Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 57 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Aldrei gefið neitt eftir — í leik Selfoss og Reynis LEIKUR Selfoss og Reynis Sand- gerði í 6. flokki pilta í handbolta sem fram fór um síðustu helgi yar mikill sviftingaleikur. Selfyss- ingum tókst að sigra í viðureign- ■nni 12:9 eftir að staðan f hálfleik hafði verið 7:4. En lítum nú aðeins á í hverju þessar sviftingar voru fólgnar. Jafnt framanaf (Hlynur Mortens kom Reynis- mönnum yfir strax í byrjun en Rúnar Larsen var ekki lengi að svara fyrir Selfoss. Liðin skiptust síðan á að skora en þegar staðan var orðin 3:3 tóku Selfyssingar mikinn kipp og skoruðu 4 mörk á ■t'eðan Reynisstrákunum tókst aðeins einu sinni að koma boltan- um í markið framhjá markverði Selfyssinga. Þrjú af þessum fjórum mörkum Selfyssinga gerði Sævar Gíslason sem fór á kostum á þessu fimbiliíleiknum. Strákarnir í Reyni gefast ekki upp Þrátt fyrir að vera 3 mörkum undir í leikhléi gáfust Reynisstrák- arnir ekki upp og um miðjan seinni hálfleik eru þeir búnir að vinna upp forskot Selfoss og staðan er orðin 8:8. Reynismaðurinn Ari Gylfason gerði þrjú mörk á þessum tíma hvert með sínum hætti, eitt með langskoti, eitt af línunni og eitt með gegnumbroti. Skemmtilegur leikmaður Ari. En þessi fjörkippur Sandgerðis- pollanna dugði þeim ekki því eftir að þeim tókst að jafna ná Selfyss- ingarnir að sigla framúr á nýjan leik og standa uppi sem sigurveg- arar, skoruðu 12 mörk gegn 9 mörkum Reynis. Selfossliðið er mjög jafnt og var markaskorunin mjög dreifð í þess- um leik. Sævar Gíslason var þeirra markahæstur, skoraði 4 mörk, Ari Allansson og Helgi R. Gunnarsson skoruðu 2 mörk hvor en eitt mark skoruðu Rúnar Larsen, Guðmund- ur Magnússon og Örvar Jónsson. Hjá Reyni áttu bestan leik að þessu sinni þeir Ari Gylfason og Hlynur Mortens en þeir skoruðu í sameiningu öll mörk liðs síns. Ari skoraði 5 mörk en Hlynur 4. Sævar Þ. Gíslason: Áherslan er á bolta og skot- æfingar SÆVAR Þ. Gíslason fyrirliði 6. flokks Selfoss í handbolta var gripinn f stutt viðtal áður en hann fór f sturtu eftir seinasta leik liðs S|ns f annarri umferð fslands- mótsins. Sævar vakti athygli fyrir mikinn stökkkraft og var hann inntur eftir því hvort hann legði sérstaka áherslu á að þjálfa þennan þátt. nJá það má kannski segja það, ég er nefnilega líka í frjálsum ■þróttum og æfi mest grindahlaup °g hástökk. Svo er ég líka í fót- bolta en það þjálfar nú ekkert sér- staklega stökkkraftinn. Á hand- boltaæfingunum er ekkert endi- lega lögð mest áhersla á stökk- kraftinn heldur frekar boltaæfingar og skotæfingar og svo er spilað.“ Rúta beið eftir Selfossguttunum og hún átti líka að flytja stelpur í 2. flokki stúlkna frá Selfossi heim í sömu ferð svo að ekki gafst tími til að ræöa nánar við þennan fríska stökkmann frá Seifossi. Handboltaúrslit 3. Ilokkur pilta, A-riðill 1. umferð: IBK — UMFN 17:22 IBK — Haukar 22:27 IBK — UBK 15:21 |BK —FH 18:13 IBK — Reynir 27:14 UMFN — Haukar 15:21 UMFN — UBK 20:23 UMFN — FH 16:17 UMFN — Reynir 28:16 Haukar — UBK 27:22 Haukar — FH 33:15 Haukar — Reynir 35:10 UBK — FH 16:15 UBK — Reynir 19:27 FH — Reynir 28:10 3. flokkur pilta B-riðill 1. umferð. Þróttur —IR 18:17 Þróttur —Grófta 14:17 Þróttur —UMFA 12:19 Þróttur —Selfoss 11:19 ÍR — Grótta 15:16 R-UMFA 20:11 |R —Selfoss 14:16 Grótta —UMFA 20:11 Grótta — Selloss 18:18 UMFA — Selfoss 13:17 3. flokkur pilta C-riöill 1. umferð. ÞórVe. — Ármann 12:22 bórVe, —Vlkingur 12:23 ÞórVe. — TýrVe. 13:21ÞórVe. — KR 3:15 Armann — Víklngur 22:19 Armann — Týr Ve. 17:15 Armann — KR 12:23 Vikingur —TýrVe. 10:15 Víkingur — KR 6:18 TýrVe — KR 13:16 3. flokkur pilta D-riðill 1. umferð Valur — HK Valur — lA Valur — Fram Valur — Stjarnan HK — lA HK —Fram HK —Stjarnan lA — Fram iA — Stjanan Fram — Stjanan 3. flokkur pilta A Haukar UBK UMFN ÍBK FH Reynir 3. flokkur pilta B Selfoss Grótta ÍR UMFA Þróttur 3. flokkur pilta C KR Armann Týr Ve. Vikingur Þór Ve. 3. flokkur pilta D HK Stjarnan Valur Fram lA 19:21 21:19 22:16 17:28 26:13 16:23 21:18 14:18 14:26 13:18 5 5 0 0 143:84 10 5 3 0 2 101:104 6 5 2 0 3 101:94 4 5 2 0 3 99:97 4 5 2 0 3 88:93 4 5 1 0 4 77:137 2 4 3 1 0 70:56 7 4 3 1 0 71:58 7 4 1 0 3 66:61 2 4 1 0 3 54:68 2 4 1 0 3 55:72 2 4 4 0 0 72-34 8 4 3 0 1 73-69 6 4 2 0 2 64-56 4 4 1 0 3 58-67 2 4004 40-81 0 4 3 0 1 84-73 6 4 3 0 1 96-65 6 4 2 0 2 79-84 4 4 2 0 2 70-70 4 4 0 0 4 60-91 0 Morgunblaöið/VIF • Strákarnir úr Reyni Sandgerði þustu út um dyrnar sem sést á bak við þá um leið og þessi mynd hafði verið tekin því þeir áttu næsta leik. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Hlynur Mortens fyrirliði, Bragi Guðbjörnsson, Davíð Á. Guðmundsson, Gunnar Á. Magnússon og Björgvin Guðjóns- son. í neðri röð frá vinstri: Bergþór Mortens, Magnús Magnússon, Gunnar O. Gunnarsson, Ari Gylfason og Davíð Bjarnason. Á myndina vantar Berg Eggertsson, Martein Guðjónsson og Björn Hólmþórsson. Handboltastrákarnir í 6. flokki Reynis: Flestir æfa líka körfu og fótbolta Strákarnir í 6. flokki Reynis Sandgerði f handbolta voru hinir kátustu þegar þeir voru teknir tali fyrir síðasta leikinn í 2. um- ferð Íslandsmótsíns. Umsjónarmanni unglingasíð- unnar lék forvitni á að vita hvað kætti strákana og spurði þá hvort þeim hefði gengið vel í leikjum helgarinnar. „Já okkur hefur gengið ágæt- lega, við unnum báða okkar leiki í gær en erum búnir að tapa einum í dag og eigum eftir að keppa við Breiðablik. Við eigum kannski möguleika á að komast í úrslit, núna erum við í öðru sæti í riðlinum og það fara tvö liö í úrslitakeppn- ina.“ Flestir eru Sandgerðisstrákarnir í fótbolta og körfubolta auk hand- boltans og er ein æfing í viku i hverri grein. „Svo spilum við líka oft eitthvaö af þessu í leikfimi og svo förum við líka oft í hokkí. Þá er maður með plastkylfur og skiptir í lið og reynir að slá bolta í mark, en það má ekki slá kylfunni of hátt þá getur maður rotað einhvern," sögðu þeir strákar um umfang íþróttaiðkana sinna. Hlynur Marteinsson einn af Reynisstrákunum er nýfluttur í bæinn en sagðist samt ekkert vera á þeim buxunum að skipta um fé- lag heldur fer hann hvern laugar- dag til Sandgerðis til að æfa með félögum sínum handbolta. Lengur máttu strákarnir ekki vera að því að spjalla því baráttan fyrir sæti í úrslitakeppninni var að hefjast. Komnir í úrslit MorgunblaðiöA/IP • Á þessari mynd sjáum við hinn stórskemmtilega 6. flokk Breiðabliks í handbolta sem þegar hafa tryggt sér rétt til að leika í úrslitakeppni íslandsmótsins. Þeir eru, í efri röð frá vinstri: Hrafnkell Halldórsson aðst. þjálfari, Atli Daðason, Bragi Jónsson, Ólafur M. Guðnason, Júlíus Kristjánsson, Jóhann G. Harðarson og Tómas Haraldsson. í neðri röð frá vinstri: fvar Sigurjónsson, Heiðar Þ. Jónsson, Magnús Jónsson, Björn B. Björnsson, Gunnar B. Ólafsson, Kristján R. Kristjánsson og Karl Á. Guðnason. r - fi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.