Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 Vaskur sjómaður, enda af íslenzku bergi brotinn Kortið sýnir leið Einars Geirs Einarsens yfir Atl- antshafið frá Portúgal til Trinidad. Innfellda myndin er af bátnum „Aksel“, far- kosti Einarsens, á leið hans yfir Atlantshafið. PORTUGALj Lissabona’ MAROKKO Atlantshafið Kúba ^psiiiSi>^?;;TR|N|DAD r vene-téjobagoi 1-ZUELAlV _______ Gusta Viik Einarsen í Björgvin lýsir syni sínum, Einari Geir Einarsen, í viötali við Morgunblaöiö „VÍST er maður smeykur, maður veit aldrei, hvað getur gerzt á sjónum," sagði Gusta Wiik Einarsen í síma- viðtali við Morgunblaðið frá Björgvin í gær. Hún er móð- ir norska sjómannsins, Ein- ars Geirs Einarsens, sem fannst á reki á báti sínum á miðju Atlantshafi á laugar- dag, eftir að hans hafði verið saknað í tæpa sjö mán- uði. Hún kvaðst jafnframt vera bjartsýn á að allt gengi vel. Sonur hennar væri þrautreyndur sjómaður og hinn vaskasti í alla staði, enda væri hann af íslensku bergi brotinn. Afi hans, það er faðir hennar, var Jón Sigurðsson frá Alviðru í Dýrafirði. Hann bjó í Björg- vin og starfaði þar sem vél- stjóri, en nokkur ár eru síð- an hann dó. Einar Geir Einarsen lagði upp frá Lissabon, höfuðborg Portú- gals, 31. ágúst sl. og var ferðinni heitið til Trinidad. í janúar fór fjölskylda hans til norsku lög- reglunnar og gert var viðvart um allan heim, að Einarsens væri saknað. Á laugardaginn var bárust svo fregnir um, að þessi harðgeri sjómaður væri enn á lífí. Hafði hann náð talstöðvarsambandi við flutningaskip, sem sigldi undir fána Líberíu. Reyndi áhöfnin að gera við vélina í báti Einarsens. Þegar það tókst ekki, hafnaði hann boði um far til Evrópu og kvaðst ákveðinn í að halda áfram ferð sinni vestur á bóginn. Hins vegar þáði hann vistir, en þær höfðu þrotið fyrir ljórum mánuðum. Síðan hafði hann veitt sér til matar og drukkið regnvatn. Móðir hans kvaðst bjartsýn á Verdens Gang/Símamynd Gusta Wiik Einarsen með Ijós- mynd af syni sínum og Veru konu hans, en hún bíður í Trin- idad. Móðir Einarsens lýsti syni sínum sem þrautreyndum og vöskum sjómanni, enda væri hann af íslensku bergi brotinn. Faðir hennar, það er afi hans, var Jón Sigurðsson frá Alviðru í Dýrafirði. Hann settist að í Björgvin, þar sem hann starfaði sem vélstjóri. að hann kæmist heilu og höldnu á áfangastað. Sjálf kvaðst hún hafa komið til íslands nokkrum sinnum og þá yfirleitt að sumar- lagi. Sagði hún, að faðir sinni, Jón Sigurðsson, hefði fyrst farið frá íslandi til Kaupmannahafn- ar, þar sem hann hefði starfað um einhvem tíma, en síðan hefði hann haldið til Björgvinjar, þar sem hann hefði sest að og eign- ast fjölskyldu. Svíþjóð: Stefnuræða Carlssons einkenndist af sáttfýsi Gífurleg öryggisgæsla vegna útfarar Palme Stokkh&lmi, 13. mars. Frá Erik Liden, fréttaritaraMorgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, kynnti í dag í þinginu ráðherra ríkisstjómar- innar og má heita, að engar breytingar hafi verið gerðar á henni. Unnið er nú hörðum hönd- um við að undirbúa útför Olofs Palme, sem fram fer á laugar- dag. Ingvar Carlsson, nýkjörinn for- sætisráðherra, flutti í dag stefnu- ræðu ríkisstjómarinnar og kynnti ráðherrana, sem eru þeir sömu og áður. Eina breytingin er, að Birgitta Dahl, orkumálaráðherra, verður einnig umhverfismálaráðherra en með þau mál fór Carlsson sjálfur í ráðuneyti Palmes. Mikillar sáttfýsi í garð stjómar- andstöðunnar gætti í ræðu Carls- sons og sérstaklega virtist hann beina máli sínu til miðflokksmanna. „Við erum reiðubúnir að hlýða á og ræða allt, sem þessari þjóð má að gagni koma,“ sagði Carlsson og þegar hann vék að utanríkismálun- um fór hann hörðum orðum um hemám Sovétmanna í Afganistan og aðskilnaðarstefnuna í Suður- Afríku. Sænski seðlabankinn lækkaði í dag vexti um eitt prósent, úr 9,5 í 8,5% og var þeirri lækkun vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins. Þykir ekki ólíklegt, að hún geti greitt götuna fyrir væntanlegum samn- ingum. Fulltrúar 91 þjóðar höfðu í dag, fimmtudag, tilkynnt komu sína til Stokkhólms til að vera við útför Olofs Palme. Öryggisráðstafanir verða meiri en áður eru dæmi um í Svíþjóð og hefur 1500 lögreglu- mönnum verið falið að gæta gest- anna. Við útförina verður hver bekkur skipaður í Ráðhúsi Stokk- hólmsborgar og öll miðborgin verð- ur lokuð fyrir umferð. Við útförina munu tveir fundir stjómmálaleiðtoga hafa meiri þýð- ingu en aðrir. En þar annars vegar um að ræða fund þeirra Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikolai Ryshkovs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og hins vegar þeirra Helmut Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, og Erich Honeckers, leiðtoga austur-þýskra kommúnista. Hittast þeir síðar- nefndu nú í annað sinn. Af öðru stórmenni, sem verður við útförina, má nefna Mitterrand, Frakklandsforseta, Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, Craxi, forsætisráðherra Italíu, og Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Til afhafnarinnar í Ráðhúsinu hefur verið boðið 1500 manns en að henni lokinni mun líkfylgdin fara um miðborg Stokkhólms. Við sjálfa greftrunina verður aðeins fjölskylda Palme og nánustu vinir. Lögreglumenn byijuðu strax í dag að girða af ýmsa borgarhluta enda er búist við, að allt að hálf milljón manna muni varða veg lík- fylgdarinnar og óttast lögreglan, að til öngþveitis geti komið. Mikil gæsla verður við Arlanda-flugvöll, þangað sem flestir erlendu fulltrú- amir munu koma á laugardags- morgni, en auk þess hefur eitt þús- und blaðamanna víðs vegar að úr heimi boðað komu sína. AP/Símamynd Sænska ríkissljórnin fyrir framan konungshöllina að loknum fyrsta ríkisstjómarfundinum. Ingvar Carlsson er f yrir miðjum hópnum. Bandaríkin: Haglél á stærð við snjóbolta New York, 13. mars. AP. HVIRFILBYLJIR samfara þrumuveðri gengu yfir suður- hluta Bandarilganna í gær. Tveir menn létust og fólk slasaðist, er hvirfilbyljirnir eyðilögðu heimili fólks. Hvirfilbyljunum fylgdi haglél og voru höglin sums staðar á stærð við snjóbolta og brutu gler í rúðum meðal annars. Veðrið setti alla umferð úr skorðum, feykti vöru- flutningabflum út af vegum og jám- brautarlest út af spori sínu, auk þess sem af því hlutust rafmagns- truflanir. Gengi gjaldmiðla London, 13. mars. AP. DOLLARINN hækkaði í dag gagnvart flestum helstu gjald- miðlum heims á gjaldeyrismörk- uðum í Evrópu. í London féll sterlingspundið og kostaði síðdegis í dag 1,46 dollara (1,47). I Tókýó kostaði dollarinn 180,30 japönsk jen (180,10) þegar gjald- eynsmarkaðir lokuðu. ■ í London var gengi annarra helstu gjaldmiðla á þann veg að dollarinn kostaði 2,2945 vestur-. þýsk mörk (2,2770), 1,93375 svissneska franka (1,92725), 7,0575 franska franka (7,0000), 2,5890 hollensk gyllini (2,5670), 1.563,50 ítalskar lírur (1.549,00) og 1,39625 kanadíska dollara (1,3980).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.