Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ1913
60. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR14. MARZ1986
Prentsmiðja Morgunblaðains
„Úrslitin til góðs
fyrir alla þjóðina“
— segir Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar
Madrid/Briissel, 13. raars. AP.
AÐILDARRÍKI Atlantshafsbandalagsins fögnuðu í dag að spænskir
kjósendur skyldu samþykkja að vera áfram í varnarbandalaginu í
þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær. Felipe Gonzales, forsætisráðherra,
sagði að ákvörðun kjósenda væri til góðs fyrir alla Spánveija og
loksins hefði þeirri einangrunarstefnu, sem fylgt hefði Spánveijum
eins og rauður þráður eftir spjöldum sögunnar, verið hnekkt.
Hægrimenn, sem hvöttu kjósend-
ur til að greiða ekki atkvæði, og
hægri og vinstri öfgamenn, sem
vildu að aðild að NATO yrði hafnað,
kváðust hafa unnið siðferðilegan
sigur í atkvæðagreiðslunni.
Lokaniðurstaða atkvæðagreiðsl-
unnar var sú að 52,5 prósent
greiddu atkvæði með aðildinni, 39,8
prósent greiddu atkvæði gegn
henni.
Ekki er útlit fyrir að þáttur Spán-
vetja í starfi NATO aukist, þótt
þeir hafi greitt atkvæði með aðild
að bandaiaginu. Her Spánveija
hefur aldrei tekið þátt í starfi NATO
og kjamorkuvopn eru bönnuð á
spænskri grundu. í atkvæðagreiðsl-
unni voru þessi tvo atriði sett sem
skilyrði fyrir áframhaldandi aðild
Finnland:
Mesta vinnu-
deila í 30 ár
Helsinki, 13. mars. AP.
aðNATO.
Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði í dag
að það hefði verið pólitískt áfall,
ef Spánveijar hefðu hafnað aðild
að bandalaginu. Hans Dietrich
Genscher, utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýskalands, sagði að þetta væri
merkur dagur fyrir NATO og at-
kvæðagreiðslan hefði borið traustri
dómgreind Spánveija vitni.
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist Matthías Mathiesen, utanríkis-
ráðherra, sem nú er heiðursforseti
Atlantshafsráðsins, fagna stuðningi
spönsku þjóðarinnar við áfram-
haldandi aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Hann væri mikið
ánægjuefni og uppörvun fyrir
bandalagið í ómetanlegu starfí þess
til varðveislu friðar, frelsis og lýð-
rasðis. Matthías Á. Mathiesen sím-
sendi Fransisco Femandéz Or-
donez, utanríkisráðherra Spánar,
ámaðaróskir í tilefni af niðurstöðu
þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Sjá einnig „Almenn ánægja
á Spáni . . .“ á bls. 25 og
forystugrein á miðopnu:
„Ahrif úrslitanna á Spáni“.
AP/Símamynd
Alfonso Guerra, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, faðmar að sér
stuðningsmann sósíalista, sem er frá sér numinn af fögnuði, skömmu
eftir að útslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar voru kunngerð. Eins og
flestum er kunnugt var meirihluti spænskra kjósenda fylgjandi aðild
að NATO.
UM 250 þúsund finnskir launþegar í iðnaði, flutningum og raforku-
framleiðslu fóru í verkfall á hádegi í dag. Þetta er mesta vinnudeila
Fyrsta handtakan vegna morðsins á Palme:
Svíi grunaður um
aðild að morðinu
Stokkhólmi, 13. mars. AP.
LÖGREGLAN í Stokkhólmi til-
kynnti í dag að fyrsti maðurinn
i Finnlandi i þijátiu ár.
Áhrifa verkfallsins gætir þegar
í stál- og byggingariðnaði, pappírs-,
gler-, matarefna- og fataiðnaði.
Innanlandsflug liggur niðri vegna
þess að sumar slökkviliðs- og björg-
unarsveitir fóm í verkfall, en tals-
maður finnsku flugumferðarstjóm-
arinnar sagði að verkfallið myndi
engin áhrif hafa á flug til og frá
Finnlandi.
Verkfallið braust út eftir að slitn-
aði upp úr samningaviðræðum milli
Sambands stéttarfélaga, sem telur
um eina miljón félaga, og atvinnu-
rekenda, þrátt fyrir lokatilraunir til
að láta enda ná saman.
Stéttarfélögin fara fram á launa-
hækkanir til næstu tveggja ára, að
vinnuvikan verði 35 klukkustundir
í stað 40 fyrir 1990 og vilja að
vinnutími verði „sveigjanlegri" en
nú er. Boðað var til verkfallsins
fyrir tveimur vikum.
Starfsemi lagðist niður í nokkr-
um kjamorkuverum og annars
konar raforkuvemm þegar starfs-
menn gengu út. í öðmm orkuvemm
verður starfsemi haldið áfram með
nauðsynlegum starfskrafti meðan
unnt er.
Þar sem Finnar kaupa raforku
af Sovétmönnum og mikil orka er
framleidd í vatnsorkuvemm, jafn-
framt því sem raforkuneysla er lítil
á meðan verksmiðjur em lokaðar,
er ekki búist við alvarlegum orku-
skorti.
Framleiðsla á brauði, kjöti, gos-
drykkjum og bjór liggur niðri. Talið
er að birgðir af flestum þessum
vörutegundum séu það miklar að
þær endist tvær til þijár vikur.
hefði verið handtekinn vegna
morðsins á Olof Palme, forsætis-
ráðherra Svía. Lögfræðingar
mannsins segja að hann sé and-
kommúnisti og hafi flekklausa
sakaskrá.
Lögreglan sagði að rannsókn
málsins miðaði áfram og búast
mætti við frekari handtökum.
Maðurinn hefur ekki verið ákærður
°g segja lögfræðingar hans að hann
verði látinn laus.
Henning Sjöström er lögfræðing-
ur hjá lögmannsstofunni, sem fer
með mál hins handtekna. Hann
segir að maðurinn komi frá trú-
ræknu heimili, hann sé ekki á saka-
skrá en hafi lært að handleika vopn
þegar hann var einkavörður fyrir
fimm árum.
Sjöström sagði að maðurinn væri
um 35 ára og hann væri frá Stokk-
hólmi. Maðurinn hefði verið í
grennd við morðstaðinn, þegar
morðið var framið. Sjöström taldi
líklegt að maðurinn hefði verið
handtekinn vegna þess að fram-
burður hans um það hvar hann
hefði verið niðurkominn morðnótt-
ina stangaðist á og vegna þess að
lögreglan hefði fundið í íbúð hans
blöð, sem maðurinn hefði skrifað á
pólitískar skoðanir sínar. Vopn var
ekki að finna í íbúðinni.
Sjöström sagði að ýmsir, sem
hefðu verið nærri þegar morðið var
framið, hefðu bent lögreglunni á
manninn. Maðurinn hefði síður en
svo verið skoðanabróðir Palme í
stjómmálum, en svo væri um fleiri
Svía. Aftur á móti væri maðurinn
hatrammur andstæðingur komm-
únisma, þótt hann væri ekki í öfga-
samtökum til hægri.
Lögfræðingar mannsins sögðu
að liðið gætu margar vikur þar til
hann yrði ákærður, þótt yfirvöld
fengju leyfí til að halda honum í
gæsluvarðhaldi.
Um fjörutíu manns hafa verið
teknir til yfirheyrslu vegna morðs-
ins, en enginn þeirra handtekinn.
Yfirvöld geta haldið manni f fimm
daga. Eftir það þarf dómari að
dæma hann í gæsluvarðhald og er
yfirvöldum þá veittur frestur til að
bera fram ákæru. Undir venjuleg-
um kringumstæðum er sá frestur
til tveggja vikna, en í máli sem
morðinu á Palme er líklegt að hann
verði lengri.
Sjöström segir að maðurinn neiti
allri aðild að morðinu.
Sex klukkustundum áður en
maðurinn var handtekinn hélt Ingv-
ar Carlsson, forsætisráðherra,
stefnuræðu ríkisstjómar sinnar.
Sjá einnig: „Stefnuræða
Carlssons . . .“ábls. 24.
Soyuz T-15
skotið áloft
TVEIMUR sovéskum geimförum
var skotið á loft í dag og höfðu
þeir meðferðis geimrannsóknar-
stofu, sem ber heitið „Friður".
Þetta er fyrsta mannaða geim-
ferðin frá því að geimfeijan Chall-
enger sprakk í loft upp 28. janúar.
Geimskotið var sýnt í beinni sjón-
varpsútsendingu í Sovétríkjunum
og er það í fyrsta sinn, sem slíkt
er gert, þegar aðeins Sovétmenn
eiga í hlut. Myndin sýnir geim-
farana Vladimir Solovev (á hægri
hönd) og Leonid Kizim á blaða-
mannafundi í geimbúningum sín-
um áður en þeim var skotið á loft
f geimfarinu Soyuz T-15.
AP/Símamynd