Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986
Viðar Eggertsson og Kristín Anna Þórarinsdóttir.
Af Ellu lítilmagna
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
EGG-Ieikhúsið sýnir í Kjallara-
leikhúsinu:
Ellu eftir Herbert Achtem-
busch
Þýðing: Þorgeir Þorgeirsson
Leikmynd: Guðjón Ketilsson
Búningar: Guðrún Erla Geirs-
dóttir
Leikstjóri: Michael Scott
Ella er sagan um lítilmagnann
í þjóðfélaginu. Lltilmagnann sem
hlýtur að bíða ósigur, að minnsta
kosti í þeim hefðbundna skilningi
sem í það er lagt um hver plumi
sig og hver ekki. Uppvöxturinn
og aðstæðumar ráða vissulega
nokkru um hver framvinda lífs
Ellu verður, en fyrst og fremst
er það þó veilan í henni sjálfri að
viðbættu skilnings og miskunnar-
leysi umhverfisins á sjúkleikan-
um.
Þýðandi segir í leikskrá: „Um
leiktexta Achtembusch hefur ein-
hver spekingur sagt: Þessi verk
höfða alveg sérstaklega til áhorf-
enda sem vilja reyna að gleyma
sjálfum sér andartak í leit að sjálf-
um sér.
Nokkuð mikið til í því, að
minnsta kosti tekst þetta í flutn-
ingi Eggleikhússins á verkinu.
Fyrst og fremst vegna þess að
leikstjórinn Michael Scott hefur
innsæi og hugmyndaflug til að
bera og tekst að leiða leikarana
á þá braut og ná fram mjög sterk-
um áhrifum. Og ekki síður vegna
þess að leikið er þrátt fyrir allan
harmleikinn, upp á ákveðna kími-
tilfinningu og snöfurleika. Sem
verður til að dýpka harmsögu
Ellu.
Viðar Eggertsson hefur unnið
leiksigur með flutningi sínum í
Ellu. Framsögnin er ótrúlega
blæbrigðarík og hreyfíngar og fas
og persónusköpunin almennt, allt
er unnið af listrænni yfirvegun.
Eg lejrfi mér að fullyrða að
Viðar sýni einnig á sér fleiri hliðar
sem leikari en áður og hefur vald
yfír þeim öllum. Vissulega eftir-
minnilegur leikur. Kristín Anna
Þórarinsdóttir illúderar í bytjun
og samleikur þeirra Viðars er oft
til fyrirmyndar. Ekki var mér þó
alveg ljóst hvers vegna leikaramir
voru á stundum eins konar spegill
hvors annars, en stundum ekki.
Leikmynd Guðjóns Ketilssonar
var fjölbreytileg og frískleg, frum-
lega útfærð. Búningar Gerlu í
samræmi við textann og anda
hans. Þýðing Þorgeirs Þorgeirs-
sonar var ákaflega vel gerð og
vönduð, en kannski ekki áreynslu-
laust, góð.
Þessi sýning á erindi til fólks,
hún er vel unnin af öllum sem að
henni standa. Svo að til sóma er.
Þessi umsögn er skrifuð eftir aðra
sýningu.
Slysavarnafélag íslands:
Hjálpar fólki að
losa sig við hættu
leg efni og lyf
Á LAUGARDAG hyggst Slysa-
varnafélag íslands gangast fyrir
herferð til að fylgja eftir dreif-
ingu bókarinnar „Slys af völdum
efna í heimahúsum, viðbrögð við
þeim og varnir". Hvetur félagið
fólk til að losa sig við efni og lyf
sem ekki eru lengur notuð. Áð
sögn Haralds Henryssonar, for-
seta SVFÍ, býður félagið aðstoð
við að losa fólk við þessi efni.
„Þetta verður nánar auglýst,"
sagði Haraldur. „Björgunarsveita-
og slysavamafólk verður á ákveðn-
um stöðum til þess að taka á móti
efnunum."
Hvers vegna leggur Slysavama-
félagið svona mikla áherslu á vamir
gegn eiturefnum og lyfjum?
„Við höfum þær upplýsingar frá
landlækni, að slys af völdum slíkra
efna séu alltof tíð, t.d. séu þau 11%
slysa á bömum í heimahúsum. Þess
vegna fómm við í útgáfu þessarar
bókar og dreifíngu til allra heimila
á landinu. En bókin kemur náttúm-
lega ekki að tilætluðum notum ef
hún er látin rykfalla, heldur verður
fólk að kynna sér efni hennar og
þær leiðbeiningar sem í henni er
að fínna. í framhaldi af dreifíngu
bókarinnar viljum við svo hvelja
fólk til að losa sig við ýmiss konar
hættuleg efni og lyf sem ekki er
verið að nota en hafa safnast fyrir
á heimilum í tímans rás. Fyrir-
byggjandi aðgerðir em afar mikil-
vægur þáttur í öllum slysavömum
og gætu komið í veg fyrir að fólk
þyrfti að grípa til bókarinnar. Það
væri að sjálfsögðu langbest," sagði
Haraldur Henrysson.
„Með fyrirbyggjandi aðgerðum
er hægt að spara mjög mikið;
mannslíf, sorg, þjáningar og fé,
þannig að fjárframlög til slíkrar
starfsemi skila sér margfaldlega."
Hvemig er þessi starfsemi fjár-
mögnuð?
„Fyrst og fremst með happ-
drættinu okkar, sala á miðum er í
fullum gangi núna. Almenningur
hefur alltaf sýnt starfsemi Slysa-
Haraldur Henrysson, forseti
Slysavamaf élags íslands.
vamafélagsins mikinn skilning og
við höfum enga ástæðu til að ætla
annað en svo verði áfram. Happ-
drættið er helsta tekjulind félagsins
og stendur að miklu leyti undir
rekstri björgunar- og hjálparsveita
um allt land, auk rekstrar skip-
brotsmanna og fjallaskýla okkar
sem em 70—80. Fjárframlög ríkis-
ins til SVFÍ á þessu ári eru um 4
V2 milljón króna og það hrekkur
skammt þannig að við verðum fyrst
og fremst að treysta á framlög frá
almenningi.
Ég vil að lokum Ieggja áherslu á
það að mikilvægi fyrirbyggjandi
starfsemi verður aldrei ofmetið og
með sameiginlegu átaki heilbrigðis-
yfírvalda, heilbrigðisstétta og
ftjálsra félagasamtaka eins og
okkar er hægt að vinna ómetanlegt
starf," sagði Haraldur Henrysson,
forseti Slysavamafélags íslands, að
lokum.
Frá kl. 8—10 öll smábrauð með Frá kl. 17—18 öll brauð með
50%
afslætti
50%
afslætti
NÝSMURÐAR SAMLOKUR, RÚNSTYKKI, LANGLOKUR OG HEITAR SAMLOKUR.
Bakaríið Kringlan
Dalshrauni 13, sími 53744.