Morgunblaðið - 09.02.1986, Side 24

Morgunblaðið - 09.02.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 Arangur Landsambands- ins veldur vonbrigðum eftir Ragnar Breiðfjörð Einokun fámennrar klfku á stjóm jafn mikilvægs verkalýðsfélags og Iðju getur aldrei verið til góðs fyrir hinn óbreytta verksmiðjustarfs- mann. Stöðug og markviss emb- ættasöfnun eins einstaklings getur heldur aldrei verið til hagsbóta fyrir hinn óbreytta félagsmann. Helstu markmið bak við framboð okkar B-lista manna eru: að koma í veg fyrir valdabrölt örfárra, að stuðla að gagngerri endumýj- un á stjóm Iðju, að bjóða hinum stóra og „óvirka" meirihluta innan Iðju upp á lýð- ræði og réttlæti í starfí félagsins og að vinna að raunhæfum og raunverulegum kjarabótum. Með þessum inngangsorðum til ykkar vil ég leyfa mér að gera ljós- ari grein fyrir ástæðunum bak við þetta framboð okkar og helstu málum, sem við stöndum fyrir. í verkalýðssögu síðustu ára er það orðið æ augljósara, að lítill en virkur hópur getur auðveldlega náð tökum á Qölmennum hreyfingum, eins og t.d. Iðju. Hinum stóra en „óvirka" meirihluta og hagsmunum hans er þannig stjómað af hinum, sem eiga í raun lítið sem ekkert sameiginlegt með Qöldanum. Þetta er að mörgu leyti dapurleg en þó vel skiljanleg þróun. Margir vinnudagar og æ meiri virðing fyrir tómstundaiðkunum gerir það að verkum að hinn óbreytti félagsmað- ur setur margt annað en starf að verkalýðsmálum á verkefnalista sinn. Það er hins vegar ekki hægt að fyrirgefa þröngsýni eða eftirgjöf í þessu máli. Við lifum óneitanlega í hinu tæknivædda þjóðfélagi nútím- ans, þar sem hægt er að fínna lausn á flestum vandamálum. Komi fólkið ekki til félagsins verðum við að færa félagið yfír til fólksins. Við B-listamenn teljum þetta grundvall- armannréttindi fyrir hina fjölmörgu félagsmenn Iðju, sem hafa valið þann kost að vera „virkir". Helsta ástæða framboðsins, snertir því hið mikilvæga hugtak „lýðræði í verkalýðshreyfingunni". Við bjóðum ekki einungis fram til að gefa Iðju-fólki kost á að velja fleiri en einn lista, heldur stefnum Ragnar Breiðfjörð við einnig að því, náum við kjöri, að auðvelda félagsmönnum að taka þátt í ákvörðunum félagsins í komandi framtíð án of mikillar fyrirhafnar. Listi okkar hefur verið unninn Ritvinnsla RITVINNSLAII Tími: 10., 11., 12. og 17. febrúar kl. 13.15-16.15. Leiðb.: Viktoría Valdimarsdóttir viðskiptafræðingur. WORD FRAMHALDSNÁMSKEIÐ Tími: 18., 19. og20. febrúarkl. 09.00—12.00. Leiðb.: Eiríkur Þorbjömsson framkvæmdastjóri. RIT - SKRÁ - SKÝRSLU STOÐ Tími: 24., 25. og26. febrúar kl. 09.00-12.00.. Leiðb.: Eiríkur Þorbjömsson framkvæmdastjóri. TOLVU S KOLI Síöumúla 27,8:39566 Grunnnámskeið um tölvur Ath.: Sértilboð kr. 2.950,- ALMENNT GRUNNNÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA Tími: 10., 11., 12. og 13. febrúar kl. 17.30-19.45 ogl7., 18., 19. og 20. febrúar kl. 20.00—22.15. Leiðb.: Leifur Steinn Elíasson hagfræðingur og Diðrik Eiríksson framkvæmdastjóri. ALMENNT GRUNNNÁMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA Tími: 24., 25., 26. og27. febrúarkl. 17.30—19.45. Leiðb.: Láms Ingólfsson menntaskólakennari. Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni Bokhaldskerfi OPUS HUGBUNAÐUR Tími: 18., 19., 20. og21. febrúarkl. 13.15—16.15 Leiðb.: Friðrik Axel Sveinsson endurskoðandi. Innritun og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans að Síðumúla 27, Reykjavík og í símum 39566 og 687434, frá kl. 09.00 til 12.00 og 13.00 til 17.00, Ath.: Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur styrkir félagsmenn sína til að sækja starfsnámskeið hjá Tölvuskólanum Framsýn. Tölvunámskeið wmmrnmssmmmmsm Gagnasafnskerfi DBASEIII Tími: 24., 25., 26. og27. febrúarkl. 13.15-16.15 Leiðb.: Guðni B. Giiðnason kerfisfræðingur. Forntunarmál BASIC Tími: 24., 26. og 28. febrúar, 4., 6. og 8. mars kl. 20.00-22.15. Leiðb.: Eiríkur Þorbjömsson framkvæmdastjóri. „Listi okkar hefur verið unninn þannig að hann endurspegli greinilega reynslu annars vegar og þörf fyrir endurnýj- un hins vegar. Atta af tíu frambjóðendum til stjórnar eru nýir. Hinir hafa reynslu úr fyrri stjórn. Þá endurspeglar listinn einnig hinar mjög svo mismunandi iðngreinar, sem eru innan starfssviðs Iðju- fólks.“ þannig að hann endurspegli greini- lega reynslu annars vegar og þörf fyrir endurnýjun hins vegar. Átta af tíu frambjóðendum til stjómar em nýir. Hinir hafa reynslu úr fyrri stjóm. Þá endurspeglar listinn einn- ig hinar mjög svo mismunandi iðn- greinar, sem em innan starfssviðs Iðju-fólks. Um nokkurt skeið hefur Lands- samband iðnverkafólks farið með kjarasamninga fyrir hönd Iðju eins og reyndar annarra félaga innan sambandsins. Ég dreg ekki dul á það, að sá árangur, sem landssam- bandið hefur náð, hefur iðulega valdið vonbrigðum. Hér kemur auðvitað fyrst til, að samtök okkar era svo margbreytileg, að það reyn- ist erfitt að semja fyrir alla í einu. Það er því mikilvægara að færa samningana aftur yfír til félagsins og úr höndum landssambandsins. Aðeins þannig getum við barist á raunhæfan hátt fyrir raunveruleg- um kjarabótum. Með þessa staðreynd í huga reynist mörgum erfítt að skilja, að formaður landssambandsins skuli hafa verið valinn formannsefni A-listans í yfírstandandi Iðju-kosn- ingum. Menn á þeim bæ hafa greinilega ekki hugsað sér að færa samningagerðina yfír til félagsins á næsta kjörtímabili og vinna þann- ig að raunhæfum kjarabótum fyrir okkar fólk. Við B-listamenn höfum nú að undanfömu unnið ötullega að mót- un ýmissa hugmynda varðandi óbeinar leiðir til að ná fram raun- verulegum kjarabótum fyrir félags- menn okkar. Ég tel ekki ástæðu að fara ítarlega út í þessar hug- myndir í svo stuttri grein sem þess- ari. Hins vegar eru i gangi hjá okkur hugmyndir um aukið atvinnulýð- ræði í þeim fyrirtækjum þar sem félagsmenn Iðju starfa og er það í anda þess tíðaranda, sem nú rfkir víða á Vesturlöndum. Með því að bjóða fram til stjómar og trúnaðarmannaráðs í Iðju gefum við ykkur kost á að velja stjómend- ur félagsins næsta kjörtímabil. Annar hefði orðið sjálfkjörið f félag- inu og það er undirstaða lýðræðis að gefa fólki kost á vali. Ég vil því hvetja ykkur eindregið til að nýta ykkur þann möguleika þó ekki væri nema til að sýna í verki að þið metið og virðið lýðræðið í verka- lýðshreyfíngunni. Höfundur er í framboði i B-lista við kosningar í Iðju, félagi verk- smiðjufólks. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.