Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1986 23 „Baby Doc“ (t.h.) við hersýningu kemst á visst stig mun hún springa." Haitibúar hafa fengið sig fullsadda á þvi að fámenn auðstétt lifir í allsnægtum meðan þorri fólks býr við mikla fátækt. Lágmarks- laun eru lögum samkvæmt þrír dollarar á dag. Meðaltekjur á mann voru 380 dalir 1985 og höfðu lækk- að úr 420 dölum 1980, en meðal- tekjur 80% þjóðarinnar, sem eru sex milljónir, eru innan við 130 dollarar á ári. Yfír 40% þjóðarauðsins eru í eigu hóps, sem er innan við hálft prósent þjóðarinnar. Rúmlega helmingur vinnufærra manna er atvinnulaus, eða hefur stopula at- vinnu. Mannréttindabrot Vinnuveitendasamband Haiti, læknafélag landsins og fleiri sam- „Baby Doc“ og frú Fátækrah verfi í höfuðborginni Fjallavirki Henry Christophes þjóðhöfðingjar myrtir og 18 settir af eða reknir í útlegð og 29 borgara- styrjaldir eða blóðugar uppreisnir . geisuðu. Á árunum 1843—1915 voru gerðar 69 stjómarbyltingar og aðeins einn forseti sat út kjör- tímabil sitt. Þjóðin hefur alltaf verið fómar- lamb hersins. Eitt sinn, þegar her- inn var skipaður 20.000 mönnum, vom yfír honum 6.500 hershöfð- ingjar, sem allir höfðu gífurleg völd yfír sauðsvörtum almúganum. Á það hefur verið litið sem sjálfsagðan hlut á Haiti að sækjast eftir emb- ættum til að auðgast. Haiti var hemumið af Banda- ríkjamönnum 1915 til 1934 og þau ár vom eina rólega tímabilið í sögu landsins. „Vúdú-einvaldur“ Síðan 1957 hefur Haiti verið undir stjóm Duvalier-feðganna og laut fyrst lækninum Francois Duv- alier, föður núverandi forseti, sem var kallaður „Papa Doc“. Stundum var hann líka kallaður „vúdú- einvaldurinn", því hann notaði vúdútrú sem pólitískt vopn. í höll hans var musteri, þar sem fram fóra blóðugar trúarathafnir. Annað helzta verkfæri hans var einkaher, sem var kallaður „Tonton Macoutes" (óvættimir). Þessar stormsveitir vom ekki lagðar niður þegar „Papa Doc“ lézt og héldu áfram að starfa, en í breyttri mynd. Ástandið á Haiti í valdatíð „Papa Docs“ var sagt verra en í Chicago, þegar glæpamenn óðu þar uppi. honum til valda, þóttu vafasöm, en Bandaríkjamenn vonuðu að hann gæti tryggt jafnvægi. Kúbumenn gerðu misheppnaða innrás 1959 og aðstoð Bandaríkjamanna jókst úr þremur milljónum dollara 1957 í 15 milljónir 1961. Síðan var aðstoð- inni hætt vegna óánægju með stjómarfarið og bandaríski sendi- herrann var kallaður heim. Margar tilraunir vora gerðar til að steypa „Papa Doc“, sem lýsti sig „forseta til lífstíðar" 1964. Einu ári áður rak hann 60 yfirmenn í hem- um og lét taka þijá aðstoðarmenn sina af lífí þegar útlagar frá Dómin- íska lýðveldinu reyndu að gera innrás. Þegar ein byltingartilraunin var gerð í apríl 1966 var bandaríska flugvélamóðurskipið Boxer á verði á sundinu milli Haiti og Kúbu með 2.000 landsgönguliðum. Kúbumenn höfðu þjálfað uppreisnarmenn frá Haiti og útvörpuðu þangað daglega á kreólsku. Þegar fréttir bárast um innrás uppreisnarmanna í nóvember 1966 sagði New York Times að ástandið hefði aldrei verið eins slæmt: 90% þjóðarinnar rambaði á barmi hung- ursneyðar, allar stofnanir virtust hafa lamazt og Duvalier hefði myrt eða flæmt í útlegð alla þá, sem gætu hjálpað þjóðinni. „Baby Doc“ „Baby Doc“, núverandi forseti, var aðeins 19 ára gamall þegar hann tók við völdunum 1971 að föður sínum látnum og var kjörinn „forseti til lífstíðar" með 2.391.916 atkvæðum gegn einu, en tveir sátu hjá. Valdataka hans vakti vonir um að hann mundi bæta efnahags- ástandið og draga úr harðstjóminni, en þótt hann hafí ekki verið eins mikill harðstjóri og faðir hans var hefur efnahagsástandið lítið lagazt. Fullyrt er að Duvalier-fjölskyldan hafi lagt hundrað milljóna dollara inn á erlenda banka. Kona Jean- Claude, Michele, fer oft til Frakk- lands til að kaupa munaðarvörar og þau hjónin berast mikið á. Um síðustu áramót viðurkenndi „Baby Doc“ hve alvarleg óánægjan með stjórnina væri orðin þegar hann rak ijóra valdamikla ráðherra og lögreglustjórann, Albert Pierre ofursta, að því er virðist fyrir stór- felld Qársvik. Með þessu vildi for- setinn einnig koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn hættu að veita Haiti aðstoð. Þegar talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, tilkynnti ranglega að „Baby Doc“ væri farinn frá Haiti ók forsetinn um höfuðborgina í bílalest og hvatti síðan landsmenn til að gæta stillingar í sjónvarps- ávarpi. „Við skulum beijast gegn öfund, hatri og sundurþykkju," sagði hann. Andófsmaður í Gonaives sagði þegar mestu mótmælin vora afstað- in: „Hér er ekkert frelsi. Hungrið er að drepa okkur. þeir láta okkur sætta okkur við allt.“ Kaþólski biskupinn í bænum, Emmanuel Constant, sagði: „Þetta er ein fá- tækasta þjóð heims og þegar hún tök hafa hvatt Duvalier til að mynda lýðræðislega stjóm og sýna meiri virðingu fyrir mannréttindum. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fresta formlegri staðfestingu á því að mannréttindi séu virt á Haiti. Bandaríkjaþing þarf að fá slíka staðfestingu áður en Bandaríkjastjóm getur látið Haiti í té aðstoð að verðmæti sjö til átta milljónir dollara. Þetta hefur ekki áhríf á matvælaaðstoð og aðra mannúðaraðstoð að upphæð 50 milljónir dollara. Bandaríska sendiráðið á Haiti hefur unnið að könnun ásakana um yfirgang hers og lögreglu. Amnesty Intemational tilkynnti í fyrra að pólitískir andstæðingar stjómarinn- ar, blaðamenn og virkir félagar í verkalýðsfélögum væra lagðir í éinelti og sættu pyntingum og sumir þeirra væru teknir af lífi. Bandarískur sendiráðsmaður í Port-au-Prince hefur sagt að við- brögð yfirvalda á Haiti við óeirðun- um að undanfömu hafi verið „stórt skref aftur á bak“. Haitistjóm hefur lofað bót og betran, en óvíst er hvort íbúar landsins taka það gott oggilt. Emest Bennett, iðjuhöldur og tengdafaðir Duvaliers, sagði í við- tali að í stjómartíð Jean-Claudes „hefðu orðið meiri framfarir á Haiti en nokkra sinni fyrr“. En megn pólitísk óánægja hefur brotizt upp á yfirborðið, þrátt fyrir þá hættu sem andófsmenn leggja sig í, og formaður mannréttindasamtaka á Haiti, lögfræðingurinn Gerard Gourgue, segir: „Duvalier-stjómin hefur verið við völd í 28 ár og ekki getað léyst grandvallarvandamál þjóðarinnar. Við eigum við djúp- stæða erfíðleika að stríða." Jafnvel Paul Blanchet, sem var hægri hönd „Papa Doc“, segir: „Þeir sem gagnrýna hafa rétt fyrir sér. Hvers vegna er svona mikill skortur á öllu? Við verðum að snúa við blaðinu." Jean-Claude hefur leyft stofnun stjómmálaflokka, boðað þingkosn- ingar á næsta ári og tilkynnt að hann muni skipa forsætisráðherra. En hann hefur varpað leiðtogum stjómarandstöðunnar í fangelsi, þeirra á meðal de Ronceray, sem varð að sitja inni í einn mánuð í fyrra. Hann hefur einnig haldið við leifum einkahers föður síns, „Tont- on Macoutes". Kurr hefur gert vart við sig innan þessa hers síðan hetja hans, Roger Lafontant, var sviptur starfí innan- ríkisráðherra og rekinn í útlegð. Herskár prestur sagði: „Það sem er að gerast er byijunin á upplausn Duvalierismans. Stjómin er að grotna niður og eymdin eykst með degi hveijum. Kvartanimar verða háværari. Þetta er tímasprengja." Stjómarandstöðuflokkur undir forystu lögmannsins Gregoire Eug- ene fær að starfa, en Eugene heldur því fram að erfítt sé að halda uppi virkri andstöðu í landi, þar sem stjómin fái 99,98% atkvæða í kosn- ingum, eins og í þjóðaratkvæða- greiðslunni í júlí í fyiTa. Hann sagði að stjómin sæi að hún gæti notað sig til að sýna umheiminum að stjómarandstaða sé í landinu, en ef ástandið batnaði ekki gæti Haiti farið sömu leið og Kúba og Nic- aragua. „Slík breyting ætti ekkert skylt við kommúnisma, en ef við bíðum of lengi getur verið orðið of seint að koma á lýðræði." Aðrir stjómarandstæðingar hafa hallmælt Eugene fyrir að notfæra sér að starfsemi stjómmálaflokka hefur verið leyfð, en Bandaríkja- menn stappa í hann stálinu. Þótt stjómarandstaðan sé veik hefur blöðum, sem era flandsamleg stjómvöldum, vaxið fiskur um hrygg- Ahrif kirkjunnar Stjómin lokaði útvarpsstöð kaþ- ólsku kirkjunnar, Soleil, í þijár vikur í desember. Guy Mayer upp- lýsingaráðherra hélt því fram að stöðin hefði „kastað olíu á eldinn" með því að flytja fréttir af mót- mælaaðgerðum. Constant biskup neitaði því að kirkjan skipti sér af stjómmálum. En stólræður prestanna hafa stöð- ugt orðið pólitískarí og mikil kirkju- sókn hefur borið vott um aukin áhrif kirkjunnar. Prestamir gæta þess vandlega að tala undir rós, en árásir þeirra á forsetann og hvatn- ingar þeirra um breytingar hafa ekki farið fram hjá fólki. Nú í vikunni sendu biskupar kirkjunnar „ungu fólki og fátæku" boðskap, þar sem þeir sögðu að það gæti treyst kirkjunni í baráttunni fyrir „réttlátum kröfum" þess. Fréttir hafa verið af skomum skammti vegna banns stjómvalda við fundahöldum og hafta á starf- semi sjónvarpsstöðva og helzta ráð fólks til að afla frétta hefur verið að sækja kirkjur. Ástandið í heilbrigðismálum Haiti er skuggalegt. Á ári hveiju deyja 25.000 böm undir fimm ára aldri. Af hveijum 1.000 ungbömum deyja 125 og þótt meðalaldur hafí hækkað er hann aðeins 55 ár. Aðeins 15% landsmanna era læsir og skrifandi. Bandaríkjamenn, Frakkar, Kan- adamenn, Vestur-Þjóðveijar, ítalir og örfáar aðrar þjóðir veita Haiti aðstoð að upphæð 200 milljónir dollara. Stjómvöld á Haiti segja að þessi aðstoð sé oft „ófullnægjandi". Þau viðurkenna líka að réttlátari tekjuskipting sé nauðsynleg og að „þeir sem eigi peninga eigi að fjár- festa á Haiti". Ef slíkum og öðram breytingum verður ekki komið á kann óánægja landsmanna að leiða til beinnar uppreisnar, þótt stjórn Jean-Claud- es virðist ekki í bráðri hættu og óeirðirnar hafí fjarað út, í bili að minnsta kosti. Embættismaður nokkur telur það skýringuna á því að alvarleg mótmæli hafí ekki brot- izt út í höfuðborginni. Þegar það gerist telur hann að ráðamenn verði að taka saman pjönkur sínar og fara í útlegð. Áður en það gerist getur þó farið svo að blóði verði úthellt, því stjórn- in hefur tekið fram að ekki verði samið um stöðu forsetans. Spreng- ing getur orðið, þótt landið megi illa við því. GH tók saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.