Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.1986, Blaðsíða 60
ÍHAÐFEST1ÁKSIRAUST SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Fella niður kennslu á Vesturlandi ’ög' Norður- landi eystra KENNARAR á Norðurlandi eystra og Vesturlandi munu ekki mæta til kennslu á morgun, mánudag, ef ekki fæst „viðun- andi“ svar frá fjármálaráðherra um þá kröfu félaga í Kennara- sambandi íslands að laun þeirra verði hækkuð til samræmis við laun félaga í Hinu íslenska kenn- arafélagi, að sögn Svanhildar Kaaber varaformanns Bandalags kennarafélaga og stjórnarmanns "fKÍ. „Alla næstu viku munu svo kenn- arar í öðrum landshlutum leggja skipulega niður vinnu og þinga um kjaramál sín og þá stórkostlegu hættu sem steðjar nú að skóla- starfi," sagði Svanhildur. 13 útlending- af 5 þjóð- ernum í vinnu SVIPAÐUR fjöldi útlendinga og siðastliðin ár hefur nú leyfi til vinnu í fiskvinnslu hér á landi eða rúmlega 200 manns. Flest af þessu fólki er á Vestfjörðum og Austfjörðum. í Hraðfrystihús- inu hf. í Hnífsdal eru nú starf- andi 13 útlendingar af fimm þjóðernum. Konráð Jakobsson, fram- kvæmdastjóri þar, sagði að útlend- ingar og aðkomufólk innlent væri 4^pú um 2/;i hlutar starfsfólks fiysti- hússins og vinnslan gengi ekki með öðru móti þar sem skortur væri á fólki á heimaslóðum. Hann sagði útlendingana í flestum tilfellum mjög áreiðanlegt fólk, sem væri í þessari vinnu 6 til 8 mánuði áður en það hyrfi af staðnum, en erfiðara væri að eiga við sumt innlenda aðkomufólkið. Útlendingamir, sem eru i vinnu í Hraðfrystihúsinu, eru frá Ástralíu, Suður-Afríku, Eng- landi, Nýja Sjálandi og Svíþjóð. Búist við innan við 3% hækkun fiskverðs Svipast um á Alþingi Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon STÓR hópur fólks úr Frístundahópnum Hananú í Kópavogi skoð- aði salarkynni Alþingis á föstudag undir leiðsögn Salóme Þorkels- dóttur forseta efri deildar. Meðan fræðst var um störf Alþingis tyllti fólkið, sem flest er komið yfir fimmtugt, sér í sæti þing- manna og nokkrir vermdu ráðherrastólana. Sjómönnum tryggð meiri hækkun með breytingnm á kostnaðarhlutdeild VERULEGA þokaðist í samkomulagsátt á fundum yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins á laugardag og var jafnvel búizt við því að verð yrði ákveðið í gærkvöldi eða um helgina. Er þá verið að ræða um óverulega hækkun á fiskverði tii kaupenda, innan við 3%, en nokkra hækkun til sjómanna með breytingum á kostnaðar- hlutdeild. Um hádegið í gær bar mjög lítið á milli fullltrúa kaupenda og seljenda, en einhveijir endar voru þá óhnýttir. Ákvörðunin um fískverðið, sem gilda á frá 1. febrúar síðastliðnum, markast mjög af yfirlýstri stefnu stjómvalda um litlar sem engar breytingar á gengi á árinu, óvenju góðri stöðu útgerðar og lækkandi olíuverði. Fastgengisstefnan tak- markar verulega möguleika físk- vinnslunnar á aukningu tekna, en jafnframt felur hún í sér nokkra vissu útgerðarmanna um að tæp- lega komi til hækkana á gengis- tryggðum lánum útgerðar vegna gengislækkana. Staða útgerðarinn- ar er því með bezta móti í kjölfar aflaaukningar á síðasta ári og væntanlega þessu og olíuverðs- lækkun er fyrirsjáanleg. Því getur útgerðin án þess að rýra stöðu sína látið sjómönnum eftir aukinn hluta kostnaðarhlutdeildar, en til breyt- inga á henni þarf lagasetningu. Þá hefur í yfimefndinni verið rædd sú hugmynd, að lækkun olíu- verðs hér verði flýtt, til dæmis með frystingu birgða, en óljóst er hvort af því verður. Sjómenn telja sig eiga inni 3% launahækkun frá síðasta ári en almenn laun vom hækkuð sem því nemur fyrir tilstilli þáverandi fjár- málaráðherra, Alberts Guðmunds- sonar. Það er hins vegar meiri hækkun en fiskvinnslan getur tekið á sig án þess að verða rekin með halla. Hún er um það bil hallalaus, en hráefnisverð er um helmingur af útgjöldum hennar og því þýðir 3% hækkun fískverðs til hennar 1,5% aukningu útgjalda og um leið taprekstur. Búist við „Hreinn dauðadómur yfir mínum búskap“ — segir bóndinn í Miðgörðum í Kolbeinsstaðahreppi um fram- leiðslurétt sinn sem var skorinn niður úr 600 í 152 ærgildi „ÞETTA er hreinn dauðadóm- ur yfir mínum búskap. Ef þetta verður látið standa óbreytt verð ég gerður upp, og þá tapa einhverjir peningum", sagði Guðmundur Þórðarson bóndi á Miðgörðum í Kolbeinsstaða- hreppi á Snæfellsnesi þegar hann var spurður að því hvern- ig honum litist á fullvirðis- markið sitt. Guðmundur er einn þeirra bænda sem fer illa út úr sam- drætti mjólkurframleiðslunnar, sem fyrir skömmu var tilkynnt til bænda. Guðmundur sagðist hafa byijað búskap á síðasta ári. Hann sótti um lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins til að byggja hlöðu á Miðgörðum árið 1984, en þar hafði lítil eða engin búvöru- framleiðsla verið. Fyrst þurfti hann að sækja um búmark og fékk 600 ærgildi. Byggði hann síðan hlöðuna á árinu 1984 og íjós á síðasta ári og flutti kýr sem hann hafði keypt í fjósið í október. Guðmundur kvaðst hafa miðað sín mál við þetta búmark og það hefði því verið reiðarslag fyrir sig að fá tilkynningu um fullvirðis- markið í siðustu viku með fjórð- ungi búmarksins, eða 152 ærgild- um. Þama væri illa staðið að hlutunum. Hreinlegra hefði verið að neita sér um búmark í upphafi og lán úr Stofnlánadeild til upp- hyggingarinnar. Hann sagðist ekkert vita hvað til bragðs ætti að taka, hann hefði bara fengið þennan snepil inn úr dyrunum. Útilokað væri fyrir sig að standa undir ljárfestingu sinni og heimili með þessari framleiðslu, það hefði verið nógu erfitt með 600 ærgilda framleiðslu. Sagði hann að margir nágrannar sínir hefðu einnig farið illa út úr fullvirðismarkinu. „Þessar stjómunaraðgerðir lenda alltaf á þeim sem síst mega við áföllum. Það er eins og alla samstöðu vanti hjá bændum. Allir reyna að halda í sitt og allt fer úr böndunum", sagði Guðmundur og var ómyrkur í máli út í reglumar fyrir héraðakvótanum. Sagði að það hlyti að vera hægt að útdeila framleiðslunni réttlátar. Þetta þýddi einfaldlega það að fækka þyrfti bændum um helming og þá yrði að spyija um það hveijir ættu að hætta. Sjá einnig „Ýmsir bændur langt komnir...“ og viðtöl á blaðsíðu 59. góðu lax- veiðisumri ATHUGANIR fiskifræðinga Veiðimálastofnunar benda til þess að næsta sumar verði gott laxveiðisumar. Byggja þeir álit sitt annars vegar á því að síðasta sumar var gott smálaxasumar, og eiga von á stórlaxi í framhaldi af því, og hins vegar á því að mikið af gönguseiðum fór til sjávar í fyrra. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri sagði að reynslan sýndi að fylgni væri á milli smálaxaveiði og stór- laxaveiði sumarið eftir. í fyrra hefði verið mikið um smálax og ættu menn því von á að töluvert gengi af tveggja ára laxi í sjó næsta sumar. Sagði Þór að seiðatalningar í sumar sýndu að mikið af seiðum hafi þá gengið til sjávar. Benti það aftur til þess að mikið af smálaxi gengi í laxveiðiámar næsta sumar, og styddi hagstætt ástand sjávarins það álit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.