Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 22
22 Forsetinn á Haiti hrökklast úr landi „Baby Doc“ „Papa Doc“ Duvalier - tímabilsins ótmælin á Haiti hófust í nóvember og ástandið hefur verið einna alvar- legast í öðr- um stærsta bænum, Cap Haitien, þar sem her og lögregla hafa beitt skotvopnum og táragasi gegn hundruðum nemenda, sem hafa hrópað „niður með Duvalier". Þrír biðu bana og 30 særðust. Viðskipta- líf hefur lamazt og vopnaðir her- menn hafa verið á verði. I höfuðborginni Port-au-Prince æddu 6.000 óeirðaseggir um göt- umar og reistu götuvígi. Lögreglan dreifði mannfjöldanum með barefl- um og skaut á hann. Minnst fimm biðu bana og 61 særðist. I hafnarborginni Gonaives, þar sem kveikt var í dómhúsinu, féllu Qórir nemendur í mótmælaaðgerð- um í desember. Þá var orðrómur á kreiki um að bæjarbúar hefðu beðið íbúa annarra bæja að gera uppreisn með sér. Margir íbúar Gonaives flýðu bæinn af ótta við hefndarað- gerðir lögreglu. Dauði nemendanna í Gonaives leiddi til mótmæla í 12 bæjum. Höfuðsmaður í landhemum og tveir þjóðvarðliðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa myrt nemenduma. I Petit Goave var kveikt í opin- bemm byggingum og einn maður beið bana. Eftir mótmælagöngu í Les Cayes æddi múgur inn í opin- berar byggingar og fór um þær ránshendi. Margir þátttakendanna í mótmælunum voru nemendur, sem hafa orðið virkustu andstæðingar stjómarinnar. Skólum var lokað 8. janúar. Andófsmenn bera spjöld með áskor- unum um aðstoð Bandaríkjamanna, hersins og jafnvel Frakka, sem þrælar neyddu til að veita Haiti sjálfstæði þegar þeir gerðu uppreisn 1804. Raymond Adrian upplýsingaráð- herra hefur sagt um mótmælin að þau hefðu verið óhugsandi fyrir nokkmm ámm og bæld niður þegar í stað. „Hjá okkur stendur yfir ný tilraun með aukið lýðræði. Þetta em fyrstu mótmælaaðgerðimar af þessu tagi í valdatíð Duvalier- ættarinnar." íbúar Haiti eru fátækasta þjóðin í Vesturheimi og æ fleiri landsmenn hafa látið reiði út af bágum lífskjör- um, óstjórn í efnahagsmálum og spillingu ráðamanna bitna á ríkisstjórn landsins, sem hefur verið við völd í tæpa þrjá áratugi og ríkt með harðri hendi. Nú hefur forseti landsins, Jean-Claude Duvalier — almennt kallaður „Baby Doc“ eða „Litli Doc“, hrökklazt úr landi í bandarískri herflugvél og nær þijátíu ára harðstjórn ættar hans virðist vera lokið. Hann fyrirskipaði umsátursástand þegar óeirðir heyrðu um þverbak í nokkrum bæjum og lýsti síðan yf ir því að hann væri traustur í sessi og að mótmæli gegn stjórninni hefðu farið út um þúfur. Að lokum sá hann sér þann kost vænstan að leggja niður völd. Helztu leiðtogar stjórnarandstöðunnar — félagsfræð- ingurinn Hubert de Ronceray og sósíaldemókratinn Gregorie Eugene — svöruðu yfirlýsingu forsetans um að mótmælin hefðu fjarað út með því að hvetja herinn til að skerast í leikinn og steypa stjórn Duvaliers eftir óeirðirnar, sem kostuðu 10—30 manns lífið, aðaliega á landsbyggðinni. Báðir kváðust telja herbyltingu nauðsynlega og virtust vongóðir um að tæplega 30 ára einræði Duvalier- ættarinnar væri að renna skeið sitt á enda vegna fyrstu alvarlegu mótmælanna gegn henni. Ovissa ríkti um afstöðu hersins, þar sem Duvalier hafði gert margar breytingar á yfirstjórn hans, en herinn vildi ekki taka af skarið. Auðug nýlenda Haiti fékk sjálfstæði í kjölfar frönsku byltingarinnar 1789 og hét áður Saint-Domingue. Hún var auðugasta nýlendan í heiminum og Frökkum næstum því eins mikilvæg og Indland varð Bretum. Þaðan komu ýmsar hitabeltisafurðir og Frakkar þurftu oft að beijast við Breta og Spánveija um yfirráðin. Cap Haitien, þar sem hörðustu óeirðimar hafa geisað að undan- fömu, hét Cap Francois, eða Le Cap, og bærinn var kallaður „París Karibahafsins." Svartir þrælar í Le Cap og á nálægum plantekmm gerðu upp- reisn 1791 undir forystu Toussaint l’Ouverture og sigmðu franska herinn. Spánveijar og Bretar reyndu árangurslaust að bæla niður uppreisnina. Her Napoleons gafst upp við að ná aftur nýlendunni 1802 og var kallaður heim. Fyrsta janúar 1804 lýsti Jean-Jacques Dessalines yfir sjálfstæði nýlend- unnar í Gonaives og hún fékk aftur sitt fyrra nafn, Haiti. Draumar Napoleons um að gera Haiti að miðstöð fransks heimsveld- is í Ameríku urðu að engu. John Adams Bandaríkjaforseti studdi uppreisnina og ósigur Frakka leiddi til þess að þeir seldu Bandaríkja- mönnum Louisiana. „Papa Doc“ ásamt lífverði sínum Leiðtogar hins nýja ríkis blökku- manna á Haiti, Toussaint, Dessalin- es og Henry Christophe, reyndust jafnharðir húsbændur og frönsku nýlenduherramir. Blökkumanna- þjóð fékk í fyrsta skipti tækifæri til að sýna að hún gæti skipt við umheiminn á jafnréttisgmndvelli, en gátu ekki nýtt sér það. Stómm, velreknum jarðeignum var skipt og tekinn var upp sam- vinnubúskapur, sem gafst illa. Völdunum náði fámenn yfírstétt kjmblendinga, sem sölsuðu undir sig megnið af auðæfum frönsku nýlenduherranna. Síðan hefur þessi yfírstétt haft tögl og hagldir. Yfir 95% Haitibúa em afkomendur þrælanna frá Afr- íku. Aðeins menntað fólk talar frönsku, aðrir landsmenn tala ill- skiljanlega kreólsku, sem er sam- bland af frönsku og vestur-afrísk- um tungumálum. Christophe var kjörinn annar þjóðhöfðingi Haiti 1806 og tók sér konungsnafnbót. Fyrirrennari hans og einn eftirmanna hans kölluðu sig keisara. Hann lét reisa kastala til að veijast Frökkum og sýna hvers blökkumenn væm megnugir efst á 1.000 metra háu fjalli, 28 km frá Cap Haitien. Munnmæli herma að smíðin hafí kostað 20.000 manns lífíð. Síðan segir sagan að Christ- ophe hafí látið myrða arkitektinn, svo að hægt yrði að halda upp- dráttum hans leyndum. Hluti kastalans sprakk í loft upp þegar einn sonur hans gekk inn í púðurgeymsluna án þess að slökkva í vindli sínum. Höllin Sans Souci, sem Christophe lét einnig reisa, eyðilagðist að miklu leyti í jarð- skjálfta 1842 og alvarlegt tjón varð a kastalanum. Þá hafði Christophe fyrir löngu verið settur af og lýstur útlægur. Frakkar bönnuðu vúdútrú, töfra- trú sem þrælamir fluttu með sér frá Afríku, en hún var endurvakin og áhrifa hennar gætir enn, jafnvel í kaþólsku kirkjunni, sem 85% landsmanna tilheyra. Þeir hafa aldrei haft áhuga á stjómmálum og alltaf óttazt lögregluna og reynt : að leiða hjá sér tíðar byltingar. Frá 1804 til 1915 vom fjórir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.