Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 VeiOiþáttur IJmsjón: GuOnniiidiir (niOjónsson UM ÞESSAR mundir er veríð að selja laxveiðileyfi um land allt °g þótt víðar værí leitað, ekki síst fyrir vestan haf. Þessa tíma var beðið með mikili eftirvænt- ingu af innlendum stangveiði- mönnum sem margir hveijir settu hnefann í borðið í fyrra- sumar og sögðu „hingað og ekki lengra“. Sumaríð 1985 náði verð laxveiðileyfa að margra dómi algerum hápunkti. Hækkanimar höfðu veríð geysilegar ár frá árí og í engu samræmi við veiðiskap- inn, því allt fram að síðasta sumrí höfðu veríð aflabrestsár i lax- veiðinni hér á landi, ein fjögur i röð ef á heildina er litið, þó auðvitað hafi einstakar ár sveifl- ast breytilega. f fjrrra gerðist það í fyrsta skipti að i mörgum af bestu laxveiðiánum var mikið af veiðileyfum óselt og litlu breytti þótt laxagöngur reyndust góðar er á sumarið leið. Voru því margir á þvi að nú værí komið að krossgötum i þessum málum. Réttast værí að ár hækkuðu alls ekki í krónutölu en slikt merkti í raun verðlækkun miðað við verðbólguna. Lækjarfoss i Grímsá i Borgarfirði. Grimsárbændur eru í vandræðum með sin veiðileyfi, þ.e.a.s. það komast miklu færrí að en vilja, enda verðið sanngjarnt miðað við það sem gengur og geríst. Wm&mfcktk/ "-/■ "■'/ .vT y Sölutími veiðileyfa í algleymingi: Kennir margra grasa í verðlag-sfrumskóginum Þetta hefur ekki orðið nema í örfáum undantekningartilfellum. Getum við nefnt sem dæmi Stóru Laxá í Hreppum, en þar veiddust aðeins um 170 Iaxar á 10 stangir síðasta sumar. Vegna hörkugóðrar veiði þar 1984 var svo að segja uppselt i ána langt fram í tímann, þrátt fyrir ævintýralega verðhækk- un á milli ára. Prósentutalan var þar langt yfír 100 eða úr 2.700 krónum dagurinn upp í mest 6.800 krónur á dag. Það er gaman að bera þetta verð saman við Gljúfurá í Borgarfirði, sem kostaði 6200 krónur á dag mikinn hluta veiðitím- ans 1985 en þar veiddust það sumar v, um 120 laxar á 3 stangir, mun betra meðaltal á stöng heldur en í Stóru Laxá, en engu að síður afar slappt miðað við verðið sem mönn- um var gert að greiða fyrir og um fátt ættu menn að geta verið meira sammála um hvað Stóru Laxá og Gljúfurá varðar, að þær hafa verið of dýrar. Það er ákaflega mismunandi hveijar verðhækkanir hafa orðið í ánum milli ára eins og gefur að skilja og virðist sem það sé einstakl- ingsbundið eftir því hvaða aðili ræður verðinu frekar en að verðlagt sé í samræmi við gæði veiðivatns- ins. Þannig var ekki hægt annað en að reka í rogastans er manni varð allt í einu ljóst, að maður gat farið í Grímsá eða Laxá í Dölum snemma í september fyrir svipað verð eða jafnvel minna heldur en það kostaði mann að fara í Gljúfurá mikinn hluta veiðitímans. í Dölun- um bætist veiðiheimilið að vísu við kostnaðinn, en hvar skyldi veiðivon- in vera meiri, í Gljúfurá eða í Grímsá og Dölum? Önnur veiðistöð sem skýtur upp í hugann með til- tölulega sanngjamt verð utan út- lendingatíma er Miðfjarðará. Þá getum við tekið sem dæmi verð fyrir eina stöng í Þverá, einn dag, seinni hluta júní. 11.000 krón- ur sumarið 1984. A sumri Jcomanda mun sama veiðileyfi kosta 14.500 fyrir stöngina. Að sönnu lítil hækk- un milli tveggja ára eða um 35% og megnið af þeirri hækkun kom Það er ekki gefins að egna fyrir þess höfðingja og etja svo við þá kappi... milli 1984 og 1985. Á hinn bóginn má segja að þetta sé mun dýrara en í Norðurá á svipuðum tíma sem mun kosta næsta sumar frá 8.000 krónum og upp í 13.500 krónur fyrir stöngina á dag frá miðjum júní og út mánuðinn. Það er vissu- lega spuming á hvaða forsendum Þverá er dýrari en Norðurá, því báðar gáfu mjög þokkalegan afla á síðasta sumri og góðar spár fræði- manna fyrir veiði sumarið 1986 eiga jafnt við báðar ámar. Við þetta má svo bæta að allt til 29. júní fer Grímsá aldrei yfir 8.000 krónur á dag í júní. Vissulega gengur laxinn fyrr í Þverá og Norðurá heldur en Grímsá, en ef við væmm að ræða verðlag í öndverðum mánuðinum kæmi sú staðreynd til athugunar, síðla í júní er laxinn farinn að streyma upp Grímsá ekki síður en í Þverá og Norðurá, og því þá þessi mikli verðmunur? Ætli Grímsá sé ekki einn af fáum stöðum laxveiði- kortsins þar sem gamli frasinn „að verð til útlendinga sé haft hátt til að greiða niður verð til íslendinga" sé í einhveiju gildi enn sem komið er? Gamli frasinn er nefnilega orðinn æði snjáður, a.m.k. benda ýmsar athuganir til þess og skulum við taka eitt dæmi, en af mörgum er að taka. Við stöldrum við norður í Miðfjarðará og berum þar saman það verð sem íslenskir veiðimenn máttu greiða fyrir miðlungsgóðan tíma sumarið 1985 og það verð sem erlendir veiðimenn greiða fyrir topptímann nú á sumri komanda. Það verð er auglýst í dreifíbréfí „The Gardner L. Grant Company", sem selur veiðilejrfí í Miðfjarðará og Grímsá fyrir vestan haf. Tökum vikuna 20.—27. júlí, en samkvæmt umræddu fréttabréfi GLG-félagsins kostar pakkinn 3.800 dollara mínus 10% umboðslaun söluaðila, en al- gengt er að hinn erlendi milliliður fái eina stöng fría og mætti jafnvel reikna með allt að 15% sölulaunum. Eftir standa 3.420 dollarar fyrir vikuna á gengi 41.400 (og bankag.) miðað við að greitt sé með ávísun á góðan banka. Nettó 139.446 krónur vikan. Deilt í upphæðina með sjö kemur út 19.921 króna á stöngádag. . Nú greiðir hinn erlendi gestur ekkert umfram þessa upphæð. ís- lendingurinn þarf að greiða sérstak- lega fyrir fæði og húsnæði og í fyrra kostaði það 2.000 krónur fyrir manninn á sólarhring. Ef við notum þá tölu til viðmiðunar, en ekki krón- ur 2.700 eins og talað er um að fæðið muni víðast kosta á sumri komanda, drögum einnig frá raun- hæfa tölu tveggja veiðimanna sem skipta á milli sín leiðsögumanni með bifreið sem er innifalið í verð- Norðurá hefur veríð uppáhaldsáin til að deila um verðið í, enda verð á öllum veiðileyfum SVFR opinbert. Hún hækkaði mun minna en verðbólgan á dýrustu dögunum, en mun meira á ódýrari tímum. inu, 6.000 krónur pr. dag 1985 og fæði mínus álagning veiðihússins, sem er t.d. 15% og þá krónur 1.700 1985, fáum við út að innifalin þjón- usta er upp á 5.850 krónur miðað við að reiknaður helmingur á tveim- ur sfðustu liðunum er 3.850 sem bætist við 2.000 krónumar sem fæði og húsnæði kostaði til íslend- ings 1985. Með þessar tölur í höndunum má sjá, að ef kostnaður vegna fæðis og bíls og leiðsögumanns hækkar ekki milii 1985 og 1986, er nettó- innkoma af erlendum veiðimanni 14.071 króna á dag á topptíma sumarið 1986. Til samanburðar má geta þess að ísiendingur greiddi sumarið 1985 17.500 krónur fyrir daginn dagana 4.-7. ágúst og 1.200 fyrirdaginn 11.—14. júlí, auk þess sem 2.000 krónur á dag bætt- ust við fyrir hvem mann á dag. Nú vill umsjónarmaður þessa þáttar taka fram og undirstrika, að óvíða greiða íslendingar jafn sanngjamt verð og í Miðfirði miðað við hvað gengur og gerist, það virðist hins vegar augljóst að hinir erlendu gestir em lokkaðir á vit þessarar norðlensku laxveiðiperlu með því að bjóða þeim mun betra verð fyrir hinn svokallaða besta tíma heldur en íslendingar greiða fyrir tíma sem að öllu jöfnu er ekki eins gjöfull þótt-það sé auðvitað breytilegt og ekki einhlýtt. Þegar þetta er ritað, nærri miðjum janúar, hafa ýmsir spurst fyrir um verð veiðilejrfa í Miðíjarðará á „íslend- ingatíma" en þau svör fengist að ekki væri búið að fastsetja það. Verðhækkanir hafa að sönnu orðið talsverðar og breytilegar frá 1985 til 1986, til að mjmda í hinni margumtöluðu Norðurá í Borgar- firði, en óvenjulegt ástand skapaðist í henni í fyrra, er hún var meira og minna hálfskipuð vikum saman vegna þess að mönnum blöskraði verð veiðileyfa í henni. Það var því eftirvænting er verðskrá SVFR barst inn um bréfalúgur. Var flett upp á Norðurá og fingurinn barst niður síðuna að dýrasta tímanum. 9.-24. júlí á að kosta 18.000 krón- ur á dag og er þá fæði og húsnæði ekki meðtalið. í fyrra bauð verð- skráin aðeins upp á 9.—12. júlí á 15.000 krónur fyrir daginn. Af- gangurinn af júlf bauðst ekki ís- lendingum fyrr en all löngu seinna, er Stangveiðifélaginu mistókst að selja Norðurá í útlandinu. Þá voru boðin sérstök vildarkjör sem mörg- um þóttu einnig allt of dýr, en aðrir slógu til. Þrátt fyrir 3.000 króna hækkun er prósentuhækkunin ekki há. Eftir sfðasta sumar þótti mörg- um SVFR-menn djarfir að hækka ána jrfirleitt þrátt fyrir verðbólgu, vísitölur og það allt, en nú verður tíminn að leiða • f ljós hvemig til tekst með sölu veiðileyfa. Einu heggur maður þó eftir þegar verðskráin fyrir Norðurá er skoðuð og það er sú staðreynd að frá prósentusjónarhólnum hækka veiðilejrfi til muna meira í júnímán- uði heldur en í júlí en í júlí eða ágúst. Tökum til dæmis 3.-6. júní, en í fyrra kostaði dagurinn þá 3.100 en næsta sumar mun hann kosta 5.000 krónur. Þetta eru veiðileyfin sem alltaf seljast. í júní veiða þeir sömu ár eftir ár og sleppa ekki úr sumri í ánni sinni. Spyija mætti hvers hinir föstu og tryggu við- skiptavinir eigi að gjalda. Hvers vegna þeirra tími hækki hlutfalls- lega meira heldur en ótryggi en betri tíminn sem erfitt er orðið að selja vegna þess hve dýr hann er orðinn. Svona mætti halda áfram svo að segja sleitulaust um óákveðinn tíma en hér þó látið staðar numið. Kjami málsins er sá að enn hækka veiði- lejrfi þó flestir hafi verið því sam- mála í fyrra að boginn hafi þá loks verið fullspenntur. Bót í máli að víðast hvar ætlar hækkunin ekki að fara fram úr verðbólgu síðasta árs. Það er krónutöluhækkunin sem heldur áfram og frá þeim hóli séð eru veiðileyfi enn of há og hafa verið nú all lengi. Þá er mikið ósam- ræmi eftir sem áður í verði veiði- leyfa frá þeim pólnum sem snýr aé gæðamati ánna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.