Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 plnrgmi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. # Ovissa á Filippsexjum egar þetta er ritað, hafa atkvæði ekki verið talin í forsetakosningunum á Filipps- eyjum, sem fram fóru á föstudag. Liggur í loftinu að mjótt verði á munum. Einnig sýnast allir sann- færðir um, að brögð hafí verið í tafli. Athyglin beinist í því sam- bandi að kosningasmölum Ferd- inands Marcos, forseta. Marcos var von fólksins á Filfppseyjum fyrir 20 árum. Nú er stjóm hans talin til marks um það, hvemig gírugir valdsmenn, er segjast vilja lúta lýðræðisreglum, leitast við að afskræma þessar reglur og misnota sér í hag. Þeir erlend- ir menn, er fylgst hafa með kosningabaráttunni og kosning- unum sjálfum, hafa flestir hom í síðu Marcosar og draga fremur taum keppinautar hans Corazon Aquino. Stjómmál á Filippseyjum sýn- ast draga dám af vestrænni lág- menningu og austrænu höfð- ingjaveldi. Þegar 26 milljónum manna, sem flestir búa við frum- stæðar aðstæður og þröngan kost, er smalað á kjörstað, er lík- legt, að margt fari úrskeiðis og valdsmennimir reyni að nýta sér aðstöðu sína til hins ítrasta. Á þetta ekki síður við aðra en Filippseyinga, en þeir em meira í heimsljósi fjölmiðia en aðrir, af því að þeir vom bandarísk nýlenduþjóð til ársins 1946. Það er ekki síst fyrir þrýsting frá Bandaríkjastjóm, sem Marcos boðaði til kosninga nú. Kosninga- baráttan hefur að vemlegu leyti verið háð í bandarískum fjölmiðl- um. Og fjölmennar bandarískar nefndir vom á kjördag á Filipps- eyjum til að fylgjast með því, að framkvæmd kosninganna væri í samræmi við það, sem Banda- ríkjamenn telja við hæfí, þegar mikilvægar ákvarðanir sem þess- ar em teknar. Richard Lugar, öldungadeildarþingmaður, er fremstur í flokki Bandaríkja- manna í Manila og hefur hann sagt, að Marcos og menn hans séu að möndla við atkvæðin og sér hugnist ekki störf talninga- manna. Andstæðingar Marcosar leggja áherslu á, að hann hagi sér eins og einræðisseggur, sem dragi sjálfum sér opinbert fé og veiji því þar fyrir utan til að festa sjálfan sig í sessi og kaupa völd og áhrif. Marcos leggur á það höfuðáherslu, að tapi hann völd- um muni kommúnistar fylla tómarúmið. Aðrir segja, að tapi Marcos láti herinn að sér kveða og seilist til valda. Getgátur af þessu tagi bera keim af pólitísk- um hræðsluáróðri, er tekur þó mið af þeim aðstæðum á Filipps- eyjum, að skæmliðar kommún- ista hafa gerst æ uppivöðslusam- ari i ríki Marcosar eftir því sem hann hefur setið lengur að völd- um. Helstu gróðrarstíu kommún- ista nú á tímum er einmitt að fínna í þeim ríkjum, þar sem valdsmenn misþyrma frelsi borgaranna. Kommúnistar laða ekki fólk til sín með hugsjónum heldur bijóta það undir sig með valdi. Eins og málum er komið á Filippseyjum eftir þá athygli, sem beinst hefur að stjómmála- lífí landsins í forsetakosningun- um verður erfítt að sannfæra heiminn um, að þar sé allt með felldu, ef Marcos sigrar í kosn- ingunum. Fyrir tilstilli ijölmiðla og stjómmálamanna frá öðrum löndum hefur þeirri skoðun verið komið svo rækilega á framfæri við hinn fijálsa heim, að eitthvað sé bogið við stjómarfarið á Filippseyjum, að Marcos tapar, þótt hann fái fleiri atkvæði í kosningunum. Við þessar að- stæður er það líklega öllum fyrir bestu, að Corazon Aquino sigri með ótvíræðum hætti og stjóm Filippseyja færist í hendur nýrra austrænna höfðingja. Landhreins- un á Haiti Ifáum ríkjum hefur lands- stjómin verið verri en á Haiti. Þar er fátækt og fávísi lands- manna meiri en annars staðar og er þá mikið sagt. Tekjur á mann er hinar lægstu í Ameríku og 80-90% þjóðarinnar era ólæs. Duvalier-feðgar hafa stjómað landinu síðan 1957. Jean Claude („Baby Doc“) Duvalier frá 1971, þegar hann tók við völdum af föður sínum. í júlí síðastliðnum hlaut hann 99,98% atkvæða í atkvæðagreiðslu, sem átti að staðfesta þann vilja þjóðarinnar, að hann sæti við völd til æviloka. Á föstudag flúði hann hins vegar land og fékk leyfí til að dveljast til bráðabirgða í Frakklandi. Bandaríkjamenn veita Haiti mikla fjárhagsaðstoð og fjöldi flóttamanna úr landinu hefur leitað hælis á Flórída eins og íbúar nágrannaeyjunnar Kúbu. Kommúnistamir á Kúbu era hins vegar á framfæri Kremlveija. Þar ríkir sósíalísk fátækt og fá- fræði og öryggislögreglan hefur undirtökin gagnvart íbúunum, enda era engin dæmi þess, að sósíalísk ógnarstjóm hafí verið hreinsuð á brott með sama hætti og ijölskylduveldið á Haiti. Um sama leyti og „Baby Doc“ hrökklast á brott frá Haiti berast fréttir um, að Castro-fjölskyldan sé að festa sig í sessi á Kúbu. Verðstríð á olíiimörk- uðum Daglega berast fréttir um nýtt verðfall á olíu og er olían jafnvel að komast niður í 15-16 dali á tunnu. Sl. þriðjudag var Norður- sjávarolía komin niður í 15.95 dali tunnan og olía til afhendingar í marz var seld á 15.44 dali á tunnu. Nú er meira að segja rætt um það í alvöru, að verðið kunni að falla niður í 10 dali á tunnu á vormánuðum. Hvað er hér að gerast? Hvað veldur þessu verðhrani á olíu? Meginástæðan fyrir þessu mikla verð- falli er sú, að Saudi-Arabar hafa lýst yfir verðstríði á hendur Bretum, Sovétmönnum og Norðmönnum. Markmið þeirra er að þrýsta olíuverðinu svo mikið niður, að það muni ekki borga sig fyrir Breta og Norð- menn að framleiða og selja olíu í því magni, sem þessar þjóðir hafa gert á undanfömum misseram. Norðursjávarolí- an er mun dýrari í framleiðslu en arabíska olían og er talið að fari olíuverðið niður í 10 dali og jafnvel niður fyrir það muni Bretar og Norðmenn eiga erfítt um vik. En hvað veldur því, að Saudi-Arabar beina spjótum sínum að Bretum og Norð- mönnum og að nokkra leyti Sovétmönnum með þessum hætti? Ástæðan er sú, að OPEC-ríkin, sem fyrir rúmum áratug mynduðu samtök um að stórhækka olíuna í verði hafa verið að missa tökin á mark- aðnum á undanfömum misseram. Þau hafa ekki getað haldið uppi því verði, sem þeim tókst um skeið að fá fyrir olíuna. Margt veldur því, m.a. margvíslegar ráð- stafanir iðnríkja Vesturlanda og Suðaust- ur-Asíu til þess að draga úr olíunotkun, en einnig aukin framleiðsla Breta og Norðmanna og raunar einnig Bandaríkja- manna á olíu. OPEC-ríkin hafa gert ítrek- aðar tilraunir til þess að ná tökum á markaðnum á nýjan leik, m.a. með því að hvetja Breta og Norðmenn til samninga um að draga úr og takmarka olíufram- leiðslu þessara tveggja ríkja. Þau hafa hins vegar ekki ljáð máls á því og nú er svo komið, að Saudi-Arabar era orðnir sannfærðir um, að þjóðimar tvær muni ekki draga úr olíuframleiðslu sinni nema með því að þær verði neyddar til þess. Þess vegna hafa Saudi-Arabar hafíð verð- stríð á hendur þessum þjóðum, sem að sjálfsögðu snertir Sovétmenn einnig, sem selja töluverða olíu á uppboðsmörkuðum Vestur-Evrópu. Markmiðið er að knýja Breta og Norðmenn að samningaborðinu. Þetta gera Saudi-Arabar með því að stórauka framleiðslu sína á olíu. Sl. haust var framleiðsla þeirra komin niður í 2 milljónir olíutunna á dag. Fyrir hálfum mánuði var framleiðsla þeirra komin upp í 4 milljónir tunna á dag. Nú er jafnvel talið, að framleiðslan sé komin yfír 5 milljónir tunna á dag. Að einhveiju leyti var nauðsynlegt fyrir Saudi-Araba af fjár- hagsástæðum að auka olíuframleiðsluna en síðustu daga og vikur hefur komið berlega í ljós, að aðal markmið þeirra með þessari auknu framleiðslu er að knýja fram ný heildarsamtök allra olíuframleiðsluríkja heims, sem mundu koma sér saman um framleiðslukvóta fyrir hvert land til þess að hækka verðið á ný. Einn af helstu talsmönnum Saudi-Araba hefur sagt, að þeir séu staðráðnir í að láta ríkin, sem standa utan OPEC horfa fram á fj'ár- hagslegt hran til þess að þvinga þau að samningaborðinu. Saudi-Arabar hafa líka áhuga á að halda olíuverðinu niðri jafnvel í nokkur ár til þess að auka þar með notkun á olíu, sem hefur staðið í stað um skeið. Innan OPEC-samtakanna ríkir ekki einhugur um þessa stríðsstefnu Saudi- Araba. Þeir njóta stuðnings Kuwait, Arab- ísku furstadæmanna og Qatar. Hins vegar eru fátækari olíuframleiðsluríkin andvíg þessari stefnu Saudi-Araba og er þar um að ræða ríki á borð við Mexíkó, Venezú- ela, Ekvador.Iran, Líbýu, Nígeríu og Indó- nesíu. Sum þessara rílq'a era mjög skuldug og era í miklum fjárhagserfiðleikum og afleiðing verðhrans á olíu getur orðið hrikaleg fyrir þau. Staða Breta og Norð- manna Aðstaða Breta og Norðmanna til þess að standa í verðstríði við Saudi-Araba er dálítið misjöfn. Norðmenn era háðari olíu- framleiðslu sinni en Bretar. Olíuframleiðsl- an nemur nú um 20% af allri þjóðarfram- leiðslu Norðmanna. Um 36% af útflutn- ingstekjum þeirra koma frá olíusölu og um 11% af tekjum norska ríkissjóðsins. Talið er að skattatekjur Norðmanna af olíunni geti minnkað um helming á þessu ári og lækkað úr um 47 milljörðum norskra króna í um 23 milljarða. Norska ríkis- stjómin hefur að sjálfsögðu miklar áhyggj- ur af þessari þróun og umtal hefur verið um gengislækkun norsku krónunnar. Þó er á það að líta að Norðmenn hafa komið sér vel fyrir á þessari olíuöld og fyrir nokkram misseram greiddu þeir upp allar erlendar skuldir sínar. Þessi verðþróun á olíunni hefur hins vegar margvísleg áhrif í Noregi, m.a. þau að mjög mun draga úr olíuleit við Noregsstrendur og áhrif þess á norskt atvinnulíf hljóta að verða mjög víðtæk. Olíuframleiðslan og tekjur af henni skipta ekki jafn miklu máli í brezku efna- hagslífí. Raunar era sumir Bretar þeirrar skoðunar, að þegar allt hefur verið talið, muni Bretar, þegar á heildina er litið, hagnast á olíuverðlækkuninni. Olíufram- leiðslan stendur undir um 5-6% af þjóðar- tekjum Breta, 8% af öllum útflutningi þeirra, 8,5% af skattatekjum þeirra og veitir 0,5% vinnufærra manna atvinnu. Áhrifín á brezkt efnahagslíf verða þó óhjákvæmilega einhver. Þannig telja sér- fræðingar, að brezka ríkisstjómin standi frammi fyrir vandasömu vali. Annað hvort hljóti hún að láta gengi sterlingspundsins falla með olíuverðinu, og raunar hefur pundið fallið gagnvart dollar undanfama daga, en þá er hætta á því, að verðbólgan muni aukast, eða þá að halda gengi punds- ins uppi, verðbólgunni niðri en það muni aftur þýða veralega vaxtahækkun í Bret- landi. Grannvextir banka í Bretlandi hafa þegar hækkað um eitt prósentustig í 12,5% og stöðugt er reynt að hamla gegn enn meiri vaxtahækkun. Þá hefur brezka pundið frá áramótum lækkað um 4,5% gagnvart nokkram öðram gjaldmiðlum. Áhrifin á fátæku ríkin Eins og áður sagði, hafa hin fátækari ríki innan OPEC-samtakanna ekki verið sammála stefnu Saudi-Araba, þótt þau hafí ekki fengið að gert. Þetta vandamál brennur alveg sérstaklega á Mexíkó, sem hefur átt við mikla fjárhagserfíðleika að stríða í nokkur ár og komst raunveralega í greiðsluþrot sumarið 1982. Olían er fyrir Mexíkó það sama og fiskurinn er fyrir okkur Islendinga. Um 75% af útflutnings- tekjum Mexíkana byggjast á olíusölu. Þeir telja, að sú verðlækkun, sem nú þegar er komin fram, muni leiða til þess, að þeir tapi hvorki meira né minna en 3 milljörðum Bandaríkjadala í útflutningstekjum. Mex- íkó framleiðir nú um 1,5 milljónir olíutunna á dag og hver eins dollara lækkun á olíu- verði þýðir tap upp á 500 milljónir Banda- ríkjadala. Erlendar skuldir þjóðarinnar nema um 97 milljörðum dala. Á ári hveiju verða Mexíkanar að greiða um 10 milljarða dala eingöngu í vexti, Áður en verðhranið á olíu kom til sögunnar höfðu Mexíkanar farið fram á 4 milljarða dala lán á al- þjóðavettvangi til þess að standa undir þessari skuldabyrði. Nú er fyrirsjáanlegt, að þeir þurfa að fá enn meira í nýjum lánum til þess að standa við skuldbindingar sínar jafnvel 6,5 milljarði dala. Um 40-45% af tekjum ríkissjóðs lands- _______MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1986_31 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 8. febrúar Morgunbladið/Ól.K.Mag. Á rölti við Tjörnina ins koma frá olíunni og þessar tekjur lækka nú stórlega. Ríkisstjómin í Mexíkó hefur haldið uppi mjög harðri stefnu í efnahags- málum m.a. til þess að uppfylla kröfur erlendra lánardrottna. Nú þramma laun- þegar tugþúsundum saman um götur Mexíkóborgar og krefjast þess að slakað verði á þessari efnahagsstefnu en í staðinn verði lýst yfír greiðslustöðvun á erlendum lánum. Olíuverðlækkunin kemur kannski verst við Mexíkana en hún eykur einnig á erfíð- leika ríkja á borð við Venezúela og Níger- íu. Það er því ekki aðeins um það að ræða, að ríkir arabískir furstar missi einhveijar tekjur. Verðhranið á olíunni kemur víða við og verst við þá, sem fátækastir era. Á hinn bóginn mun önnur stórskuldug þjóð, Brazilía hagnast veralega á þessum verðsveiflum. Talið er að hagnaður þeirra muni nema a.m.k. 1 milljarði bandaríkja- dala og líklega töluvert meir vegna minni útgjalda við olíukaup. Þetta kemur sér vel fyrir Brazilíumenn, sem skulda öðram þjóðum 103 milljarða Bandaríkjadala. Stórbankar í erf iðleikum Olíuverðlækkunin skapar ekki einungis vandamál fyrir skuldum vafðar þjóðir á borð við Mexíkó. Hún þýðir einnig stórfelld vandamál fyrir stóra bankana, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem lánað hafa mikið fé til olíuframleiðsluríkjanna, fé, sem þeir sjá nú fram á að fá kannski aldrei til baka. Sumir þessara banka munu hafa gert ráð fyrir því í lánveitingum sínum, að í versta falli gæti olían lækkað niður í 18 dollara tunnan en standa nú frammi fyrir enn meiri lækkun. Bankamir era þeirrar skoð- unar, að verði ekki um verulega vaxta- lækkun að ræða í kjölfar olíuverðlækkunar muni skuldunautar þeirra komast í mikil vandræði og þá lánardrottnamir um leið. Verð hlutabréfa í stórbönkunum í Banda- ríkjunum hefur fallið mjög að undanfömu af þessum sökum og í síðustu viku einni lækkuðu hlutabréf nokkurra banka um 7% I kauphöllinni í New York. Margir bank- anna hafa lagt mikið fé til hliðar á síðustu áram til þess að mæta lánatöpum og standa nú frammi fyrir því, að verða að grípa til þeirra peninga. Fari svo, að Mexíkó geti ekki staðið við skuldbindingar sínar getur það leitt til þess að sumir bandarísku bankanna tapi öllum áætluðum hagnaði sínum á þessu ári og aðrir veralegum hluta hans. Þrátt fyrir þetta hefur ekki gripið um sig nein örvænting í bandarísku bönkunum en áhyggjur manna þar era veralegar. Olíuverðlækkunin veldur því einnig, að nú er ekki eins hagstætt og verið hefur að leggja peninga í olíuleit innan Banda- ríkjanna og sá mikli iðnaður, sem hefur blómstrað á undanfömum áram í kringum hana, stendur nú frammi fyrir miklum vanda. Bankamir hafa einnig lánað mikið fé til þessara fyrirtækja og standa nú frammi fyrir því að einhver hluti þess getur tapast með öllu. Af þessu má sjá, að olíuverðlækkunin er ekki gleðitíðindi fyrir alla, þótt hún sé það fyrir suma. Bjartsýni í Evrópu Lækkun olíuverðs hefur leitt til þess að mikillar bjartsýni gætir nú um alla Vest- ur-Evrópu, að Noregi undanskildum og nokkra leyti einnig Bretlandi. Efnahags- sérfræðingar, stjómmálamenn og forystu- menn í atvinnulífi telja, að engar þjóðir muni hagnast jafn mikið á verðlækkuninni og einmitt þjóðir Vestur-Evrópu. Þær hafí orðið fyrir mestu áfalli af verðhækkuninni fyrir rúmum áratug og nú muni þær njóta verðlækkunarinnar til fulls. Verðbólgan hafí farið lækkandi og muni enn minnka af þessum sökum. Hallarekstur í opinbera geiranum, sem hefur verið eitt helzta vandamál þessara þjóða á undanfömum árum, muni hverfa að verulegu leyti. Nú séu að skapast skilyrði til stóraukins hagvaxtar á ný og í fyrsta skipti í mörg ár geti 13 milljónir atvinnulausra í Evrópu séð fram á möguleika á vinnu. Hinir bjart- sýnustu segja, að þetta verði áratugur Evrópu, a.m.k. það sem eftir er af honum. Vestur-Evrópuríkin gera ráð fyrir, að greiðslustaða þeirra muni batna, lána- stofnanir muni hafa yfír meira fé að ráða, vextir muni lækka og til viðbótar muni lækkandi gengi Bandaríkjadollars stuðla að velmegun í Evrópu. Þá er gert ráð fyrir því, að viðskipti milli þjóðanna muni stór- aukast. En velmegun fylgja einnig vanda- mál og nú þegar hafa menn áhyggjur af því, að fólk fari á ný að kaupa stærri bíla, sem muni auka á mengunarvandamál í stórborgum og Bretar sjá fram á það að kol verða ekki jafn eftirsótt og þau hafa verið um skeið og að þeir þurfí að borga meira með kolaframleiðslunni í landinu. Hvað gerist á íslandi? Verðlækkunin á olíu hefur þegar leitt til aukinnar bjartsýni hér um framtíðina. Þegar við bætist hærra fískverð bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og aukinn afli er ekki óeðlilegt, að menn telji vaxtarskeið framundan, sem muni hafa margvísleg áhrif á eftiahagslega afkomu okkar. I fyrsta sinn í einn og hálfan áratug verði unnt að ná verðbólgunni veralega niður, jafnvel í 10%. í öðra lagi verði kleift að bæta skuldastöðu okkar við útlönd. í þriðja lagi verði hægt að bæta mjög rekstrar- stöðu undirstöðuatvinnuveganna, sem hafa tapað miklu fé áram saman. í fjórða lagi verði hægt að lækka vexti veralega. í fímmta lagi verði smátt og smátt hægt að bæta afkomu fólks. Eitt skilyrði þess, að við getum hagnýtt okkur til fulls þessa þróun mála á alþjóða- vettvangi er náttúrlega, að verðlækkun á olíu komi fram hér að fullu. Við höfum bitra reynslu í þeim efnum. Núverandi innkaupakerfí á olíu er orðið úrelt fyrir löngu og heftir alla möguleika okkar á að njóta til fulls þess, sem er að gerast á olíumörkuðunum. Hér skal fullyrt, að olíu- innkaupakerfíð er eitthvert staðnaðasta af mörgum stöðnuðum kerfum í okkar landi. Það er sérstök lífsreynsla að kynnast því, hvaða hagsmunaöfl fara í gang, þegar rætt er um að breyta innkaupum á olíu og gefa olíuverzlunina einfaldlega ftjálsa. Þá taka saman höndum embættismenn í viðskiptaráðuneytinu, olíufélögin, sum hver að minnsta kosti, og ýmsir hagsmuna- aðilar í útflutningi, sem hafa misskildar hugmyndir um það, hvemig standa beri að viðskiptum við Sovétríkin. Hingað til hefur þessum aðilum tekizt að halda í úrelt kerfí í olíuverzluninni en nú er tími til kominn að breyting verði á. Til þess að allrar sanngimi sé gætt verður að geta þess, að hinn yngsti í hópi olíuforstjóranna, Þórður Ásgeirsson, for- stjóri Olíuverzlunar íslands, hefur opin- berlega sett fram hugmyndir um gjör- breytingu á þessu kerfí. í ræðu, sem hann hélt á aðalfundi LÍÚ fyrir rúmu ári eða í nóvember 1984, lagði Þórður Ásgeirsson til að svigrúm olíufélaganna til samkeppni í innflutningi og verðlagningu olíu yrði aukið að mun. Hann hvatti til þess að dregið yrði úr olíukaupum frá Sovétrílq'un- um og ftjálsræði olíufélaganna til inn- kaupa annars staðar frá yrði aukið að sama skapi. Hann lagði til að verðlagning á olíuvöram yrði gefín fijáls og að hinn svonefndi innkaupajöfhunarreikningur olíufélaganna yrði afnuminn. Hann lagði ennfremur til að verðjöfnunarsjóður olíu yrði lagður niður. Þessar hugmyndir Þórð- ar Ásgeirssonar virðast ekki hafa fundið hljómgrunn hjá forstjóram hinna olíufélag- anna. Sjálfstæðisflokkurinn ræður nú yfír nánast öllum þeim ráðuneytum, sem hér koma við sögu. Þá kröfu verður að gera til ráðherra Sjálfstæðisflokksins og þing- flokks sjálfstæðismanna, að þeir taki til hendi á þessum vetri og leggi í rúst þetta fáránlega afturhaldskerfi, sem hér hefur ríkt alitof lengi í innkaupum á olíu. Verzlun með olíu á að gefa fijálsa eins og aðra verzlun í landinu. Það era engin rök lengur til þess að halda í óbreytt fyrirkomulag. Þjóðin mun ekki þola það lengur að stirð- busalegt skriffinnskukerfi olíufélaganna og viðskiptaráðuneytisins leiði til þess að olían verði alltaf í háu verði á íslandi þegar hún hríðfellur í útlöndum og einn togari getur sparað hálfa milljón með því að kaupa olíu í einn túr í útlöndum. Er t.d. hugsanlegt að miklar olíubirgðir á háu verði hafí verið keyptar til landsins seint á síðasta ári til þess að olíufélögin gætu haft ríflegar birgðaafskriftir um ára- mót? „Meginástæðan fyrir þessu mikla verðfalli er sú, að Saudi-Arabar hafa lýst yfir verðstríði á hendur Bret- um, Sovét- mönnumog Norðmönnum. Markmið þeirra er að þrýsta olíuverðinu svo mikið niður, að það muni ekki borga sig fyrir Breta og Norð- menn að fram- leiða og selja olíu í því magni, sem þessar þjóðir hafa gert á undanförnum misserum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.