Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986 5 Smygl í Stapafelli: Sögðu kjötið vera eign skipsins SMYGLVARNINGUR fannst um borð í flutningaskipinu Stapafelli aðfaranótt þriðjudagsins síðastlið- ins, er skipið kom til Reykjavíkur frá Danmörku. Var það um 270 kíló af kjöti og hafa sjö skipveijar játað aðild að smyglinu. Við tollskoðun um borð í skipinu fundust 50 kíló af nautamörbráð, 100 kíló af kjúklingum, 66 kíló af skinku, 25 kíló af fleski, 17 kíló af kalkún og 12 kfló af hamborgar- hrygg. Reynt var að blekkja toll- verði með því að gefa þetta upp sem eign skipsins en þeir sáu ástæðu til að vefengja þær skýringar og tókst að sanna að kjötið væri smyglað. Dimitris Sgouros Helgartónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar: 16ára einleikari NÆSTU helgartónleikar Sin- fóníuhijómsveitar íslands verða haldnir i Háskólabíói á morgun, laugardaginn 15. mars, kl. 17.00. Einleikari er 16 ára gamall grísk- ur píanisti sem vakið hefur heimsathygli og hefur verið kall- aður undrabarn, Dimitris Sgour- os. Stjómandinn er einnig grískur og er vel kunnur hér á landi — Karolos Trikolidis. Á efnisskránni eru eingöngu rússnesk verk: Ball- ett-tónlist eftir Sjostakovits og Katsjaturian og Píanókonsert nr. 1 og 1812 hátíðarforleikur eftir Tjai- kovsky. Minningarathöf n um Palme á Lækjartorgi MINNINGARATHÖFN um Olof Palme verður haldin á Lælgar- torgi föstudaginn 14. mars kl. 17.15. Alþýðuflokkurinn, Samband ungra jafnaðarmanna og Sænsk- íslenska félagið standa sameigin- lega að athöfninni. Flautukvartett mun leika í stundarfjórðung fyrir athöfnina, en sfðan verða þijár stuttar minningarræður haldnar. Að lokum verður Palme minnst með einnar mínútu þögn. Beint sjónvarp frá útför Palme Boð til heiðurs verðlauna- höfum Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra og frú höfðu boð inni í Kaupmannahöfn fyrir tónlist- arverðlaunahafa Norðurlandaráðs á meðan á Norðurlandaráðsþingi stóð. Á myndinni em frá vinstri: Sverrir Hermannsson, kona hans Gréta Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ámadóttir, Hafliði Hallgrímsson, Erling Blöndal Bengtsson og kona hans Merete Bengtsson. BOÐ á IBM PC kynningu IBM býður til námsstefnu 18.—20. mars nk. Kynnt verður notkun IBM PC einmennings- tölvunnar. Daglega verða haldnir 3 fyrirlestrar sem hefjast allir kl. 14:30. Að loknu kaffi- hléi er sýning eða kynning á verkefnum en dagskránni lýkur kl. 17. Væntanlegir þátttak- endur eru beðnir að skrá sig í síma 68 73 73. PC í LITLUM FYRIRTÆKJUM 18. MARS PC FYRIR RITSMIÐI PC VIÐ RANNSÓKNIR OG GAGNAVINNSLU Kristján Óli Hjaltason, frkv.stj., Iðnbúð 2, Garðabæ. PC í STÓRUM FYRIRTÆKJUM Björn Vignir Sigurpálsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. 19. MARS PC í SKÓLUM Dr. Þorsteinn Hannesson og Björgvin S. Jónsson,efnafræðingur, fslenska járnblendifélaginu. PC FYRIR VERKFRÆÐINGA OG TÆKNIFRÆÐINGA Kjartan Ólafsson, forstöðumaður skipulagssviðs hjá Skeljungi. PC í FRAMLEIÐSLU- FYRIRTÆKJUM Anna Kristjánsdóttir, lektor við KHÍ. 20. MARS PC í BÖNKUM Ólafur Bj amason, verkfræðingur, VST. PC HJÁ BÆJARFÉUÖGUM ÚTFÖR Olofs Palme fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar verð- ur sjónvarpað um gervihnött beint frá Stokkhólmi á morgun, laugardag. Hefst útsendingin kl. 12.45 oglýkurkl. 16.15. Fyrst verður kveðjuathöfn í ráð- húsinu í Stokkhólmi, því næst verð- ur fylgst með líkfylgd Palme um götur borgarinnar og loks sýnt frá greftmn hans í Adolf Frederik- kirkjugarði. Þulur verður Stefán Jóhann Stef- ánsson. Gunnar Ingimundarson, viðskiptafræðingur, FÍI. Magnús Pálsson, forstöðumaður markaðssviðs hjá Iðnaðarbankanum. Bjarni Þór Einarsson, bæjar- tæknifræðingur á Húsavík. ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI Skaftahlíð 24 ■ 105 Reykjavík • Simi 27700 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.