Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 20

Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 20
MQRGUNBLAÐIiLFÖSTUDAGURM. MARZ1986 2&L Óli sér um stuðið. Komið, sjóið og sannfœrist. Sjón er sögu ríkari. Þórscafé - staður hinna vandlctu. /A bffli.SHCflFFI KYNNING Á morgun endurtökum viö jazz-kynninguna sem við vorum meö siðasta laugardag. Vérnharöur Linnet mun verða í verslun okkar á milli kl. 2 og 4 og kynna það sem er á boðstólum. 10% afsláttur af öllum jazz- og blús-plötum. Metsölublaó á hverjum degi! Fjarkennsla í fyrsta sinn Sá atburður gerðist I fyrsta sinn hér á landi á miðvikudaginn að fram fór kennslustund þar sem kenn- ari og nemendur voru á einum stað, eða í kennslu- stofu í Háskóla íslands, og aðrir nemendur á Akureyri, þó þannig að þeir gætu tal- ast við og séð hvern annan. Þetta gerðist með hjálp tækninnar eða svokallaðs myndfundasíma (video teleconferencing). Kennar- inn var Magnús Bjarnfreðs- son og kennsluefnið sam- skipti við fjölmiðla, en við kennslu sina notaði hann myndband um þetta efni, sem Stjórnunarfélasr íslands lét gera nýlegt sinnar tegundar Tilefni þessarar kennslustundar var að kynna ráðstefnu sem haldin verður um fjarkennslu dagana 19,- 20. mars næstkomandi. Síðar fór fram blaðamannafundur þar sem forsvarsmenn ráðstefnunnar kynntu efni hennar fyrir blaðamönnum á Akureyri og var þetta fyrsti blaða- mannafundurinn, sem haldinn er með þessum hætti. Einnig skýrðu verkfræðingar Pósts og síma tækni- lega hlið þessarar tilraunar. Myndf undasími hvað er það? Fjarkennsla getur farið fram með ýmsu móti, bréflega, í hljóðvarpi og sjónvarpi og með hjálp tölva. Þegar hljóðvarp og sjónvarp eru notuð við kennslu er um tvennt að ræða, að útbúa kennsluefni fyrir- fram og senda út síðar eða senda beint með hjálp myndfundasíma. Hvað er myndfundasími, spyija ef til vill einhveijir? Myndfundasími er eins og áður segir búnaður, sem gerir það kleift fyrir tvo eða fleiri að halda fund eða kennslustund augliti til auglitis þó að þeir séu staddir á sitthvorum staðnumjafn- vel sitthvoru megin á hnettinum. Gerist þetta með hjálp venjulegs síma, sjónvarpsupptökuvélar og skjás, en þessi tæki verða að vera á hvorum enda þannig að aðilamir heyri og sjái hvom annan. Það var gaman að fylgjast með þessari fyrstu Qarkennslustund. Þama sátu nemendumir við borð og fyrir fram- an þá sími og á höfðinu heyma- og taltæki. Nemendumir, bæði fyrir Þeir, sem tóku þátt í fjarkennslunni norður á Akureyri sjást hér á skermi, sem búið var að koma upp i einni kennslustofu HI. Þeir eru Bemharður Haraldsson skólastjóri Verkmenntaskólans, Bárður Halldórsson menntaskólakennari, Sigurður Jóhannsson fram- kvæmdastjóri og Theodór Júlíusson leikari. Að baki þeirra stendur Jón Hermannsson. Hann er að taka mynd af þátttakendum sunnau- lands. norðan og sunnan, horfðu fyrst á námsefnið af skerminum en síðan bað kennarinn þá að gera sínar athugasemdir við það og gátu þeir fylgst hvorir með öðrum á skjánum. Þegar blaðamannafundurinn var haldinn var settur hijóðnemi á borð þeirra er ræddust við og gátu þeir því talast við eins og væru þeir í sama herbergi. Tæknin er sífellt að verða ódýrari Til em tvær gerðir myndfunda- síma, annars vegar eins og notaður var við þessa fyrstu tilraun, þ.e. þar sem notaður er venjulegur sjón- varpsbúnaður við myndsendinguna en hann notar sömu flutningsgetu og þarf fyrir 1000 símrásir og er því dýrt að nota slíkan búnað fyrir lítinn hóp. Hins vegar er hæg hreyfímynd, sem notar aðeins flutn- ingsgetu samsvarandi 5-30 símrás- um og tekur því minna pláss í sím- kerfínu. Myndin er send í stafrænu formi(digital), sem byggir aðeins á tveim tölustöfum, núll og einum og tekur því minna pláss í símkerfínu en fullkomin sjónvarpsrás. Það er einmitt þannig búnaður, sem notað- Fréttabréf úr Bjarnarfirði: yegurinn norður í Arneshrepp opnaður Bjamarfirði, 8. mars. í LOK síðustu viku, skeði sá fá- heyrði atburður hér að opnaður var vegurinn norður í Arnes- hrepp. Þetta hefir venjulega ekki verið gert fyrr en í maí á vorin. Árferði hér hefír verið með ein- dæmum gott í vetur og má segja að elstu menn muni vart siíkt. Það að nú skuli vera búið að opna veginn í Norðurfíörð er áður óþekkt. Að vísu gekk þetta erfiðlega. Brotn- aði t.d. öxull í hefli á norðurleið, en slíkt getur skeð við betri aðstæð- ur. Þá hefír flug sjaldan fallið niður og áætlunarferðir langferðabfla ekki heldur. Vöruflutningar hafa einnig gengið eðlilega í allan vetur hingað með bifreiðum. Mikil refarækt er nú að verða í Bjamarfírði, en refabú eru á þremur býlum, Klúku, Framnesi og Bald- urshaga, sem er nýbýli úr Odda. Fýrr á öldinni var hér í nágrenninu refarækt með nýstárlegu sniði, er refímir gengu ftjálsir í Grímsey í Steingrímsfírði. Þá er hér í firðinum hið gamal- gróna Qárbú að Svanshóli, sem var eitt með fyrstu sauðíjárræktar- búunum sem starfaði eftir búfjár- ræktarlögunum frá 1931. Var það eina slíka búið á Vestfjörðum. Mun skýrsluhald þar vera jafn gott enn þann dag í dag. Rúning sauðfjár er nú í fullum gangi bæði hér í firðinum og í nágrenninu. Telja bændur vetrarrúninguna mjög hagkvæma. Á Svanshóli hefír Ingimundur Ingimundarson nýlokið við „að reisa sér elliheimili", eins og hann kallar það, en það er býlið Hóll. Hagnýtir hann m.a. heita vatnið til kyndingar hússins. Er það leitt í plastlögn í gólfínu og er fullnægjandi til upp- hitunar, þótt ekki sé það nema ríf- lega 40° heitt. Þetta er einnig gert í öðru húsi, sem er í byggingu hér í firðingum. Er það nýtt íbúðarhús á bænum Klúku. Er þar nýlokið byggingu stórs refahúss og nú er sem sagt íbúðarhúsið í byggingu. Þá er verið að ljúka byggingu á refahúsi að Framnesi. Er verið að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.