Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 18
JÍÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 TT MATVÖRUDEILD Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 PASKAR ERU KOMNIR í Vöruhús Vesturlands Það er kannski óþarfi að taka það fram en við höfum á boðstólum allan mat til hátíðarinnar: Úrvals svínakjöt, nauta- kjöt, nýtt og létt reykt lambakjöt, rauðvínslegið lambalæri og fuglakjöt, kalkúna, gæsir endur og kjúklinga. Og páskaegg. En við hugsum ekki bara um hátíðarmatinn, við gerum einnig vel við gesti og gangandi. Ferðamenn fá hjá okkur allt nesti, s. s. heitar og kaldar samlokur og við eigum ávallt nýgrillaða kjúklinga. Og þótt menn lifi ekki á brauði einu saman bendum við á Brauðhomið okkar, fullt af nýbökuðum brauðum og kökum frá Brauðgerð KB. Opið virka daga frá 9-18 laugardaga frá 9-12. SVIPMYNDIR UR BORGINNI / ólafurormsson Mánudagnr' Þeir eru til sem þykja mánu- dagar leiðinlegir en svo eru aðrir sem aldrei eru ánægðari með til- veruna en einmitt á mánudögum og eru þá tilbúnir í stórfram- kvæmdir eða meiriháttar umsvif. Hafa hvílst vel yfír helgina, borð- að góðan mat og slappað af í faðmi fjöiskyldunnar eða með vinum og ættingjum. Það var tveggja til þriggja stiga hiti í borginni mánudaginn 3. mars síðastliðinn á miðri góu, sólskin, still veður og ekki annað að sjá að þeir sem fóru um Rauð- arárétíginn rétt fyrir klukkan 10 um morguninn væru sæmilega ánægðir með tilveruna. ólafur H. Olafsson, einn af leiðtogum Taflfélags Reykjavíkur og við- skiptafræðingur að atvinnu, kom út úr fjölbýlishúsi við Rauðarár- stíg þar sem hann býr uppáklædd- ur og glaðlegur á svipinn. Hefur líklega verið nýbúinn að leysa flókið skákdæmi með morgun- kaffínu og tilbúinn að takast á við viðskiptalífið ekki síður en málefni skákhreyfíngarinnar, enda nýir og bjartari tímar fram- undan eftir kjarasamningana á milli aðila vinnumarkaðarins sem marka tímamót og verðbólgan vonandi ekki lengur að hijá við- skiptalffíð, þjóðlífíð og tiltölulega örugg sigling í náinni framtíð á þjóðarskútunni, svo framarlega sem ekkert óvænt kemur upp á. Kannski að nýgerðir lq'ara- samningar og spá efnahagssér- fræðinga um fjögur prósent aukn- ingu þjóðartekna á þessu ári auk verulegrar minnkunar verðbólgu hafi virkað hvetjandi á athafna- manninn og fombókasalann Braga Kristjónsson sem stendur í stórræðum þessa dagana. Ég ætlaði að heilsa upp á hann mánu- daginn 3. mars og langaði til að heyra góðar fréttir af bóksölunni og mannlifínu almennt og kom þá að lokuðum dyrum í höfuð- stöðvunum að Hverfisgötu 52, þar sem fombókaverslunin Bókavarð- an er til húsa. Á útidyrahurð var hvítur miði sem á stóð. „Markað- urinn er í fullum gangi að Hverfís- götu 46.“ Ég man að ég hugsaði sem svo þama á tröppunum fyrir framan fombókaverslunina að Hverfís- götu 52. — Jæja, ætli hann Bragi sé búinn að opna ávaxta- eða græn- metismarkað. Kannski að hann sé búinn að gefast upp á bóksöl- unni. Ég ákvað að kanna málið, komast að hinu sanna. Þegar ég kom að húsinu númer fjörtíu og sex við Hverfísgötu þar sem bjór- líki var áður þambað af mikilli list, var örtröð þar fyrir utan og fombókasalinn og athafnamaður- inn veifaði hendi um leið og ég gekk innfyrir, í sal sem minnir einna helst á húsakynni stórmark- aðar. Sem betur fer er Bragi ekki farinn að versla með ávexti eða grænmeti. Langborð í salnum eru yfirfull af bókum og bæklingum margs konar og gamlar skruddur afar sjaldgæfar innan um aðrar gersemar og þama voru kunnir agóu safnara og bókaáhugamenn komnir á staðinn, Bragi hafði verið að opna um morguninn og þeir handfjötluðu gripina eins og helga hluti. Hjalti, innanbúðar- maður hjá Braga og kunnur áhugamaður um vöxt og viðgang íslenskrar bókaútgáfu, stóð ekki langt frá þar sem viðskiptin fóm fram og ég sá það á svipnum að nú var hátíð. Þama var Oddur Ólafsson, ritstjómarfulltrúi á Tímanum, í skósíðum ljósgráum regnfrakka og kunni deili á mörg- um sjaldgæfum bókum og bækl- ingum, dustaði rykið af einstaka bók eða bæklingi, athugaði út- gáfustað og ár og leit helst ekki við neinu nema því sem var frá þriðja, §órða eða fímmta áratugn- um. Fombókasalinn sjálfur bein- línis geislaði. Hann lék við hvum sinn fingur og reitti af sér brand- ara sem er svo sem ekkert nýtt þegar vel liggur á honum. Allt í einu var kominn stór sendiferða- bíll að húsakynnum bókamarkaðs Bókavörðunnar og Bragi stjómaði á staðnum eins og herforingi. Gaf liði sínu skipanir, hvarf síðan skyndilega af staðnum upp ( sendiferðabílinn að mér sýndist. Það voru þama nokkur borð sem vantaði á bækur og ekki fannst mér ólíklegt að Bragi væri að sækja meira af bókum, fylla upp í skörðin og þá dugar ekkert minna en sendiferðabíll af stærstu gerð. Eða þá að færa enn frekar út kvíamar, efla starfsemina og koma á fót enn einum markaðnum og þá ef til vill neðar við Hverfís- MorgunblaÆð/Emilfa Frá vinstri: Elisabet Cochran hönnuður, Björg Einarsdóttir höfundur bókarinar „Úr ævi og starfi is- lenskra kvenna", María Haraldsdóttir og María Agústsdóttir. Bókrún hf Annað bindi „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ komið út HJÁ FORLAGINU Bókrún hf. er komin út bókin „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna". Bókin er önnur í röð þriggja binda safnrits og er efnislega byggð á samnefndum útvarpserindum sem höfundurinn, Björg Einars- dóttir, flutti i rikisútvarpinu vikulega i tvo vetur. Með erind- unum vildi höfundur vekja at- hygli á sögu kvenna sem að mestu leyti er óskráð. í öðru bindi af „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" em 17 frásögu- þættir þar sem sagt er frá 24 konum, sú elsta fædd 1812 og látin 1882 en hin yngsta fædd 1896 og lifði til ársins 1981. Greint er frá konum sem gerðust brautryðjendur á ýmsum sviðum, t.d. í blaða- mennsku, rithöfundar og fræði- mennsku, höfðu forgöngu í nýjum iðngreinum, gmndvölluðu tónlistar- kennslu, risu öndverðar gegn sölu fossa til útlendinga, skipuðu sess húsfreyju á Qölmennum skólaheim- ilum, gerðust alþingismenn eða héldu nafni íslands á loft með öðr- um þjóðum. Fimm konur stofnuðu útgáfufé- lagið Bókrún hf. Þær vinna alla forlagsvinnu sjálfar og skipuleggja einnig dreifíngu bókarinnar. Val- gerður Kristjónsdóttir yfírfór hand- ritið ásamt Sigríði Erlendsdóttur sagnfræðingi. Flestar ljósmynd- anna tók Jóhannes Long, setning fór fram í Leturval, prentun í Grafík og Bókfell annaðist band. EKsabet Coehran hannaði bók og bókarkápu. (Úr fréttatílkynningu.) 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.