Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 12

Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 12
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986, inga frá rúmlega 10—27 þúsund krónum HÉR BIRTAST ábyrgðartryggingariðgjöld bifreiða fyrir árið 1986. Innifalið í uppgefnum iðgjöldum er söluskattur ásamt iðgjaldi fyrir framrúðutryggingu og slysatryggingu ökumanns og farþega. Trygg- ingaiðgjöldin eru mismunandi eftir áhættusvæðum, og er iðgjaldið þvi mismunandi eftir því hvar bifreiðin er skráð. Áhættusvæði I miðast við t.d. Reykjavík, áhættusvæði 2 miðast við t.d. Árnessýslu og áhættusvæði 3 miðast við dreifbýli. Blm. Mbl. leitaði til tveggja tryggingarfélaga, Sjóvátryggingarfé- lags íslands hf. og Almennra trygginga hf., og reyndust iðgjöld af ábyrgðartryggingu bifreiða hjá þeim hin sömu. Dæmi um iðgjöldin 1986 eru sem hér segir: Iðgjaldaflokkur 1A, t.d. Toyota Corolla og Daihatsu. Áhættusvæði 1 Iðgjald með 50% bónus kr. 10.488,00. Iðgjald án bónuss kr. 20.003,00. Áhættusvæði 2 Iðgjald með 50% bónus kr. 8.271,00. Iðgjald án bónuss kr. 15.750,00. Áhættusvæði 3 Iðgjald með 50% bónus kr. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar: Lækka út- svar í 9,9% Á bæjarstjómarfundi i Hafn- arfirði á þriðjudaginn var sam- þykkt að lækka álagt útsvar um 0,6%, úr 10,5% í 9,9%, sem mun vera eitt lægsta hlutfall í bæjar- félagi á landinu að sögn Árna Grétars Finnssonar forseta bæj- arstjórnar. Þá var samþykkt á þessum fundi að lækka gjaldskrá rafveitu Hafn- arfjarðar um 10% og gjöld á dag- vistarheimilum og ieikskólum um 5%. 7.324,00. Iðgjald án bónuss kr. 13.674,00. Iðgjaldaflokkur IB, t.d. Subaru ogMazda626. Ahættusvæði 1 Iðgjald með 50% bónus kr. 13.474,00. Iðgjald án bónuss kr. 25.786,00. Áhættusvæði 2 Iðgjald með 50% bónus kr. 10.009,00. Iðgjagld án bónuss kr. 18.856,00. Áhættusvæði 3 Iðgjald með 50% bónus kr. 8.233,00. Iðgjald án bónuss kr. 15.305,00. Iðgjaldaflokkur 1C, t.d. Volvo 244. Áhættusvæði 1 Iðgjald með 50% bónus kr. 14.306,00. Iðgjald án bónuss kr. 27.286,00. Áhættusvæði 2 Iðgjald með 50% bónus kr. 10.836,00. Iðgjald án bónuss kr. 20.348,00. Áhættusvæði 3 Iðgjald með 50% bónus kr. 9.795,00. Iðgjald án bónuss kr. 18.265,00. Áhættusvæði 1 miðast við t.d. Reykjasvíkursvæði. Áhættusvæði 2 miðast við t.d. Ámessýslu. Áhættu- svæði 3 miðast við t.d. Borgarfjörð, þ.e. dreifbýli. Anders Nyborg og Jens Outzen afhenda Vigdfsi Finnbogadóttur grafísku verkin og fyrir miðju er Kristján Davíðsson. Hörsholm Rotary-hreyfingin Danmörku: Afhenda þjóðhöfðingj- um grafíklistaverk Á FIMMTUDAG afhentu fulltrúar Hörsholm Rotary hreyfingarinnar i Danmörku forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur fimm grafík- verk, unnin af listamönnum á Norðurlöndunum, einum frá hverju Iandi. Grafíkmyndimar em gefnar út í 500 eintökum og era tíl sölu fyrir félaga Rotaryhreyfingarinnar á Norðurlöndunum, en þeir eru um 60 þúsund talsins. Anders Nyborg, formaður hug- myndahóps Hörsholm Rotary hreyf- ingarinnar, sagði að bæklingur með myndum af grafikverkunum yrði sendur öllum félögum í Rotary- hreyfingunni í dag, geta menn ýmist keypt möppu með listaverk- unum fimm eða einstök verk. Verk- in eru unnin af Henry Heerup í Danmörku, Rune Claesson Svíþjóð, Dag Rödsand Noregi, Ullu Rantan- en Finnlandi og Kristjáni Davíðs- syni íslandi, og á myndefnið að tákna Rotaryhreyfinguna og Norð- urlöndin. Nyborg gerði ráð fyrir að ágóði af sölu verkanna yrði um 5 milljónir íslenskar, og rennur hann óskiptur í sjóð Rotaryhreyfíngar- innar sem styrkir ungt fólk til náms víða um heim. Þeir Jens Outzen forseti Hörs- holm hreyfingarinnar og Anders Nyborg hafa að undanfömu fært þjóðhöfðingjum Norðurlandanna þessi grafíkverk að gjöf, sl. föstu- dag sóttu þeir heim Finnlandsfor- seta, 2. febrúar Ólaf konung í Oslo og 16. janúar Gustaf konung í Svf- þjóð. Flugfélagið SAS hefur veitt þeim fri'farseðla til þessara ferða. Uorgunblaðið/EmQta Skipsfélagarair fyrrverandi, Jón og Eyjólfur, rifja upp þá hörmulegu atburði sem urðu er Reykja- borgin var skotin i kaf en Jón var skipverji á togaranum aUt til ársins 1940. Á myndinni er f.v. Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu í Reykjavík, Eyjólfur Jónsson og Jón Guðmundsson bóndi á Reykjum. Minntust látinna þegar Reykjaborg var skotin í kaf Fyrir 45 árum, hinn 10. mars 1941, var togarinn Reykjaborg skotinn í kaf af kafbáti. Árásin á togarann var gerð þegar hann var á siglingu til Eng- lands, 140 milur út af Barra- höfða á Skotlandi kl. 9.25 síð- degis. Kafbáturinn lónaði umhverfis togarann meðan hann var að sökkva og skaut á skipveija sem létu sjá sig ofan- þilja þannig að þeim var fyrir- munað að komast í björgunar- báta. Einungis tveir menn komust af, en 15 voru í áhöfn togarans: þeir Sigurður Hansson, sem látinn er fyrir mörgum árum, og Eyjólf- ur Jónsson, sem nú dvelst á Hrafnistu í Reykjavfk. Mánudaginn 10. mars sl. voru nákvæmlega 45 ár liðin frá því að Reykjaborg fórst og svo merki- lega vill til að þá var einnig mánu- dagur. Af þessu tilefni kom fyrr- verandi skipsfélagi Eyjólfs á Reykjaborg, Jón Guðmundsson, í heimsókn til hans á Hrafnistu og færði Eyjólfí blóm til minningar um þá sem féllu fyrir morðingja- hendi er Reykjaborg var sökkt. En þessi stutta minningarstund var í raun og veru um marga fleiri vini og félaga þeirra Jóns og Eyjólfs sem týndu lífinu í hinum voðalega hildarleik sem þjóðimar háðu á Atlantshafi og meginlandi Evrópu. Togarinn Reykjaborg var á sín- um tíma langstærstur íslensku togarana, 689 tonn að stærð. Var hann keyptur frá Frakklandi snemma áre 1936 og gerður út af útgerðarfélaginu Mjölni. Fréttir af hinum hörmulegu endalokum skipsins bárust seint til íslands og vissu menn ekki um afdrif skipshafnarinnar fyrr en tíu dög- um eftir að Reykjaborg sökk. Alger radíó-þögn var fyrirskipuð vegna stríðsins og bárust engar fregnir af skipum sem héðan sigldu með físk fyrr en þau komu til hafnar í Englandi. Þar kemur Hjónin Kristín Hjaltadóttir og Eyjólfur Jónsson. að vísu fram í blaðafregnum hinn 16. mars 1941 að togarinn Vörður hafi fundið mannlausa björgunar- fleka af Reykjaborg daginn áður, um 170 mflur norður af St. Kilda, sem er í Hebrides-eyjaklasanum. En það var ekki fyrr en 20. mare að fregnir bárust frá bresku her- stjóminni hér á landi um að breskt herekip hefði bjargað tveim mönn- um af fleka frá Reykjaborg. Höfðu þeir verið á flekanum á þriéja sólarhring ásamt þriðja skipveijanum sem lést af skotsár- um og vosbúð löngu áður en herekipið fann flekann. Þessir atburðir og fleiri áþekkir frá árinu 1941 er íslensku skipin urðu fyrir árásum hvert af öðru em mörgum minnisstæðir enn í dag. Sum þeirra hurfu án þess að neitt spyrðist til þeirra framar en önnur náðu við illan leik til hafnar með þann hluta áhafnar sem af komst. All mikið var um þessa atburði ritað í blöðum á sín- um tíma. Samtal við Eyjólf Jóns- son og grein um atburðinn birtist í M-Samtölum III. bindi eftir Matthías Johannessen. Þá má benda á bókina „Skipstjórinn faðir minn“, sem út kom 1976, en þar ritar Jón Guðmundsson kafla um foður sinn, Guðmund Jónsson, og segir nokkuð frá þessum atburð- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.