pólýfónkórsins Framhaldsnámskeið tengt 1. flutningi Messíasar í Hallgrímskirkju Þroskið rödd ykkar og tónlistarhæfileika með þátt- töku i flutningi fegurstu tónlistar og undir leiðsögn valinna kennara. 10 vikna námskeið hefst 10. febrúar. Kennt verður eitt kvöld í viku á mánudögum kl. 20.00—22.00 í Vörðuskóla, Skólavörðuholti. Námsgreinar: Nótnalestur, tónheyrnar- og taktæf- ingar, raddbeiting. Jafnframt verða raddæfðir kaflar úr Messíasi eftir Hándel. Kennarar: Helga Gunnarsdóttir Margrét Pálmadóttir Jón Karl Einarsson Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Enn geta nokkrir nemendur bæst við. Upplýsingar og innritun í síma 21424 (Steina) á daginn og 72797 (Kristján Már), 45799 (Ólöf) og 38180 (Ása) á kvöldin eftir kl. 19. Námskeiðsgjald aðeins kr. 1.500 fyrir 10 vikur. Ókeypis fyrir þá, sem fá inngöngu i Pólýfónkórinn og taka þátt í starfi hans (1 æfing í viku á miðvikudög- um), sem hefst 12. þ.m. Innritun kórfélaga ferfram í ofangreindum símum. Pólýfónkórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.