Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 t Móðir mín, tengdamóöir og amma, ÁSTA S. JÓNSDÓTTIR frá Lindarbrekku, Akranesi, er lést 31. janúar sl., verður jarösungin frá Akraneskirkju þriðju- daginn 11. febrúar kl. 14.30. Snjólaugur Þorkelsson, Jónina Halldórsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Ástþór Snjólaugsson, Katrín Snjólaugsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR KRISTGEIRSDÓTTUR, Norðurbrún 1, sem lést í Borgarspítalanum 1. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Arnþóra Sigurðardóttir, Bjarni Bjarnason, Auður S. Wölstad, Guðmundur Haraldsson, Helga Þorkelsdóttir, Kristrún Haraidsdóttir, Þorbjörn Rúnar Sigurðsson, Auður Bjarnadóttir og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTLEIFUR JÓNSSON fyrrverandi bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Auður Jónsdóttir, Jón Öm Kristleifsson, Magnea Kristleifsdóttir, Ármann Bjarnason, Kristin E. Kristleifsdóttir, Gunnar Snæland og barnabörn. t Móðir okkar, amma og langamma, SÚSANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Stórholti 24, veröur jarðsungin frá Fríkirkjunni þriöjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Guðlaug Erla Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir mín og systir okkar, SOFFÍA SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIR, Álfhólsvegi 12, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum sunnudaginn 2. febrúar verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Elín Hallgrímsdóttir, Áslaug Oddsdóttir, Sigriður Oddsdóttir. t Útför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður, ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem andaðist 29. janúar sl. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag- inn 11. febrúar kl. 13.30. Stefán Pétursson, Gunnar Jones, Hildur Eysteinsdóttir, RosaJones, JónasJóhannesson. t Alúðarþakkir til sóknarbarna, starfsbræöra og annarra vina séra VALGEIRS HELGASONAR er fjölmenntu við útför hans að Grafarkirkju, Skaptártungu, þann 1. þessa mánaðar. Sérstakar þakkir færum við séra Sigurjóni Einarssyni fyrirómetanlega aöstoö hans. Sigurður Helgason, Steinþóra Sigurbjörnsdóttir, Guðleif Helgadóttir, Greipur Kristjánsson, Margrét Helgadóttir, Ragnar Þorgrímsson, Bjarni Helgason, Guðriður Kristjánsdóttir, Jóhanne Laurentze Helgason og systkinabörn hins látna. Minning: Kristleifur Jóns- son bankastjóri Fæddur 2. júní 1919 Dáinn 2. febrúar 1986 Kristleifur Jónsson, fyrrverandi bankastjóri Samvinnubankans, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 2. febrúar sl. á 67. aldursári. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. þ.m. Kristleifur fæddist að Varmalæk í Borgarfirði 2. júní 1919, kominn af kunnum borgfírskum ættum. Faðir hans var Jón Jakobsson bóndi á Varmalæk, sonur Jakobs Jónsson- ar er gerði Varmalæk að stórbýli. Móðir Kristleifs var Kristín Jóna- tansdóttir, Þorsteinssonar bónda á Hálsum, síðar á Vatnshömrum í Andakíl. Var Kristleifur annar í röð þriggja bræðra, en elsti bróðirinn, Jakob, hefur verið bóndi á föður- leifðinni Varmalæk, en Pétur, sá yngri, gerðist garðyrkjubóndi á Hellum í Bæjarsveit. Varmalæksheimilið var rómað fyrir myndarskap og fékk Kristleif- ur því gott veganesti í uppvextinum. Eftir barnaskóla fór hann í Reyk- holtsskóla og stundaði nám þar 1935—’37, síðar í Samvinnuskkól- ann og útskrifaðist þaðan vorið 1940. Að loknu námi í Samvinnu- skólanum hóf Kristleifur störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgar- nesi sem gjaldkeri og starfði þar árin 1940—’45. Þegar styijöldinni lauk og leiðir opnuðust til Evrópu stefndi Kristleifiir á frekara nám erlendis. Leiðin lá til Stokkhólms þar sem hann innritaðist í Bar Lock Institutet og lauk þaðan prófi 1947. Síðan stundaði hann enskunám í nokkra mánuði við London School of English and Foreign Languages og verslunarfræði og bókhald við Polytechnich Institute í London til ársloka 1947. í byijun árs 1948 hóf Kristleifur störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í Reyjavík sem forstöðumaður Kaupfélagaeftirlits SÍS og auk þess kennslu í bókhaldi við Samvinnuskólann. Því starfi gegndi hann til ársins 1953 að hann gerðist aðalféhirðir Sambandsins til ársloka 1967, en tekur síðan við bankastjórastarfi Samvinnubank- ans 1. janúar 1968. Bankastjóri er Kristleifur til ársins 1984 en lætur þá af störfum eftir að hafa náð aldursmarki. Hafði Kristleifur þá starfað svo til óslitið fyrir sam- vinnuhreyfinguna í 44 ár. Kristleifur Jónsson var farsæll í stafri, traustur, íhugull og góður drengur. Hann bar gott skynbragð á fjármál og rekstur fyrirtækja. Heima á Varmalæk kynntist Krist- leifur traustum búrekstri og virð- ingu fyrir vinnunni. Sveitaheimilin á Islandi hafa löngum reynst góðir skólar fyrir ungmenni. Þegar Krist- leifur hleypti heimdraganum mun hann hafa verið vel nestaður af þeim kostum sem best geta greitt götu á langri lífsleið. Þá var Krist- leifur af þeirri kjmslóð sem kynntist kreppuárunum á fjórða áratugnum, en það var líka skóli út af fyrir sig. Störf Kristleifs sem aðalféhirðis Sambandsins og bankastjóra Sam- vinnubankans voru mikil trúnaðar- störf í íslenskri samvinnuhrejrfíngu. En þetta voru jafnframt mjög vandasöm og erfið störf, m.a. vegna þess efnahagsástands sem ríkti á þessum árum. Mikil uppbygging átti sér stað í samvinnuhreyfing- unni og miklar kröfur gerðar til Sambandsins að vera sterkur bak- hjarl kaupfélaganna. Kristleifur hafði öðlast góða þekkingu á starf- semi kaupfélaganna við að gegna forstöðumannsstarfí Kaupfélaga- eftirlitsins. Kom það að góðu liði við að gegna starfi aðalféhirðis Sambandsins. Reynslan í Samband- inu sem m.a. var fólgin í bankavið- skiptum, innlendum og erlendum og fjármálastjóm almennt, kom sér vel fyrir Kristleif sem bankastjóra Sambvinnubankans. Það hefur legið í landi, að for- ystumenn í íslensku samvinnu- hreyfingunni hafi verið skotmörk ýmissa aðila í þjóðfélaginu, sem ofsjónum hafa séð yfir framgangi samvinnustarfsins. Hefur prent- svertan þá lítt verið spörað til að sverta samvinnufélögin og þá sem þar hafa verið í forystu. Vegna þess hve íslenska þjóðfélagið er lít- ið, virðist meira um öfund og per- sónuárekstra en gerist meðal stærri þjóða og nokkuð mun það hafa legið hér í landi að hver sitji um annars mannorð. Forystumenn í samvinnu- hreyfingunni hafa illyrmislega orðið fyrir barðinu á þessu í gegnum árin. Á þessi mál er minnst í minning- argrein um Kristleif Jónsson banka- stjóra Samvinnubankans vegna þess, að þótt hann kæmist að mestu hjá árásarskrifunum, tók hann sér nærri þegar á hann var ráðist í nokkur skipti með harðvítugum Allar afgreiðslur Samvinnubankans verða lokaðar mánudaginn 10. febrúar nk. milli kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar KRISTLEIFS JÓNSSON AR bankastjóra. Samvinnubanki íslands hf. t Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móðurokkar, dótturog systur, GERÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Bugðutanga 5, Mosfellssveit. Ásgeir M. Jónsson, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Ólafur Jón Ásgeirsson, Benedikta Þorláksdóttir, Ólafía Hrönn Olafsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR ÁRNADÓTTUR, Tómasarhaga 32. Sérstakar þakkir færum við öllu starfsfólki á deild 21 a á Land- spitalanum fyrir þá góðu hjúkrun og aöhlynningu sem henni var veitt. Kristján Hermannsson, Árni Kristjánsson, Lára Clausen, Guðrún Kristjánsdóttir, Kjartan Jónsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Sigurjón Á. Einarsson, Hermann Kristjánsson, Rakel Ólafsdóttir og barnabörn. blaðaskrifum, ekki síst vegna þess að hann vissi málstað sinn réttan og einnig vegna þess hve sómakær hann var. í einkalífi var Kristleifur mikill gæfumaður. Grandvöllurinn var lagður, þann 18. febrúar 1950, þegar hann kvæntist Auði Jóns- dóttur úr Reykjavík, glæsilegri og vel gerðri konu. Auður var ekki aðeins góð eiginkona og móðir heldur líka styrkur lífsföranautur og traustur félagi. Hjónaband þeirra var eins og best var á kosið. Þau Kristleifur og Auður eignuð- ust þrjú mannvænieg böm: Magneu, gift Armanni Bjamasyni bónda á Kjarvalsstöðum í Reyk- holtsdal; Kristínu Erlu, gift Gunnari Snæland iðnhönnuði, búsett í Reykjavík, og Jón Öm, ókvæntur. Síðastliðna rúma tvo áratugi hafa þau Auður og Kristleifur búið á Flötunum í Garðabæ. Heimili þeirra er fallegt og notalegt og ber húsbændunum vott um listrænan smekk. Ekki er blóma- og tijágarð- ur þeirra síður umtalsverður, því Kristleifur var mikill garðyrkjumað- ur og hafði mikið yndi af blómum. Eitt aðaltómstundastarf Kristleifs utan vetrar var ræktun blóma og vinna í garðinum. Nú er Kristleifur Jónsson allur. Of snemma var fótspor dauðans stigið. Ég hafði vonað að Kristleifur fengi að njóta nokkurra ára, eftir að annasamri starfsævi lauk; njóta þess að annast með kostgæfni blómin í garðinum sínum á Flötun- um; njóta að ferðast með Auði til ókunnra landa; njóta þess að sinna ijölskyldunni, bömunum og bama- bömunum — já, njóta þess að sinna hugðarefnunum sem útundan urðu í mikilli önn vinnudagsins. Þessar vonir mínar rættust ekki. Við mennimir viljum svo margt, en verðum að sætta okkur við að það er Guð einn senj ræður. En þegar Kristleifur er horfinn geymast minningamar um góðan dreng. Ástvinum er huggun í harmi að eiga ljúfar og góðar minningar um látinn vin. Og við, sem störfuð- um með Kristleifí í langan tíma, eigum margar minningar. Þeir sem vora í foiystusveit Sambandsins og samstarfsfyrirtælg'a þess á sjötta og sjöunda áratugnum héldu mjög vel hópinn. Þetta var fólk á besta aldri og mjög samstætt. Áhugamál- in í starfí vora sameiginleg og vináttuböndin og náin kynni utan starfs tengdi þennan hóp sterkum böndum. Þau Auður og Kristleifur vora eftirsóttir félagar f þessum hópi. Glaðværð og jákvæð viðhorf þeirra höfðu þau áhrif að gott var að blanda við þau geði. Þegar Kristleifur hefur nú gengið á vit feðra sinna, er ljúft að ri^a upp þessar minningar. Úm leið óska ég honum fararheilla og færi honum þakkir fyrir vináttu og áratuga farsæl störf í þágu samvinnuhreyf- ingarinnar. Við hjónin sendum Auði og börn- unum innilegar samúðarkveðjur. Við vitum að ástvinamissirinn er sár. Það er hins vegar mikil gæfa að eiga við leiðarlok góðar endur- minningar. Ég er viss um að þar finnast margir sólargeislar sem verma á komandi áram. Erlendur Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.