Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 Aðeins 20 af 200 flugvir kj anemum starfandi hér Erfitt að fá flugvirkja út á land AF ÞEIM 200 námsmönnum, sem hlutu lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna á árunum 1978-1984 til að læra flug- virkjun, hafa aðeins 20 komið til starfa í greininni hér á landi. Oddur Pálsson, formaður Flug- virkjafélag íslands, sem veitti Morgunblaðinu þessar upplýsingar, sagði að flestir þessara flugvirkja- nema hefðu stundað nám sitt í Bandaríkjunum. Hann sagði, að það væri íhugunarefni hvað um þá hefði orðið. Oddur sagði, að um árabil hefði verið erfitt fyrir flugvirkja að fá vinnu hér á landi. Að loknu námi erlendis þurfa þeir að ljúka þriggja ára starfsþjálfun hér heima til að öðlast rétt til að ganga undir sveins- próf. Hann kvað atvinnuöryggi flugvirkja hins vegar hafa aukist á síðustu tveimur árum eftir að Flug- leiðir hófu að færa sem mest af viðhaldi flugvéla sitt hingað heim. Oddur sagði, að upp á síðkastið hefðu verið gífurlegar annir hjá tæknideild Flugleiða og hefði hver flugvél félagsins á fætur annarri verið tekin til stórskoðunar á verk- stæðunum í Reykjavík og á Kefla- víkurflugveili. Enginn íslenskur flugvirki með réttindi gengi nú atvinnulaus, svo vitað væri, og heldur hefði reynst erfítt að fá flugvirkja til smærri flugfélaganna úti á landi. Að sögn Sæmundar Guðvinsson- ar, fréttafulltrúa Flugleiða, hyggst félagið ráða um tíu flugvirkja til starfa á næstunni. íslenskir flugvirkjar eru nú um 140 talsins, þar af starfa 20 við skipulagsvinnu og skrifstofustörf og auk þess starfa aðrir 50 til við- bótar sem flugvélstjórar. Um þessar mundir sækja 6 flugvirkjar vél- stjóranámskeið hjá Flugleiðum, en sl. tvö ár hefur §ölgað verulega í þeirri starfsgrein miðað við fyrri ár. Á samningafundi Morgunblaðið/Júlíus Á samningafundi BSRB og ríkisins á föstudag. Fremst á myndinni má sjá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofu- stjóra embættis ríkissáttasemjara, færa samningamönnum plöggin. Jón Magnússon formaður sijómar Iðnlánasjóðs um Þróunarfélagið: • • Orðugt fyrir lánasjóði iðnaðarins að draga sig út Má færa rök fyrir því að menn hafi verið blekktir, segir Davíð Scheving Thorsteinsson formaður stjómar Iðnaðarbankans „ÉG ER persónulega sammála þeirri skoðun stjórnar Félags ís- lenskra iðnrekenda að þróun Hækkun á þýzkum bílum undanfarið vegna hækk- unar á þýzka markinu VERÐ á nýjum þýskum bifreiðum hefur hækkað mikið á undan- förnum mánuðum sökum hækkunar á þýska markinu, að sögn sölu- manna hjá þremur bifreiðaumboðum; Heklu, Kristni Guðnasyni hf. og Bílvangi. Sem dæmi má nefna að ódýrasta gerðin af BMW kostar nú 720.000 krónur en fyrir tveimur mánuðum kostaði hún 630.000 krónur. Inn í hækkunina kemur þó einnig hækk- un frá verksmiðjunni þar sem ár- gerðimar breytast. Þá kostar Opel Kadett GL 5 dyra nú 525.000 krón- ur en í maí sl. var verð hans 456.200 krónur. Sölumaður Heklu sagði að mest hefðu hækkanir orðið um síð- ustu mánaðamót og um mánaða- mótin oktober/nóvember. Ódýrasta gerðin af Audi kostar nú 1.078.000 en sama árgerð kostaði 1. október 875.000 krónur. Þá kostaði Volks- wagen Golf 460.000 krónur en er nú á 515.000 krónur. Sölumaðurinn sagði jafnframt að japanska jenið hefði hækkað álíka og þýska markið og hefði því verð japanskra bifreiða hækkað að sama skapi, t.d. kostar ódýrasta gerð af Mitsubishi nú 469.000 krónur en kostaði 1. októ- ber 419.000 krónur. Þess má geta að tollar bifreiða lækkuðu síðla síðasta sumars úr 90%í70%. iðnaðarins sé betur borgið utan Þróunarfélagsins en innan, og hef þá í huga undangengna at- burði í Þróunarfélaginu. Hins vegar er bæði siðferðilega og lagalega örðugt fyrir stóra aðila eins og lánasjóði iðnaðarins að ætla að draga sig út úr Þróunar- félaginu, eftir að hafa gefið hlutafjárloforð. En ég get þó ekkert sagt um það hvað við munum gera fyrr en stjóm sjóðs- ins hefur fjallað um þessi til- mæli,“ sagði Jón Magnússon formaður stjórnar Iðnlánsjóðs. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur stjóm FÍI beint þeim tilmælum til stjóma lánasjóða iðnaðarins og bankaráðs Iðnaðar- bankans að þeir endurmeti afstöðu sína til Þróunarfélags íslands. Iðn- lánasjóður hefur lofað að leggja 30 milljónir króna í Þróunarfélagið. Tilmæli FÍI vom ennfremur borin undir Davíð Scheving Thorsteins- son, formann stjómar Iðnaðar- bankans, en hlutaQárloforð bank- ans hljóða upp á 20 milljónir króna. Hann sagði að stjóm bankans hefði ekki tekið málið fyrir, en sjálfur teldi hann hyggilegast að bíða með ákvörðun þar til að loknum aðal- fundi i bankanum. „Mín skoðun er sú að allir stjómarmenn í Þróunar- félaginu eigi að hætta og kjósa eigi nýja stjóm," sagði hann. „Öðruvísi tekst ekki að afla félaginu trausts á nýjan leik eftir það sem á undan er gengið. Ef það verður gert er ekki ólíklegt að hluthöfum Iðnaðar- bankans fínnst fysilegt að vera áfram aðilar að Þróunarfélaginu." - En ef hluthafar em því mót- fallnir — er þá lagalegur gmndvöll- ur fyrir bankann að draga til baka hlutafé sitt? „Ég tel svo vera. Það má færa rök fyrir því að menn hafí verið blekktir til að leggja fé í félagið. Menn stóðu í þeirri trú að Þróunar- félagið ætti að starfa sjálfstætt, án afskipta stjómmálamanna. Svo kemur það í ljós að forsætisráðherra fer að skipta sér af fyrsta raun- vemlega verki stjómarinnar, sem er skipun framkvæmdastjóra. Með því má segja að hugsjónalegur gmndvöllur Þróunarfélagsins hafi brostið," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson. Hlutafé Þróunarfélagsins er nú um 340 milljónir króna, en einungis Qórðungur þess hefur verið greidd- ur. Eftirstöðvamar verða inntar af hendi á þremur ámm, en em óverð- tryggðar og vaxtalausar. Ríkissjóð- ur er langstærsti hluthafínn, með um 100 milljónir króna. „Stórt skarð í bjarg- ræðisveg Grundfirðinga“ — segir Friðjón Þórðarson alþingismaður Vesturlands Óheppnir Færeyingar: Skipið upp í fjöru við vita „ÞARNA hefur svo stórt skarð verið höggvið í bjargræðisveg Grundfirðinga að nauðsynlegt er > IDAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp sjónvarp 6 Dagbók 8 Fasteignir 9/20 Leiðari 30 Reykj avíkurbréf 30/31 Peningamarkaður.... 32 Myndasögur 33/34 Raðauglýsingar 42/49 íþróttir 56/57 Fólk í fréttum .. 34b/35b Dans/bíó/leikhús .. 36b/39b Velvakandi .. 40b/41b að bæta úr. Það verður ekki auðvelt en ég þori að fullyrða að við þingmenn Vesturlands niunum beijast fyrir því að Grundfirðingar fái annað skip með einhveiju móti,“ sagði Frið- jón Þórðarson, fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis, þegar rætt var við hann um vanda Grundfirðinga vegna sölu togar- ans Sigurfara II til Akraness. Friðjón sagði að lítið væri hægt að segja um sölu Fiskveiðasjóðs á togaranum til Akraness, eftir að málið hefði verið komið þetta langt. „Það er mín skoðun að fyrir löngu hefði átt að vera búið að gera ráð- stafanir til að halda þessum skipum heima,“ sagði Friðjón. „Það leggur hver sitt mat á það,“ sagði Friðjón þegar leitað var álits hans á hótun þriggja stjómarmanna í Fiskveiðasjóði að segja sig úr sjóðsstjóminni ef ekki linnti póli- tískum þrýstingi á stjómendur sjóðsins. Hann sagði að þingmenn Vesturlands hefðu einungis skrifað sjávarútvegsráðherra bréf og bent honum á að færi Sigurfari annað en til Grundaifyarðar yrði að fylla það skarð. Friðjón tók að hluta til undir þau ummæli Ragnars Elbergssonar, oddvita í Grundarfírði, að ríkis- stjómin bæri ábyrgð á þessu. „Það gat enginn leyst þetta nema ríkis- stjómin sem hefði átt að gera sér- stakar ráðstafanir vegna þessara skipa fyrir löngu. Það er því ekki hægt annað en að taka undir þessi ummæli - að vissu marki," sagði Friðjón. AUSTUR á Reyðarfirði liggur nú færeyska flutningaskipið Norðvikingur. Það strandaði er það var á leið inn í höfnina þar. Skipveijum tókst að létta skipið með því að tæma jafnvægis- geyma og komst skipið hjálpar- laust inn í höfnina. Færeyska skipið strandaði á nesi sem Grima heitir og er nánast í miðj- um firðinum. A nesinu er viti. Upp í fjöruna hefur skipið rennt á nokkurri ferð því stefni þess skemmdist mikið. Það rifnaði frá sjólínu og niður úr. Sennilegt þykir að viðgerð sem hafin er á skipinu þar í höfninni verði til bráðabirgða og að það sigli beint heim til Fær- eyja án þess að lesta vörur sem fyrirhugað var að það tæki á Reyð- arfírði. Þetta færeyska skip varð fyrir áfalli utan við Eyjafjörð á dögunum. Brotsjór sópaði þá með sér gámum af þilfari þess. Lunningin lagðist inn og gámur hafði slegið gat á síðu þess við að slást utan í skipið er hann tók út. Það gat kom fyrir ofan sjólínu. Gert var við skipið á Akureyri. Ekkert liggur fyrir um að sjópróf fari fram á Reyðarfirði vegna strands skipsins. Dagsbrún: V erkfallsheim- ildar leitað á fundi í dag STJÓRN Dagsbrúnar hefur boðað til almenns félags- fundar í Iðnó kl. 14 I dag. Þar á að ræða samningamálin og tillögu stjómar um heimild til trúnaðarmannaráðs félagsins til að boða til vinnustöðvunar. Óskað er eftir verkfallsheim- ildinni til að knýja á um lausn á yfirstandandi kjaradeilu. í blaðinu í gær misritaðist fundar- dagurinn. Fundurinn verður haldinn í dag, sunnudag, og fyrr segir. eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.