Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 25 Karvel Pálma- son og læknarnir eftir ÓlafÞ. Jónsson í Ijölmiðlum hefur að undanfömu verið greint ffá veikindum Karvels Pálmasonar, alþingismanns, af völdum alvarlegs fylgikvilla eftir hjartaaðgerð í London á síðastliðnu ári. Einnig hefur verið gerð fyrir- spum í borgarráði um ákveðin atriði sem tengjast veikindum hans. Nokkurs misskilnings virðist gæta um ýmis atriði þessa máls. Þar sem læknar Borgarspítalans koma við sögu er af hálfu spítalans talið rétt að útskýrt sé nánar ýmislegt er málið snýst um til þess að almenn- ingur geti betur áttað sig á mála- vöxtum. í Helgarpóstinum þann 23. jan- úar síðastliðinn er langt viðtal við Karvel Pálmason, alþingismann, þar sem hann greinir frá sjúkrasögu sinni. Á forsíðu blaðsins er stór mynd af honum bemm að ofan þar sem mörg og stór ör eftir skurðað- gerðir sjást. Verður nú stuðst við frásögn hans í blaðinu og greint frá skýringum lækna lyflækninga- deildar Borgarspítalans þar sem við á. Samkvæmt frásögn Karvels er upphaf þessa máls að hann var lagður inn á Borgarspítalann í febrúar á síðastliðnu ári vegna vissra óþæginda og var úrskurðaður með kransæðastíflu. Nokkm síðar fór hann í hjartaþræðingu og kom í ljós að um veruleg þrengsli í kransæðum var að ræða. Síðan vom gögnin send til London þar sem sérfræðingar áttu að ákveða framhaldið, væntanlega þá hvort nauðsjmlegt væri að gera skurðað- gerð vegna kransæðaþrengslanna. Þessi gögn týndust hins vegar í pósti og munu aldrei hafa komið fram. Slík gögn em alltaf send í ábyrgðarpósti en í þetta sinn munu gögnin hafa verð send með venju- iegum pósti. Þetta óhapp var auð- vitað afar bagalegt bæði fyrir sjúkl- inginn og læknana. Aldrei er hægt að útiloka að óhapp af þessu tagi geti hent en reynt verður af hálfu spítalans að koma í veg fyrir slíkt eftir því sem tök em á í framtíð- inni. Síðan fer Karvel til London þar sem að hann fer í hjartaþræð- ingu og komu í ljós meiri þrengsli í kransæðum en talið var þegar rannsókn var gerð á íslandi. Skýr- ingin er ef til vill að einhvetju leyti sú, að hjartaþræðingartæki það á Landspítalanum sem rannsóknin var gerð með var af gamalli gerð en hefur nú verið endumýjað. í framhaldi af þræðingunni fer hann síðan í hjartaaðgerð sem gekk vel og var hann síðan sendur heim um miðjan ágúst sfðastliðinn. Þegar hann kom á flugvöllinn í Keflavík var þar ekki sjúkrabfll til taks eins og venja er. Hér telur Karvel að mistök hafi átt sér stað. Hann fór síðan í leigubfl til Reykjavíkur þar sem hann birtist á hjartadeild Borg- arspftalans öllum að óvömm. Skýr- ingin á þessu er sú að engin tilkynn- ing barst hingað frá spítalanum í London um að Karvel væri væntan- Iegur. Hann dvelst síðan í spítalan- um í nokkra daga, útskrifast síðan en kom í eftirlit 19. ágúst og 11. september. Dvelst þess á milli á Bolungarvík. í síðara skiptið telur Karvel að þroti hafí verið kominn í skurðinn. Læknirinn taldi útlit og ástand hans gott. Karvel segir að staðið hafi til að taka rötgenmynd af honum en hætt hafi verið við það vegna þess hve hraustlegur hann var. Hann telur að hér hafi orðið mistök. Af hálfu lækna er talið vafasamt að röntgenmyndataka hefði leitt eitt- hvað í ljós þar sem myndataka við komu 23. september var eðlileg. Nokkm síðar fór Karvel til læknis á Bolungarvík sem opnaði skurðinn og kom þá út gröftur. Læknirinn skipti á sárinu í nokkra daga. Þann 19. september tók Karvel eftir því að hann var farinn að pissa blóði. Skýringin á blóðinu í þvaginu er sennilega sú að læknar á þeim spít- ala í Lodon _sem annast hjartaað- gerðir fyrir íslendinga hafa sjúkl- inga á blóðþynningarlyfjum eftir aðgerðimar. Blóðþynningin var þó rannsökuð þegar Karvel kom í fyrr- nefndar skoðanir og var þá allt í lagi. Karvel hafði þá samband við lækninn á Borgarspítalanum. Að sögn Karvels sagði læknirinn hon- um að minnka skammtinn af blóð- þynningarlyfjunum. Læknirinn ber hins vegar að hann hafi sagt Karvel að hætta að taka aðalblóðþynning- arlyfið en minnka skammtinn af hinu og fara á Sjúkrahúsið á ísafírði til þess að láta mæla blóðið með tilliti til blóðþynningar. Karvel skyldi síðan koma í skoðun á Borg- arspítalann þann 23. september nema læknar á Ísafjarðarspítala ráðlegu annað. Karvel mun hins vegar ekki hafa ieitað til Sjúkra- hússins á ísafírði. Hann kemur sfðan á Borgarspít- alann þann 23. september eins og um var talað. Hér telur Karvel að um mistök lækna hafi verið að ræða, að hann skyldi ekki vera lagður inn á spítalann strax. Það má rétt vera en hins vegar var Karvel staddur fyrir vestan og honum ráðlagt að fara á spítalann á Isafírði til nánari athugunar, eins og að framan greinir. Þá hefur hugsanlega orðið einhver misskiln- ingur varðandi lyfin þegar læknir- inn og Karvel ræddu saman. Þegar Karvel kemur sfðan á Borgarspítal- ann er ræktað frá sýkingarstaðnum og sfðan fær hann viðeigandi sýkla- drepandi lyf. Jafnframt var Karvel skýrt frá því að sýking væri f bringubeininu og gera þyrfti aðgerð til þess að komast fyrir sýkinguna. Sú fulljrrðing Karvels að læknar hafi talið hann með vöðvabólgu er algjörlega úr lausu lofti gripin og á sér enga stoð. Þrátt fyrir meðferð með sýklalyfjum fer ástand Karvels versnandi og eftir nánari rannsókn var aðgerð talin nauðsynleg. Við aðgerðina sem þaulvanur bijóst- hols- og æðaskurðlæknir gerði, kom í ljós að ekki var hægt að komast fyrir sjúkdóminn nema með því að hafa hjarta- og lungnavél, en slík vél er ekki tiltæk til aðgerða hér á landi enn sem komið er. Var þá haft samband við spítalann í Lond- on. Síðan tókst að fá Fokkervél Landhelgisgæslunnar með stuttum fyrirvara og fylgdu síðan tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur Karvel á spftalann í London og gekk flutningurinn að óskum. Karvel segir konu sína ekki hafa verið látna vita um flutninginn til London. Samkvæmt vottorði læknis hér við spítalann reyndi hann að ná til konu hans a.m.k. fímm sinn- um meðan á undirbúningi fyrir flutninginn stóð en símanúmer það sem upp var gefið svaraði aldrei. Sömuleiðis rejmdi hjúkrunarfræð- ingur á gjörgæsludeild einnig að ná til eiginkonunnar. Þetta ber auðvitað að harma og má geta nærri hve óþægilegt þetta hefur verið fyrir eiginkonu Karvels og böm. Ljóst er að hér var ekki um kæruleysi að ræða af hálfu starfs- fólks Borgarspítalans og er vonandi að framangreind skýring verði tekin gild. Eftir að Karvel kemur til London er framkvæmd mikil og löng aðgerð á honum af fjölda lækna og tekst aðgerðin vel. Hins vegar hefur hann lýst hrikalegri lífsreynslu sinni eftir þessa aðgerð þar sem hann fékk martraðir og ofskjmjanir. Hann kom svo heim til íslands þann 20. nóvember síðastliðinn og fór líðan hans stöðugt batnandi og hefur hann nú tekið sæti sitt á Alþingi. Allir hljóta að fagna því hve hin Ólafur Þ. Jónsson alvarlegu veikindi hans fengu góð- an endi. Hann hlýtur að hafa verið sérlega vel á sig kominn líkamlega og haft mikið andlegt þrek. Eftir að greinin birtist f Helgar- póstinum rituðu yfirlæknir lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans og þeir læknar deildarinnar, sem einkum höfðu stundað Karvel í veikindum hans, honum bréf þar sem leiðrétt eða útskýrð vom ýmis atriði sem fram komu í frásögn Karvels. Þann 29. janúar síðastliðinn var síðan haldinn fundur á skrifstofu landlæknis og voru auk hans og Karvels viðstaddur fundinn Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir Lyflækn- ingadeildar Borgarspítalans, og Anna Sigríður Indriðadóttir, hjúkr- unardeildarstjóri á hjartadeild. Á þeim fundi lýsti Karvel jrfír því að hann vildi að almenningur fengi að vita sem allra mest um málið og birta mætti öll gögn sem vörðuðu sjúkdóm hans og veikindi. Á þessum fiindi gafst honum einnig tækifæri að kynna sér og fara yfir sjúkra- skýrslu sína. Um kvöldið kemur Karvel svo fram í sjónvarpsþætti Ómars Ragn- arssonar, „Á líðandi stundu". Þar ræðir hann veikindi sín og þjáningar og getur þess að honum hafi verið meinað að sjá sjúkraskýrslu sína og telur einnig að læknar vilji loka sig inni með mál þetta. Fyrir þáttinn var talið rétt að stjómandinn fengi einhveijar upplýsingar af hálfu lækna um málið til þess að hann hefði um það betri jrfirsýn og gæti fjallað um það frá báðum hliðum. Þess vegna var Ómari afhent afrit af áðumefndu bréfi lækna til Karv- els, en eins og áður segir var hér ekki um að ræða sjúkraskýrslu hans, heldur aðeins útskýringar og leiðréttingar varðandi ýmis atriði er snerta sjúkdóm hans. Eins og áður segir hafði Karvel í votta við- urvist gefið fullt lejrfi til þess að birta mætti öll gögn er vörðuðu sjúkdóm hans. Hér á landi em ekki ákveðnar reglur eða lög sem kveða á um rétt sjúklings til þess að lesa sjúkra- skýrslu sína. Að ráðleggingum landlæknis er þeirri reglu fylgt að sjúklingi er heimilt að lesa sjúkra- skýrslu sína svo fremi sem það skaði ekki þriðja aðila. Mælt er með því að sjúklingurinn kjmni sér sjúkra- skýrsluna í viðurvist læknis. Þetta er gert vegna þess að slíkar skýrslur er oft ilia skiljanlegar leikmönnum vegna fagmáls sem oft er latínu- skotið, sjúkdómsheiti og aðgerða- heiti eru á erlendum málum, svo og nöfn á sjúkdómum, fyfjum o.fl. Læknirinn er þá viðstaddur til þess að útskýra fyrir sjúklingnum ýmis atriði til þess að forðast mis- skilning. í borgarráði var síðan borin fram fyrirspurn þann 4. þessa mánaðar að sögn Þjóðviljans af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarfulltrúa, þar sem hún spjrr um það með hvaða hætti sjúkraskýrsla Karvels hafi borist í hendur Ómari Ragnarssjmi og vísaði til trúnaðar milli lækna og sjúklinga. Þess hefur áður verið getið að hér var ekki um að ræða sjúkraskýrslu Karvels, heldur bréf til hans, en auk þess hafði hann gefið lejrfí til þess að öll gögn varð- andi sjúkdóminn yrðu birt. í áðumefndum sjónvarpsþætti segir Karvel nauðsynlegt að læknar hafi aðhald eins og aðrir. Þetta er alveg rétt. Læknar eru ekki óskeik- ulir frekar en aðrir menn. Hlutimir em heldur ekki alltaf eins og í bók- unum og mannslikaminn og sjúk- dómamir eru flókin viðfangsefni oft á tíðum. Læknum er flestum annt um heiður sinn og velferð sjúklinga sinna. Yfirleitt held ég að segja megi að íslenskir læknar séu vel menntaðir. Mjög margir þeirra hafa starfað við þekktustu og bestu spít- ala erlendis og staðið sig mjög vel. Þeir rejma að halda þekkingu sinni við með lestri bóka og tímarita, með því að halda fundi um nýjunar, fundi þar sem erfíð tilfelli em rædd, með því að sækja ráðstefnur og námskeið og með heimsóknum og samskiptum við aðra lækna hér og erlendis. Hvort læknum hafi orðið á mistök í því tilfelli sem hér um ræðir skal ekkert fullyrt. Landlækn- ir hefur ákveðið að vísa málinu til Læknaráðs íslands sem mun segja álit sitt hvort svo hafi verið eða ekki. Því miður er staðreyndin sú að stór hópur sjúklinga sem fer í hjartaaðgerðir til London fær sýk- ingar í kjölfar aðgerðarinnar. Þann- ig hefur þurft að gera aðgerðir á nokkmm þessara sjúklinga eftir að þeir hafa komið heim til íslands. Þeir hafa aftur á móti orðið mjög órólegir eftir þessa umfjöllun í fjöl- miðlum og þó sérstaklega aðstand- endur þeirra, sem sumir hveijir hafa orðið mjög kvíðnir og illa á sig komnir andlega. Ég vildi svo enda þessa grein með því að vona að með þeirri umræðu, sem skapast hefur vegna veikinda Karvels, hafi hann náð því takmarki sem hann setti sér með frásögninni í Helgarpóstinum. Honum er óskað áframhaldandi bata og alls hins besta í framtíðinni. Höfundur er formaður Lækna- ráðs Borgarspítalans. Morgunblaðið/EmiHa Kaffi og kökur í bankanum Starfsmannafélag Búnaðarbankans minntist þess á föstudag að þá voru liðin 50 ár frá stofnun félagsins. í tilefiii dagsins voru hlaðin borð af kökum og öðru góðgæti í öllum afgreiðslum bankans og stöldruðu margir viðskiptavinir bankans við og gæddu sér á góðgæt- inu meðan beðið var eftir afgreiðslu. Líf og fjör í gamla miðbænum á öskudag SAMTÖKIN Gamli miðbærínn gangast fyrir dagskrá sem ætluð er skólabömum á ösku- daginn, sem er næstkomandi miðvikudag. Dagskráin verður þannig að klukkan 14 verður lagt af stað í skrúðgöngu frá Hlemmi og gengið niður Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, með lúðrasveit í broddi fylkingar. Safnast verður saman á Torginu og bjrijað að slá „Köttinn úr sekknum" klukkan 14.30. Bjössi bolla stjómar kylfu- bamingi að tunnunni, sem fyllt verður sælgæti frá Nóa, Hreini og Síríusi. Haldið verður áfram að beija þar til tunnan gefur sig og sælgætið flæðir um Lækjar- torg. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að samtökin hafa óskað eftir aðstoð lögreglunnar í Reykjavík meðan á þessu stendur til að forðast hugsanleg óþægindi vegna mannQölda. Rétt er þó að minna foreldra yngstu kynslóðar- innar á að fylgja bömum sínum á Lækjartorg þar sem víst má telja að mikill fyöldi fólks komi til með að vera viðstaddur einkum og sér í lagi verði veðrið eins gott og í síðustu viku. Samtökin eru um þessar mund- ir að hefja vissa dagskrá í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar. Nokkrir dagar á árinu verða valdir fyrir uppákomur og verður þá sitthvað gert til að lífga upp á mannlífið í miðbænum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.