Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 33. tbl. 72. árg. SUNNUDAGIJR 9. FEBRÚAR 1986_______________________________Prentsmidja Morgimblaðsins Börnaðleik Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Corazon skorar á Marcos að taka tapi Manilla, 8. febrúar. Frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Mbl. CORY AQUINO, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum, sagðist síðdegis í dag hafa sigrað forsetakosning- arnar, sem voru haldnar á föstudag. Hún kvaðst styðjast við eigin tölur og tölur Namfrel, samtaka óháðra borgara sem berjast fyrir heiðarlegum kosningum. Hún sagði að hún myndi ekki fallast á niðurstöðu þingsins ef það kveður úr um að hún hafi hlotið færri atkvæði en Ferdinand Marcos forseti, og tapað kosn- ingunum. NATO-aðild Spánar: Kannanir stangast á Madrid, 8. febrúar AP. BIRTAR voru á Spáni I dag niðurstöður tveggja skoðana- kannana um afstöðu almenn- ings til aðildarinnar að Atlants- hafsbandalaginu og stangast þær mjög á. Þjóðaratkvæða- greiðsla verður um málið 12. marsnk. í könnun, sem gerð var fyrir blaðið E1 Pais, er niðurstaðan sú, að 39% eru andvíg aðildinni en 21% hlynnt henni. Var leitað álits 1.500 manna. í annarri könnun, sem unnin var af Rannsóknastofnuninni í þjóðfélagsfræðum, kemur fram, að 33% vilja að Spánverjar verði áfram í NATO en 30% vilja vera utan bandalagsins. Voru 10.700 manns spurðir og af þeim kváðust 65% ætla að greiða atkvæði. Jafnaðarmenn, sem eru við völd á Spáni, voru andvígir aðildinni fyrir síðustu kosningar og hétu þá að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Nú eru þeir hins vegar hlynntir henni. Bonner reiddist vararæðismanni Newton, MassachuBetts, 8. febrúar. AP. SOVÉSKUR vararæðismaður neitaði á föstudag að afhenda Yelenu Bonner, konu Andreis Sakharov, vegabréf hennar og sagðist ekki geta fullyrt að hún fengi vegabréfsáritun til dvalar utan Sovétríkjanna framlengda um þijá mánuði. Bonner vill fá framlengingu dvalarleyfis síns svo að hún megi gangast undir nauðsynlega læknis- meðferð. „Þeir segjast aldrei hafa gefið henni vilyrði fyrir þriggja mánaða framlengjngu," sagði tengdasonur Bonner, Efrem Yank- elevich. Yankelevich sagfði að Bonner hefði rifist við vararæðismanninn. „Hún hrópaði á hann,“ sagði hann. Vegabréfsáritun Bonner rennur út 28. febrúar. Yankelevich sagði að Bonner hefði sent vegabréf sitt til áritunar „og nú segja þeir að hún fái vegabréfið ekki aftur fyrr en eftir viku.“ Eftir að Duvalier var horfinn á braut og 28 ára valdaskeið Duvali- er-ættarinnar rann sitt skeið á enda þyrptist æstur múgur að grafhýsi Francois „Papa Doc“ Duvalier, dró fram kistu hans og opnaði hana. Fólkið hélt höfuðkúpu Duvaliers hátt og loft og gekk um Port Au Prince, höfuðborg Haiti. Francois „Fari svo mun ég ganga í broddi fylkingar og mótmæla úrslitunum á götum úti,“ sagði hún á fundi með fréttamönnum í dag. „Ég skora á Marcos að viðurkenna ósigur sinn.“ Marcos kallaði fréttamenn á sinn Duvalier stjómaði Haiti harðri hendi í fjórtán ár. Hópur fólks réðist að flokki þjóð- varðliða, sem nefnast „Ton Ton Macoutes“, og grýtti með ávöxtum og grænmeti. Menn fóru ránshendi um verslanir og eitt ráðuneyti varð fyrir barðinu á rummungum. Duvalier kom til Frakklands seint fund í Malacanang-höll skömmu fyrir kvöldmat og sagði að upplýs- ingar sem hann hefði bentu til að hann myndi sigra kosningamar. Hann bjóst við að fá yfir tvær milljónir atkvæða fram yfir Aquino. „Hún segist hafa sigrað kosning- o á föstudagskvöld. Og 5 dag getur hann farið að leita fyrir sér um varanlegan dvalarstað í útlegð sinni. Frakkar veita Duvalier ekki pólitískt hæli nema stuttan tíma og amar en neitar að nefna nokkrar tölur því til staðfestingar," sagði hann. „Samkvæmt upplýsingum sem mínir menn út um allt land hafa gefið mér þá hlaut ég fleiri atkvæði en mótframbjóðandi minn í kosningunum.“ Þá ýjaði Marcos að því að svo gæti farið að hann lýsti kosningam- ar ógildar áður en talningu atkvæða lyki og myndi þá sitja áfram. Samkvæmt síðustu tölum Nam- frel á laugardag hafði Marcos hlotið 3.088.610 atkvæði en Aquino 3.875.230 þegar tæpur þriðjungur haft hefur verið eftir ónafngreind- um starfsmönnum innan frönsku stjómarinnar að „Baby Doc“ verði að yfirgefa Frakkland eftir átta daga í síðasta lagi. atkvæða hafði verið talinn. Namfrei hefur birt kosningatölur sínar mun hraðar en kjörstjóm, Comelec. Marcos sagi að ástæðan væri að Namfrel hefði átt að veita Comelec upplýsingar um atkvæðatölur en ekki gert það. Stjómarandstæðing- ar telja hins vegar að Comelec sé að tefja úrslit kosninganna að ásettu ráði. „Þeir þurfa að hafa tíma til að falsa úrslitin," sagði einn starfsmaður Aquinos. Aquino hlaut mun færri atkvæði í Manilla en búist var við. Hún hlaut fleiri atkvæði í dreifbýli en nokkur hafði þorað að vona. Alls kyns svindl átti sér stað á ýmsum kjör- stöðum í höfuðborginni, kjósendur voru ekki lengur á kjörskrá, eftir- litsmenn voru hræddir í burtu og kjörkassar hurfu. Stuðningsmenn Aquinos í Makati, viðskiptasetri borgarinnar, eru sérstakiega reiðir yfir framkvæmd kosninganna. Þeir hafa farið fram á að talningu verði hætt þangað til í fyrramálið svo að rannsaka megi kjörgögn. Fjöldi fólks stendur fyrir utan skrifstofur borgarstjómar og reynir að koma í veg fyrir að skipti verði höfð á atkvæðum þeirra og fölsuð- um atkvæðum. Aquino fór og talaði við fólkið eftir blaðamannafundinn og var fagnað innilega. Hún sagði stuðningsmönnum sínum að hún hefði sigrað og bað þá að koma til messu á morgun og biðja Guð um hjálp svo að sigurvegari kosning- anna kæmist til valda. Sjá forystugrein á bls. 30 „Óvissa á Filippseyjum". Útgöngubann sett á Haití Port Au Prince, 8. febrúar. HIN NÝJA stjóm herforingja og borgara á Haiti setti í dag á út- göngubann í landinu. Haitibúar fögnuðu ákaft flótta Jean-Claude Duvaliers til Frakklands. Hermt hefur verið að tíu þjóðvarðliðar hafi verið vegnir með sveðjum í hefndarskyni. AP/Símamynd Eiginkona Jean-Claude Duvaliers hjálpar honum út úr bíl þeirra snemma á laugardagsmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.