Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 14.03.1986, Síða 2
MOflGUNBLAÐID, F.ÖSTUUAGUft MARZ1986,,, 2 Fjögnr félog fella samninga AÐ MINNSTA kosti fjögnr aðildarfélög Alþýðusambands íslands hafa fellt nýgerða samninga við atvinnurekendur. Það eru Bakara- sveinafélag Islands, Félag starfsfólks í veitingahusum, Verslunar- mannafélag Suðurnesja og Mjólkurfræðingafélag Islands. Langflest önnur stéttarfélög hafa samþykkt samningana en eins og oft áður hafa einstaka félög, sem að verulegu leyti eru óvirk, ekki tekið þá fyrir og óvíst hvort þau gera það. Meginástæða þess að samning- arnir voru felldir hjá Félagi starfs- fólks í veitingahúsum með miklum meirihluta mun vera sú, að á fund- inum voru um 50 manns (af hátt í 1000 félögum), flest fólk á lægstu töxtunum. Viðræður samninga- nefndar félagsins og veitingamanna verða teknar upp aftur á næstu dögum. Bakarasveinar felldu samninginn með 23 atkvæðum gegn þremur en í félaginu eru liðlega 100 bakarar. Hermann Amviðarson, formaður Bakarasveinafélagsins, sagði að meginástæðan fyrir óánægju fé- lagsmanna sé sú, að bakarar hafi í nokkur ár gert kröfu til að fá greitt álag fyrir þá vinnu, sem þeir skila að loknum átta stunda vinnu- degi. „Við byijum flestir klukkan fjögur á morgnana og erum þá á næturvinnukaupi til sjö. A hádegi erum við búnir að vinna átta tíma en núgildandi samningar heimila bakarameisturum að láta okkur vinna fulla átta tíma eftir sjö á dagvinnukaupi. Þetta teljum við óréttlátt og munum því krefjast réttar okkar í kjölfar þessarar af- greiðslu," sagði Hermann. Meðal félaga, sem samþykktu samningana naumlega, voru Versl- unarmannafélag Hafnarfjarðar (með 11 atkvæðum gegn 10, þrír sátu hjá) og Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði. Þar greiddu 13 atkvæði með, tíu voru á móti og aðrir tíu sátu hjá. Félagsmenn eru um 300. í ályktun, sem samþykkt var á fundinum, er lýst vonbrigðum með hve litlum kaupmáttarauka samningamir gera ráð fyrir og mótmælt harðlega „allri tilhneig- ingu til aukinnar miðstýringar, sem auðkennir síðustu kjarasamninga. Fundurinn ítrekar sjálfstæði sitt í samningamálum og minnir á, að hvorki sérsamband né Alþýðusam- band Islands hafði samningsumboð frá félaginu í samningum þessum og muni ekki fá í komandi samn- ingsgerðum nema tryggt sé, að fé- lagið geti fjallað um sín sérmál við atvinnurekendur án þess að talað sé um það sem stéttarsvik í hreyf- ingunni,“ eins og segir þar orðrétt. Álverið í Straumsvík: Félögin leita eftir verkfallsheimild „HUGMYNDIN er að afla verk- fallsheimildar til að leggja frek- ari áherslu á kröfur okkar um að skriður komist á samningavið- ræður okkar og Álfélagsins. Það verður svo væntanlega ljóst á allra næstu dögum hvort ástæða Legg allt kapp á að greiða úr málum þeirra segir Albert Guðmundsson um vanda ullariðnaðarins „ÉG hef miklar áhyggjur af þessu og Iegg allt kapp á að greiða úr málum þeirra," sagði Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra um erfiðleika ullariðn- aðarins. Albert sagðist hafa fengið því framgengt í ríkisstjóminni að út- flutningsiðnaðurinn fengi endur- greiddan gengismun eins og sjávar- vöruútflutningurinn. Þá sagðist hann hafa átt fund með stjómend- um Iðnþróunarsjóðs og Iðnlánasjóðs í gær og ætluðu þeir að gefa svör eftir helgina, meðal annars um möguleika á skuldbreytingu og lengingu lána, í samræmi við tillög- ur iðnrekenda. verður til að nýta þær heimildir," sagði Sigurður T. Sigurðsson, varaf ormaður V erkamannaf é- lagsins Hlífar í Hafnarfirði, um stöðu samningaviðræðna verka- lýðsfélaganna tíu, sem semja sameiginlega við stjóm álversins í Straumsvík. Samninganefndin hefur ákveðið að óska eftir heim- ild til verkfallsboðunar í álverinu og mun t.d. Hlíf halda fundi þar með sínu fólki í dag. Sigurður kvaðst ekki vilja gera of mikið úr ákvörðun félaganna um að leita eftir heimild til vinnustöðv- unar - „þetta er frekar áherslu- punktur hjá okkur á þessu stigi, hvað sem síðar kann að verða," sagði hann og benti á, að íjölmörg aðildarfélög Alþýðusambands ís- lands hefðu verið að leita eftir verkfallsheimildum þegar samning- ar hefðu tekist milli ASI og samtaka atvinnurekenda. „Því er hins vegar ekki að leyna," sagði hann, „að okkur hefur ekki þótt ganga nóg í viðræðunum, sem nú hafa staðið síðan fyrir áramót.“ Varaformaður Hlífar, sem er stærsta félagið í álverinu, sagðist ekki telja ólíklegt að samningar ASÍ og vinnuveitenda yrðu hafðir að leiðarljósi við gerð nýrra samn- inga í Straumsvík en þar fyrir utan væru ýmis sérmál, sem félögin syðra teldu þurfa leiðréttingu á. , ^ t * y • - Hólmfríður Karlsdóttur á Boston Seafood Show ásamt þeirn Friðriki Pálssyni forstjóra SH og Magnúsi Gústafssyni forstjóra Coldwater. Hólmfríöur stendur í ströngu í Bandaríkjunum HÓLMFRÍÐUR Karlsdóttir, Ungfrú heimur, er um þessar mundir í Bandaríkjunum. Starfsmenn Hvíta hússins lýstu áhuga Ronalds Reagans Banda- ríkjaforseta á að hitta Hólm- fríði. Ekki gat þó orðið af fundum fegurðardrottningar- innar og forsetans að sinni vegna anna forsetans þann tima, sem hún hafði aflögu I ferðinni vestra. Mun forsetinn eða starfsmenn Hvita hússins hafa óskað eftir þvi að fá vitn- eskju um hvenær Hólmfríður kæmi aftur til Bandarikjanna, svo að forsetinn gæti hitt hana. í gær var Hólmfríður Karls- dóttir meðal gesta á sjávarútveg- skynningu í Boston, sem nefnist Boston Seafood Show, og vakti þar óskipta athygli, að sögn Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. Einnig voru þar Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, og Magnús Gúst- afsson, forstjóri Colwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum, en það er sölufyrirtæki SH. Þar var sýnd ný afurð fyrirtækisins, fískur og ostur í pastadeigi, sem hlotið hefur nafnið Sea Shells. Eins og af þessu má sjá hefur Hólmfríður Karlsdóttir haft í æði mörg hom að líta í þessari Banda- ríkjaferð. Næturklúbbseigandinn Peter Stringfellow, sem er eigandi tveggja næturklúbba í London, m.a. Hyppodrome, opnaði í fyrra- kvöld nýjan skemmtistað í New York undir nafninu Stringfellow’s og var Hólmfríður heiðursgestur við hátíðlega opnun staðarins. Þá kom hún fram í morgunþættinum Today í NBC-stöðinni og stór mynd var af henni í blaðinu Dailý News. Þá var fyrirhugað að hún færi í myndatöku hjá blaðinu Star, sem gefíð er út í 4 milljónum eintaka. Á laugardag verður Hólmfríður Karlsdóttir heiðursgestur á mikl- um dansleik, sem haldinn er á vegum American Beauty Associ- ation og er til styrktar baráttunni gegn alsheimers-sjúkdómnum. Gestgjafí á þessum dansleik, sem sagður er með fínni böllum þar vestra, er Jasmín Aga Khan prins- essa, dóttir leikkonunnar Ritu Hayworth, en hún er haldin áður- nefndum sjúkdómi. Hólmfríður Karlsdóttir skálar í kampavíni við Peter Stringfellow, eiganda næturklúbbsins Stringfellow’s í New York. Félagsdómur: Boöað verkfall rafeinda- virkja dæmt ólögmætt FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær boðað verkfall 122 rafeinda- virkja hjá Pósti og síma og Ríkis- útvarpinu ólögmætt. Tveir dóm- arar skiluðu séráliti þar sem þeir töldu verkfall hluta rafeinda- virkjanna lögmætt. Rafeindavirlqamir sögðu sig úr aðildarfélögum BSRB á síðasta ári og gengu í Sveinafélag rafeinda- virkja, sem er eitt aðildarfélaga ASI. Þeir sögðu síðan upp ráðning- Fráleit röksemd að vísa til hækkunar Pósts og síma — segir viðskiptaráðherra um svör bankanna „ÞAÐ er fráleit röksemd sem maður hefur heyrt hjá sumum bankanna að þeir telji sig þurfa að hækka þjónustugjöldin vegna hækkunar á gjaldskrá Pósts og síma. Póstburðargjöld hér á landi eru þau lægstu í Evrópu og hafa aðeins hækkað um rúm 50% á síðustu 30 mánuðum. Og símgjöld hafa lækkað verulega á sama tímabili," sagði Matthías Bjamason viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Matthías fór fram á að nýleg hækkun bankanna á þjónustugjöld- um um 15—40% yrði endurskoðuð með það í huga að lækka gjöldin aftur, en bankamir hafa haldið því fram að hefð sé á því að hækka gjöldin samhliða hækkun gjaldskrár Pósts og síma, og það hafí verið gert í þetta sinn. Matthíasi hafa borist svör allra bankanna og sparisjóða við beiðni Hann sagði á miðvikudag að það tæki nokkum tíma að fara í gegnum gjaldskrá bankanna og meta þörfína á hækkun, og yrði það gert á næstu dögum. „Ég hef ekki lagaiegt vald til að skipa bönkunum að lækka gjöldin aftur, en ég mun vinna að að því að reyna að ná einhverju samkomulagi v:ð þá,“ sagði Matthías Bjamason. arkjörum sínum hjá ríkinu og kröfð- ust þess að kaup og kjör fæm eftir samningum stéttarfélagsins. Á þetta var ekki fallist af hálfu ríkis- valdsins og boðuði félagið verkfall fyrir hönd þessara félagsmanna sinna frá og með 2. janúar síðast- liðnum. Ríkið taldi verkfallið ekki lögmætt og áður en til þess kom urðu aðilar ásáttir um að leggja ágreiningsmálið fyrir félagsdóm og fresta verkfalli. Meirihluti félagsdóms, Ólafur Stefán Sigurðsson dómforseti, Gunnlaugur Briem og Þorsteinn Geirsson, dæmdi verkfallið ólög- mætt eins og áður segir, þar sem þeir töldu rafeindavirkjana vera eftir sem áður opinbera starfsmenn með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Minnihlutinn, Bjöm Helgason og Jón Þorsteinsson, taldi hins vegar að verkfail 79 rafeinda- virkja af þeim 122 sem um ræðir hafí verið lögmætt, þar sem þeir hefðu með lögmætum hætti sagt stöðum sínum upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.