Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986
Vaskur sjómaður, enda
af íslenzku bergi brotinn
Kortið sýnir leið Einars
Geirs Einarsens yfir Atl-
antshafið frá Portúgal til
Trinidad. Innfellda myndin
er af bátnum „Aksel“, far-
kosti Einarsens, á leið hans
yfir Atlantshafið.
PORTUGALj
Lissabona’
MAROKKO
Atlantshafið
Kúba
^psiiiSi>^?;;TR|N|DAD
r vene-téjobagoi
1-ZUELAlV _______
Gusta Viik Einarsen í Björgvin lýsir
syni sínum, Einari Geir Einarsen, í
viötali við Morgunblaöiö
„VÍST er maður smeykur,
maður veit aldrei, hvað
getur gerzt á sjónum," sagði
Gusta Wiik Einarsen í síma-
viðtali við Morgunblaðið frá
Björgvin í gær. Hún er móð-
ir norska sjómannsins, Ein-
ars Geirs Einarsens, sem
fannst á reki á báti sínum á
miðju Atlantshafi á laugar-
dag, eftir að hans hafði
verið saknað í tæpa sjö mán-
uði. Hún kvaðst jafnframt
vera bjartsýn á að allt gengi
vel. Sonur hennar væri
þrautreyndur sjómaður og
hinn vaskasti í alla staði,
enda væri hann af íslensku
bergi brotinn. Afi hans, það
er faðir hennar, var Jón
Sigurðsson frá Alviðru í
Dýrafirði. Hann bjó í Björg-
vin og starfaði þar sem vél-
stjóri, en nokkur ár eru síð-
an hann dó.
Einar Geir Einarsen lagði upp
frá Lissabon, höfuðborg Portú-
gals, 31. ágúst sl. og var ferðinni
heitið til Trinidad. í janúar fór
fjölskylda hans til norsku lög-
reglunnar og gert var viðvart
um allan heim, að Einarsens
væri saknað.
Á laugardaginn var bárust
svo fregnir um, að þessi harðgeri
sjómaður væri enn á lífí. Hafði
hann náð talstöðvarsambandi
við flutningaskip, sem sigldi
undir fána Líberíu. Reyndi
áhöfnin að gera við vélina í báti
Einarsens. Þegar það tókst ekki,
hafnaði hann boði um far til
Evrópu og kvaðst ákveðinn í að
halda áfram ferð sinni vestur á
bóginn. Hins vegar þáði hann
vistir, en þær höfðu þrotið fyrir
ljórum mánuðum. Síðan hafði
hann veitt sér til matar og
drukkið regnvatn.
Móðir hans kvaðst bjartsýn á
Verdens Gang/Símamynd
Gusta Wiik Einarsen með Ijós-
mynd af syni sínum og Veru
konu hans, en hún bíður í Trin-
idad. Móðir Einarsens lýsti syni
sínum sem þrautreyndum og
vöskum sjómanni, enda væri
hann af íslensku bergi brotinn.
Faðir hennar, það er afi hans,
var Jón Sigurðsson frá Alviðru
í Dýrafirði. Hann settist að í
Björgvin, þar sem hann starfaði
sem vélstjóri.
að hann kæmist heilu og höldnu
á áfangastað. Sjálf kvaðst hún
hafa komið til íslands nokkrum
sinnum og þá yfirleitt að sumar-
lagi. Sagði hún, að faðir sinni,
Jón Sigurðsson, hefði fyrst farið
frá íslandi til Kaupmannahafn-
ar, þar sem hann hefði starfað
um einhvem tíma, en síðan hefði
hann haldið til Björgvinjar, þar
sem hann hefði sest að og eign-
ast fjölskyldu.
Svíþjóð:
Stefnuræða Carlssons
einkenndist af sáttfýsi
Gífurleg öryggisgæsla vegna útfarar Palme
Stokkh&lmi, 13. mars. Frá Erik Liden, fréttaritaraMorgunblaðsins.
INGVAR Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, kynnti í dag í
þinginu ráðherra ríkisstjómar-
innar og má heita, að engar
breytingar hafi verið gerðar á
henni. Unnið er nú hörðum hönd-
um við að undirbúa útför Olofs
Palme, sem fram fer á laugar-
dag.
Ingvar Carlsson, nýkjörinn for-
sætisráðherra, flutti í dag stefnu-
ræðu ríkisstjómarinnar og kynnti
ráðherrana, sem eru þeir sömu og
áður. Eina breytingin er, að Birgitta
Dahl, orkumálaráðherra, verður
einnig umhverfismálaráðherra en
með þau mál fór Carlsson sjálfur í
ráðuneyti Palmes.
Mikillar sáttfýsi í garð stjómar-
andstöðunnar gætti í ræðu Carls-
sons og sérstaklega virtist hann
beina máli sínu til miðflokksmanna.
„Við erum reiðubúnir að hlýða á
og ræða allt, sem þessari þjóð má
að gagni koma,“ sagði Carlsson og
þegar hann vék að utanríkismálun-
um fór hann hörðum orðum um
hemám Sovétmanna í Afganistan
og aðskilnaðarstefnuna í Suður-
Afríku.
Sænski seðlabankinn lækkaði í
dag vexti um eitt prósent, úr 9,5 í
8,5% og var þeirri lækkun vel tekið
af aðilum vinnumarkaðarins. Þykir
ekki ólíklegt, að hún geti greitt
götuna fyrir væntanlegum samn-
ingum.
Fulltrúar 91 þjóðar höfðu í dag,
fimmtudag, tilkynnt komu sína til
Stokkhólms til að vera við útför
Olofs Palme. Öryggisráðstafanir
verða meiri en áður eru dæmi um
í Svíþjóð og hefur 1500 lögreglu-
mönnum verið falið að gæta gest-
anna. Við útförina verður hver
bekkur skipaður í Ráðhúsi Stokk-
hólmsborgar og öll miðborgin verð-
ur lokuð fyrir umferð.
Við útförina munu tveir fundir
stjómmálaleiðtoga hafa meiri þýð-
ingu en aðrir. En þar annars vegar
um að ræða fund þeirra Shultz
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og Nikolai Ryshkovs, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, og hins vegar
þeirra Helmut Kohls, kanslara
Vestur-Þýskalands, og Erich
Honeckers, leiðtoga austur-þýskra
kommúnista. Hittast þeir síðar-
nefndu nú í annað sinn.
Af öðru stórmenni, sem verður
við útförina, má nefna Mitterrand,
Frakklandsforseta, Rajiv Gandhi,
forsætisráðherra Indlands, Craxi,
forsætisráðherra Italíu, og Javier
Perez de Cuellar, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna.
Til afhafnarinnar í Ráðhúsinu
hefur verið boðið 1500 manns en
að henni lokinni mun líkfylgdin fara
um miðborg Stokkhólms. Við sjálfa
greftrunina verður aðeins fjölskylda
Palme og nánustu vinir.
Lögreglumenn byijuðu strax í
dag að girða af ýmsa borgarhluta
enda er búist við, að allt að hálf
milljón manna muni varða veg lík-
fylgdarinnar og óttast lögreglan,
að til öngþveitis geti komið. Mikil
gæsla verður við Arlanda-flugvöll,
þangað sem flestir erlendu fulltrú-
amir munu koma á laugardags-
morgni, en auk þess hefur eitt þús-
und blaðamanna víðs vegar að úr
heimi boðað komu sína.
AP/Símamynd
Sænska ríkissljórnin fyrir framan konungshöllina að loknum fyrsta ríkisstjómarfundinum. Ingvar
Carlsson er f yrir miðjum hópnum.
Bandaríkin:
Haglél á
stærð við
snjóbolta
New York, 13. mars. AP.
HVIRFILBYLJIR samfara
þrumuveðri gengu yfir suður-
hluta Bandarilganna í gær. Tveir
menn létust og fólk slasaðist, er
hvirfilbyljirnir eyðilögðu heimili
fólks.
Hvirfilbyljunum fylgdi haglél og
voru höglin sums staðar á stærð
við snjóbolta og brutu gler í rúðum
meðal annars. Veðrið setti alla
umferð úr skorðum, feykti vöru-
flutningabflum út af vegum og jám-
brautarlest út af spori sínu, auk
þess sem af því hlutust rafmagns-
truflanir.
Gengi
gjaldmiðla
London, 13. mars. AP.
DOLLARINN hækkaði í dag
gagnvart flestum helstu gjald-
miðlum heims á gjaldeyrismörk-
uðum í Evrópu.
í London féll sterlingspundið og
kostaði síðdegis í dag 1,46 dollara
(1,47).
I Tókýó kostaði dollarinn 180,30
japönsk jen (180,10) þegar gjald-
eynsmarkaðir lokuðu. ■
í London var gengi annarra
helstu gjaldmiðla á þann veg að
dollarinn kostaði 2,2945 vestur-.
þýsk mörk (2,2770), 1,93375
svissneska franka (1,92725),
7,0575 franska franka (7,0000),
2,5890 hollensk gyllini (2,5670),
1.563,50 ítalskar lírur (1.549,00)
og 1,39625 kanadíska dollara
(1,3980).