Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 4
4_____________________MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 • • „Ofl sem vilja múlbinda allt andóf og gagnrýni“ — segir Eiríkur Stefánsson sem rekinn var úr Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðsfirðingar sammála um að vöruverð sé lægra í verzlun Verkalýðsfélagsins Eirikur Stefánsson, formaður verkalýðsfélags- og sjómannafélags Fáskrúðsfirðinga með tveimur starfs- stúlkum verslunar verkalýðsfélagsins, Rut Guðmundsdóttur, sem er til vinstri, og Jónu Báru Jakobs- dóttur. Myndina tók Arni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins í verslun verkalýðsfélagsins sl. föstudag. Fáskrúðsfirði, 7. febrúar. Frá Hjámari Jónssyni blaðamanni Morgunblaðsins. „ÁSTÆÐAN fyrir þessum brottrekstri er sú að það eru öfl, sem vilja múlbinda allt andóf og gagnrýni gegn stjórn kaup- félagsins. Það er óneitanlega dálítill Hriflubragur á þessu. Menn verða að vera hlýðnir og trúir þegnar kaupfélagsins til þess að fá að vera i því,“ sagði Eiríkur Stefánsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins á Fáskrúðsfirði, sem rekinn hef- ur verið úr kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga, KFFB, fyrir þá sök að verkalýðsfélagið rekur verslun á staðnum. I stjórn kaupfélagsins eiga sæti þrír menn. Morgunblaðið náði tali af tveimur þeirra og vildi hvorugur tjá sig um málið við blaðamann. Það var nær einróma álit Fáskrúðs- firðinga sem rætt var við að brott- reksturinn væri ekki réttmætur og undarlega að honum staðið. Vöruverð 15—18% lægra Verkalýðsfélagið hóf rekstur verslunar í desember 1984 í þá nýreistu húsnæði sínu, sem byggt var mikið til í sjálfboðaliðavinnu, að sögn Eiríks. Hann segir að rekst- urinn hafi gengið vel og vöruverð þar sé 15—18% læga en í kaup- félaginu, samkvæmt könnum sem gerð var fyrir 6—8 mánuðum. Fá- skrúðsfirðingum bar einnig saman um það, að vöruverð þar væri lægra en í kaupfélaginu, þótt vöruúrvalið væri minna. Eiríkur sagði að ráðist hefði verið í byggingu verkalýðsfélagshússins, vegna þess að það fé sem félagið hefði átt útistandandi, meðal annars hjá kaupfélaginu, hefði sífellt verið að rýma. Þegar hann hefði tekið við verkalýðsfélaginu í júlí 1983 hefði félagið átt 700 þúsund hjá kaupfélaginu, sem hefði verið á lægstu innlánsvöxtum, þótt verð- bólgan þá hefði verið 110—120%. Það hefði staðið í stappi við kaup- félagsstjórann þá að ná út þessum peningum. Forkólfar í kaup- félaginu stofnuðu pöntunarfélag Hugmyndin að verslunarrekstr- inum hefði ekki komið upp fyrr en byggingin var komin vel á veg og ijóst að þar myndi verða ónotað rými. Sjö af tíu mönnum í stjóm og trúnaðarmannaráði verkalýðs- félagsins væru félagar í kaupfélag- inu og nú ætti að víkja sér úr því fyrir verslunarrekstur. „Ég er starfsmaður verkalýðsfélagsins og verð að framfylgja samþykktum þess. Stofnun verslunar var sam- þykkt á almennum félagsfundi og fyöldi félaga í verkalýðsfélaginu er einnig félagar í kaupfélaginu," sagði Eiríkur. Hann benti á að ýmsir aðrir fé- lagar í kaupfélaginu hefðu verið með sjálfstæðan rekstur í sam- keppni við það svo ámm skipti og ekki hefði komið til tals að gera þá brottræka úr því. Þá hefðu for- kólfar í kaupfélaginu fyrir nokkmm ámm stofnað pöntunarfélag og þeir og fjöldskyldur þeirra þar af leið- andi minnkað viðskipti sín við kaupfélagið, án þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn þeim. Skoðanakúgun Eiríkur sagði það vera mjög mikilvægt fyrir félaga í verkalýðs- félaginu að vera einnig félaga i kaupfélaginu, sem væri langstærsti atvinnurekandi á staðnum, og geta þannig haft áhrif á ákvarðanir sem vörðuðu þá. Á síðasta aðalfundi hefði kaupfélagsstjórinn verið felld- ur sem fulltrúi á aðalfund Sam- bandsins, meðal annars fyrir at- beina sinn, og það væri greinilega ekki fyrirgefið. „Hér er auðvitað ekki um neitt annað að ræða en skoðanakúgun. Þeir vilja meina mér aðgang að þessum fundum vegna þess að ég hef skoðanir og læt þær óhræddur í ljós. Ég gæti jafnvel trúað því að þessi brottrekstur eigi rætur sínar að rekja til innsta hrings Sambandsins. Ef menn standa ekki upp og klappa fyrir öllu sem þessir menn leggja til eins og gengur og gerist í Kreml, þá em þeir taldir óalandi og ófeijandi. Ég er undrandi á að stjómin skuli láta draga sig út í svona óhæfu, því fæst af fólkinu í kaupfélaginu stendur á bak við þá. Þeir hefðu átt að bíða eftir aðalfundinum sem verður í mars og bera málið upp þar,“ sagði Eiríkur. „Við munum ekki gefast upp á rekstri verslunarinnar eftir að svona er komið. Við höfum aldrei verið harðari en nú. Verkalýðsfélagið mun krefjast þess að brottvikningin verði dregin til baka og það viður- kennt að um hrapalleg mistök hafi verið að ræða. Andinn í bænum er þannig að ég spái því að annað hvort verði ég aftur tekinn inn í félagið eða öll stjómin neyðist til að segja af sér, því þetta er gert í engu samráði við félagsmenn," sagði Eiríkur Stefánsson að lokum. Stjórnarmenn vildu ekki tjá sig Gunnar Jónasson, stjómarfor- maður kaupfélagsins, vildi ekki ræða við blaðamann um brottrekst- urinn er náðist í hann. Sama gilti um Kjartan Siggeirsson, stjómar- mann. „Þetta em fáránleg og úrelt vinnubrögð. Það er ekki nema heil- brigt að hafa fleiri en eina verslun í bænum,“ sögðu þær Þómnn Jó- hannesdóttir og Ásgerður Alberts- dóttir er þær vom inntar eftir áliti sínu um brottrekstur Eiríks úr kaupfélaginu, þar sem þær vom að koma frá því að versla í verslun verkalýðsfélagsins. I sama streng tóku þau Jóhanna Kristín Hauksdóttir, nafna hennar Amþórsdóttir og Benedikt Sverris- son. Önnur verslun ætti fullan rétt á sér og verðið hjá verslun verka- lýðsfélagsins væri lægra en hjá kaupfélaginu. „Mér finnst þetta framtak alveg til fyrirmyndar," sagði Benedikt. Sjaldan veldur einn_____________ Fólk sem Morgunblaðið hitti að máli í verslun kaupfélagins sagði sumt hvert að það ætti ekki til orð yfir brottreksturinn, því hann væri heimskulegur. Aðrir tóku ekki eins djúpt í árinni. „Ég er afskaplega lítið inni í þessum málum. Eg er hins vegar hlynnt því að tilsé önnur verslun í byggðarlaginu. Ég versla í þeim báðum. Vömverð er jrfírleitt lægra hjá verkalýðsfélaginu, en þar er minna vöraúrval. Það kann vel að vera að Eiríkur eigi einhveija sök á brottrekstrinum. Sjaldan veld- ur einn þá tveir deila,“ sagði Sigríð- ur Guðmundsdóttir, sem var að versla í kaupfélaginu. „Okkur þykir þetta miður og ekki réttmætur brottrekstur. Mér fínnst að ef Eiríkur á að víkja sem félagi í kaupfélaginu, þá ættu ýmsir aðrir að gera það einnig, sem bæði em félagar í kaupfélaginu og með rekstur í samkeppni við það,“ sagði Páll Ágústsson, skólastjóri. Hann sagðist versla bæði í kaupfélaginu og annars staðar. „Það er gott að versla í kaupfélaginu. Þar er gott starfsfólk og gott vömúrval," sagði hann ennfremur. Gerræðisleg ákvörðun „Þetta er gerræðisleg ákvörðun og kom manni mjög á óvart. Margir félagar í verkalýðsfélaginu em einnig félagar í kaupfélaginu, og verkalýðsfélagið sem slíkt stóð að því að setja þessa verslun á stofn," sagði Steinn Jónasson, varaformað- ur verkalýðsfélagsins á Fáskrúðs- firði. „Ég sé ekki ástæðu til þess að trúa því að formanni félagsins sé vísað úr kaupfélaginu á þeirri fór- sendu sem gefin er upp í bréfinu sem hann fékk frá stjóm kaup- félagsins. Persónulega held ég að það séu allt aðrar ástæður sem liggja þama að baki, þó ég vilji ekki tjá mig um þær nú. Þessu máli er engan veginn lokið,“ sagði hann ennfremur. Steinn sagði að verslunin hefði verið stofnuð vegna þess að mönn- Steinn Jónasson varaformaður verkalýðs- og sjómannaf élags Fáskrúðsfjarðar. um þótti verðlag í kaupfélaginu heldur hátt. Það væri staðreynd að margt hefði batnað í kaupfélaginu eftir tilkomu hennar og nægði þar að benda á að nú væm þau brauð yfirleitt ný sem þar væm boðin til sölu, en misbrestur hefði verið á því áður en verkslýðsfélagið hóf verslunarrekstur. Hann sagði að það hefði ekki verið tekin ákvörðun um framhald á verslunarrekstri verkalýðsfélagsins og yrði það ekki gert fyrr en útkoma þessa árs lægi fyrir. „Ég tel hins vegar að tæplega sé hægt að leggja verslunina niður, nema fyrir hendi sé eitthvert annað afl sem þrýsti vömverði niður. Ég vona að þetta mál leysist farsæl- lega, því það er nauðsynlegt að verkalýðsfélagið og stjóm kaup- félagsins hafi með sér gott sam- starf, þar sem kaupfélagið er stærsti atvinnurekandinn á staðn- um,“ sagði Steinn að lokum. „Framtak verkalýðsfélagsins til fyrirmyndar," segir Benidikt Sverr- isson, sem þaraa er ásamt konu sinni, Jóhönnu Kristínu Araþórs- dóttur (f .m.), dótturinni Önnu Sigríði, og Jóhönnu Kristínu. „Fáránleg og úrelt vinubrögð," sögðu þær Ás- „Ég versla í báðum verslununum," segir Sigriður gerður Albertsdóttir (t.v.) og Þórunn Jóhanns- Guðmundsdóttir (t.v.), sem er þarna í kaupfélags- dóttir. Þær standa þarna fyrir utan versiun verka- versluninni ásamt Mörtu Svernsdóttur. lýðsfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.