Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 57
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Aldrei gefið
neitt eftir
— í leik Selfoss og Reynis
LEIKUR Selfoss og Reynis Sand-
gerði í 6. flokki pilta í handbolta
sem fram fór um síðustu helgi
yar mikill sviftingaleikur. Selfyss-
ingum tókst að sigra í viðureign-
■nni 12:9 eftir að staðan f hálfleik
hafði verið 7:4.
En lítum nú aðeins á í hverju
þessar sviftingar voru fólgnar.
Jafnt framanaf
(Hlynur Mortens kom Reynis-
mönnum yfir strax í byrjun en
Rúnar Larsen var ekki lengi að
svara fyrir Selfoss. Liðin skiptust
síðan á að skora en þegar staðan
var orðin 3:3 tóku Selfyssingar
mikinn kipp og skoruðu 4 mörk á
■t'eðan Reynisstrákunum tókst
aðeins einu sinni að koma boltan-
um í markið framhjá markverði
Selfyssinga. Þrjú af þessum fjórum
mörkum Selfyssinga gerði Sævar
Gíslason sem fór á kostum á þessu
fimbiliíleiknum.
Strákarnir í Reyni
gefast ekki upp
Þrátt fyrir að vera 3 mörkum
undir í leikhléi gáfust Reynisstrák-
arnir ekki upp og um miðjan seinni
hálfleik eru þeir búnir að vinna upp
forskot Selfoss og staðan er orðin
8:8. Reynismaðurinn Ari Gylfason
gerði þrjú mörk á þessum tíma
hvert með sínum hætti, eitt með
langskoti, eitt af línunni og eitt
með gegnumbroti. Skemmtilegur
leikmaður Ari.
En þessi fjörkippur Sandgerðis-
pollanna dugði þeim ekki því eftir
að þeim tókst að jafna ná Selfyss-
ingarnir að sigla framúr á nýjan
leik og standa uppi sem sigurveg-
arar, skoruðu 12 mörk gegn 9
mörkum Reynis.
Selfossliðið er mjög jafnt og var
markaskorunin mjög dreifð í þess-
um leik. Sævar Gíslason var þeirra
markahæstur, skoraði 4 mörk, Ari
Allansson og Helgi R. Gunnarsson
skoruðu 2 mörk hvor en eitt mark
skoruðu Rúnar Larsen, Guðmund-
ur Magnússon og Örvar Jónsson.
Hjá Reyni áttu bestan leik að
þessu sinni þeir Ari Gylfason og
Hlynur Mortens en þeir skoruðu í
sameiningu öll mörk liðs síns.
Ari skoraði 5 mörk en Hlynur 4.
Sævar Þ. Gíslason:
Áherslan
er á bolta
og skot-
æfingar
SÆVAR Þ. Gíslason fyrirliði 6.
flokks Selfoss í handbolta var
gripinn f stutt viðtal áður en hann
fór f sturtu eftir seinasta leik liðs
S|ns f annarri umferð fslands-
mótsins.
Sævar vakti athygli fyrir mikinn
stökkkraft og var hann inntur eftir
því hvort hann legði sérstaka
áherslu á að þjálfa þennan þátt.
nJá það má kannski segja það,
ég er nefnilega líka í frjálsum
■þróttum og æfi mest grindahlaup
°g hástökk. Svo er ég líka í fót-
bolta en það þjálfar nú ekkert sér-
staklega stökkkraftinn. Á hand-
boltaæfingunum er ekkert endi-
lega lögð mest áhersla á stökk-
kraftinn heldur frekar boltaæfingar
og skotæfingar og svo er spilað.“
Rúta beið eftir Selfossguttunum
og hún átti líka að flytja stelpur í
2. flokki stúlkna frá Selfossi heim
í sömu ferð svo að ekki gafst tími
til að ræöa nánar við þennan fríska
stökkmann frá Seifossi.
Handboltaúrslit
3. Ilokkur pilta, A-riðill 1. umferð:
IBK — UMFN 17:22
IBK — Haukar 22:27
IBK — UBK 15:21
|BK —FH 18:13
IBK — Reynir 27:14
UMFN — Haukar 15:21
UMFN — UBK 20:23
UMFN — FH 16:17
UMFN — Reynir 28:16
Haukar — UBK 27:22
Haukar — FH 33:15
Haukar — Reynir 35:10
UBK — FH 16:15
UBK — Reynir 19:27
FH — Reynir 28:10
3. flokkur pilta B-riðill 1. umferð.
Þróttur —IR 18:17
Þróttur —Grófta 14:17
Þróttur —UMFA 12:19
Þróttur —Selfoss 11:19
ÍR — Grótta 15:16
R-UMFA 20:11
|R —Selfoss 14:16
Grótta —UMFA 20:11
Grótta — Selloss 18:18
UMFA — Selfoss 13:17
3. flokkur pilta C-riöill 1. umferð.
ÞórVe. — Ármann 12:22
bórVe, —Vlkingur 12:23
ÞórVe. — TýrVe. 13:21ÞórVe. — KR 3:15
Armann — Víklngur 22:19
Armann — Týr Ve. 17:15
Armann — KR 12:23
Vikingur —TýrVe. 10:15
Víkingur — KR 6:18
TýrVe — KR 13:16
3. flokkur pilta D-riðill 1. umferð
Valur — HK
Valur — lA
Valur — Fram
Valur — Stjarnan
HK — lA
HK —Fram
HK —Stjarnan
lA — Fram
iA — Stjanan
Fram — Stjanan
3. flokkur pilta A
Haukar
UBK
UMFN
ÍBK
FH
Reynir
3. flokkur pilta B
Selfoss
Grótta
ÍR
UMFA
Þróttur
3. flokkur pilta C
KR
Armann
Týr Ve.
Vikingur
Þór Ve.
3. flokkur pilta D
HK
Stjarnan
Valur
Fram
lA
19:21
21:19
22:16
17:28
26:13
16:23
21:18
14:18
14:26
13:18
5 5 0 0 143:84 10
5 3 0 2 101:104 6
5 2 0 3 101:94 4
5 2 0 3 99:97 4
5 2 0 3 88:93 4
5 1 0 4 77:137 2
4 3 1 0 70:56 7
4 3 1 0 71:58 7
4 1 0 3 66:61 2
4 1 0 3 54:68 2
4 1 0 3 55:72 2
4 4 0 0 72-34 8
4 3 0 1 73-69 6
4 2 0 2 64-56 4
4 1 0 3 58-67 2
4004 40-81 0
4 3 0 1 84-73 6
4 3 0 1 96-65 6
4 2 0 2 79-84 4
4 2 0 2 70-70 4
4 0 0 4 60-91 0
Morgunblaöið/VIF
• Strákarnir úr Reyni Sandgerði þustu út um dyrnar sem sést á bak við þá um leið og þessi
mynd hafði verið tekin því þeir áttu næsta leik. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Hlynur Mortens
fyrirliði, Bragi Guðbjörnsson, Davíð Á. Guðmundsson, Gunnar Á. Magnússon og Björgvin Guðjóns-
son. í neðri röð frá vinstri: Bergþór Mortens, Magnús Magnússon, Gunnar O. Gunnarsson, Ari
Gylfason og Davíð Bjarnason. Á myndina vantar Berg Eggertsson, Martein Guðjónsson og Björn
Hólmþórsson.
Handboltastrákarnir í 6. flokki Reynis:
Flestir æfa líka
körfu og fótbolta
Strákarnir í 6. flokki Reynis
Sandgerði f handbolta voru hinir
kátustu þegar þeir voru teknir
tali fyrir síðasta leikinn í 2. um-
ferð Íslandsmótsíns.
Umsjónarmanni unglingasíð-
unnar lék forvitni á að vita hvað
kætti strákana og spurði þá hvort
þeim hefði gengið vel í leikjum
helgarinnar.
„Já okkur hefur gengið ágæt-
lega, við unnum báða okkar leiki í
gær en erum búnir að tapa einum
í dag og eigum eftir að keppa við
Breiðablik. Við eigum kannski
möguleika á að komast í úrslit,
núna erum við í öðru sæti í riðlinum
og það fara tvö liö í úrslitakeppn-
ina.“
Flestir eru Sandgerðisstrákarnir
í fótbolta og körfubolta auk hand-
boltans og er ein æfing í viku i
hverri grein. „Svo spilum við líka
oft eitthvaö af þessu í leikfimi og
svo förum við líka oft í hokkí. Þá
er maður með plastkylfur og skiptir
í lið og reynir að slá bolta í mark,
en það má ekki slá kylfunni of hátt
þá getur maður rotað einhvern,"
sögðu þeir strákar um umfang
íþróttaiðkana sinna.
Hlynur Marteinsson einn af
Reynisstrákunum er nýfluttur í
bæinn en sagðist samt ekkert vera
á þeim buxunum að skipta um fé-
lag heldur fer hann hvern laugar-
dag til Sandgerðis til að æfa með
félögum sínum handbolta.
Lengur máttu strákarnir ekki
vera að því að spjalla því baráttan
fyrir sæti í úrslitakeppninni var að
hefjast.
Komnir í úrslit
MorgunblaðiöA/IP
• Á þessari mynd sjáum við hinn stórskemmtilega 6. flokk Breiðabliks í handbolta sem þegar hafa
tryggt sér rétt til að leika í úrslitakeppni íslandsmótsins. Þeir eru, í efri röð frá vinstri: Hrafnkell
Halldórsson aðst. þjálfari, Atli Daðason, Bragi Jónsson, Ólafur M. Guðnason, Júlíus Kristjánsson,
Jóhann G. Harðarson og Tómas Haraldsson.
í neðri röð frá vinstri: fvar Sigurjónsson, Heiðar Þ. Jónsson, Magnús Jónsson, Björn B. Björnsson,
Gunnar B. Ólafsson, Kristján R. Kristjánsson og Karl Á. Guðnason.
r -
fi.