Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 26
26_________________________________ Rannsókn á sannsögli Kohls kanslara: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 „Pólitískt samsæri“ — segir áhrifamaður í Kristilega demókrataflokknum Bonn, 13. mars AP. HÁTTSETTUR maður í Kristi- lega demókrataflokknum í Vest- ur-Þýskalandi, flokki Helmuts Kohl, kanslara, sagði á miðviku- dag, að rannsókn saksóknara í Bonn á því hvort Kohl hefði logið að þingnefnd, væri „meiriháttar pólitískt samsæri". Saksóknarar í Bonn greindu frá því á miðvikudag, að rannsakað yrði hvort Kohl hefði logið að þing- nefnd, sem var að kanna mútumál Flick-fyrirtækisins, og fyrir hálfum mánuði hófu saksóknarar í Koblenz sams konar rannsókn. Friedrich Bohl, háttsettur maður í Kristilega demókrataflokknum, sakaði á mið- vikudag þingmenn jafnaðarmanna um að hafa róið að því öllum árum á bak við tjöldin að rannsóknin yrði hafin og benti á, að það hefði tekið saksóknarana í Bonn 40 daga að komast að niðurstöðu. Bonn er í Nord-Rhein-Westfalen og þar eru jafnaðarmenn í meirihluta. „Hér er um að ræða meiriháttar, pólitískt samsæri,“ sagði Bohl. Elst í heimi hér Afsporinu á umferðargötu o g drekkur koníak San Frandsco, BandarQgunum, 12. mars. AP. 112 ára gömul kona, Mary „Mamie“ McKinney, sem þykir notalegt að fá sér koníakstár öðru hveiju, er ekkert að velta vöngum yfir því, að hún sé e.t.v. elst þeirra jarðarbúa, sem hafa bréf upp á það, hversu gamlir þeir eru. júní 1873, þ.e. þrerhur dögum á eftir Mary McKinney. SÍÐLA dags á þriðjudag varð það slys við Hvidovre-brautarstöðina í Kaupmannahöfn, að flutningalest fór inn á blindspor og lenti drátt- arvagn hennar niðri á fjölfarinni umferðar- götu, Hvidovrevej, og sat þar fastur þvert yfir götuna. Lestarstjórinn beið bana, er hann freistaði þess að stökkva út úr lestinni. Rann- sókn slyssins beinist að því að kanna, hvort lestarstjóranum hafi sést yfir stöðvunarmerki, en á mánudaginn komu fram einhveijir tækni- legir annmarkar á merkjabúnaði Hvidovre- stöðvarinnar. Þráttað um aðild að „Eg bara sit hér og mygla," segir hún og hlær við. Hún býr nú með vinkonu sinni, Cynthiu Dietrich. „Lífið hefur verið mér undursam- legt.“ Hún fæddist í Sacramento 30. maí 1873. Og því er öðruvísi farið með hana en suma aðra, sem talið er að séu háaldraðir, því að fæðing- ardagur hennar er staðfestur í velktum kirkjubókum í Sacramento. Cyd Smith, aðstoðarritstjóri Heimsmetabókar Guinnes, sagði í símaviðtali, að hann hefði nýlega fengið afrit af skímarvottorði Mary McKinneys. Kvað hann ritstjóm heimsmetabókarinnar líta svo á, þangað til annað yrði skjallega sannað, að hún væri elsti núlifandi jarðarbúinn. Blaðið San Francisco Examiner birti mynd af vottorðinu á sunnudaginn var. „Við getum auðvitað ekki sagt til um það núna, hvort hún verður titilhafinn í næstu útgáfu,“ sagði Smith, og bætti við, að þrír banda- rískir öldungar teldu sig vera eldri en McKinney, en hefðu enn ekki sent nein gögn þar að lútandi. Þegar Japaninn Shigechiyo Iz- umi, fyrrverandi handhafi titilsins, dó hinn 21. febrúar sl., 120 ára að aldri_, tilnefndi Heimsmetabók Guin- ess Onnu Elizu Williams frá Wales arftaka hans, en hún fæddist 2. Sameinuðu þjóðunum ZUrich, 13. mars. Frá Önnu Bjaraadóttur, f róttaritara Morgunblaðsins. SVISSLENDINGAR ganga að kjörborði um helgina og ákveða hvort þjóðin á að ganga í Sameinuðu þjóðirnar eða ekki. Kosningabaráttan er hörð en skoðanakannanir og lesendabréf blaða benda til að meirihluti Svisslendinga muni kjósa að standa áfram fyrir utan alþjóðasamkunduna og taka ekki þátt í fundahöldum og ákvörðunum þjóðanna 159 á allsheijarþingum þeirra í New York. Sviss er aðili að flestum sérstofnunum alþjóðastofnunarinnar og hefur áheyrnar- fulltrúa á allsheijarþingunum. Norður- og Suður-Kórea, Taiwan og Sviss eru einu fjölmennu þjóðirnar í heiminum sem eru ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Svissneska ríkisstjómin er hlynnt aðild og hvetur þjóðina til að kjósa „Já“ á kjördag. Hún telur Sviss eiga að taka virkan þátt í Samein- uðu þjóðunum þar sem fjöldi ákvarðana sem koma þjóðinni við eru teknar þar. Þróunarhjálp, skuldabyrði þriðja heimsins, friðar- og mannréttindamál eru nefnd sem dæmi. Stuðningsmenn aðildar telja rétt að Svisslendingar taki afstöðu og hafi áhrif á þróun þessara mála á alþjóðavettvangi. Andstæðingar aðildar benda hins vegar á að rödd Sviss verða lítil og lág og muni litlu máli skipta ein sér innan um raddir allra hinna þjóðanna á allsherjar- fundunum. Helsta röksemd andstæðinga aðildar er þó að hlutleysi þjóðarinn- ar og aðild að Sameinuðu þjóðunum fari ekki saman. Ríkisstjómin full- yrðir að hlutleysi þjóðarinnar verði ekki stofnað í hættu þótt hún gerist aðili að stofnuninni. Ríkisstjómin mun gera aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og aðildar- löndum þeirra grein fyrir hlutleysis- stefnu Sviss áður en sótt verður um aðild. Pierre Aubert, utanríkis- ráðherra, bendir á að tvær greinar í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna geri Sviss og öðrum hlutlausum þjóðum kleift að halda hlutleysi sínu þrátt fyrir aðild að þeim. En leik- menn em ekki sannfærðir og benda á að grein nr. 41 kveði á um að aðildarlönd eigi að hlíta samþykkt- um öryggisráðsins um aðgerðir gegn öðrum þjóðum. Öryggisráðið hefur sárasjaldan komið sér saman um refsiaðgerðir á fjörutíu árum en stómm hluta Svisslendinga þykir rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig og halda þjóðinni fyrir utan þessa alþjóðastofnun frekar en að hætta á að hún fari að segja henni fyrir verkum í samskiptum við aðrar þjóðir. Virðingarleysi fyrir Sameinuðu þjóðunum hefur komið í ljós í kosn- ingabaráttunni. Allsheijarþing þeirra em kölluð „kjaftasamkomur" og hinir harðskeyttustu segja að Austur-Evrópa og kommúnistaríki Afríku gefi tóninn í samþykktum stofnunarinnar. Það þykir peninga- sóun fyrir þjóðina að gerast aðili þótt full aðild myndi aðeins kosta ríkissjóð 20 milljónir sv. franka, um 400 milljónir ísl. kr., til viðbótar við 170 milljónir sv. ffanka sem samstarf Sviss við Sameinuðu þjóð- imar kostar nú þegar. Tekjumar sem Genf hefur af starfsemi fjölda stofnana Sameinuðu þjóðanna í borginni em margfalt það sem full aðild þjóðarinnar að stofnuninni myndi kosta. Hlutleysisstefna Svisslendinga var mótuð árið 1815. Þeir létu þó að sér kveða í utanríkismálum á síðustu öld og vom aðilar að Þjóða- bandalaginu sem var stofnað 1918. Hlutleysi þjóðarinnar og öflugur her ollu því að landið var vin í eyðimörk- inni í seinni heimsstyijöldinni. Síðan þá hefur tilraun til algers hlutleysis og þar með afskiptaleysis af al- þjóðamálum sett svip á utanríkis- stefnu þjóðarinnar. Leiðtogar henn- ar telja að hún geti nú haldið hlut- leysi sínu og gegnt áfram mikil- vægu hlutverki sem slík þótt hún taki þátt í alþjóðaumræðu og -ák- vörðunum. En margur óttast að landið missi sérstöðu sína ef þjóðin blandar geði við erlendar þjóðir á vettvangi' Sameinuðu þjóðanna. Aðildarlönd stofnunarinnar verða því væntanlega af fullu samstarfi við Sviss í New York næstu árin en kannski fellst þjóðin á að ganga til samstarfs við þau ef málið verður lagt fyrir hana á ný eftir nokkurra ára umhugsunarfrest. Ferðar Bjarna Herjólfssonar minnst með glæsilegum hætti MEÐ HJÁLP íslendinga og Norðmanna hafa nokkrir Frakkar tekið sér það fyrir hendur að kenna Bandarikjamönnum að það var ekki Kristófer Kólumbus sem kom fyrstur Evrópumanna til Ameríku árið 1492, heldur var það Bjarni Heijólfsson þegar á árinu 986. Verður haldið upp á 1000 ára afmæli landafundar- ins með ýmsum hætti en opinberlega hefjast hátiðahöldin með veislu og kvikmyndasýningu 9. október I haust, á degi Leifs Eiríkssonar. Verður síðan fitjað upp á einu og öðru á næstu árum allt fram til aldamóta. Til að minnast Bjama Heijólfs- sonar verður m.a. sýnd sex tíma löng sjónvarpskvikmynd, sem áætlað er að muni kosta 17 millj- ónir dollara, en hún er byggð á bókinni „Svanaleiðinni" og fjallar um það þegar norrænir menn fundu Ameríku. Er höfundur handritsins Robin Moore, sem skrifaði handrit að kvikmyndun- um „Franska sambandinu" og „Grænhúfunum". Auk þess er verið að undirbúa kvikmyndina „Ameríka í augsýn, mynd um Bjama Heijólfsson, og líklega mun norski siglingamaðurinn Ragnar Thorseth fara með aðal- hlutverkið í henni. Að öðru leyti verður efnt til sýninga og endur- útgáfu á bókum um víkinga og norræn fræði. Áætlað er, að há- tíðahöldin standi í raun í 14 ár eða fram tii aldamóta en þá verður þess minnst, að 1000 ár verða liðin frá því að Leifur Eiríksson fann Ameríku. Einhveijum kann að finnast það skrýtið, að það skuli vera Frakkar, sem eru upphafsmenn að þessum hátíðahöldum í minn- ingu Bjama Heijólfssonar, og til- drögin að því eru líka full af til- viljunum. Fyrir þremur eða fjórum árum bauð bandaríska kvik- myndafyrirtækið MGM tveimur frönskum kvikmyndagerðar- mönnum, Serge Roux og Jacques Foumier, að gera stuttan sjón- varpsmyndaflokk um eitthvert efni, sem þeir teldu Bandaríkja- Merki hátlðahaldanna. Búist er við að vegna þeirra muni áhugi á norrænni menningu og sögu stóraukast og ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur I Frakklandi einnig. menn hafa áhuga á. Eftir heil- mikla leit rákust þeir á bókina „Svanaleiðina" og þá laukst upp fyrir þeim nýr heimur. Fram að því höfðu þeir aldrei efast um, að Kólumbus hefði orðið fyrstur Evrópumanna til að finna Amer- íku. Þeir Roux og Foumier hafa fengið aðstoð „The American Scandinavian Foundation" í New York og einnig hafa ýmsir sér- fræðingar í víkingatímanum, bæði í Noregi og Frakklandi, verið þeim innanhandar. Árið 896, fjórtán ámm áður en Leifur Eiríksson fann Ameríku, sigldi Bjami Heijólfsson frá ís- landi og ætlaði til föður síns á Grænlandi. Fékk hann vond veður í hafi og réttu mikla og kom loksins að strönd, sem var annað- hvort á Nýfundnalandi eða La- brador. Um þessa ferð ætla þeir Roux og Foumier að gera 52 mín. langa mynd og munu upptökur fara fram í maí—júní í sumar. Verður myndin tekin f Noregi, Danmörku, íslandi og Bandaríkj- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.