Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 25

Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR.14. MA-RZ1986 25 Gorbachecv: Engar kjamorku- vopnatilraunir - nema Bandaríkjamenn verði fyrri til Moskvu, 13. mars. AP. SOVÉTMENN hafa ákveðið að framlengja einhliða frest á kjarnorkuvopnatilraunum og byrja ekki á þeim aftur nema Bandaríkjamenn geri slíka tii- raun. Kom þetta í dag fram í yfirlýsingu frá Gorbachev, Sov- étleiðtoga, en upphaflega var ákveðið, að fresturinn rynni út 31. marsnk. f bréfi til leiðtoga sex ríkja segist Gorbachev fús til að leyfa banda- rískum eftirlitsmönnum að fylgjast með því, að við bannið við tilraunum sé staðið. í desember sl. sagði í flokksmálgagninu, Prövdu, að Sov- étmenn væru reiðubúnir að leyfa slíkt eftirlit að vissu marki en það var þó ekki skýrt nánar. Bandaríkjamenn hafa hingað til hafnað tillögum Sovétmanna um eftirlit. Segja þeir, að það verði að vera stöðugt og gagnkvæmt en ekki bara þegar grunur vaknar um að annar hvor aðilinn hafi brotið eitthvert samkomulag. Hækkandi olíuverð í Bandaríkjunum Mikhaii Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna. Ríkin sex, sem Gorbachev skrif- aði, eru Argentína, Indland, Mex- íkó, Tanzanía, Svíþjóð og Grikk- land. New York, 13. marz. AP. VERÐ á bandariskri olíu hækk- aði í dag og komst yfir 14 doilara tunnan. Hefur olíuverðið þannig verið að hækka þijá daga i röð og er nú orðið hærra en það hefur nokkru sinni verið undan- farnar tvær vikur. Sérfræðingar telja, að þetta stafí af ört minnkandi birgðum af olíu til húshitunar og af bensíni en einn- Væntanlegar efnahagsráðstafanir í Danmörku: Eiga að færa ríkinu 50 milljarða í tekjur Kaupmannahöfn, 13. mars. AP. DANSKA rikisstjórnin er að undirbúa nýjar neyðarráðstafanir i efnahagsmálum, sem lagðar verða fram í danska þinginu á morgun, að sögn opinberra embættismanna. Kom þetta fram í dönskum fjöl- miðlum í dag. Eru ráðstafanirnar til þess ætlaðar að rétta við við- skiptahalla og minnka einkaneyslu og er gert ráð fyrir að þær færi danska ríkinu 10 milljarða danskra króna í tekjur á þessu ári eða tæpa 50 milljarða íslenskra króna. Ríkisstjómarflokkarnir neituðu að láta nokkuð uppi um væntanleg- ar ráðstafnir meðan þær væru ennþá á umræðustigi. Ráðstafan- imar hafa fengið gælunafnið páska- eggið og að sögn felst meðal annars í þeim að skattar á orku verða hækkaðir. Það á að gefa í tekjur 7 milljarða danskra króna, en til við- bótar er gert ráð fyrir hækkun virðisaukaskatts um 1%, upp í 23%. Þá er einnig búist við að skattar á áfengi, tóbaki og heimilistækjum verði hækkaðir. Ríkisstjóm Paul Sehluter í Dan- mörku, er minnihlutastjóm fjögurra flokka og þarf stuðning einhvers hinna flokkanna á þingi til þess að fá ráðstafanirnar samþykktar. Einkum er talið að ríkisstjómin líti vonaraugum til Róttæka fíjálslynd- isflokksins, sem er lítill miðflokkur, en hann hefur venjulega fylgt ríkis- stjóminni að málum hvað efna- hagstillögur áhrærir. Ræddu ríkis- stjómarflokkamir við talsmenn flokksins í gær og héldu þær við- ræður áfram í dag, en óljóst er um hvort flokkurinn fellst á þessar nýju ráðstafanir. Veður víða um heim Akureyri Lœgst 8 Hœst skýjað Amsterdam 1 5 skýjað Aþena 9 13 skýjað Barcelona 14 alskýjað Berltn 0 B skýjað Bríissel 0 10 skýjað Chicago 0 3 skýjað Dublln 6 10 rígning Feneyjar 7 alskýjað Frankfurt 3 6 skýjað Genf 0 3 skýjað Helsinki *2 +1 skýjað Hong Kong 18 22 skýjað Jerúsaiem 9 19 skýjað Kaupmannah. 0 1 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lissabon 6 15 rigning London 1 7 skýjað Los Angeles 12 19 skýjað Lúxemborg 2 mistur Malaga 14 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Miami 22 26 skýjað Montreal +8 0 heiðsklrt Moskva +2 0 skýjað NewYork 2 9 rigning Osló +2 1 skýjað París 3 9 skýjað Peking 2 12 skýjað Reykjavlk 8 skýjað RfódeJaneiro 21 38 heiðsklrt Rómaborg 9 17 skýjað Stokkhólmur 0 2 skýjað Sydney 14 24 heiðskirt Tókýó 3 15 heiðskírt Vínarborg 2 7 skýjað Þórshöfn 6 súld Almenn ánægja á Spáni með úrslitin Burgos, 13. marz. Frá Heigu Jónsdóttur fréttarítara Morgunblaðsins. ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um aðildina að NATO komu Spánveijum á óvart og ríkir almenn ánægja með niður- stöðurnar. Fjölmargar skoð- anakannanir síðustu vikurnar fyrir kosningadaginn gáfu all- ar til kynna að meirihluti Spán- veija ætlaði að segja nei; 51% ætlaði að greiða atkvæði gegn aðild, 45% hugðust styðja áframhaldandi aðild og 4% ætluðu að skila auðu. Búist var við 70% kjörsókn. Úrslitin urðu hins vegar á annan veg, 53% voru með aðild, 39% á móti og kjörsóknin 60%. Víst er að fjölmargir stuðnings- menn Sósíalistaflokksins, sem voru óákveðnir síðustu dagana fyrir kosningadaginn, ákváðu að lokum að hlíta ráðum ríkisstjórn- arinnar. Einnig er talið ljóst að ýmsum fylgismönnum flokksins, sem í byijun hafi ætlað að greiða atkvæði gegn aðild, hafí snúizt hugur og þeir komist að þeirri niðurstöðu að með því að greiða atkvæði með aðild myndu þeir styrkja flokk sinn og stjórnar- stefnu hans. Felipe Gonzalez, forsætisráð- herra, og aðrir ráðherrar höfðu ákaft lagt að mönnum að styðja aðildina að NATO á íjölmörgum fundum, sem flokkurinn stóð fyrir vegna þjóðaratkvæðisins. Flokk-- urinn hélt um 7.700 fundi og AP/Símamynd Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, ávarpar spænsku þjóð- ina í sjónvarpi eftir að úrslit þjóðaratkvæðisins voru kunn. samkomur um allan Spán síðustu vikumar. Ráðherramir lögðu jafnan ríka áherzlu á það að ef Spánn segði sig úr NATO myndi landið einangrast aftur frá Ev- rópu á ýmsum sviðum, t.d. í efna- hags- og viðskiptamálum, og ríki Vestur-Evrópu myndu bera minna traust til Spánvetja á eftir. Sós- íalistaflokkurinn bað Spánveija að ijúfa ekki þau mikilvægu tengsl við Vestur- og Norður- Evrópu og Norður-Ameríku, sem bundizt hefðu sl. áratug. Sósíalistar em að vonum mjög ánægðir með niðurstöður kosn- inganna. Forystumenn flokksins áttu ekki von á þeim mikla mun, sem var á með- og mótatkvæðum. Gonzalez sagði þegar ljóst var hvert stefndi að sigurvegari í þjóð- aratkvæðinu væri öll spænska þjóðin, en ekki neinn ákveðinn hópur. Hann bauð öllum stjóm- málasamtökum landsins að sam- einast um utanríkisstefnu Spánar. Úrslitin sagði hann jákvæð fyrir lýðræðið á Spáni og friðarstefnu landsmanna. Forystumenn hópa, flokka og samtaka þeirra, sem voru andvígir aðild að NATO, þ.e.a.s. Kommún- istaflokkur Spánar, verkalýðs- félög, listamenn, rithöfundar, skáld, söngvarar, leikarar og hóp- ar friðarsinna sögðu, að stjóminni hefði tekizt að hræða fjölmarga kjósendur, sem vom óákveðnir, til að kjósa áframhaldandi aðild að NATO. Siðferðilegur sigur NATO-andstæðinga væri hins vegar augljós. Það væri sigur þeirra að 8 milljónir Spánveija skyldu lýsa sig andvíga aðild að NATO og stjómin yrði að taka tillit til þessa hóps er hún mótaði stefnu sína. Forystumenn stærsta stjómar- andstöðuflokksins, AP, sögðust ánægðir með að fylgismenn flokksins skyldu hafa hlýtt kalli og setið heima. Hægrimenn væru á móti stjómarstefnu Sósíalista- flokksins. AP væri fylgjandi aðild að NATO en kosningamar hefðu verið óþarfar. Sósíalistaflokkur- inn hefði dregið Spánveija á asnaeymm með því að efna til þessara kosninga. Skynsamleg- asta stefnan hefði því verið að sitja heima og mótmæla þannig stefnu og ákvörðunum Sósíalista- flokksins. Það að 40% kjósenda skyldu sitja heima væri stórsigur fyrir hægrimenn. Spænskir kaupsýslumenn tóku úrslitunum með miklum fögnuði því sett var nýtt met í morgun í kauphallarviðskiptum í fjórum stærstu kauphöllum Spánar, í Madríd, Barcelona, Valencia og Bilbao. Eftirspum eftir hlutabréf- um hefur ekki verið jafn mikil í 12 ár og var mikill hamagangur og æsingur í kauphöllunum. ig til orðróms um, að olíuframleið- endur kunni að gera samkomulag sín í milli um minni framleiðslu í því skyni að koma meira jafnvægi á olíuverðið. Hráolía frá Texas (West Texas Intermediate) hækkaði í dag upp í 14,01 dollara tunnan í sölusamning- um, sem miðast við afhendingu í apríl. Fyrir einni viku komst verðið niður í 11,49 doliara tunnan. Verðið var hins vegar 31,70 dollarar hver tunna í nóvember sl. Hvar þarftu að dæla? Hverju þarftu að dæla? Fjölbreyttar, öflug- ar dælur til flestra verka. Réttu dælurnar frá = HEÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJONUSTA-LAGER ESAB RAFSUÐU TÆKI,VÍR 0G FYLGI HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HEÐINN = VÉLAVERSUJN, SI'MI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA- LAGER ESAB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.