Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986 9 Það er ekki bara leðrið sem við leggjum áhersluá Satt að segja er hvergi hægt að finna á einum stað meira úrval af sófasettum og sófahornum í áklæðum. Þessi fallegu vönduðu sófasett bjóðum við á besta verði sem þekkist og svo góðum greiðslukjörum að jafnvel strangasta fjárhagsá- ætlun heimilisins ræður við að kaupa sett. Hvernig líst þér á? Aðeins Aðeins a man. 6000 18.440 í útborgun 66.440 Bari hornsófi B:240 X L:300. Við tökum að sjálfsögðu greiðslu- kortin bœði sem útborgun á kaup- samninga og sem staðreiðslu með 5% afslætti. ■ ■ BOS6A6NAHOLL1N BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJ AVÍK § 91-6811 99 og 681410 I Gódcin daginn! Ágreiningur um kvennapólitík Samtök um kvennalista, sem skipa sér oftar en ekki nálægt Alþýðubandalagi í afstöðu til þingmála, og Kvennaframboðið til borgarstjórnar 1982, ganga ekki alfarið samstiga í stjórnmálavið- horfum, ef marka má viðtal tímaritsins Þjóðlífs við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarfulltrúa, sem Staksteinar glugga lítil- lega í í dag. Sú samheldni, sem ýmsum virtist til staðar í þessum herbúðum, er ekki sú sem hún sýndist. “Rauðsokka- hreyfingin sálaða“ Tímaritíð Þjóðlif spyr Ingibjörgu Sólrúnu, borgarfulltrúa, hvernig starfið hafi gengið. Hún svarar; „Það var okkur alger nýjung að hefja störf í borgarstjóm. Óll okkar orka fór í að kynna sér málin, vinna upp tillögur til að móta stefnuna. Samhliða þvi höfum við getað haldið uppi dampi i kringum Veru, blaðið okkar. Við vonuðumst til að geta einnig tekið á öðrum verkefnum en það hefur gengið verr,- verið tilvilj anakennt. Það hafa ekki orið neinir fastir hópar utan um annað en þetta tvennt. Að þvi leytí er sömu sögu að segja af Kvennaframboðinu og Rauðsokkahreyfingunni sáluðu. Við höfðum það þó fram yfir í Kvenna- framboðinu að við kom- um stokki af konum inn i borgarapparatíð . . . Ég vonaðist til að samhliða þessu mynduðu konur með sér hópa til að vinna að þeim málum sem á þeim brenna. En það hefur ekki gerst nema að takmörkuðu leytí. Það virðist vera þannig með blessað gras- rótariýðræðið að þar gerist ekkert af sjálfu sér, þar þarf að ýta við fólki til þess að það fari af stað . . .“ “Kvennalist- innásinn þáttíþessari þróun“ „Það er orðið sjald- gæft að Hótel Vík iði af lífi, helzt að það gerist i kaffinu 1. mai. Hefur félögunum ekki fækkað talsvert?" Þannig spyr tímaritíð. Og borgarfull- trúinn svarar: „Jú, það eru færri virkar núna en áður þótt félagafjöldinn sé sá sami. Það kom í ljós að einung- is takmarkaður hópur hefur áhuga á borgar- málum . . .“ Þjóðlif: „Margar fóru til liðs við Kvennalist- ann.“ Borgarfulltrúinn: „Já, Kvennalistinn á sinn þátt í þessari þróun. Þegar hann var stofnaður stóð deilan einmitt um það, hvort við hefðum af- gangsorku til að sinna þessum tveimur stóru verkefnum, borgar- og þingmálum, samtímis. Það leið aðeins hálft ár frá borgarstj ómarkosn- ingunum þangað til að farið var að ræða al- þingisframboð og ég vildi sjá tíl. Ég óttaðist að hreyfingin yrði bara tveir hópar. Þessi ótti rættist að sumu leytí, grasrótar- starfið hefur verið litíð. En það getur vel verið að þetta hefði gerzt þótt ekki hefði verið farið út í alþingisframboð. Um það er erfitt að segja, enda finnst mér tilgangs- laust að tala um pólitík i þáskildagatíð." „Deilur í kvennahreyf- ingunni“ Tímaritíð spyr síðan um deilur í kvennahreyf- ingunni um áramótin 1982-83. BorgarfuUtrú- inn svarar m.a.: „Ég á dálitíð erfitt með að ræða innri mál Kvennalistans þvi ég hef ekki starfað með honum og veit ekki hvemig umræður hafa þróast þar. En ef við tökum utanrikismálin þá hefur umfjöUun um þau breytzt mildð hér á landi á und- anfömum árum. Það er rætt um þau á miklu almennari hátt en áður og áherzlan lögð á frið- arbaráttu og þess háttar hluti en ekki baráttuna gegn NATO og heraum. Þama finnst mér vera horft f ramhjá sérislenzk- um deUumálum sem ekki mega gleymast . . .“ Já, kvennahreyfingin hefur í það minnsta breytzt talsvert. Nýja kvennahreyfingin sem kom upp í kring um 1970 lagði aðaláherzlu á að konur hefðu það skítt. Þá var Utíð á karla sem einskonar fyrirmynd og konumar lögðu frá sér pijónana tíl að vera eins og þeir. Að vissu leyti festist kvennahreyfingin í þessu fari. Með Kvenna- framboðinu er farið að ræða um það jákvæða sem þrátt fyrir allt er tíl staðar í kvennamenning- unni.“ Ný og gömul hugmynda- fræði Þannig mættí lengur rekja hugleiðingar borg- arfuUtrúans um „ákveð- inn hóp kvenna, sem mótast af gömlu hug- myndafræðinni" og kon- ur sem koma „beint inn í nýju hugmyndimar“. Ljóst er að einhver tog- streita eða allnokkur áherzlumunur segir tíl sin á þessum vettvangi. En það hefur svo sem víðargerst. Grasrótín, sem allt áttí að byggjast á, hefur samt látíð á sér standa. Konur, sem hyggja á þátttöku í stjómmálum, vilja máske láta stjómmálalega sann- færingu ráða ferð frem- ur en kynferði. Allavega virðist einhver skuggi áhugaleysis hafa gert vart við sig, ef orð borg- arfuUtrúans em skilin réttílega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.