Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1986 3a Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Vatnsberaöldin Lesandi Morgunblaðsins hafði samband við þáttinn og kom þeirri beiðni á framfæri að Ijallað væri örlítið um öld Vatnsberans. HvaÖ er átt viÖ? Þegar talað er um aldir í stjamspekilegum skilningi er átt við lengri tímabil í manns- sögunni. Sagt er að ákveðin tímabil beri merki ákveðinna stjömumerkja. Möndulsnún- ingur jarðar veldur því að vordægrapunkturinn flyst á milli merkja á rúmlega tvö þúsund árum. Upphaf dýra- hringsins, stjömumerkjanna, er því mismunandi eftir því á hvaða tímabili við lifum. Sagt er að hver öld vari u.þ.b. 2160 ár. Þessi færsla á einungis við um þessar aldir. I persónu- leikastjömuspeki breytist upphaf stjömumerkjanna ekki, Hrúturinn, fyrsta merk- ið, byrjar alltaf á votjafndægr- um, í kringum 20. mars. Það stafar af því að dýrahringur- inn í persónuleikastjömuspeki byggir á árstíðunum og styðst við jafndægra- og sólstöðu- punktana. A undan Vatnsberaöldinni var Fiskaöldin og á undan henni var Hrútsöldin o.s.frv. Öld Fisksins Fiskaöldin er talin hefjast í kringum fæðingu Krists, eða með framkomu spámannanna. Það er athyglisvert að tákn kristninnar er fiskur og að Iærisveinar Krists voru físki- menn. Höfuðeinkenni Fiskald- arinnar í vestrænni stjömu- speki er kristin trú og það hugmyndalega viðhorf sem henni fylgir. Maðurinn lýtur handleiðslu æðri máttarvalda, hann á að beygja sig í auð- mýkt og treysta á handleiðslu Guðs. Mannsins er ekki að spyija um rök tilvemnnar, hann á að trúa. Fiskaöldin er tilfínningaöld. Vatnsberahöldin Vatnsberinn er hugarorku- merki. Því er þessi öld sögð öld vísinda og rökhugsunar. Einkennandi fyrir hana eru tækninýjungar og huglæg framfarahyggja. Vatnsberinn er merki hópsamvinnu. Annað einkenni fyrir Vatnsberaöld- ina er þörf til að sameina allar þjóðir jarðar í eina þjóð mann- kyns. Auknar kröfur um samtryggingu og velferðar- þjóðfélag má einnig rekja til Vatnsberaáhrifa. Sennilega má rekja upphaf þessarar aldar til iðnbyltingarinnar. Sumir segja að upphaf hennar sé rétt uppúr 1900, við upphaf flugsins, aðrir segja að hún hafi enn ekki byijað. Telja má nokkuð víst að einkenni Vatnsberaaldar megi m.a. sjá í þeim margskonar hugsjóna- hreyfíngum sem setja fram kröfur um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Hin öra tækniþró- un og tiltrú manna á vísindi og getu mannsins til að leysa flest vandamál með beitingu rökfastrar hugsunar er ein- kennandi. Ferð manna til tunglsins og sókn til stjam- anna er einnig dæmigerð Vatnsberaþróun. Margir vilja kalla Vatnsberaöldina geim- öld. Ef einhver fótur reynist fyrir ákveðnum tímaskeiðum sem þessum megum við búast við enn aukinni skynsemistrú, áframhaldandi tæknifram- förum, áframhaldandi sam- bræðslu jarðarinnar í eitt stórt samfélag og áframhaldandi tilraunum til að koma á jafn- rétti og jöfnuði manna á meðal. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI iiiiiiiiiiiiiiiniiniiimiiiiiiiiiiiiiinmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininmmi 1 ■■ ■ 1 11 ...... ... FERDINAND SMÁFÓLK THE MEETING OF THE CACTU5 CLUB UJILL © 1985 United Feature Syndicate.lnc. Fundur er settur í Kaktus- klúbbnum. FIR5T UIELL HAVE A REPORT FROM OUR ENTERTAlNMENT COMMITTEE... Fyrst heyrum við skýrslu skemmtinefndar... Ég þakka skemmtinefnd- inni. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fjögur hjörtu í suður eru ekki gæfulegur samningur. En bjart- sýnn Bandaríkjamaður, Paul Kem að nafni, lét sig hafa það að keyra í geimið, þegar spilið kom upp í tvímenningskeppni í New York nýlega: Norður gefur; allir á hættu: Vestur ♦ 972 ♦ Á4 ♦ 1085 ♦ KD743 Norður ♦ DG4 ♦ K75 ♦ ÁK43 ♦ 1062 Austur ♦ K1085 ♦ DG9 ♦ D96 ♦ 985 Suður ♦ Á63 ♦ 108632 ♦ G72 ♦ ÁG Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Tvö lauf suðurs var biðsögn, sem hafði þann megintilgang að kanna hvort norður ætti þrílit í hjarta. Þegar norður sagði tvö hjörtu hefði Kem mátt prísa sig sælan fyrir að vera kominn í besta bútinn, en ... Það er erfítt að gagnrýna fífl- dirfsku þegar hún skilar árangri. Og það gerði hún í þetta sinn. Vestur spilaði út laufkóng, sem Kem drap strax á ás og spilaði hjarta á kóng og litlu hjarta aftur. Austur skipti yfir í tíguj*^ Kem drap á ás og spilaði laufí. Vestur drap og þráaðist við í tíglinum, en kóngurinn í blindum fór upp og tlgulgosanum heima var hent í lauftíuna. Tígull var síðan trompaður og austri spilað inn á trompdrottninguna! Hann átti ekkert nema spaða, svo sagnhafi fékk tækifæri til að svína og jafnframt innkomu í borðið á frítígulinn. Óþolandi grís. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega mótinu í Vín I janúar, sem IBM hélt, kom þessi staða upp I skák alþjóðameistar- ans Carcia-Palermo, Argentínu, sem hafði hvitt og átti leik og júgóslavneska stórmeistarans Matanovic. Hinn slðamefndi hafði rétt lokið við að leika herfi^^" lega af sér með því að drepa bisk- up sem stóð á c4 með riddara. 23. Hd8-! og svartur gafst upp, því hann er mát í næsta leik. Þessi skák var tefld í sfðustu umferð og með sigri náði Garcia- Palermo 3.-9. sæti og góðum verðlaunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.